Dagur - 09.05.1991, Síða 13

Dagur - 09.05.1991, Síða 13
Fimmtudagur 9. maí 1991 - DAGUR - 13 Minning: Ý Baldvin Ólafsson Fæddur 3. júní 1945 - Dáinn 2. maí 1991 Á morgun kveöjum við félagar í Iþróttafélaginu Pór á Akureyri einn félaga okkar hinstu kveöju. Baldvin Ólafsson lést í hörmu- legu slysi í Englandi í síðustu viku, og eftir stöndum við félagar hans vanmáttugir gagnvart almættinu og spyrjum hvers vegna. Við spyrjum okkur hvers vegna góður drengur í blóma lífs- ins er frá okkur tekinn og hvers vegna við fáum ekki oftar að njóta samvista við Baldvin og finna þann mikla Þórsanda sem ávallt geislaði frá honum. Svör fáum við auðvitað engin, hér hef- ur eitthvað okkur æðra tekið í taumana og við verðum að beygja okkur og sætta okkur við það sem gerst hefur þótt það sé sárt. Baldvin var einn af þeim mönnum sem við viljum kalla ekta Þórsara. Hann gekk ungur til liðs við félagið, lék með því í yngri flokkum á sínum tíma og þótti mikið efni. Ekki fór þó svo að hann ílentist í félaginu sem íþróttamaður, en meiri Þórsari en Baldvin var allt til dauðadags er vandfundinn. Mér er sérstaklega minnisstætt er Baldvin gerðist starfsmaður Þórs fyrir nokkrum árum. Það var ekki lítið verkefni sem hann tók að sér, enda kom það í hans hlut að sjá um allt vallarsvæði Þórs í Glerárhverfi, vinna þar að uppbyggingu og halda í horfinu því sem fyrir var. Og það var ekki slegið slöku við. Það skipti ekki máli hvaða vikudagur var, eða hvaða tíma sólarhringsins þurfti að vinna. Alltaf var Baldvin tilbúinn og það kom oft fyrir, sérstaklega yfir sumartímann að hann var á svæð- inu svo til allan sólarhringinn. Baldvin vann ómetanlegt starf á svæði Þórs. Ekki var launa- kröfunum fyrir að fara og mér er næst að halda að hann hefði verið tilbúinn að starfa á svæði félags- ins endurgjaldslaust. Svo kom að því að Baldvin hugðist flytja suð- ur til Reykjavíkur sem hann og gerði fyrir nokkrum árum. Við reyndum mikið til að halda í hann, enda vandfundinn maður sem var tilbúinn að leggja annað eins á sig fyrir félagið sitt. En þótt Baldvin flytti suður, þá var hann alltaf sami góði Þórsar- inn í hjarta sínu, og hann fór ekki leynt með það. Um það geta þeir líka borið vitni íþróttamenn Þórs sem hafa haldið suður í keppnis- ferðir undanfarin ár. Alltaf var Baldvin mættur þar sem félagið hans var að keppa, og hvatning- arópin voru ekki spöruð. Mér er það sérstaklega minnis- stætt er handboltalið Þórs var að keppa í Kópavogi fyrir skömmu. Þegar ég kom í íþróttahúsið var fjölmennt á áhorfendapöllunum, langmest heimamenn að hvetja lið sitt. En Baldvin var líka mættur, og það leyndi sér ekki. Hann fór langt með það einn að yfirgnæfa heimamenn sem þó voru fjölmargir og höfðu hátt. Svona var Baldvin. Hann var Þórsari fram í fingurgóma og okkur ómetanlegur liðsmaður. En nú er hann horfinn okkur í bili. Við fáum ekki oftar að skipt- ast á skoðunum við hann um íþróttir, heyra og finna ákafa hans þegar slík mál ber á góma, hlusta á stórbrotnar skýringar hans á hinum ýmsu atburðum og hlæja með honum á góðri stund. Þess í stað verðum við að láta okkur nægja að ylja okkur við minningarnar um góðan dreug, góðan Þórsara sem bar hag félagsins síns ávallt fyrir brjósti Ólafsfjörður - Dalvík, Akureyri og nágrannasveitir. Útvega öll gögn, ökuskóli eða sérnám. Hluti kennslu í heimasveit. Ódýrara og hagkvæmara nám. Greiðslukort og sérsamningar. Matthías Ó. Gestsson, simi 21205 og 985-20465. ÖKUKENNSLR Kenni á Galant, árg. '90 ÖKUKENNSLA - ÆFINGATÍMAR Útvegum öll gögn, sem með þarf, og greiðsluskilmáiar við allra hæfi. JÓN 5. HRNRSON SÍMI 22335 Kenni allan daginn og á kvöldin. Tölvubúnaður Kristniboðsfélag kvenna hcldur sinn síðasta fund á þessu vori, laugardaginn 11. maí kl. 15.00 að Víðilundi 20 (hjá Ingileif). Séra Lárus Halldórsson hefur hug- leiðingu. Stjórnin. Kvennfélagið Framtíðin heldur félagsfund í Skjaldarvík, mánudag- inn 13. maí. Farið verður frá Ráðhústorgi kl. 20.00. Félagsmenn! Mætið vel og stundvís- lega. Stjórnin. Akureyrarprestakall. Fyrirbænaguðsþjónusta verður í dag fimmtudag kl. 17.15 í Akureyrar- kirkju. Allir velkomnir. Sóknarprestarnir. Akurey rarprestakall. j Messað verður í Akur- eyrarkirkju kl. 14.00 á 11 uppstigningardegi, sem er sérstaklega helgaður öldruðum. Jóhann Sigurðsson, smiður mun prédika. Kór aldraðra mun leiða sönginn undir stjórn Sigríðar Schiöth, sem verður organisti. Eftir messu er öldruðum boðið til kaffidrykkju í Safnaðarheimilinu. Þar mun Kór aldraðra syngja og auk þess verður almennur söngur o.fl. Aldraðir eru hvattir til þess að fjöl- Bræðrafélagsfundur verður eftir messu. g ^ Möðruvallaprestakall. Guðsþjónusta verður í Skjaldarvík á uppstigningardag, fimmtudaginn 9. maí kl. 14.00. Sóknarprestur. Samtök um sorg og sorgarviðbrögð verða með fyrirlestur í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju, fimmtu- daginn 9. maí kl. 20.30. Séra Sighvatur Karlsson talar um sorg og sorgarviðbrögð. Allir velkomnir. Stjórnin. Samkomur Hjálpræðisherinn, rOTv)’l Hvannavöllum 10. I’östud. 10. maí, kl. ’ííaítáí^ 18.30, yngri æskulýður, kl. 20.30, æskulýður. Sunnud. 12. maí, kl. 11.00, helgun- arsamkoma, kl. 13.30, sunnudaga- skóli, kl. 19.30, bæn, kl. 20.00, almenn samkoma. Brigaderarnir Imma og Óskar Jóns- son stjórna og tala. Ath.! Breyttan samkomutíma. Mánud. 13. maí, kl. 16.00, heimila- samband. Þriðjud. 14. maí, kl. 17.30, yngri- liðsmenn, kl. 20.30, hjálparflokkur. Fimmtud. 16. maí, kl. 20.30, Biblía og bæn. Allir eru hjartanlega velkomnir. HVÍTASUtltlUKIRKJAM wsmkdshlíd Fimmtudagur 9. maí (uppstigning- ardagur), kl. 20.30, almenn sam- koma. Föstudagur 10. maí, kl. 20.30, bæn og lofgjörð. Laugardagur 11. maí, kl. 20.30, æskulýðssamkoma. Sunnudagur 12. maí, kl. 20.00 (ath.l Breyttur samkomutími), vakningar- samkoma, ræðumaður Jóhann Pálsson. Mikill og fjölbreyttur söngur. Samskot tekin til kirkjubyggingar- innar. Allir eru hjartanlega velkomnir. Stcfán Pétursson, Seljahlíð 13 f, var 60 ára í gær, 8. maí. liann tekur á móti gestum í starfs- niannasal KEA, Sunnuhlíð 12, laug- ardaginn 11. maí, milli kl. 15.00 og 20.00. Minningarkort Akureyrarkirkju fást í Bókvali og Blómabúðinni Akri í Kaupangi. Vinarhöndin, Styrktarsjóður Sól- borgar, selur minningarspjöld til stuðnings málefna þroskaheftra. Spjöldin fást í: Bókvali, Bókabúð Jónasar, Möppudýrinu í Sunnuhlíð og Blómahúsinu við Glerárgötu. og studdi það í blíðu og stríðu. Um leið og við þökkum fyrir samfylgdina og kynnin góðu sendum við öllum ástvinum Baldvins okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Þeirra missir er mikill, eins og okkar. F.h. íþróttafélagsins Þórs, Aðalsteinn Sigurgeirsson. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum eignum fer fram í skrifstofu embættisins, Húsavík, á neðangreindum tíma: Sveinbjarnargerði 2 c, Svalb.str., þingl. eigandi Jónas Halldórsson, mánud. 13. maí 1991, kl. 13.10. Uppboðsbeiðendur eru: Stofnlánadeild landbúnaðarins, Eggert B. Ólafsson hdl. og Benedikt Ólafsson hdl. Sveinbjarnargerði 2, Svalbarðs- strönd, þingl. eigandi Jónas Hall- dórsson, mánud. 13. maí 1991, kl. 13.00. Uppboðsbeiðendur eru: Stofnlánadeild landbúnaðarins, inn- heimtumaður ríkissjóðs, Ólafur B. Árnason hdl., Gunnar Sólnes hrl., Árni Pálsson hdl., Eggert B. Ólafs- son hdk, Benedikt Ólafsson hdl. og Sigríður Thorlacius hdl. Bæjarfógeti Húsavíkur, Sýslumaður Þingeyjarsýslu. Oskum eftir laghentum manni eða trésmiði til starfa í einingarverksmiðju. Lágmarksaldur 20 ár. Uppl. í síma 21255. ^MÖ MOL&SANDUR HF. « STREN0JA- VZJ stetpan hf v/SÚLUVEG - PÓSTHÓLF 618 " 602 AKUREYRI - SÍMI (96I2125S Oska eftir starfskrafti við bakstur á Dvalarheimilinu Hlíð 100% vinna. Upplýsingar gefur matreiöslumaður, föstudaginn 10. maí og mánudaginn 13. maí, ekki í síma. Dvalarheimilið Hlíð. Nú fá fleiri tækifæri! Okkur vantar nú fleiri góða sölumenn. Reynsla er æskileg en ekkert skilyröi. Viö bjóöum sölumönnum okkar upp á námskeiö. Viö erum fyrirtæki í örum vexti og ef þú: - vilt komast áfram, - ert jákvæö(ur), úrræöagóð(ur) og drífandi, - ert 20 til 35 ára, - vilt geta skammtað þér laun eftir afköstum, - hefur bíl og síma, - getur ráöiö tíma þínum sjálf(ur), - og hreint sakavottorö, hringdu þá í síma 96-11116, föstudaginn 10. maí kl. 09.00 til 16.00 og fáöu nánari upplýsingar hjá Helenu Sigfúsdótt- ur. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG FRÍMANNSDÓTTIR, Solvöllum, Akureyri, lést að Hjúkrunarheimilinu Seli, 6. maí. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju, þriðjudaginn 14. maí kl. 13.30. Áslaug Þorleifsdóttir, Sigfús Stefánsson, Sturla Þorleifsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.