Dagur - 13.07.1991, Blaðsíða 7

Dagur - 13.07.1991, Blaðsíða 7
Laugardagur 13. júlí 1991 - DAGUR - 7 EFST í HUGA Kristján Kristjánsson Hver ber ábyrgðina þegar fyrirtæki verða gjaldþrota? Það er ekki laust við að sú ómuna veðurblíða sem glatt hefur landann síðustu vikur sé manni ofarlega í huga þessa dagana. Hitamet hafa fokið eitt af öðru víða á landinu og er ekki annað hægt en að gleðjast yfir því. Vel flestir landsmenn og svo og hinir fjölmörgu ferðamenn eru himinlifandi yfir tíðarfarinu en þó hafa heyrst óánægjustunur yfir því að allt of heitt sé í veðri. En það er annað og heldur óskemmtilegra, sem er mér einnig ofarlega í huga um þessar mundir. Það eru fréttirnar um öll gjaldþrotin sem dynja yfir landsmenn þessa dagana. Þegar slík staða kemur upp, velta margir vöngum yfir því hver sé ábyrgur. Eru það yfirmenn fyrir- tækjanna og stjórnarmenn, eða er kannski enginn ábyrgur? Miðað við hvernig tekið er á þessum málum, virðist mér enginn ábyrgur. Einnig er rætt um hina pólitísku ábyrgð, þegar stjórnmálamenn sem ráða stórum sjóðum, moka almannafé í „vonlaus“ fyrirtæki. Varðandi pólitísku ábyrgðina, þá virðist hún ekki vera mikil, alla vega ekki að mati Jóns Sigurðs- sonar iðnaðarráðherra. Jón var spurður í útvarpsviðtali nýlega um ábyrgð stjórnmálamanna og sagði hann eitthvað á þá leið að hún kæmi fram í kosningum á fjögurra ára fresti. Hafi stjórnmálamenn ekki staðið sig, geti þeir átt á hættu að verða dæmdir í kosningum og að það væri hin pólítíska ábyrgð. Það sem ég las út úr þessu viðtali við Jón er að stjórnmálamenn geta sóað fjármunum almennings að vild og mokað þeim í „vonlaus" fyrirtæki en gætu á móti átt á hættu að detta út af þingi í næstu kosn- ingum á eftir. Er það í raun öll ábyrgð stjórnmálamanna? Er von að spurt sé. Einnig hefur það verið áberandi þegar gjaldþrota fyrirtæki eru endurreist, að þá eru það yfirleitt sömu stjórnendur og áður sem eru í forsvari. Jafnvel þeir sömu og eru taldir eiga einhverja sök á því hvernig komið er. Eg heyrði einu sinni þau rök fyrir háum launum forstjóra og framkvæmdastjóra, væri sú að starfinu fylgdi svo mikil ábyrgð. En hvar það kemur fram er mér ómögulegt að skilja. Hér er ekki verið að benda á nein sérstök tilfelli, heldur aðeins verið að velta þessum málum upp. FJÖLMIÐLAR Þröstur Haraldsson Ríkisstyrkír til biaöa eru lýöræöinu nauösyn Þorvaldur Gylfason hagfræðingur ritaði ný- lega greinaflokk í Morgunblaðið um veldi ís- lenskra stjórnmálaflokka. Þar var margt sagt um flokkavaldið og samtryggingakerfið sem flest hefur verið sagt áður og óþarfi að dvelj- ast lengi við það. Hins vegar vék hann í fyrstu grein sinni að valdi flokkanna yfir fjöl- miðluninni og þar var margt ágætlega sagt en annaö hæpnara eins og gengur. Þorvaldur vék m.a. að blaöastyrkjunum sem hægrimenn hafa löngum séð ofsjónum yfir. Að mati Þorvaldar eru þeir til þess eins fallnir hér á landi að halda uppi nokkrum flokksblöðum sem að öðrum kosti væru löngu dauð og grafin. Hann sagði réttilega aö íslensku styrkirnir væru á engan hátt sam- bærilegir við blaðastyrki á Norðurlöndum. Undirritaður hefur áður tekið í svipaðan streng um blaðastyrkina. Það er að sjálf- sögðu úrelt kerfi og fáránlegt að dreifa út- gáfustyrkjum til blaða í gegnum stjórnmála- flokka. Fyrir það fyrsta er engin trygging fyrir því að styrkirnir nái tilgangi sínum þvf oftar en ekki hafa flokkarnir lagt hald á þá, ekki síst eftir að auglýsingastofurnar fóru að blanda sér í kosningabaráttuna. í öðru lagi viðheldur slíkt fyrirkomulag því ástandi að flokkarnir ráðskist meö blöö landsmanna og standi eðlilegri þróun þeirra fyrir þrifum. En því má ekki gleyma að styrkir til útgáfu eru margvíslegrar tegundar. í fyrsta lagi eru það styrkirnir sem ég var að ræöa um, þe. styrkir sem Alþingi útdeilir til flokkanna eftir þingstyrk. í ööru lagi eru það blaðakaup ríkis- ins. Og í þriðja lagi eru það margs konar fríö- indi sem blöð njóta, ekki síst undanþágur frá sköttum. í fjórða lagi mætti svo nefna auglýs- ingar frá ríkinu. Þegar talið berst að blaöastyrkjum er yfir- leitt átt við fyrstnefndu tegundirnar tvær. Af skiljanlegum ástæðum eru skríbentar DV og Moggans - sem hreykja sér ranglega af því að þiggja enga ríkisstyrki - ófúsir að ræða um óbeinu styrkina sem þessi blöð hagnast langmest á í krafti stæröar þeirra og út- breiðslu. Aðföng og velta Moggans eru langt- um meiri en aðföng og velta Dags og þar af leiöandi eru styrkirnir sem Mogginn fær í formi undanþágu frá viröisaukaskatti þeim mun hærri. Og vegna útbreiöslu sinnar fær Mogginn miklu fleiri og stærri auglýsingar frá hinu opinbera en önnur blöö. En svo viö höidum okkur við fyrstnefndu flokkana tvo þá er ég sammála um að þaö beri aö afnema flokkastyrkina. Flokkarnir eiga rétt á styrkjum til starfsemi sinnar, en það er annaö mál og óskylt blaðaútgáfu. Hins vegar finnst mér eðlilegt að ríkiö og stofnanir þess kaupi blöð. Hversu mörg ein- tök eru keypt skal ósagt látið. Þá tölu má ef- laust deila um bæði lengi og.hart. í tíð síðustu ríkisstjórnar var unniö nokkuð starf við að endurskoða útgáfustyrki ísienska ríkisins. Þar voru ýmsar skynsamlegar hug- myndir komnar á blað, en af einhverjum ástæðum lognaðist nefndarstarfið út af áður en hugmyndirnar komu til umræðu í ríkis- stjórninni. í þeim drögum sem undirritaður sá var rætt um að koma á einskonar iðnlánasjóði menningarinnar sem tæki einnig til blaða og Ijósvakamiðla. Þar gætu fjölmiölar fengiö lán og í vissum tilvikum styrki til aö endurnýja tækjakost, standa straum af nýjungum eða komast yfir erfiða hjalla (rekstrinum. Að sjálf- sögðu átti að meta láns- og/eða styrkþörf fjölmiðia á faglegan hátt en ekki deila út fé eftir pólitískum valdahlutföllum. Og það átti aö gera kröfur um að styrkveitingar bæru árangur í rekstri fjölmiöla en færu ekki ein- göngu í einhverja hít. Meö því að setja einhverjar reglur í þessa veru hefði mátt koma á skynsamlegu kerfi sem tryggöi þaö að lýðræðisieg þjóðfélags- umræða liði ekki fyrir skort á vettvangi. Því miður tryggja flokksþlöðin ekki að slík um- ræða búi við ákjósanleg skilyrði, en meira um það seinna. Spurning vikunnar Ætlarðu í ferðlag um komandi verslunarmannahelgi? Guðmundur Jónsson sjómaður: Ég verð úti á sjó um verslun- armannahelgina en er í sumar- fríi núna. Það verður því lítið um ferðalög hjá mér þá helgi. Kolbrún Halldórsdóttir blómadrottning á Ráðhústorgi: Ég er ekki búin að ákveða það en fer sennilega í Ásbyrgi með kærastanum og einhverju fleira fólki ef ég fer þá eitthvað um þessa helgi. Tómas Búi Böðvarsson slökkviliðsstjóri: Það hefur ekki enn verið ákveð- ið. Ég hef á undanförnum árum gert hvorutveggja þ.e. bæði ferðast og verið heima. Það er mjög rólegt og gott að vera heima um þessa helgi. Einnig var ég stundum áður á bakvökt- um um verslunarmannahelgina og var því eðlilega heima við. Svo er ég nú að fara í ferðalag skömmu eftir verslunarmanna- helgina svo það er alveg eins líklegt að ég verði heima að þessu sinni. Valgerður Jónsdóttir (býr á mölinni): Ég hugsa að ég verði heima hjá mér þá. Ég er nú í sumarfríi hér á Akureyri nú en byrja svo aftur í fríi um verslunarmannahelg- ina. Ætli við tökum því ekki rólega um helgina og förum svo eitthvað þegar hægist á umferðinni eftir þessa helgi. Sigurður Halldórsson úr Reykjavík: Ég er nú ekki búinn að ákveða það ennþá. Ég er á ferðlagi hérna um Norðurland núna en er á leið til Snæfellsness og Vestfjarða því þar er blíðan núna. Ég er í fríi um verslun- armannahelgina og fer eitthvað en ætla að láta veðrið ráða því þegar nær dregur helginni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.