Dagur - 09.05.1991, Page 11

Dagur - 09.05.1991, Page 11
Fimmtudagur 9. maí 1991 - DAGUR - 11 tónlist HaJldór Haraldsson Þeir, sem lögðu leið sína á tón- leika Halldórs Haraldssonar í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju sunnudaginn 5. maí, áttu þar ógleymanlega stund. Hinn mikli Petrof-flygill Tónlistarfélags Akureyrar lék í höndum Halldórs og hann dró fram lir hljóðfærinu blæbrigði verkanna með listileg- um og glæsilegum hætti. Slíkir gestir sem hann hljóta ævinlega að vera hverjum tónlistarunn- anda kærkomnir og mikið eftir- væntingarefni, þegar þeirra er von. Efnisskrá tónleika Halldórs Haraldssonar var fjölbreytt. Hún hófst á hinu mikla píanóverki Beethovens, Sónötu í c-moll op 13, „Pathétique“. Þetta magn- þrungna verk naut sín vel í túlk- un Halldórs. Hann laðaði fram blæ þess og brag af natni. Notkun hans á hóflegu „rúbató" og „tenútó" var afar smekkleg og gæddi verkið tilfinningu. Annað verkið á efnisskránni var einnig eftir Beethoven. Það var Þrjátíu og tvö tilbrigði í c- moll. Þetta verk, sem byggir á litlu stefi, sýnir vel sem næst óþrjótandi hugkvæmni tón- skáldsins. Flytjandans er að gæða hin fjölbreyttu tilbrigði lífi og sál. Þetta tókst Halldóri Haraldssyni mjög vel, hvert tilbrigði hafði sinn blæ í túlkun hans og hverju sinni við hæfi. Eftir hlé lék Halldór Haralds- son fyrst þrjú ungversk þjóðlög í útsetningu Bartóks. Þessi litlu lög með sínum sérkennilega og nokkuð framandlega blæ nutu sín vel í leikandi og léttum flutn- ingi píanóleikarans. Verkið Oiseaux tristes, eða Daprir fuglar, eftir Ravel, sem var næst á efnisskrá tónleika Halldórs Haraldssonar, var mjög skemmtilegt áheyrnar í flutningi hans. Þetta verk túlkar „mókandi fugla í myrkviðum frumskógarins á heitasta tíma sumarsins". Hér er í raun um prógrammúsík að ræða, en hún krefst natni í flutn- ingi eigi áhrif hennar að nást. Halldór laðaði fram úr flyglinum hljóð frumskógarins af stakri Þessar ungu dömur, Anna Guðrún Árnadóttir og Anna Margrét Jónsdóttir, efndu til hlutaveltu fyrir skömmu og söfnuðu með henni 2.170 krónum, sem þær gáfu síðan til Glerárkirkju. Mynd: Golli Skógræktarfélag Eyfirðinga: Plöntusala fyrr en venjulega Það hefur víst ekki farið fram hjá Norðlendingum að vor- koman er með fyrra móti í ár og hlýir vindar leika um þá þessa dagana. Þessi góða tíð hefur m.a. gert það að verkum að Skógræktarfélag Eyfirðinga er nú að hefja árlega plöntu- sölu, þrem vikum fyrr en venja er til. Að sögn Hallgríms Indriða- sonar, framkvæmdastjóra Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga, gerir óvenju gott tíðarfar það að verk- um að hægt er að hefja plöntu- söluna þrem vikum fyrr en venju- lega. Hallgrímur sagði að á sama tíma í fyrra hefði verið mikill snjór yfir öllu í Kjarnaskógi, en nú er hins vegar allt autt og undanfar- inn hálfan mánuð hafa starfs- menn Skógræktarfélagsins unnið að kappi utan dyra. Eins og venja er til hefur Skóg- ræktarfélagið á boðstólum fjöl- breytt úrval plantna í garða og fyrir skógrækt. Þá selur það áburð og fræ. óþh kúnst, svo að unun var á að hlýða. Næstsíðasta tónskáldið, sem átti verk á efnisskrá tónleikanna í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju 5. maí, var Debussy. Eftir hann lék Halldór Haraldsson Pour le piano. Þetta tæknilega erfiða verk lék hann af glæsibrag jafn- framt því, sem hann hlóð túlkun sína tilfinningu og dýpt. Efnisskrá tónleikanna lauk á tveim verkum eftir Chopin. Hið fyrra var Noktúrna í cís-moll op. posth., en hið síðara hin sívin- sæla og margflutta Polonaise í As-dúr op. 53. Fyrra verkið er viðkvæmt og ljúft og var það í túlkun Halldórs, en hið síðara er magrtþrungið og þróttmikið og hefur þess vegna hlotið heitið „Hetju-pólónesan“. Halldór gæddi þetta verk að fullu þeim blæ, sem við átti. Tónleikagestir þökkuðu Hall- dóri innilega með langvinnu lófa- ^aki fyrir glæsilegan leik hans og :allega túlkun á þessari fjöl- breyttu og blæbrigðaríku efnis- skrá og hann lék eitt verk enn í lokin. Það var Preludía eftir Rachmaninov; giæsilegur enda- punktur stórgóðra tónleika. Haukur Agústsson. Aðalfundur Krabbameinsféiags Akureyrar og nágrennis veröur haldinn fimmtudaginn 16. maí 1991 kl. 20.30 aö Glerárgötu 36, 2. hæö. Dagskrá: 1. Fræðsluerindi um húðkrabbamein. Fyrirlesari er Ellen Mooney læknir. 2. Venjuleg aöalfundarstörf. 3. Önnur mál. Allir velkomnir. Félagar sérstaklega hvattir til að mæta. Stjórnin. Lauf-fundir Fræðslufundur á vegum NA-landsdeildar LAUF verður að Hótel KEA laugardaginn 11. maí kl. 14.00. Brynhildur Briem, næringar- og lyfjafræðingur, flytur fræðsluerindi um mataræði og svarar fyrirspurnum. Aðalfundur deildarinnar verður haldinn að Hótel KEA fimmtudaginn 30. maí kl. 20.00. Kaffiveitingar. Nýir félagar velkomnir. Deildin þakkar kærlega þann mikla stuðning sem LAUF fékk í Landssöfnun 3. maí sl. til kaupa á heilasírita. Stjórnin. Einingabréf ávaxta fé Bílasala • Bílaskipti MMC Pajero stuttur V-6 Ekinn 25.000. Verð 1.670, MMC Coit GL árg. '89. 19.000. Verð 690.000. Ekinn Subaru Sedan Turbo árg. 18.000. Verð 1.250.000. Ekinn CH Camaro árg. ’82. Ekinn 96.000. Verð 670.000. Daihatsu Feroza EL-2 árg. ’89, Ekinn 25.000. Verð 1.200.000. MMC Space Wagon4x4 árg. ’88. Ek. i iat Uno 45 árg. ’86. Ekinn aðeins Honda Cívic Shuttle 4x4 árg. ’87. 40.000. 7 m. bíll. Verð 1.150.000. 13.000. Verð 320.000. Ekin 69.000. Verð 750.000. Vegna míkillar sölu vantar bíla á staöinn. bÍIASÆLWW Möldursf. BflASAlA við Hvannavelli. Símar 24119 og 24170. I

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.