Dagur - 04.07.1991, Side 7

Dagur - 04.07.1991, Side 7
Fimmtudagur 4. júlí 1991 - DAGUR - 7 Árdís Björnsdóttir, matráðskona, í uppvaskinu í eldhúsi matarvagnsinS hjá Króksverki. Mynd: -bjb Hef ámiðinn og Hraundrangana - spjallað við Árdísi Björnsdóttur, matráðskonu hjá Króksverki Matráðskonan í búðum Króks- verks hf. á bökkum Þverár og Öxnadalsár er Árdís Björns- dóttir, frá Vatnsleysu í Skaga- firði. Árdís er orðin með reyndari matráðskonum í vegavinnuskúrum því hún hef- ur starfað við ekki minni fram- kvæmdir en Múlagöng og Blönduvirkjun. í samanburði við þær framkvæmdir er verk- ið í Öxnadal smámunir. En hún er ein að þessu sinni og því nóg að gera við að matbúa fyr- ir 15-20 manns í sumar. Árdísi líkar matráðskonustarf- ið vel og segist aldrei fá leið á því þrátt fyrir mikinn eril. „Þetta búðalíf er þægilegt og rúllar áfram af sjálfu sér,“ segir Árdís Króksverk hefur komið upp ágætis búðum þarna og er matar- vagninn með öllum græjum. Að vísu vantar örbylgjuofninn í eld- húsið en Árdís sagði að hann væri á leiðinni. Árdís bakar allt sætabrauð ofan í starfsmennina en fær sent matarbrauð frá Akureyri, ásamt öllum mjólkurvörum 2-3 sinnum í viku. Árdísi tókst að semja við mjólkurbílstjórana hjá KEA um að koma við hjá sér með mjólk- urvörurnar. Aðspurð sagði Árdís að starfs- menn Króksverks væru ekki mat- vandir og borðuðu flest allt það sem hún býður upp á. „Þegar menn vinna langan vinnudag þá þurfa þeir bæði góðan og mikinn mat,“ sagði Árdís. Árdís sagði að hún reyndi að hafa fiskmeti tvisvar sinnum í viku og ýmsa kjöt- rétti þess á milli. Króksverks- merin fá líka sinn skammt af grill- uðu kjöti því Árdís tók stórt grill með sér að heiman og sagðist hún grilla úti a.m.k. einu sinni í hverju úthaldi. Fram að þessu hefur aldeilis verið veður til að grilla. Árdís fer upp kl. 6 á morgnana og útbýr morgunmat áður en starfsmennirnir hefja vinnu kl. 7. Síðan er morgunkaffi kl. 10, hádegismatur, miðdegiskaffi, kvöldmatur og síðan kvöldkaffi. Eins og sjá má er ærið nóg að gera hjá Árdísi en hún sagðist fá sínar frístundir inn á milli. „Ég reyni þá að gleyma starfinu og leggst út í sólbað. Ég hef árnið- inn í eyrunum og Hraundrangana fyrir augunum. Ekki amalegt útsýni það,“ sagði Árdís hress í bragði. Þess má geta í lokin að starfsmenn Króksverks mega eiga von á lærissteik í matinn á morgun, föstudag, þannig að þeir geta byrjað að hlakka til. „Ég hef alltaf góðan mat á föstudögum," sagði Árdís að lokum og tók til við að undirbúa hádegismatinn. Kartöflurnar voru komnar í pott- inn og byrjaðar að sjóða og því tímabært fyrir blaðamann Dags að halda af stað. -bjb Ferskar fréttir með morgunkaffinu Áskriftar^S? 96-24222 Bleikt og blátt komið út Fyrsta tölublað tímaritsins Bleikt og blátt er komið út eftir að SAM-útgáfan tók við rekstrin- um, en SAM gefur sem kunnugt er út tímaritin Hús & híbýli, Samúel og Vikuna. Annar nýrra eigenda ritstýrir þessu tölublaði af B&B ásamt öðrum fyrri eigenda. Eru það þeir Þórarinn Jón Magnússon, sem jafnframt stýrir áðurnefnd- um tímaritum SAM, og Örn Friðrik Clausen, sem gaf út síð- asta tölublað B&B ásamt Hrafn- hildi Stefánsdóttur. Þess var gætt að breyta B&B ekki hið minnsta frá því sem það var, hvorki í útliti eða efnistök- um. Vandað er mjög til efnisvals og m.a. notið aðstoðar þriggja íslenskra lækna í þessu fyrsta tölublaði. Meðal efnis í blaðinu er grein um getuleysi og þær úrlausnir, sem íslenskir karlmenn hafa fengið þar að lútandi. Aðstoðar- landlæknir, sem nú stýrir nefnd sem vinnur að forvarnarstarfi vegna alnæmis, fjallar um sjúk- dóminn í fróðlegu viðtali. Og birtur er kafli úr íslensku kynlífs- bókinni, sem Óttar Guðmunds- son læknir ritaði og gefin var út síðastliðinn vetur. Fjallar bókar- kaflinn um forleikinn. Þá eru í blaðinu afar fróðlegar greinar um það er karlmönnum er nauðgað af bæði körlum og konum, sjúklega ást og geðræn vandamál þar að lútandi og loks má geta svara við 66 spurningum um karlmenn og kynlíf. Sem fyrr er vandað til mynd- efnis og fyrirsæturnar íslenskar. Áætla nýir útgefendur að koma B&B út sex sinnum á ári. Hefur verð blaðsins verið lækkað og kostar það nú aðeins 389 krónur í lausasölu. Framkvæmdastjóri SAM- útgáfunnar og meðeigandi Þórar- ins Jóns í útgáfunni er Sigurður Fossan Þorleifsson. 5TJORHIM TVÖ LÍF á Morðurlandi um helgina 4.-7. júlí. Fimmtud. 4. júlí: HRÍ5EY — TónleiKar - DansleiKur Kl. 21-01. Föstud. 5. júlí: 5KJÓLBREKKA - Mývatnssveit- DansleiKur Kl. 23-03. Laugard. 6. júlí: ÓLAF5FJÖRÐUR -TónleiKar - DansleiKur Kl. 19-03. Sunnudagur 7. júlí — SJALLINM AKureyri. Fjölskylduskemmtun - Tónleikar - Söngvarakeppni kk 17.00-19.00. 5TJÓRMIIÍ leiKur lög af nýútKominni plötu sinni TVÖ LÍF og að sjálf- sögðu öll eldri lögin.... Söngvarakeppni fyrirjiressa krakka á aldrinum 5-15 ára. Ekkert mál, vejjið 5TJÓRNAR-lag og syngið hluta úr því með aðstoð 5iggu og Qrétars. Mljómsveitin leiKur undir. 1. verðlaun: LA-0ear sportsKór- hljómplata - dagatal - plaKat- merKi - mynd. 2. verðlaun: LA-Qear bolir - hljómplata - dagatal - plaKat - merKi - mynd. 3. verðlaun: LA-Qear húfa - hljómplata - dagatal - plaKat - merKi - mynd. Allir þátttakendur fá áritað plakat af fótjórninni. Allir gestir fá nýjar Stjórnarmyndir og límmiða. Skráning T söngvarakeppni fer fram kl. 15.00 sama dag T Sjallanum. Aðgangseyrit: Hr 700.- Frítt fyrir yngri en 5 ára. srjómm l.r. sear^ I!>

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.