Dagur - 04.07.1991, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 4. júlí 1991 - DAGUR - 9
MlNNING
Hí* Jakob Jónsson
skipstjóri, Eiðsvallagötu 1
Fæddur
Þann 15. janúar sl. var gerð frá
Akureyrarkirkju útför föður-
bróður míns Jakobs Jónssonar
Eiðsvallagötu 1 þar í bæ.
Jakob fæddist í Ytritungu á
Tjörnesi aldamótaárið 1900. For-
eldrar hans voru Jón Jakobsson
frá Hringveri á Tjörnesi og kona
hans Sigurlaug Jóhannesdóttir
frá Fellsseli í Ljósavatnshreppi.
Árið 1902 stofnuðu þau, ásamt
öðrum, býlið Árbæ í landi Ytri-
tungu og bjuggu þar til ársins
1912. Þau eignuðust 4 börn og
var Jakob elstur, en systkin hans
þrjú eru öll á lífi. Árbær var
byggður á háum sjávarbakka og
er þaðan útsýnt yfir strönd Tjör-
ness sunnanverða. Þegar gengið
er fram á bakkabrún blasir við 70
metrum neðar flötur Skjálfanda-
flóans frá Tjörnesfjörum til
Kinnarfjalla snækrýndra í vestri
en miðsvæðis að sjá rís Lundey
úr Flóanum. Varla er frá öðrum
bæ í sveitinni gleggra eða fegurra
útsýni yfir þetta svið.
Löngum hafa flutninga- og
fiskiskip rist þennan hafflöt úfinn
eða sléttan á leið sinni til og frá
Húsavík og bátar af ýmsum gerð-
um stundað þar veiðar. Á þess-
um árum gegndu skipin ennþá
aðalhlutverki í samgöngum milli
landshluta. Án skipa urðu ekki
önnur lönd augum litin né afurðir
þeirra fengnar.
Árbær var ekki landmikið býli.
Þar voru öngull og ár mikilvæg
tæki eins og orf og hrífa. Lífs-
björg hafa Tjörnesingar löngum
sótt í Flóann. Hann brást þeim
varla til lengdar, ef fast var eftir
leitað.
Einar Benediktsson skáld, ólst
upp á Tjörnesi einni kynslóð fyrr
en Jakob. Hafinu tileinkaði hann
eitt af stórbrotnustu kvæðum
sínum, Útsæ og „sviðsetti“ það
ekki síst á æskustöðvunum. „Ég
sé þig hvíla í hamrafanginu víðu.
Ég heyri þig anda djúpt yfir
útskaga grynning.“ Þannig meðal
annars lýsir skáldið skynjun þess,
sem þráfaldlega hefir átt sitt und-
ir duttlungum hafsins. Einnig
segir í Útsæ: „Missýnir skuggar,
mókandi ey og drangi, mynda-
skipti þín öll, þau skulu mér
fylgja... allt það sem hjúpur þíns
hafborðs gjörir að einu, hnígur
að minni sál eins og ógrynnis-
bylgja.“
Svo er sagt um Jakob, að
snemma beindist hugur hans að
sjónum, sem var svo stór hluti af
bernskusviðinu á Tjörnesi. Frá
Árbæ fór hann án efa sínar fyrstu
sjóferðir út á miðin með föður
sínum eða nágrönnum.
Þegar hann var 12 ára fluttist
fjölskyldan að Mýrarkoti á
Tjörnesi, en þremur árum síðar
féll faðir hans frá, dó úr lungna-
bólgu aðeins fertugur að aldri.
Ekkjan flutti með börn sín í Hall-
bjarnarstaði og síðan í Ytri-
tungu, þar sem skyldfólk hennar
bjó. Munu sveitungar hafa reynst
henni vel í þessum erfiðleikum.
Ekki kom til þess að heimilið
leystist upp, sem þó var algengt
við slíkar aðstæður.
Varla þarf að draga í efa, að
mikið hefur reynt á Jakob, elsta
barnið, til starfa og úrræða eftir
föðurmissinn. Hann fór að vinna
utan heimilis bæði við sjóróðra
og einnig um skeið í kolanámu
sem starfrækt var í Tungufjöru á
stríðsárunum fyrri. Snemma varð
ljóst, að hann stefndi að skip-
stjórnarnámi, þrátt fyrir fátækt
og litla hefð í þeim efnum á
heimaslóðum. Til undirbúnings
sótti hann námskeið bæði á
Húsavík og á Akureyri. Síðar
eða árið 1931, lauk hann prófi frá
17. febrúar 1900 - Dáinn 3
Stýrimannaskólanum.
Mig brestur þekkingu til að
rekja sjómannsferil Jakobs eink-
um framan af. Hann starfaði á
fjölda skipa erlendra og íslenskra
við fiskveiðar og flutninga og
gegndi þar ýmsum störfum. Var
þó oftast skipstjóri eða stýrimað-
ur eftir að hann fékk réttindi til
þess.
Um langt árabil var liann skip-
stjóri á síldveiðum fyrir Norður-
landi. Sjáifur átti hann tvö þess-
arra skipa. Fyrst 30 tonna bát er
hann keypti erlendis og reyndist
honum svo vel, að hann gat fest
kaup á stærra síldarveiðiskipi í
félagi við annan útgerðarmann.
Þótt vel gengi, var útgerð þeirra
slitið að fáum árum liðnum. Eftir
það var Jakob skipstjóri á mörg-
um síldarvertíðum en veiði var
þá orðin misjöfn.
Á stríðsárunum síðari sigldi
hann oft fiskflutningaskipum til
Englands en dvaldi einnig á tíma-
bili heima hjá fjölskyldu sinni á
Akureyri og starfaði þá sem túlk-
ur hjá hernámsliðinu. Gott vald
hafði hann á enskri tungu eftir
dvöl sína á erlendum skipum.
Þegar á leið hvarf hann meira
að störfum í landi. Hann starfaði
hjá fiskmati ríkisins 1962-1973 en
eftir það hjá Útgerðarfélagi
Akureyringa. Ég hygg að síðasta
skipið sem hann stjórnaði hafi
verið flóabáturinn Drangur.
Ekki var Jakob þó afhuga sjón-
um og átti um skeið trillu eftir
þetta og sótti sjó í ígripum m.a.
frá Húsavík eitt sinn um sumar-
tíma, þá kominn á æskuslóðir.
Lengi hélt Jakob stárfskröftum
og hætti ekki störfum hjá Útgerð-
arfélaginu fyrr en á níræðisaldri.
Hann kvæntist árið 1941 Krist-
ínu Jóhannesdóttur frá Þverá í
Blönduhlíð. Þau keyptu íbúðar-
hæð að Eiðsvallagötu 1 og bjuggu
þar alla tíð síðan í því hlýlega
umhverfi sem Akureyringar hafa
skapað sér. Raunar hafði Jakob
lengst af búið á Akureyri frá því
hann fluttist af heimili móður
sinnar.
Jakob og Kristín eignuðust tvo
syni. Þeir eru: Jón f. 1942 nú
bílasali á Akureyri kvæntur Sig-
urveigu Tryggvadóttur frá Þórs-
höfn og eiga þau einn son.
Gunnar f. 1943 flugafgreiðslu-
maður, Akureyri. Kona hans er
Guðrún Helgadóttur frá Stafni í
Reykjadal og eiga þau tvö börn.
Heimili sitt bjuggu Kristín og
Jakob sérlega vönduðum
munum. Kristín var dugmikil
kona og umhyggjusöm, þau
lijónin voru samhent varðandi
hag heimilisins og sambúð þeirra
farsæl. Bæði voru þau gestrisin
með afbrigðum, enda varð gest-
kvæmt á heimilinu.
Krisín er nú látin fyrir þremur
árum eftir langvinna baráttu við
. janúar1991
erfiðan sjúkdóm. Eftir lát hennar
bjó Jakob áfram á heimili þeirra
svo lengi sem heilsa hans leyfði,
en dvaldi síðustu árin á elli-
heimilinu Skjaldarvík. Synir
þeirra hjóna sýndu þeim báðir
mikla umhyggju, þegar vanheilsa
fór að síðustu árin.
Kynni mín af Jakob hófust
snemma. Frá því ég man fyrst,
kom hann oft í heimsókn á heim-
ili foreldra minna á æskustöðvum
sínum, þar sem móðir hans
dvaldist öldruð. Oft kom hann
alfaraleið. Einnig gat skeð, að
hann kæmi gangandi neðan frá
sjó um síldveiðitímann. Hafði þá
lagt skipi sínu framan við
bakkann, sem Árbær stendur á
og skroppið í land á skipsbátn-
um. Þetta þótti mér ævintýri
líkast. Stundum færði hann okk-
ur úr siglingum hluti sem fáséðir
voru svo sem ávexti eða leikföng
keypt í Englandi, upptrekkt skip
eða bíl. Slíkt var ekki á hverju
strái meðal íslenskra barna. í
minni vitund eiga þessir gripir sína
sögu, sem ekki verður sögð hér.
Síðar kom ég oft á heimili
Jakobs og var þar tíður gestur, er
ég var í skóla á Akureyri. Alltaf
var mér tekið af sömu velvild og
umhyggju.
Jakob var bókainaður, las mik-
ið og eignaðist gott safn bóka.
Hann lét sér annt um sína nán-
ustu. Studdi ungur móður sína og
systkini eftir megni. Kunningjum
sínum var hann tryggur, spurði
oft um hagi gamalla sveitunga og
heimsótti þá, þegar færi gafst.
Ætíð lá honum gott orð til sam-
ferðamanna.
Að jafnaði var hann hæglátur í
fasi en ákveðinn og fastur fyrir og
skjótur til starfa, sagður vel lát-
inn af stéttarbræðrum. Á löngum
sjómannsferli skilaði Jakob öll-
um skipum, sem hann stjórnaði,
farsællega til hafnar úr hverri
ferð og áhöfn allri. í starfi skeik-
aði honum ekki í því sem mestu
varðaði. Aldrei náðu „missýnir“
hafsins að villa um fyrir honum,
þegar á reyndi.
Gæfumaður var hann á landi
sem á sjó. Sjómamnadagsráð
Akureyrar heiðraði hann fyrir
unnin störf.
Líklega hefi ég sett þessi
fátæklegu kveðjuorð á blað, sem
eins konar viðurkenningu á
þakkarskuld, sem mér finnst ég
vera í við frænda minn nú þegar
hann er genginn. Þau segja að-
eins fátt eitt af löngum ferli hans.
Hitt er fleira og meira um vert,
sem geymst hefir í huga þeirra, er
voru honum nákomnir.
Megi sú minning enn um
ókomin ár vera leiðarljós sonum
hans og fjölskyldum þeirra og
öðrum sem eiga.
Jón Jóhannesson.
Leiðrétting:
Hestamannamót
1 Eyjardal
íÁsbyrgi
Hestamannafélagið Feykir í
Öxarfirði heldur hestamannamót
og tekur í notkun nýtt mótssvæði
í Eyjardal í Ásbyrgi um helgina.
í frétt um mótið sem birtist í
Degi sl. föstudag misritaðist nafn
mótssvæðisins og eru hlutaðeig-
endur beðnir velvirðingar á mis-
tökunum. IM
lettidI Hestamannafélagið Léttir
Félagsferð
Helgina 12.-14. júll verður félagsferð
Léttis í Sörlastaði.
Farið verður frá Kaupvangsbakka kl. 18.00,
föstudaginn 12. júlí. Farangur verður tekinn fyrir
þá sem vilja við Skeifuna kl. 17.00 sama dag.
Nánari upplýsingar um ferðina gefa Jón í síma
21554, Björn í síma 24121 eða Jón Ólafur í síma
23435.
Ferðanefnd Léttis.
Krossanes hf.
vill ráða í eftirfarandi störf:
1. Vaktformaður, starfsreynsla í fiskimjölsverk-
smiðju nauðsynleg.
2. Verkamenn í alhliða verkamannavinnu.
Umsóknareyðublöð á skrifstofu félagsins.
KR055AIMES
Starfsfólk óskast!
Óskum eftir starfsfólki, bæði í sal og eldhús.
Upplýsingar gefur FHIynur á staðnum, ekki í síma.
VEITINGAHÚBID
Grafískur hönnuður
Auglýsingastofan Auglit óskar eftir að ráða hug-
myndaríkan grafískan hönnuð frá og með haustinu.
Um er að ræða krefjandi en skemmtilegt starf í sam-
vinnu við fólk sem leggur metnað sinn í að skila
fyrsta flokks vinnu á sviði hönnunar og markaðs-
mála.
Umsóknum skal skila á Auglit, Glerárgötu 34 fyrir 15.
júlí, þar sem einnig eru veittar nánari upplýsingar.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmaí.
AUGLIT HF. AUGLÝSINGASTOFA
GLERÁRGATA 34 •
SÍMI 96-2691 1 • FAX 96-11266
Póstur og sími óskar að ráða
Umdæmistæknifræðing
tii afleysinga
með þekkingu á veikstraum.
Verður að hafa aðsetur á Akureyri.
Upplýsingar gefur Umdæmisstjórinn á Akureyri í
síma 96-26000.
PÓSTUR OG SÍMI
Bróðir minn og föðurbróðir,
HALLGRÍMUR STEFÁNSSON,
er andaðist 23. júní, að Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jón Stefánsson og Eggert Ólafsson.