Dagur


Dagur - 12.07.1991, Qupperneq 7

Dagur - 12.07.1991, Qupperneq 7
Föstudagur 12. júlí 1991 - DAGUR - 7 Veiðiklóín Silungsveiðimenn sannreyndu ýmislegt í hitunum við Laxá í Aðaldal: Urriðiim virti berrassaða veiðimenn ekki viðiits „Áin var orðin yfir 20 gráðu heit þannig að silungurinn hreyfði sig lítið. Sumir veiði- menn brugðu því á aðra skemmtun og syntu í ánni og töluðu við silungana á sama plani. Þeir stóðu líka berrassa niður í Vörðuflóa og veiddu en það hafði engin áhrif en hins vegar gekk einum veiðimanni betur sem var á nærbuxunum og strigaskóm einum fata. Það virðist því vera að silungurinn sé síður hriflnn af allsnöktum veiðimönnum,“ sagði Hólm- fríður Jónsdóttir á Arnarvatni í Mývatnssveit um veiðina á silungasvæði Laxár í Aðaldal. Heldur hefur glæðst silungs- veiðin í Laxá á síðustu sólar- hringum og segir Hólmfríður að líkast til muni þar mestu um að vatnshiti árinnar er kominn niður í 10 gráður og þá kemst meiri hreyfing á fiskinn. Rigning yrði líka vel þegin til að auka súrefni í ánni. Kunnugir veiða - aðrir ekki „Fiskurinn sem núna hefur veiðst er nokkuð góður. Stærstu urrið- arnir eru 4-5 pund en að meðal- tali er fiskurinn hér um 2,5 pund. Fram að þessu hefur veiðin verið svona eins og maður segir; la, la. í júní komu 703 silungar á land og í raun er það ekki slæmt en 2- 300 fiskum minna en oft áður í þessum mánuði. Veiðin hefur Samkvæmt nýútkominni skýrslu Veiðimálastofnunar um stangaveiðina á síðasta ári er Húseyjarkvísl í Skagafirði efst á blaði hvað varðar væn- leika laxa. Meðalþyngd laxa úr ánni var 10,64 pund, næst kom Flókadalsá með 10,63 pund, þá Laxá í Aðaldal með 10,55 pund, Víðidalsá með 10,41 pund og loks Þorvaldsdalsá í Eyjafirði með 10,33 pund. Sé litið á meðalveiði í nokkr- um ám á tímabilinu 1974 til 1990 kemur í ljós að Laxá í Aðaldal er á toppnum með 1999 laxa en á síðasta ári var áin nokkuð fyrir verið jöfn allan þennan tíma og aldrei komið toppar og það er einna leiðinlegast við þetta það sem af er,“ sagði Hólmfríður. „Þegar svona ástand er á ánni er borin von að þeir sem hingað eru að koma í fyrsta skipti veiði nokkuð nema hafa þeim mun betri leiðsögn. Þeir sem hafa ver- ið hér oftast veiða þó áin sé svona heit en aðrir ekki. Mannamunur er því talsvert mikill." neðan þetta meðaltal. í yfirliti Veiðimálastofnunar kemur fram að í efsta sæti yfir aflahæstu urriðaveiðiárnar á síð- asta ári er Laxá í Aðaldal ofan Brúa með 4247 en næst kemur Fremri Laxá á Ásum. Af sex afla- hæstu bleikjuveiðiánum var Flókadalsá í Fljótum hæst með 2134 en í næstu sæti röðuðu norð- lenskar ár sér einnig eins og t.d. Eyjafjarðará, Hörgá, Vatnsdalsá og Svarfaðardalsá. Stangveiddir laxar í fyrra urðu 29.443 en miðað við fyrsta þriðjung tímabilsins í ár má ætla að veiðin verði nú minni. JÓH Myndavélin gott hjálpartæki! Mismunandi aðferðum er beitt til að fá silunginn til að bíta á. Fluguveiðimenn eru misklókir að sjá út hvaða flugu er best að nota í hvert sinn en danskur veiðimað- ur á silungasvæði Laxár kunni gott ráð. Hólmfríður segir að hann hafi myndað undir vatns- borðinu og á myndunum sást þegar' flugan var að klekjast á botninum og hvernig lit lirfa spann sig upp frá botninum. Út frá myndunum voru hnýttar flug- ur með litum lirfunnar og árang- urinn var eftir því góður. Víðar góð silungsveiði Veiðiklóin veit til að víðar hafi veiðst vel á síðustu dögum. Eins og fram hefur komið veiddust góðar bleikjur í Eyjafjarðará í vikunni og segja kunnugir að fiskur sé að ganga upp um alla á. Á hádegi á miðvikudag lauk 10 stanga holl veiði á silungasvæði Vatnsdalsár eftir þrjá dagana með um 180 fiska. Fiskurinn var vænn og tók bæði flugu, maðk og spún þó flugan hafi heillað hvað minnst. Vart varð við tvo laxa hjá þessum veiðimönnum, í öðru til- fellinu misstist fiskurinn strax en í hinu reif hann alla línu út af stönginni og sleit. Laxveiðmenn bíða stórstraums Laxveiðimenn eru miskátir. í Laxá í Aðaldal hefur lítil breyt- ing orðið á og vonast til að stór- straumur í dag ýti á eftir göngum í ána. Úr ánni eru nú komnir um 170 fiskar. Heldur hefur lifnað yfir veiði- mönnum á Vopnafirði eftir afburða slaka byrjun. Komnir eru 42 laxar á land úr Hofsá, þar af 17 á þremur vöktum á síðustu tveimur sólarhringum. Þetta seg- ir það sem segja þarf um breyt- inguna þar eystra á síðustu dögum. JÓH Laxveiðin á síðasta ári: Húseyjarkvísl með hæstu meðalviktma Scout Terra, árg. 79 Hann er til sölu gamli höfðinginn. Hann hefur fengið toppviðhald og er í besta lagi. Einn ökumaður frá upphafi. Vél 345, 8 cyl, 4ra gíra kassi. Óskum eftir tilboði!!! Upplýsingar gefur Kristján Gunnarsson, Mjólkur- samlagi KEA, í símum 985-20397, 30401 og 96- 22112, á kvöldin. Til viðskiptamanna Vegna sumarleyfa starfsfólks verður skrifstofa okkar lokuð frá 15. júlí til 6. ágúst 1991. Vakin er athygli að þrátt fyrir lokun Málflutningsstof- unnar verður Fasteigna- og Skipasala Norðurlands opin alla virka daga frá kl. 13.00 til 17.00 og á morgnana eftir samkomulagi. Sími fasteignasölunar er 11500 og heiniasími Péturs Jósefssonar sölu- stjóra 24485. Málflutningsstofa Benedikts Ólafssonar. 1111 FRAMSÓKNARMENN ||4| AKUREYRI Bæjarmálafundur Bæjarmálafundur verður haldinn að Hafnarstræti 90, mánudaginn 15. júlí kl. 20.30. Rætt um dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar. Þeir sem sitja í nefndum hjá Akureyrarbæ á vegum Fram- sóknarflokksins eru eindregið hvattir til að mæta og einnig varamenn. Stjórn Framsóknarfélags Akureyrar. Friðrik K mins íit íslands (Messpforte) og félagar staður fyrir lifandi fólk

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.