Dagur - 04.07.1991, Page 11
Fimmtudagur 4. júlí 1991 - DAGUR - 11
Iþróttir
Staða Þórs að vænkast
Þórsarar eru einir í öðru sæti
2. deildar eftir góðan 3:1 úti-
sigur á ÍR í fyrrakvöld. Þeir
hafa hlotið 16 stig, aðeins
tveimur færri en Skagamenn
sem á sama tíma töpuðu sín-
um fyrsta leik. „Það var góð-
ur stígandi í leiknum og
mörkin komu á réttum tíma.
Þetta er allt að smelia saman
hjá okkur og stefnan er sett
upp,“ sagði Halldór Áskels-
son, leikmaður Þórs, eftir
leikinn.
ÍR-ingar fengu óskabyrjun
þegar þjálfari þeirra, Njáll
Eiðsson, skoraði með góðum
skalla frá markteig strax á 4.
mínútu. Þórsarar tóku völdin
strax eftir markið og sóknarlot-
ur þeirra þyngdust sífellt en þær
voru allar árangurslausar í fyrri
hálfleik þrátt fyrir ágæt færi.
Árni Þór Árnason braut loks
ísinn á 57. minútu. Þorsteinn
Jónsson sendi þá fyrir mark ÍR
og þar var Árni Þór á réttum
stað og skoraði örugglega. Þórs-
eftir 3:1 útisigur á ÍR
Þorsteinn Jónsson átti mjög góð-
an leik gegn ÍR.
arar sóttu stíft en Þorfinnur
Hjaltason, markvörður ÍR, fór
hamförum í markinu og varði
oft meistaralega. Hann átti þó
ekkert svar á 65. mfnútu þegar
Þórir Áskelsson sendi fyrir
markið á Þorstein Jónsson sem
þrumaði viðstöðulaust framhjá
Þorfinni. Það var svo Halldór
Áskelsson sem innsíglaði sigur
Þórs meö þrumuskalla á 86.
mínútu eftir sendingu frá Birgi
Karlssyni.
Sigur Þórs var mjög sann-
gjarn enda var liðið betri aðil-
inn allt frá 4. mínútu. Halldór
Áskelsson og Þorsteinn Jónsson
léku mjög vel og voru bestu
menn Þórs en Þorfinnur var
yfirburðamaður hjá ÍR. HB
Liö Þórs: Friðrik Friðriksson, Lárus
Orri Sigurðsson, Birgir Þór Karlsson,
Nói Bjðrnsson, Sveinn Pálsson, l'or-
steinn Jónsson, Halldór Áskelsson,
JiSlíus Tryggvason, Bjarni Sveinbjörns-
son (Ásmundur Arnarsson á 46. mín.),
Þórir Áskelsson, Árni Þór Árnason.
Lið ÍR: Þorfinnur Hjaltason, Kristján
Halldórsson, Benedikt Einarsson,
Guðbjörn Jóhannesson, Njáll Eiðsson,
Jón Þórir Jónsson, Bragi Björnsson,
Kjartan Kjartansson (Snorri Már
Skúlason á 73. mín.), Tryggvi Gunnars-
son, Tómas Björnsson, Eggert Sverris-
son (Stefán Þ. Stcfánsson á 73. mín.).
Mörk Þórs: Árni 1‘ör Árnason 57., Þor-
steinn Jónsson 65. og Halldór Áskels-
son 86.
Mark ÍR: Njáll Eiðsson 4.
Gul spjöld: Nói Björnsson, Þór, og
Eggert Sverrisson, ÍR.
Dómari: Kjartan Björnsson. Damdi
ágætlega.
Línuvcrðir: Egill Már Markússon og
Gunnar Ingvarsson.
50. héraðsmót UMSE:
Annar sigur Æskunnar í röð
50. Héraðsmót UMSE fór
fram á Akureyrarvelli um síð-
ustu helgi. Sjö félög sendu
keppendur á mótið og vakti
sérstaka athygli að Narfl frá
Hrísey var þar á meðal en all-
langt er síðan það félag hefur
átt keppnisfólk í frjálsum
íþróttum. Ungmennafélagið
Æskan á Svalbarðsströnd sigr-
aði annað árið í röð en stiga-
hæstu einstaklingar urðu Birg-
itta Guðjónsdóttir og Hreinn
Karlsson.
Birgitta náði bestum árangri í
kvennaflokki . þegar hún stökk
5.75 m í langstökki en Hreinn
Karlsson náði besta árangri í
karlaflokki með 6.66 m í sömu
grein. Sigurður B. Sigurðsson, 15
ára piltur úr Þorsteini Svörfuði,
vann óvæntasta afrekið með sigri
í 1500 og 5000 m hlaupum og
fékk fyrir það bikar til varð-
veislu. Þá má nefna að Vilhjálm-
ur Björnsson á Dalvík dró enn
einu sinni fram hlaupaskóna og
hljóp 5000 m.
200 m hlaup karlar
1. Hreinn Karlsson, Æsk. 24.0
2. Pétur Friðriksson, Æsk. 24.7
3. Ari Már Heimisson, Nar. 28.2
1500 m hlaup konur
1. Sigríður H. Gunnarsd., Árr. 5:52.4
2. Rut Berglind Gunnarsdóttir, Sv. 5:54.0
3. Þórdís Jónsdóttir, Æsk. 6:06.0
Stangarstökk karlar
1. Sigtryggur Aðalbjörnsson, Æsk. 2.80
2. Pétur Friðriksson, Æsk. 2.60
Kringlukast konur
1. Birgitta Guðjónsdóttir, Rey. 27.84
2. Sólveig L. Sigurðardóttir, Þ.Sv. 25.06
3. Þóra Einarsdóttir, UMFS 24.32
100 m grindahlaup konur
1. Birgitta Guðjónsdóttir, Rey. 16.3
2. Þóra Einarsdóttir, UMFS 16.8
110 m grindahlaup karlar
1. Hreinn Karlsson, Æsk. 17.3
2. Pétur Friðriksson, Æsk. 19.9
3. Hreinn Hringsson, Æsk. 20.5
800 m hlaup karlar
1. Sigtryggur Aðalbjörnsson, Æsk. 2:17.8
2. Kristján Þorsteinsson, Þ.Sv. 2:22.9
3. Börkur Árnason, Þ.Sv. 2:24.7
200 m hlaup konur
1. Snjólaug Vilhelmsdóttir, UMFS 26.1
2. Birgitta Guðjónsdóttir, Rey. 27.4
3. Eva Bragadóttir, Sv. 30.1
Kringlukast karlar
1. Pétur Friðriksson, Æsk. 33.56
Birgitta Guðjónsdóttir vann besta
afrek kvenna. Mynd: jhb
2. Gunnar Þór Sigurðsson, Þ.Sv. 33.54
3. Hreinn Hringsson, Æsk. 29.46
Langstökk konur
1. Birgitta Guðjónsdóttir, Rey. 5.75
2. Snjólaug Vilhelmsdóttir, UMFS 5.43
3. Maríanna Hansen, Æsk. 4.82
5000 m hlaup karlar
1. Sigurður B. Sigurðsson, Þ.Sv. 19:18.0
2. Eggert Ólafsson, Æsk. 22:04.7
3. Vilhjálmur Björnsson, Sv. 27:48.0
1000 m boðhlaup konur
1. A-sveit UMFS 2:36.5
2. Boðhlaupssveit Árroðans 2:57.9
3. B-sveit UMFS 3:08.3
Langstökk karlar
1. Hreinn Karlsson, Æsk. 6.66
2. Hreinn Hringsson, Æsk. 6.10
3. Sigtryggur Aðalbjörnsson, Æsk. 6.09
1000 m boðhlaup karlar
1. Æskan 2:19.6
2. Þorsteinn Svörfuður 2:33.7
100 m hlaup konur
1. Snjólaug Vilhelmsdóttir, UMFS 12.9
2. Birgitta Guðjónsdóttir, Rey. 13.3
3. Maríanna Hansen, Æsk. 13.8
100 m hlaup karlar
1. Hreinn Karlsson, Æsk. 11.6
2. Pétur Friðriksson, Æsk. 11,7
3. Stefán Gunnlaugsson, Rey. 12.0
Kúluvarp konur
1. Birgitta Guðjónsdóttir, Rey. 11.48
2. Sólveig K. Sigurðardóttir, Þ.Sv. 8.89
3. Sigfríð Valdimarsdóttir, Rey. 8.67
1500 m hlaup karlar
1. Sigurður B. Sigurðsson, Þ.Sv. 4:49.1
2. Sigtryggur Aðalbjörnsson, Æsk. 5:21.1
3. Sigurður Guðbrandsson, Æsk. 5:31.5
400 m hlaup konur
1. Snjólaug Vilhelmsdóttir, UMFS 63.7
2. Sigurlaug Níelsdóttir, Fra. 71.7
3. Gunnur Ýr Stefánsdóttir, Árr. 76.5
Hástökk karlar
1. Sigtryggur Aðalbjörnsson, Æsk. 1.75
2. Stefán Gunnlaugsson, Rey. 1.70
3. -4. Gunnar Þór Sigurðsson, Þ.Sv. 1.60
3.-4. Hreinn Hringsson, Æsk. 1.60
400 m hlaup karlar
1. Pétur Friðriksson, Æsk. 59.5
2. Sigtryggur Aðalbjörnsson, Æsk. 63.5
3. Örlygur Helgason, Árr. 71.2
800 m hlaup konur
1. Eva Bragadóttir, UMFS 2:52.9
2. RutBerglindGunnarsd.,UMFS 2:54.5
3. Gunnhildur, UMFS 3:13.2
Spjótkast karlar
1. Gunnar Þór Sigurðsson, Þ.Sv. 49.94
'2. Pétur Friðriksson, Æsk. 45.00
3. Hreinn Karlsson, Æsk. 41.02
Hástökk konur
1. Þóra Einarsdóttir, UMFS 1.65
2. Maríanna Hansen, Æsk. 1.50
3. Sólveig L. Sigurðardóttir, Þ.Sv. 1.45
3000 m hlaup karlar
1. Rögnvaldur Ingþórsson, Fra. 9:44.4
2. Sigurður B. Sigurðsson, Þ.Sv. 11:17.5
3. Eggert Ólafsson, Æsk. 12.12.1
4x100 m boðhlaup konur
1. A-sveit UMFS 55.1
2. Árroðinn 61.9
3. B-sveit UMFS 66.2
4x100 m boðhlaup karlar
1. A-sveit Æskunnar 48.9
2. Umf. Narfi 53.7
3. B-sveit Æskunnar 54.0
Kúluvarp karlar.
1. Hreinn Karlsson, Æsk. 11.88
2. Jón Sævar Þórðarson, Rey. 11.15
3. Gauti Friðriksson, Æsk. 10.69
Spjótkast konur
1. Birgitta Guðjónsdóttir, Rey. 41.24
2. Sólveig L. Sigurðardóttir, Þ.Sv. 30.34
3. Sigfríð Valdimarsdóttir, Rey. 26.54
Þrístökk karlar
1. Pétur Friðriksson, Æsk. 12.70
2. Sigtryggur Aðalbjörnsson, Æsk. 12.65
3. Stefán Gunnlaugsson, Rey. 12.64
Stigakeppni félaga
1. Æskan 129.5
2. UMFS 67
3. Þorsteinn Svörfuður 43.5
4. Reynir 35
5. Árroðinn 20
6. Framtíð 10
7. Narfi 6
Enn tapar StóUinn
Tindastóll varð að þola enn
eitt tapið í baráttulcik botnlið-
anna á móti Haukum sl.
þriðjudagskvöld 2:3 þrátt fyrir
að vera meira með boltann.
Haukar voru skæðari í sínum
fáu sóknum og þá stóð ekki
steinn yfir steini í vörn heima-
manna.
Haukar byrjuðu leikinn betur
og strax á fyrstu mínútu skapað-
ist hætta í teig Stólanna. Það var
þó ekki fyrr en á 9. mín. sem
fyrsta markið kom, Guðjón
Guðmundsson átti hörkuskot
utan af miðjum velli í þverslána
hjá Stefáni V. Stefánssyni og af
henni hrökk boltinn fyrir fætur
Rúnars Sigurðssonar sem sendi
hann af öryggi í netið 0:1. Fljót-
lega fóru heimamenn að sækja í
sig veðrið og Gunnar Gestsson
skoraði á 17. mín. en markið var
dæmt af vegna rangstöðu. Á 20.
mín. komust Haukar í skyndi-
sókn og Rúnar skoraði aftur eftir
varnarmistök Stólanna 0:2. Það
sem eftir lifði hálfleiks pressuðu
heimamenn nokkuð stíft og undir
lokin náði Grétar Karlsson að
minnka muninn með þrumuskoti
úr teig sem Örn Bjarnason átti
ekki möguleika á að verja, 1:2.
Fyrri hluta seinni hálfleiks ríkti
nokkurt jafnræði með liðunum.
Stólarnir fengu tvö góð færi, en á
65. mín. sendi Brynjar Jóhannes-
son boltann á Kristján Þór
Kristjánsson sem snéri auðveld-
lega á varnarmenn Tindastóls og
skoraði 1:3. Heldur dofnaði yfir
Stólunum við þetta mark, en á
88. mín. náði Sigurjón Sigurðs-
son að minnka muninn í. 2:3 og
þannig var staðan í leikslok.
í heildina var Tindastóll meira
með boltann, en sóknir Hauka
gáfu meira af sér þó færri væru.
Bestu menn voru Björn Björns-
son og Sigurjón Sigurðsson hjá
Stólunum og Brynjar Jóhannes-
son og Rúnar Sigurðsson hjá
Haukum. Stefán Pétursson hjá
Tindastól náði ekki að skora
þrátt fyrir ein tvö góð færi og
trúlega fær skeggið góða því að
halda sér eitthvað lengur, en þess
má geta að kærasta hans eignað-
ist lítinn dreng sl. inánudags-
kvöld.
Lið Tindastóls: Stefán V. Stefánsson,
Björn Björnsson, Guðbjartur Haralds-
son, Gunnar Gestsson, Smári Eiríksson
(Þórður Gíslason), Björn Sigtryggsson,
Hólmar Ástvaldsson, Sigurður Ágústs-
son (Daníel Kristjánsson), Sigurjón Sig-
urðsson, Stefán Pétursson, Grétar
Karlsson.
Lið Hauka: Úrn Bjarnason, Haraldur
Haraldsson (Björn Svavarsson), Davíð
Ingvarsson, Arnar Hilmarsson, Rúnar
Sigurðsson, Kristján Þór Kristjánsson,
Ólafur Jóhannesson, Guðjón Guð-
mundsson (Ketill Magnússon), Axel
Ingvarsson, Gauti Marinósson, Brynjar
Jóhannesson.
Mörk Tindastóls: Grétar Karlsson 44.,
Sigurjón Sigurðsson 88.
Mörk Hauka: Rúnar Sigurðsson 9., 20.,
Kristján Þór Kristjánsson 65.
Dóniari: Jón Sigurjónsson. Var of ragur
við að gefa spjöld.
Línuverðir: Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
og Einar Sigurðsson.
Samskipadeildin:
KA-Víkingur
í kvöld
I kvöld mætast KA og Víking-
ur á Akureyrarvelli kl. 20.
Leikurinn er liöur í 8. umferð
Samskipadeildarinnar í knatt-
spyrnu.
Leikurinn er báðum liðum mjög
mikilvægur enda eru þau á svip-
uðum slóðum í deildinni. KÁ-
menn eru í 6. sæti með 10 stig en
Vtkingar í 7. sæti með 9 stig.
í kvöld verður einn leikur í D-
riðli 3. flokks, Völsungur og
Tindastóll mætast á Húsavíkur-
velli kl. 20. Þá má benda á að
keppni á Esso-móti KA hefst í
dag og verður leikið til kl. 19.
Akureyri:
FjaJlahjólakeppni
á laugardag
Á laugardaginn kl. 15 veröur
haldin fjallahjólakeppni á veg-
um Sportvers við Krossanes á
Akureyri. Keppt verður í
flokkum stráka og stelpna, 8-
10, 11-12 og 13-14 ára.
Keppnin felst í að fara í gegn-
um þrautir, spyrnu, hindranir,
jafnvægisþraut og prjón, auk
brautakeppni. Skráning fer fram
í síma 11445 eða á staðnum frá
kl. 14.30. Skráningargjald er 200
kr.
Fyrirhugað er að stofna áhuga-
mannaklúbb um fjallahjól og er
áhugasömum bent á að hafa sam-
band við Sportver í Glerárgötu.
éHSÞ^ Sumarleikar
H.S.Þ. að Ýdölum
Útihátíð fyrir alla fjölskylduna 6. og 7. júlí.
Héraðsmót í frjálsum íþróttum.
/ sölubás H.S.Þ. færðu galla, boli og verðlauna-
peninginn sem þú aldrei vannst.
Dagskrá:
Laugardagur 6. júlí. ¥
10.00-14.00 Frjálsar íþróttir. ¥
14.00-17.00 Héraðsmót í glímu. Hestaíþróttir.
Starfsíþróttir í léttum dúr.
Knattspyrna og knattþrautir.
17.00-? Fjölskyldudansleikur.
Grill - Varðeldur - Kvöldvaka.
Sunnudagur 7. júlí.
11.00-17.00 Héraðsmót H.S.Þ. í frjálsum íþróttum.
Mótsslit.
Mötuneyti og sjoppa á staðnum
og næg tjaldstæði.
Eflum félagsandann
og fjölmennum á sumarleikana