Dagur


Dagur - 09.05.1991, Qupperneq 16

Dagur - 09.05.1991, Qupperneq 16
Sr. Egill vígður til þjónustu á Skagaströnd Sr. Egill Hallgrímsson verð- ur vígður til Skagastrandarprestakalls í Húnavatnsprófastdæmi í Dómkirkjunni í Reykjavík nk.sunnudag. Auk sr. Egiis munu sex aðr- ir guðfræðikandídatar vcrða vígðir til prestþjónustu í Dóm- kirkjunni á sunnudaginn. Eins og kunnugt er gekk lengi vel illa að fá prest til starfa á Skagaströnd og var sr. Egill að lokum kallaður til þjónustu. Hann mun mjög fljótlega hefja störf á Skaga- strönd. óþh Akureyringar í hjálparsveitum í Panama Miklar hörmungar hafa geisað víða um heim að undanförnu. Mikið hjálpar- starf á sér stað, sem Hjálpræðisherinn tekur virkan þátt í. Mikil neyð er nú í Kostaríku og norður- hluta Panama af völdum jarðskjálfta. Hjálpræðisher- inn biður íslendinga um Ijárhagslega aðstoð til að mæta þessari neyð. „Neyðarbíll frá Hjálpræðis- hernum ásamt níu rnanna liði frá Panamaborg er nú kominn á jarðskjálftasvæðin. Þarsinn- ir hjálparliðið aðkallandi neyðaraðstoð. Mcðal þeirra níu sem eru í hjálparfiokknum er Ingibjörg Einarsdóttir frá Akureyri, en hún hefur starf- að síöastliðinn vetur í Panama," segir m.a. í bréfi frá Hjálpræðishernum þar sem bent er á söfnunarreikning, gíróreikning 11314 í banka 0513, og að þeir sem vilja veita lið merki framlag sitt „hjálpar- starf Miriam". ój Norðanátt og kuldi í dag Vorið er ekki komið fyrir fullt og allt því búast má við allhvassri norðan og norð- vestan átt í dag með snjó- eða slydduéljum um mcstan hluta Norðurlands, en gert er ráð fyrir að veðrið fari að ganga nokkuð niður síðdeg- is. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar er gert ráð fyrir allhvassri norðanátt og kulda í dag og á morgun um allt norðanvert landið. Búist er við að draga muni nokkuö úr veðurhæð síðdegis og á morgun lciki norðlæg breyti- lcg átt meö einhverjum slydduéljum um Norðlendinga og að hiti komist upp fyrir frostmark. pl Máni Jóhannesson með smyrilinn áður en honum var veitt frelsi í gær. Mynd: Golli Rögnvaldur Steinsson, bóndi á Hrauni á Skaga: Fann flöskuskeyti frá blómarós á Nýfundnalandi Rögnvaldur Steinsson bóndi fann heldur óvenjulega send- ingu þegar hann var að huga að vitanum á Hrauni á Skaga. I fjörunni skammt frá vitanum fann Rögnvaldur flöskuskeyti frá ungri blómarós á Ný- fundnalandi. Stúlkan vill eign- ast vini og notar til þess þessa óvanalegu aðferð. Stúlkan sem sendi flöskuskeyt- ið heitir Stacey Roebatham og setti hún flöskuna í sjóinn við strendur Nýfundnalands þann 17. júlí árið 1989. Aðspurður sagðist Rögnvaldur efast um að stúlkan hafi átt von á að skeytið færi til hans en sagðist engu að síður svara bréfinu. „Ég verð að svara stúlkunni þó ég sé ekki góður í enskunni, ég fæ ein- hvern til að þýða fyrir mig,“ sagði Rögnvaldur. í bréfinu segir stúlk- an að þetta sé þriðja bréfið sem hún sendir en hún hafði ekki fengið nein svör hingað til. Að sögn Rögnvaldar er ekki mjög óvanalegt að flöskuskeyti reki á Skaga en vanalega koma þau styttra að. Til dæmis var seinasta skeyti sem kom ekki lengra að komið heldur en frá Blönduósi. kg Flugmódelfélag Akureyrar: Byggir upp flugaðstöðu á Melgerðismelum Áhugi fyrir að smíða og fljúga flugmódelum fer ört vaxandi á Akúreyri. Flugmódelfélag Akureyrar var stofnað árið 1979. IJndanfarna vetur hefur félagið haft smíðaaðstöðu í Iþróttavallarhúsinu og nú er félagið að byggja upp flugað- stöðu á Melgerðismelum ásamt öðrum flugáhugamönn- um. Skipverjar á togaranum Kaldbak fengu óvænta heimsókn á miðunum: Smyrill í fóstri í átta sólarhringa - lenti örþreyttur á skipinu miðja vegu milli Grænlands og íslands „Smyrillinn settist í neta- geymsluna hjá okkur og virtist vera orðinn svo örþreyttur af fluginu að hann gat ekki kom- ist á loft aftur. Fyrstu tvo sólar- hringana óttuðumst við um hann en eftir það fór hann að hressast og var með okkur í 8 sólarhringa og kom með okkur í land,“ sagði Máni Jóhannes- son, háseti á togaranum Kald- bak frá Akureyri en í fyrra- kvöld komu skipverjar með óvenjulegan farþega að landi, nefnilega fullorðinn smyril sem gefist hafði upp á fluginu yfir hafið og kosið sér þá lífsbjörg að hvílast á skipinu á leiðinni. fataskápnum í klefa sínum og þar undi smyrillinn sér hið ágætasta. Ekki vildi hann þó leyfa skipverj- um að fylgjast um of með sér því ef einhver var í klefanum sat hann og fylgdist grannt með öllu sem fram fór. „Hann sneri því aldrei baki í mann nema því að- eins að geta nokkuð auðveldlega fylgst með manni. En hann sætti sig samt við þetta allt saman,“ sagði Máni. Fuglinn fékk frelsi sitt í gær því um hádegisbil sleppti Máni hon- um við hús Dags á Akureyri en áður hafði fuglinn verið merktur. Smyrillinn tók stefnuna til fjalls, líkast til frelsinu feginn og þakk- látur skipverjum fyrir lífsbjörg- ina. JÓH í fréttatilkynningu segir að í maí hefjist á Melgerðismelum jarðvegsskipti fyrir malbikaðan flugvöll þó ekki verði malbikað fyrr en 1992. Væntanleg flug- braut verður 8x100 metrar. „Flestir geta smíðað og flogið flugmódelum en yfirleitt er betra að fá tilsögn í smíði og flugi. Félagar í Flugmódelfélaginu eru allir reiðubúnir til að aðstoða þá er þess óska. Þegar velja á byrj- endamódel er nauðsynlegt að velja rétt og margt ber að varast. Möguleikarnir í módelsmíði og flugi eru nær ótakmarkaðir og má þar nefna þyrlur og þotur sem ná yfir 200 km hraða,“ sagði Kjart- an Guðmundsson, formaður Flugmódelfélags Akureyrar. ój Skjöldur hf.: Fékk viðurkenningu frá Coldwater - 99,1% framleiðslunnar gæðavara Togarinn var að grálúðuveið- um um 120 mílur úti af Straum- nesi, á svokölluðu Torgi, þegar smyrillinn kom á skipið. Máni segir að þeir hafi sett sig í sam- band við fuglaáhugamenn og fengið þar þær skýringar að líkast til hafi smyrillinn verið á leið frá Grænlandi til íslands en hreppt svo vont veður á leiðinni að þrek- ið til flugsins hafi þrotið. „Það er algengt að smærri fugl- ar komi á skipið en ekki fuglar eins og þessi. Þeir hins vegar lifa yfirleitt ekki af en smyrillinn náði að jafna sig. Hann át aðallega hrátt kjöt hjá okkur og reif í sig kótelettur með bestu lyst,“ sagði Máni. Máni bjó til búr fyrir fuglinn úr Hraðfrystihúsið Skjöldur á Sauðárkróki fékk á miðviku- dag afhenta viðurkenningu fyr- ir gæðaframleiðslu. Verðlaun- in voru afhent af fulltrúum Coldwater, sölufyrirtækis Sölumiðstöðvarinnar í Banda- ríkjunum. Er þetta fimmta viðurkenningin sem Skjöldur hf. fær. Tvö önnur fyrirtæki á Norður: landi fengu viðurkenningu en það voru Þormóður rammi á Siglufirði og Útgerðarfélag Akureyringa. Einnig hlutu Hrað- frystihús Eskifjarðar, Fiskiðjan í Vestmannaeyjum og íshúsfélag ísfirðinga viðurkenningar fyrir gæðaframleiðslu. Alls lentu 99,1% framleiðslu Skjaldar hf. í fyrsta flokki sem verður að teljast frábær árangur. Að sögn Árna Guðmundssonar framkvæmdastjóra Skjaldar hf. er þessi frábæri árangur fyrst og fremst að þakka metnaðarfullu og hæfu starfsfólki fyrirtækisins. Páll Pétursson yfirmaður gæða- eftirlits Coldwater afhenti full- trúum Skjaldar hf. viðurkenning- arskjöldinn. kg Öxnadalsheiði: Vegagerðin semur við Hött Gengið hefur verið frá samn- ingum við verktakafyrirtækið Hött í Strandasýslu um vega- framkvæmdir á Öxnadalsheiöi í sumar. Höttur var með lægsta tilboðið í uppbyggingu 4,2 km vegarkafla á heiðinni, að upphæð kr. 22.900.000, rúmlega 62% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinn- ar. Jónas Snæbjörnsson, unt- dæmisverkfræðingur Vegagerðar ríkisins á Sauðárkróki, segir að Hattarmenn hyggist hefja fram- kvæmdir við þetta verk mjög fljótlega. óþh

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.