Dagur - 04.07.1991, Page 6

Dagur - 04.07.1991, Page 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 4. júlí 1991 Vegaframkvæmdir 1991: Framkvæmt fyrir 639 milljómr á Norðurlandi samkvæmt fjárlögum ríkisins Af fjárlögum þessa árs fer rúmur 2,1 milljarður króna til vegaframkvæmda víðs vegar um landið. Stærsta fjárhæðin fer til Vestfirðinga, 514 millj- ónir, og þar af 276 milljónir vegna jarðgangagerðar. Á Norðurlandi verður fram- kvæmt fyrir 639 milljónir króna; 230 á Norðurlandi vestra og 409 á Norðurlandi eystra. Mesta fjárveitingin fer til Múlaganga, 198 milljónir, þar af bókfærð skuld frá síð- asta ári upp á 145 milljónir. Afgangurinn, 53 milljónir, verður til skiptanna vegna frá- gangs á göngunum. Stærsta framkvæmdin á Norðurlandi vestra er styrking Strákaganga. Sett verður upp vatnsvarnarlag og lagnir og gólf endurnýjað. Istak hf. framkvæm- ir verkið fyrir 72 milljónir frá 12. ágúst til 18. október nk., sam- kvæmt áætlun. Á Öxnadalsheiði verður nýr vegur byggður frá Reiðgili að Grjótá fyrir 50 milljónir króna, auk nýrrar brúar yfir Reiðgil. t>á verður ný brú byggð yfir Hjalta- dalsá í Viðvíkursveit fyrir 22 milljónir. Alls fara 20 milljónir í frágang vegarkaflans í Blönduhlíð frá Miklabæ að Kjálkavegi, sem unnin var sl. sumar. Á 10 km löngum kafla á Siglufjarðarvegi frá Lambanesá að Sauðanesi verður unnið malarslitlag og rásagerð fyrir 15 milljónir. Eru þá fjárfrekustu og helstu fram- kvæmdir upptaldar á þjóðvegum kjördæmisins, nema hvað sett verður upp lýsing á kílómetra- kafla um Víðihlíð í Húnaþingi. Samkvæmt fjárlögum verður framkvæmt í Öxnadal fyrir sam- tals 124 milljónir króna. Þeir peningar fara í undirbúning nýs vegar frá Bægisá að Engimýri og malað burðarlag á veginn frá Grjótá á Öxnadalsheiði að Öxna- dalsvegi. Nýr vegur verður byggður á 3,4 km löngum kafla frá Gljúfurá til Grenivíkur fyrir 24 milljónir. Á Eyjafjarðarbraut eystri verður byggð ný brú yfir Þverá fyrir 19 milljónir. Ef litið er nánar á skiptingu Vinnuvélar frá Jarðverki sf. að störfum í Öxnadal á kaflanum Bægisá-Þverá. Mynd: -bjb fjármagns til vegaframkvæmda eftir kjördæmum þá verður fram- kvæmt á Vesturlandi fyrir 235 milljónir, 307 milljónir á Austur- landi, 236 milljónir fara til Sunn- lendinga og 179 milljónir á Reykjanesi. Þær tölur sem hér hafa verið taldar upp eru samkvæmt fjárlög- um og birtust í nýjasta hefti Vegamála, tímariti Vegagerðar ríkisins. Rétt er að taka fram að margar framkvæmdir eru boðnar út og tilboð verktaka því yfirleitt lægri en fjárlagatalan. Að sögn Guðmundar Svafarssonar, umdæmisverkfræðings hjá Vega- gerð ríkisins á Akureyri, standast fjárlagatölurnar yfirleitt þegar upp er staðið. Verktakagreiðsl- urnar eru stærsti hlutinn en þá er eftir að greiða ýmsar bætur til landeigenda auk þess sem unnið er meira í hvert sinn ef tilboð verktaka er þeim mun lægra en fjárlagatalan. Þannig að mismun- urinn „hverfur“ ekki í ríkiskass- ann. -bjb Á bökkum Þverár og Öxnadalsár: Staldrað við hjá búðum Króksverks hf. - og heilsað upp á starfsmenn Starfsmenn Króksverks hf. á tröppum matarvagnsins. Vinstra megin í tröpp- unum, talið neðan frá, standa Skúli Ferdinandssun, verkstjóri, Sigurður Freyr Emilsson, Ingólfur Arnarson, sendill, Kristján Ingason og Hjalti Róarsson. Hægra megin, talið ofan frá, standa Snæbjörn Guðmundsson, Daníel Sveinbjörnsson, Kári Heiðar Árnason, Árdís Björnsdóttir og Jón Ingi Björgvinsson. Á myndina vantar brúarvinnuflokk Friðriks Jónssonar sf. og ýtustjórana úr Þingeyjarsýslu, þá feðga Hrein Valtýsson og Þórð Hreins- son frá Eyvík á Tjörnesi. Myndir: -bjb Eins og sagt var frá í blaðinu í gær standa yfir miklar vega- gerðarframkvæmdir í Öxna- dal. Um er að ræða 12,5 km langan vegarkafla frá Bægisá að Engimýri. Tveir verktakar eru að störfum, Jarðverk sf. með kaflann frá Bægisá að Þverá og Króksverk hf. frá Þverá að Engimýri. Þó kaflinn sem Króksverk er með sé mun styttri þá er um kostnaðarsam- ari framkvæmd að ræða. Veg- arkaflinn fer yfír Hólana hjá Hrauni í Öxnadal og miklu stórgrýti þarf að ýta til og fjar- lægja. Dagur var á ferðinni í Öxnadal sl. mánudagsmorgun og heimsótti búðir Króks- verksmanna á bökkum Öxna- dalsár og Þverár, þar sem árn- ar mætast hjá Þverárrétt. Vel bar í veiði þar sem Króks- verksmenn voru að hefja störf eftir helgarfrí. Matráðskonan, Árdís Björnsdóttir, var búin að hita kaffi og starfsmenn Króks- verks gæddu sér á kaffibrauði áður en vinnuvikan hófst. Króks- verk hf. frá Sauðárkróki hóf þarna störf um mánaðamótin maí-júní og hafa á bilinu 15-20 manns verið að störfum. Auk lagningar nýs vegar er verið að byggja nýja brú yfir Þverá. Sú framkvæmd er í höndum Friðriks Jónssonar sf. á Sauðárkróki. Þeg- ar Dagur var þarna á ferðinni var búið að steypa upp brúarvængina en eftir að steypa plötuna (sjá mynd). í vegarkaflann frá Þverá að Engimýri eiga að fara 75 milljón- ir króna af fjárlögum ríkisins í ár. Stærstur hlutinn fer til Króks- verks en fyrirtækið átti lægsta til- boðið í verkið, tæpar 40 millj- ónir. Verkinu á að skila í október nk. og sagði Skúli Ferdinands- son, verkstjóri, í samtali við blaðamann að það ætti örugglega að takast. „Það fór mikill tími í að ýta stórgrýtinu til og mylja það niður,“ sagði Skúli en engar sprengingar þurftu að eiga sér stað til að losa um björgin. Stærstu „steinarnir" voru um 20 rúmmetrar og sagði Skúli að sem betur fer lentu sumir þeirra nokkuð utan vegar og voru látnir standa óhreyfðir. Til að mylja grjótin niður notuðu Króksverks- menn fleyg, stórt tæki í eigu Skúla. Starfsmanna á milli gekk það tækið undir nafninu „Spætan" og er þar á ferðinni mikið undratól. Það var létt yfir starfsmönn- um Króksverks þegar þeir sötr- uðu kaffisopann í matarvagnin- um. Þeir voru að koma úr helg- arfríi og framundan var 10 daga vinnutörn, svokallað „úthald“ eins og þeir kölluðu það. Þeir fá frí aðra hverja helgi en vinnudag- urinn er frá kl. 7 á morgnana til 10 á kvöldin. Flestir koma starfs- mennirnir frá Sauðárkróki en einnig úr Skagafirði og Þing- eyjarsýslu. Aðspurðir sögðust þeir ein- staka sinnum fá heimsókn í búð- irnar og væru þar aðallega eigin- konurnar á ferðinni. Var ekki annað að sjá en köppunum liði vel í starfinu, enda vel „fóðraðir" af matráðskonunni. Sögðust þeir oft fá dýrindis veislumat og gátu alls ekki kvartað. Eins og tíðarfarið hefur verið að undanförnu þá hafa ýtustjórar og vörubílstjórar ekki verið öfundsverðir af því að stjórna þessum tækjum í hitanum. Á meðan framkvæmdir standa yfir við veginn er leyfilegur há- markshraði 35-50 km og sögðu Króksverksmenn að allur gangur væri á því hvort ökumenn virtu þennan hámarkshraða eða ekki. Vildu þeir beina því til öku- manna að sýna tillitssemi í sumar þegar þeir eiga leið um þennan stutta kafla í dalnum. Eins og áður sagði þá á Króks- verk að skila verkinu í október nk. og verður vegurinn þá tilbú- inn undir lagningu slitlags. Þann- ig að fyrst um sinn fá ökumenn að aka á malarvegi en slitlagið verður lagt á næsta ári. -bjb Byggingafyrirtækið Friðrik Jónsson sf. á Sauðárkróki er að byggja nýja brú yflr Þverá, sem mun leysa þá gömlu af hólmi, sem er til vinstri á myndinni. Vegurinn kemur svo beina leið yfir Hólana. Unnið að nýbyggingu vegarins yfir Hólana í Öxnadal. Miklu magni af stór- grýti þarf að ýta til og frá.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.