Dagur


Dagur - 04.07.1991, Qupperneq 1

Dagur - 04.07.1991, Qupperneq 1
Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 74. árgangur Akureyri, fímmtudagur 4. júlí 1991 123. tölublað Bílvelta á Moldhaugnahálsi í gær: Kraftaverk að ökumaðurinn skyldi ekki stórslasast Ökumaður fólksbifreiðar slapp ótrúlega vel úr hremmingum sem hann lenti í um hádegisbil- ið í gær. Bifreiðin fór út af þjóðveginum á Moldhaugna- hálsi og stöðvaðist hátt í hundrað metra frá veginum eftir að hafa farið a.m.k. tvær Sléttbakur EA á heimleið: Mettúr hjá togaranum í krónum talið — aflaverðmætið 66 milljónir Útgerð togara Útgerðarfélags Akureyringa hf. gengur með ágætum og skipin koma til löndunar með fullfermi hvert af öðru, nema Kaldbakur EA sem verður í slipp næstu vik- urnar. Að sögn Þorleifs Ananías- sonar hjá ÚA, er Svalbakur EA nýfarinn til veiða eftir að hafa landað fullfermi. Aflinn var blandaður, þorskur og karfi. Hrímbakur EA er við bryggju með fullfermi og gamli Sólbakur EA kemur til löndunar á mánu- dag. Séttbakur EA, annar frysti- togara ÚA, var við Horn um miðjan dag í gær á heimleið eftir nær mánaðar útivist. „Veiðiferðin hefur gengið með ágætum. Þetta er mettúr hjá okk- ur í krónum talið. 580 tonnin gefa f.o.b. 66 milljónir. Áður höfum við fengið mest 600 tonn á svipuðum tíma, en verðið var ekki eins gott. Hér er hafís rétt utan við okkur, en siglingaleiðin er greiðfær,“ sagði Kristján Hall- dórsson, skipstjóri, um borð í skipi sínu norðaustur af Horni. ój veltur en ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabíl á FSA lít- ið meiddur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri átti slysið sér stað um kl. 12.30 í gær. Fólks- bifreið lenti út af veginum á Moldhaugnahálsi, þaut 80-90 metra út í móa og fór að minnsta kosti tvær veltur áður en hún stöðvaðist. Bíllinn er gjörónýtur en öku- maðurinn, sem var einn í bílnum, slapp betur en á horfðist og telur lögreglan það furðu sæta og ganga kraftaverki næst hve lítið hann slasaðist. Þá var ekið á mann á gang- braut á Hörgárbraut í gær og var hann fluttur á sjúkrahús en meiðsl hans ekki talin alvarleg. SS Brosað í blíðunni. Reyndar fengu Akureyringar bæði rigningu og moldrok í gær og vist var vætan kærkomin, en sólin fór fljótt að glenna sig á ný. Mynd: Goiii Lánveitingar til byggingar og kaupa á félagslegum íbúðum: Norðurland vestra fékk aðeins 8 Mðir - Norðurland eystra fær svipað hlutfall af heildarúthlutun og síðustu ár Húsnæöismálastjórn hefur samþykkt lánveitingar úr Byggingarsjóöi verkamanna til byggingar eða kaupa á allt að 594 íbúðum, sem áætlað er að nemi samtals 3,6 milljörðum króna. Gert er ráð fyrir að þar af komi 860 milljónir króna til útborgunar í ár en 2.740 millj- ónir króna á næsta ári. Hlutur Norðlendinga í þessari úthlut- un er 87 íbúðir, 8 á Norður- landi vestra og 79 á Norður- landi eystra. Húsnæðisstofnun ríkisins vildi í gær ekki gefa upp hver skipting- in væri milli einstakra sveitarfé- laga þar sem svör hafi ekki verið send öllum enn. Samkvæmt upp- lýsingum blaðsins mun Akureyr- Laugafiskur í Reykjadal: „Við eram nokkuð ánægðir með aJkomuna“ „Hér er aldrei dauður dagur,“ sagði Lúðvík Haraldsson, framleiðslustjóri hjá Lauga- físki hf. í Reykjadal. Hjá fyrir- tækinu eru unnin 13-15 ársverk við þurrkun á þorskhausum, hryggjum og dálkum, og er jarðhiti, heitt vatn, notað sem orkugjafí við þurrkunina. Jöfn vinnsla er orðin allt árið, en þó er heldur meira um að vera yfir sumarið. Eigendur Laugafisks hf. eru Fiskiðjusamlag Húsavíkur, Útgerðarfélag Akureyringa og Kaldbakur hf. á Grenivík. Lauga- fiskur hóf starfsemi sína í sept. ’88, eftir að eignir þrotabús Stokkfisks höfðu verið keyptar. í fyrstu var unnið við þurrkun hausa en þurrkun dálka og hryggja er stöðugt að aukast og nemur nú um 20% af hráefninu. Aðaláherslan er lögð á þurrkun hausanna en hitt notað meira til uppfyllingar, þegar minna berst að af hráefni til vinnslu. Fram- leiðslan fer öll á Nígeríumarkað. Sagði Lúðvík að neytendur næðu sama bragðinu í súpuna sína af dálkum og hryggjum, en fyrir verulega lægra verð. Lúðvík sagði að Laugafiskur fengi um 80% af hráefni sínu frá eigendunum en einnig fengi hann hráefni víðar, m.a. frá Raufar- höfn og Kópaskeri. „Við erum nokkuð ánægðir með afkomuna og erum vel yfir núllinu. Nígeríu- markaður hefur þótt nokkuð varasamur og sveiflukenndur, en þetta gengur ágætlega eins og sakir standa, og verðið hefur sjaldan verið betra,“ sagði Lúð- vík og var nokkuð bjartsýnn á framtíð fyrirtækisins. IM arbær hafa fengið 49 íbúðir í þessari úthlutun en sótti um 66 en fyrir utan þessa úthlutun eru lán- veitingar til Búseta og byggingar stúdentagarða. Þá fær Ólafsfjarð- arbær 8 íbúðir sem er í samræmi við umsókn. En á öðrum þéttbýl- isstöðum á Norðurlandi var ekki kunnugt um úthlutun, þegar blaðið spurðist fyrir í gær. Sé litið á heildarskiptingu framkvæmdalánanna yfir landið kemur í ljós að um 65% af íbúð- unum er úthlutað til Reykjavíkur og Reykjaness en þessi úthlutun til Reykjavíkur nú er um 7% yfir meðaltali síðustu fimm ára. Þau kjördæmi sem verst fara út úr úthlutuninni, miðað við með- altalsúthlutun síðustu fimm ára, eru Vesturland, Vestfirðir og Norðurland vestra. Alls barst 91 umsókn frá ýms- um félagslegum framkvæmda- aðilum með óskum um fram- kvæmdalán til að byggja eða kaupa alls 1.915 íbúðir. Áf þess- um umsóknum voru 1.716 gildar. Framkvæmdalán voru veitt 55 félagslegum framkvæmdaaðilum til byggingar eða kaupa á 594 íbúðum. Skiptast þær þannig að 242 eru félagslegar eignaríbúðir, 158 félagslegar leiguíbúðir, 121 félagsleg kaupleiguíbúð og 73 almennar kaupleiguíbúðir. í gögnum frá Húsnæðisstofnun kemur fram að við undirbúning lánveitinganna var tekið tillit til húsnæðisþarfar einstaklinga og fjölskyldna, en þessar upplýsing- ar fylgja umsóknum sveitarfé- laga, lánveitingar síðustu 2ja ára til félagslegra íbúða í hverju byggðarlagi voru til hliðsjónar sem og hvort fyrri lánveitingar til byggingar eða kaupa á félagslegu húsnæði hefðu verið notaðar. Þá var og tekið tillit til þess hvort sveitarstjórnir þær sem hlut áttu að máli hafi undanfarið hafnað forkaupsrétti á félagslegum íbúð- um og hvort félagslegar íbúðir hafi verið seldar einstaklingum sem hafi verið yfir gildandi tekjumörkum eða ef of litlum fjölskyldum hafi verið úthlutað óhóflega stórum íbúðum. Atvinnuástand og búsetuþróun á hverjum stað var höfð í huga. í gögnum Húsnæðisstofnunar segir að samkvæmt skýrslu Byggðastofnunar um íbúðaþörf og félagslegar íbúðir, útgefinni á síðasta ári, þurfi að byggja á landinu öllu að meðaltali 1.457 íbúðir árlega á næstu fimm árum. Þörfin sé misjöfn eftir landshlut- um en miðað við sambærilega fólksflutninga eins og árin 1987- 1989 þurfi að byggja 1.200 þess- ara íbúða á höfuðborgarsvæðinu en aðeins rúmlega 200 í öðrum landshlutum. JÓH Öxarijarðarhreppur: Kraftur í atviimulífinu - þensla ríkjandi og enginn mælir göturnar Atvinnuástand er blómlegt í Öxarfjarðarhreppi, enginn á atvinnuleysisskrá og í sumum fyrirtækjum vantar jafnvel fólk í vinnu. Þó liggur vinna niðri hjá rækjuvinnslunni Geflu hf. á Kópaskeri en önnur fyrirtæki hafa úr nægum verkefnum að moða og töluvert er um fram- kvæmdir á vegum sveitarfé- lagsins. Ingunn St. Svavarsdóttir, sveit- arstjóri Öxarfjarðarhrepps, sagði að jafnvel mætti tala um að þensluástand ríkti í hreppnum vegna þess að frekar vantaði fólk í vinnu en hitt. „Það er mikið að gera hjá Tré- máli, nýja tré- og málningarfyr- irtækinu. Þeir eru með mjög mik- ið af verkefnum og sjá varla út úr því sem þeir hafa að gera. Hjá Fjallalambi er feikilega mikið að gera og þeir virðast vera að auka söluna. Þá er vinna í Útnesi núna þannig að það er gott hljóð í fólki,“ sagði Ingunn. Af framkvæmdum á vegum hreppsins má nefna að í síðustu viku lauk vinnu við holræsakerfi og ýmislegt fleira er á döfinni. Ingunn sagði að ræktunarstarfi hefði verið haldið áfram en skóg- ræktarátak hófst á síðasta ári. Vegna þurrka hefur þurft að endurbæta vökvunarkerfið í reitnum og eru úðarar linnulítið í gangi. SS Veðrið á Norðurlandi: Skin og skúrir „Rigningin í gær gerði gróðrin- um gott. í dag verður skýjað og rignir lítilsháttar, en síðan birtir til á ný,“ sagði Gunnar Hvanndal, veðurfræðingur, er hann var spurður um veður- horfur næstu daga fyrir Norðurland. Veðurspá Veðurstofa íslands fyrir daginn í dag gerir ráð fyrir sunnan- og suðvestanátt um allt Norðurland með rigningu eða skúraleiðingum. Á morgun fer að glaðna til og laugardagurinn verður sólríkur. „Á sunnudaginn dregur til suðaustanáttar með rigningu og hitastigið verður 12- 14 gráður. Því má segja, að á næstu dögum skiptast á skin og skúrir um allt Norðurland,“ sagði veðurfræðingurinn. ój

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.