Dagur - 04.07.1991, Síða 4

Dagur - 04.07.1991, Síða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 4. júlí 1991 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR, 1100 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDI'S FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 „Frelsin flögur“ í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins síðastliðinn sunnudag er þeirri skoðun haldið fram að einungis tvær ríkisstjórnir hafi skilið eftir sig einhver verk, er máli hafa skipt fyrir þjóðina, á síðustu þrjátíu árum. Annars vegar er um Viðreisnarstjórnina að ræða, sem afnam haftakerfi eftirstríðsáranna, en hins vegar ríkis- stjórn Geirs Hallgrímssonar frá 1974 til 1978, sem lauk við útfærslu landhelginnar í 200 mílur. Einnig er ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar, er fór frá á síðast- liðnu vori, nefnd og sagt að til séu menn er telji hana til merkra ríkisstjórna vegna þess árangurs er hún náði í baráttu við verðbólguna. Síðan segir að slíku verði ekki haldið fram með neinum rökum vegna þess að sú stjórn hafi átt minnstan þátt í þeim stöðugleika er náðist í efnahagslífinu og einnig sé ekki ljóst hvort sá árangur verði varanlegur. Þessi einkunnagjöf blaðsins getur hljómað trúverð- ug á yfirborðinu. En sé litið á forsendur afrekanna kemur í ljós að þau voru einungis liður í þróun sem átti sér mun lengri aðdraganda. Innflutningshöft og vöru- skömmtun eftirstríðsáranna voru sett af illri nauðsyn til þess að forða þjóðinni frá algerri þurrð á erlendum gjaldeyri er landsmenn höfðu eytt því aflafé er barst hingað á tímum heimsstyrjaldarinnar síðari. Markaður hafði ekki skapast fyrir íslenskar framleiðsluvörur og vöxtur gjaldeyristekna var lítill. í upphafi sjöunda ára- tugarins höfðum við náð þeim tökum á framleiðslu og útflutningi sjávarafurða að við gátum losað okkur við skömmtunarkerfið og hafið ferðina til frjálsra við- skipta. Á sama hátt átti útfærsla landhelginnar sér aðdraganda. Hann hófst með útfærslu ríkisstjórnar Hermanns Jónassonar 1956 til 1958 í tólf sjómílur og síðan útfærslu ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar 1971 til 1974 í fimmtíu mílur. Aðdragandann að hjöðnun verðbólgunnar á síðustu árum má rekja til ríkisstjórnar Steingríms Hermanns- sonar, er tók við völdum sumarið 1983. Á valdatíma hennar var höggvið á greinar verðbólgutrésins og nýgræðingur tók að líta dagsins ljós í efnahagslífi landsmanna. Á árunum 1987 til 1988 seig aftur á ógæfuhliðina. Þá var haldið uppi fastgengis- og há- vaxtastefnu auk þess sem þjóðin hélt sjálfri sér veislu vegna lífskjarabatans sem orðið hafði. Þessi stefna leiddi til þess að aðal framleiðsluatvinnuvegur landsmanna, sjávarútvegurinn, var að stöðvast á haustnóttum 1988. Við þær aðstæður var ráðist að rótum meinsins. Stoðir framleiðslufyrirtækja voru styrktar og hafist var handa um endurskipulagningu á ýmsum sviðum. Slík- ar aðgerðir geta oft verið sársaukafullar en gætt var eins og frekast var unnt að valda sem minnstri röskun á högum þess fólks er að framleiðslunni starfaði. Þannig var komist hjá því að stórfelldur atvinnubrest- ur fylgdi í kjölfar aukinnar tækniþróunar og fjárhags- legrar endurskipulagningar. Rétt er athugað hjá höf- undi Reykjavíkurbréfs að óvíst er hvort sá mikli árang- ur er náðst hefur í baráttunni fyrir stöðugleika í efna- hagslífinu á síðustu þremur árum fái að haldast. Núverandi ríkisstjórn hefur þegar ráðist til atlögu gegn honum. Sú mynd sem við blasir eftir tveggja mánaða setu hennar eru hækkandi vextir, vaxandi verðbólga, fjölgun gjaldþrota og aukið atvinnuleysi. Þar er að finna „frelsin fjögur", sem ríkisstjórnin ætlar að bjóða þjóðinni uppá á næstunni. ÞI Erfiðleikar í atvinnuM Það grúfa skuggar gjaldþrota og atvinnuleysis yfir mörgum bæjar- félögum á landsbyggðinni. Innan fyrirtækja er leitað allra leiða til að hagræða og styrkja rekstur- inn. Starfsmenn eru allir af vilja gerðir til að leggja sitt af mörkum, og er nærtækast dæmi um það að finna í ullariðnaðin- um. Bæjarfélög leita leiða til að tryggja rekstur fyrirtækja og atvinnu bæjarbúa þar með. í þessum þrengingum líta margir til ríkisvaldsins og spyrja: „Af hverju kemur ríkið okkur ekki til hjálpar?“ Þessi spurning er eðlileg. Og það heyrist einnig spurt: „Hvers vegna getur ríkissjóður ekki hjálpað nú, eins og hann gerði 1988?“ Að kaupa sér stundarfrið Svarið við þessum spurningum er einfalt. Ríkissjóður á ekki fé til ráðstöfunar, og hefur því lítið sem ekkert svigrúm. Hann er rekinn með miklum halla. Hann átti heldur ekki fé til ráðstöfunar 1988. Þá voru slegin erlend lán. Þjóðin var skuldfærð fyrir svo- kölluðum björgunaraðgerðum, sem beindust að afmörkuðum fjölda fyrirtækja. Fyrirtækin, sem þjóðin var skuldsett fyrir, eru sum orðin gjaldþrota, önnur reka á undan sér skuldavandann. Miklir fjármunir hafa glatast. Þjóðin er byrjuð að greiða skuld- ina, en mest er þó enn ógreitt. Niðurstaðan er versnandi lífskjör, ekki einungis í dag, heldur hafa „bjargvættirnir“ tryggt það að svigrúm okkar til batnandi lífskjara í náinni fram- tíð er þrengra. Stjórnmálamennirnir, sem stóðu fyrir þessum lántökum í nafni skattgreiðenda og þjóðar- innar, töldu sig hafa bjargað atvinnulífinu. í reynd keyptu þeir sér pólitískan frið á kostnað skattgreiðenda og komandi kyn- slóða. Vinnan er hafín Sem þingmaður Norðurlands- kjördæmis eystra er ég reiðubú- inn til að leita allra leiða til að veita nýju lífi í atvinnustarfsemi kjördæmisins. Sú vinna er hafin. Hún beinist að því að freista þess að reisa við ullariðnaðinn. Hún beinist að því að tryggja, með samstarfi iðnaðar- og sjávarút- vegsráðuneytis, að útgerð og fiskvinnsla njóti góðs af starfsemi öflugs innlends skipasmíðaiðnað- ar, en hallað hefur undan fæti í þeirri atvinnugrein undanfarin ár. Þessi vinna beinist að því að styrkja starfsemi Háskólans á Akureyri. Hún miðar einnig að því að bæta rekstrargrundvöll sjávarútvegsfyrirtækja, án þess að hygla einum á kostnað annars. Hamfarir andstæðinganna Þessu verki, sem nú er hafið, mun ekki Ijúka í hendingu. Verk- ið tekur sinn tíma og útkoman er óljós. Þann tíma munu pólitískir andstæðingar okkar fara hamför- um. Þeir finna nú hjá sér kraftinn til aðgerða, sem þá skorti svo til- finnanlega síðastliðið ár og fram á vordaga, þegar þeir sátu með upplýsingar um yfirvofandi gjald- þrot Álafoss hf. (samanber bréf forstjóra fyrirtækisins til Stein- gríms Hermannssonar dags 3. apríl 1991), vissu af uppsöfnuð- um vanda á öllum sviðum, en höfðu hljótt um. Þeir vissu þá, að halli ríkissjóðs var fjármagnaður með peningaprentun, þ.e.a.s. með ávísun á verðmæti, sem ekki voru til, en töldu kjósendum trú um að þeir skiluðu traustu og vel reknu ríkisbúi. Tírni sjónhverfinganna er liðinn. Kraftaverkamennirnir eru komnir í stjórnarandstöðu. Þeir geta ekki lengur gert kraftaverk á kostnað skattgreiðenda. Raun- veruleikinn blasir við. Það er ekki lengur hægt að leysa vand- ann með því að sópa honum und- ir teppið. Lífstíll liðins tíma Ég tel ekki vænlegt til árangurs að ríkisvaldið slái erlend lán til að tryggja tímabundinn bata í ákveðnum fyrirtækjum. í slíkum ráðstöfunum eru fólgin þau skila- boð til atvinnulífsins að leiðin til bættrar rekstrarafkomu liggi um biðsali ráðuneyta, að lausnin í rekstri fyrirtækjanna séu hand- stýrðir pólitískir sjóðir. Ég tek ekki þátt í því, að fyrirtæki eins og t.d. Útgerðarfélag Akureyr- inga standi í stríði um hráefni og vinnuafl við fyrirtæki, sem sækja sér fé í ríkissjóð til að styrkja stöðu sína í samkeppninni. Sýndarmennska og lýðskrum vísa veginn til rýrnandi kjara og fátæktar. Það skiptir ekki máli hvort í hlut á atvinnulífið eða námsfólk. Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar jók útlán til námsmanna verulega, en dró jafnframt úr framlögum ríkisins til lánasjóðs námsmanna. Sjóður- inn neyddist því til að slá erlend lán, á sama tíma og ráðherrar stærðu sig af því að hafa stórbætt kjör námsmannanna. Það þarf í raun ekki mikinn kjark til að stýra málum með þessum hætti. Að hafa lífið fágað á yfirborðinu, stimpla sig bjarg- vætt atvinnulífsins með því að skuldsetja skattgreiðendur er- lendis, að færa námsmönnum hátíðlega fé, sem ekki er til, allt er þetta hluti af pólitískum lífsstíl, sem ég tek ekki þátt í. Tómas Ingi Olrich Höfundur er alþingismaður í Norður- landskjördæmi eystra. „Djasshátíð Egilsstaða“ - þriðji dagur Jazzlífið á Austurlandi hefur ver- ið í sífelldri sókn undanfarin ár undir öflugri og ákveðinni for- ystu Árna ísleifssonar, píanó- leikara. „Djasssmiðja Austur- lands“ er eitt það, sem til hefur orðið. Hún hafði í byrjun ekki annað hlutverk en að standa að „D j asshátíðum Egilsstaða“. Verkefnin hafa aukist og starf- semin eflst. Nú er orðin til hljóm- sveit á vegum djasssmiðjunnar, sem kallast Léttsveit Djasssmiðju Austurlands. Léttsveitin var fyrra atriðið á dagskrá þriðja dags í jazzhátíð föstudaginn 28. júní. Hljómsveit- in er allvel skipuð hvað hljóð- færaval snertir og ýmsir meðlimir hennar talsvert á veg komnir í hljóðfæraleik. Þó eru enn nokkr- ir byrjunargallar, sem felast einna helst í ekki nógu góðri tón- myndum, sem veldur því að ekki næst sá þróttur og sú fylling, sem æskileg hefðu verið. Þetta var misáberandi og greinilegast í trompetum. Þessi atriði munu lagast með frekari ástundun. Nokkrir meðlimir léttsveitar- innar skiluðu eftirtektarverðu framlagi. Þar má að sjálfsögðu fyrstan nefna Árna ísleifsson, sem lék af því öryggi, sem honum er lagið. Þá var þáttur trommu- leikarans, Ragnars Eymundsson- ar vel og snyrtilega af hendi leyst- ur. Trommusláttur hans var mjög við hæfi, fjölbreyttur og öruggur. Stefán Stefánsson, saxafónleik- ari, lék með léttsveitinni og lyfti leik hennar verulega. Með hljómsveitinni komu fram tveir söngvarar. Viðar Aðal- steinsson og Sigurborg Kristín. Háttur Viðars við jazzsöng er ekki alveg við hæfi. Raddbeiting hans er um of í ætt við klassískan söng, svo að það skortir vissa mýkt og lipurð. Þá var röddin honum nokkuð óstýrilát og á stundum skjálfandi. Hún er hins vegar allgóð og gæti nýst honum í jazzi með frekari þjálfun og næmri eftirtekt. Sigurborg Krist- ín kom betur fyrir. Tónn hennar er þó heldur flatur og líflítill, en snotur áferð á röddinni. Sigur- borg Kristín leið líka fyrir það, að mögnun á söng hennar var engan veginn í lagi, svo að hún naut sín ekki með hljómsveitina að bakgrunni, Seinna atriðið þriðja daginn í jazzhátíð var leikur sextetts Viðars Alfreðssonar. Auk hans skipuðu sextettinn Rúnar Georgsson á saxafón, Árni ísleifsson á píanó, Sæmundur Harðarson á gítar, Jóhann Ársælsson á rafbassa og Ragnar Eymundsson á trommur. Viðar og Rúnar skiptust á að glansa í flutningi laganna, sem sextettinn spilaði. Torvelt er að draga eitt fram öö.ru frekar í leik þeirra, þó má nefna afar fallegan og hlýjan leik Viðars Alfreðsson- ar í laginu Darn that Dream, glæsilega hluti í laginu Take the A-Train og tæknilega marg- breytni í laginu Just a Little Weird eftir Árna ísleifsson. Rún- ar Georgsson lék. afar fallega í laginu Misty og einnig í Take the A-Train og átti fjörlegt og skemmtilegt sóló í Bye-bye Blackbird. Árni ísleifsson komst iðulega í ham, svo sem í laginu Just a Little Weird, og Sæmund- ur Harðarson átt nokkra mjög áheyrilega sólókafla svo sem í lögunum Freddy Freeloader og Here is that Rainy Day. Víða brá fyrir skemmtilegum stefjabútum í bassalínu Jóhanns Ársælssonar og trommuleikur Ragnars Ey- mundssonar var smekklegur og byggði vel undir góða sveiflu. Sem sagt almennt mjög vel leikið og góður seinni hluti ánægjulegra tónleika. Haukur Ágústsson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.