Dagur - 09.05.1991, Blaðsíða 8

Dagur - 09.05.1991, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 9. maí 1991 Fimmtudagur 9. maí 1991 - DAGUR - 9 1946 Arthur Gook, kristniboði, reisti hermannabragga við vatnið Ástjörn í Kelduhverfi árið 1945. í þessum bragga hugðist hann koma á fót sumarbúðum fyrir börn. Fyrstu börnin dvöldu á Ástjörn sumarið 1946, stúlkur í eina viku, drengir í eina viku. Helsti aðstoðar- maður Arthurs var Sæmundur G. Jóhannsson. Þeir nutu hjálpar margra úr Sjónarhæðarsöfnuðinum á Akureyri, þar á meðal Boga Péturssonar, núverandi forstöðumanns. 1956 Heilsu Arthurs fór stöðugt hrakandi og því hvíldi starfið mikið á Sæmundi G. Jóhannssyni og fleirum. Fór að lokum svo að Arthur var ráðlagt að flytja í hlýrra loftslag, heilsu sinnar vegna. Það varð því úr að Arthur fól starfið í hendur Sjónarhæðarsafnaðar. Fljótlega upp úr því var hafist handa við að byggja nýtt hús á Ástjörn, því gamli bragginn var löngu búinn að sprengja starfið utan af sér. 1959 Sæmundur G. Jóhannsson sem veitt hafði starfinu forstöðu frá því að Arthur flutti erlendis hafði nú fundið konuefni og tók þá ákvörðun að hverfa frá starfinu við Ástjörn til þess að sinna eigin fjölskyldu. Bogi Péturs- son, ungur maður í söfnuðinum var fenginn til þess að taka við starfinu. Auðmjúkur tók hann við þessari miklu ábyrgð með þeim orðum að það væri hans bæn að Guð mætti nota hann sem sinn þjón. 1967 Það hafði hvílt þungt á Boga í nokkurn tíma að viss áhætta væri í því fólgin að hafa svona stóran hóp á Ástjörn, því heimilið var símalaust. Hann tók þá ákvörðun að sími yrði að koma á Ástjörn og gekk frá samningi þess efnis við Símamálastjóra. Þótti mörgum sem þarna væri ráðist í of stóra framkvæmd fyrir litlar sumarbúðir, en Drottinn blessaði framkvæmdina og þennan hjall tókst að kljúfa. Nokkru seinna bættist svo rafmagnið við tækniundrin á Ástjörn. 1976 Á afmælisári sumarbúðanna var Ástjörn gefið lítið hús, fjögurra manna svefnskála, hlaut hann nafnið Hvammur. Þar með var kominn vísir að enn frekari stækkun á Ástjörn, því slík var aðsóknin að færri kom- ust að en vildu. 1978 Haustið 1977 var auglýstur til sölu svefnskáli sem þjón- að hafði verkamönnum í Kröflu. Bogi fór af stað til þess að kanna hvort það væri möguleiki fyrir Ástjörn að eignast húsið. Hann leitaði meðal annars til Bræðra- safnaðanna í Færeyjum sem í gegnum árin höfðu styrkt starfið við Ástjörn og úr varð að húsið var keypt. Vorið 1978 var svo ráðist í að flytja húsið frá Kröflu til Ástjarnar. Og á aðeins 44 dögum var húsið rifið í Kröflu, grunnur steyptur við Astjörn og húsið sett saman, börnin gátu flutt inn. Þetta hús hlaut nafnið Maríubúð. Fríður flokkur fólks á leið til Ástjarnar seint á sjötta áratugnum. Það er vinsælt að skreppa út á tjörnina á bát eða skútu. Sumarbúðirnar á Ástjöm 45 ára Mikill fjöldi íslendinga hugsar með hlýju til sumarbúðanna á Astjörn í Kelduhverfí, sem í ár halda upp á 45 ára starfsafmæli. Þúsundir ungmenna hafa notið sumardvalar á þessum fagra stað með kristilegri fræðslu í starfi og leik, síðustu þrjá ára- tugina undir handleiðslu Boga Péturssonar forstöðumanns. Dagur fékk á þessum tímamótum nánasta samstarfsmann Boga, bróðurson hans, Pétur Björgvin Þorsteinsson, til að rifja upp nokkur söguleg atriði og lýsa starfínu, en í sumar munu nálega 300 drengir og stúlkur úr öllum landshlutum dveljast að Ástjörn. líka lengst, fyrsta árið var drengj- unum boðið að dvelja í eina viku við Astjörn en stúlkum í aðra en fljótlega breyttist það á þá lund að drengirnir fengu að dvelja í tvær en stúlknaflokkurinn lagður af. í dag er drengjum á aldrinum sex til tólf ára boðið að dvelja á Ástjörn frá tveim vikum upp í tíu vikur og í fyrsta sinn á síðasta ári bauðst stúlkum að dvelja við Ástjörn ásamt drengjunum síð- ustu tvær vikurnar. Svo verður einnig í sumar, en fjölbreytnin á Ástjörn verður sífellt meiri, nú á Það þurfti mikið áræði og sterka trú til þess að hefja sumar- búðarekstur á fimmta áratugn- um. Þetta áræði og þessa trú hafði kristniboðinn Arthur Gook. í skjólsælum hvammi við lítið vatn í Kelduhverfi valdi hanri sumarbúðunum stað og að fengnu leyfi landeiganda var reistur braggi í þessum hvammi. Fyrsta húsið var risið við Ástjörn, það skyldi hýsa sumar- búðirnar um ókomin ár. Strax frá upphafi var ljóst að þarna var að fara af stað starf sem naut velvildar margra. Þeirri velvild er ef til vill best lýst með orðum Sigríðar í Ási sem þá var landeigandi: „Margir hafa sóst eftir landinu og mörgum hef ég neitað, en börnunum get ég ekki neitað". Bragginn er löngu horfinn og í hans stað komin önnur hús, enda barnafjöldinn orðinn sextánfald- ur í dag frá því sem hann var fyrsta árið. Dvalartíminn hefur Bogi Pétursson forstöðumaður með tvo unga sveina framan við húsið á Ástjörn á frumbýlisárum starfsem- innar. 45 ára afmælisári sumarbúðanna verður sérstakur unglingaflokkur fyrir 13 ára og eldri. Bogi Pétursson hefur veitt sumarbúðunum forstöðu frá 1959. Hann er sonur hjónanna Péturs Jónssonar, bílstjóra á Héraði og seinna skósmiðs á Akureyri og Sigurbjargar Péturs- dóttur. Bogi er skósmiður að mennt og þótti það tíðindum sæta að skósmiður skyldi verða fyrir valinu til þess að veita sumarbúðunum að Ástjörn for- stöðu. Af einstakri elju og í trú hefur Bogi staðið frammi fyrir nýjum hóp á hverju sumri, boðið börnin velkomin og fallið svo inn í hópinn, ungur í anda eins og börnin, en samt Bogi á Ástjörn, sem börnin líta upp til og elska. Sumarbúðirnar við Ástjörn voru lengst af byggðar upp á ann- an hátt en aðrar sumarbúðir að því leyti, að frekar hefði mátt tala um sumardvalarheimili, því það tíðkaðist ekki á Ástjörn að einn hópur kæmi í annars stað, heldur dvöldu allir drengirnir lungann úr sumrinu á Ástjörn. í tímans rás hefur þetta þó breyst á þá lund að hægt er að dvelja á Ástjörn í tvær vikur hið minnsta, en allt að tíu vikur hið mesta. Og reyndin er orðin sú að flestir byrja sitt fyrsta sumar með tveggja vikna dvöl, en með árunum lengist dvölin. Margur kann að spyrja hvort möguleiki sé á að halda uppi dagskrá í sumarbúðum í tíu vikur samfleytt, hvort það verði ekki leiðigjarnt fyrir þá sem dvelja allan tímann. Pví er til að svara að á Ástjörn er ekki stundaskrá fyrir hvern dag, því eitt af grund- vallaratriðum starfsins á Ástjörn er að þó að heimilið sé stórt, þá er heimilisfólkið ein fjölskylda og hvað hver gerir á hverjum degi er að mestu undir honum komið. Hvort heldur barnið velur að fara út á hjólabát, skútu eða árabát, taka þátt í fótboltaleik eða fara með vinum sínum út í skóg, þá er það frjálst og óheft í hinni íslensku náttúru þjóðgarðsins við Jökulsárgljúfur. í frjálsum leik og starfi líður hver dagur á fætur öðrum þar sem hver þeirra ber eitthvað nýtt í skauti sér, nýja upplifun. Og að degi loknum er gott að halla höfði, spenna greipar og biðja til Guðs, hann hlustar. Arthur Gook stofnandi sumarbúöanna að Ástjörn ásamt konu sinni Kristínu Steinsdóttur Gook. Fyrsta vatnsveitan á Ástjörn var sett upp árið 1949. Þó hún hafi ekki verið flókin, kom hún að góðum notum. Á myndinni er María Pétursdóttir systir Boga en hún var ráðskona á Ástjörn ■ 11 ár. 1985 17. apríl þetta ár, kom tilkynning til Akureyrar um fyrsta tjónið í sögu Ástjarnar. Vatn hafði flætt inn á neðri hæö elsta hússins. Þegar var haldið til Ástjarnar og seint um kvöldið kom Bogi ásamt nokkrum úr fjölskyldu sinni til Ástjarnar. Við blasti hörmuleg sjón, í borðsal var allt á kafi í vatni og augljóst að nokkur tími var síðan vatnið komst inn í húsið því klaki var mikill i vatninu. í neyð sinni kraup þessi hópur niður og bað góðan Guð um hjálp. Þegar börnin komu til Ástjarnar 19. júní var búið að einangra borðsalinn, nýjar klæðningar komnar á veggina, uppvöskunarvélin verið endurnýjuð og fleira. Sem fyrr sýndi Guð þeim er starfa á Ástjörn náð sína. 1986 Fjölmennasti dagur við Ástjörn rann upp, einn dag þetta sumar voru 100 börn í dvöl í sumarbúðunum auk 28 manna starfsliðs. Sumarbúðirnar voru orðnar full- orðnar, 5 hús á lóðinni og líf og fjör í hverju horni. 1988 Með góðri hjálp frá Færeyjum var byggt sérstakt þvottahús á Ástjörn. Bygging þess húss var liður í skipulagsbreytingum við Ástjörn. Tekin hafði verið sú ákvörðun að fækka dvalargestum á hverjum tíma á Ástjörn niður í 80 börn þannig að rýmra yrði um hvern einstakling. Þess í stað var dvölin lengd í tíu vikur í stað átta vikna áður. 1990 Síðasta sumar við Ástjörn dvöldu um 300 börn alls. ( fyrsta skipti var boðið upp á dvöl fyrir stúlkur. Dvölinni var skipt þannig upp að fyrstu átta vikurnar voru fyrir drengi en í níundu og tíundu viku var stúlkum boðið að vera með drengjunum við Ástjörn. Sem fyrr var miðað við aldurinn 6 til 12 ára. Félag hjartasjúklinga á Eyjafjarðarsvæðinu heldur aðalfund laugardaginn 11. maí nk. kl. 15.30 í Gler- árkirkju. Venjuleg aðalfundarstörf. Jón Þór Sverrisson, hjartasérfræðingur, flyt- ur erindi og svarar fyrirspurnum. Nýir félagar velkomnir. Félagsstjórnin. ( \ -I- M • 0 Takið eftir! Ákiæði og gluggatjaldaefni Glæsilegt úrval - frábært verð, frá kr. 280 kr. per. m. Svampdýnur fyrir heimilið, sumar- húsið, hjólhýsið eða tjaldvagninn. Latexdýnur, eggjabakkadýnur. SVAMPUR OG BÓLSTRUN Austursíða 2 (Sjafnarhúsið), sími 96-25137. V____________________________________y Lögtaksúrskurður Hér með úrskurðast lögtök til tryggingar eftirtöldum gjöldum, álögðum eða áföllnum 1991 á Akureyri, Dalvík og í Eyjafjarðarsýslu. Vanskilafé, álagi og sektum skv. 29. gr. 1. nr. 45/ 1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, sbr. 14. gr. 1. nr. 90/1987 fyrir 02 og 03 greiðslutímabil 1991 með eindögum 15. mars og 15. apríl sl. Vanskilafé og álag skv. 1. nr. 50/1988 um virðis- aukaskatt fyrir janúar til febrúar 1991 með eindögum 5. apríl 1991. Einnig tekur úrskurðurinn til viðbótarsöluskatts og söluskattshækkana til þessa dags og stöðvunar- brotsgjalds skv. 108. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Loks tekur úrskurðurinn til þinggjaldahækkana, dráttarvaxta og kostnaðar. Fer lögtak fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. 8. maí 1991. Plöntusalan er hafin ★ Fjölbreytt úrval af trjám og runnum. ★ Skógarplöntur í miklu úrvali. k Garðáburður, grasfræ og gróðurmold. Opið virka daga frá 9-18. Laugardaga frá 10-17. Skógræktarfélag Eyfirðinga Gróðrarstöðin í Kjama Sími 24047.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.