Dagur - 13.07.1991, Blaðsíða 20

Dagur - 13.07.1991, Blaðsíða 20
Akureyri: Kviknaði í potti á eldavél - í mannlausu húsi við Lerkilund Slökkvilið Akureyrar var kvatt að íbúðarhúsinu Lerkilundi 17 í gær. Mikiil reykur var í hús- inu þegar að var komið, mest- ur í eldhúsinu þar sem kviknað hafði í potti á eldavél. Nágranni gerði slökkviliðinu aðvart um að kviknað væri í hús- inu, en þá lagði reyk þaðan. Hús- ið var mannlaust, en mikinn reyk lagði úr eldhúsinu þar sem pottur hafði verið skilinn eftir á hita á eldavél. Þegar slökkviliðið kom á staðinn uppgötvuðust upptök reyksins fljótt. Mikla og sterka reykjar- og brunalykt lagði frá húsinu, og talið er víst að skemmdir hafi orðið innan dyra af völdum reyksins. Þær voru þó ekki fullkannaðar í gær. EHB Týndu brefdufurnar: Dasaðar og ná ekki áttum - mikið hringt til Dúfnaræktar- sambandsins Heimtur á bréfdúfunum til Reykjavíkur, sem sleppt var á Þórshöfn um síðustu helgi, hafa ekki mikið farið batnandi. Að sögn Halldórs Guðbjörns- sonar hjá Dúfnaræktendasam- bandinu hefur hann fengið margar upphringingar frá Norðlendingum sem hafa das- aðar bréfdúfur hjá sér. Sem kunnugt er var 100 bréf- dúfurn sleppt á Þórshöfn en aðeins um 20 hafa skilað sér til Reykjavíkur og nágrennis. Ein dúfa sem send var suður var dauð þegar komið var á ákvörðunar- stað. Halldór sagði það vera greinilegt að hitabylgjan hafi gert dúfunum mjög erfitt fyrir. „Þær hafa einfaldlega ekki þolað þenn- an hita og ekki náð áttum,“ sagði Halldór. Margir af þeim sem hafa hringt til Dúfnaræktarsambandsins hafa ekki getað náð til dúfna sem þeir hafa séð og sagði Halldór það sanna að einhverjar væru sprækar. „Þær eiga eftir að skila sér þó jafnvel mánuður líði þang- að til,“ sagði Halldór. Meðal staða sem hafa tilkynnt um bréf- dúfur eru staðir í V-Húnavatns- sýslu, á Vesturlandi, Hofsósi, Kópaskeri, Mývatnssveit, Sauð- árkróki og í Eyjafirði. Þá hafði Halldór fregnað af dúfu hjá sund- lauginni við Hafralækjarskóla en ekki getað náð sambandi þangað í síma. -bjb Nú er unnið við uppgröft á lóð Síðuskóla og hefur svæðið verið girt af meðan á framkvæmdum stendur. Fyrir haust- ið verður steypt upp á plötu en síðan verður gert hlé á framkvæmdum. Mynd: G r Þriðji áfangi Síðuskóla: Fjölnismenn byijaðir að grafa - byggingin tekin í notkun haustið 1992 Framkvæmdir eru hafnar við þriðja áfanga Síðuskóla á Akureyri. Fimm tilboð bárust í verkið og var samið við lægst- bjóðanda, Fjölnismenn hf. Til- boð fyrirtækisins hljóðaði upp á 41,3 millj. kr. sem er 84,8% af kostnaðaráætlun. Fjölnismenn vinna nú af full- um krafti við að grafa grunn fyrir bygginguna en á skrifstofu fyrir- tækisins fengust þær upplýsingar að fyrir haustið ætti að steypa upp á plötu, síðan myndu fram- kvæmdir liggja niðri í vetur. Framkvæmdahraðinn miðast við fjárhagsáætlun bæjarins og þetta er um tveggja mánaða vinna sem nú liggur fyrir. Næsta vor verður síðan byrjað á uppsteypu og haldið áfram uns byggingin er fullbúin, en frarn- kvæmdum á að ljúka 1. ágúst 1992. Þá um haustið verður því hægt að taka nýja álmu við Síðu- skóla í notkun, en skortur á húsnæði hefur sett mark sitt á starfsemi skólans og hefur þurft að grípa til þess ráðs að kenna í skúrum sem settir voru niður við skólann. SS Gjaldþrot Álafoss hf. og ístess hf.: Skellur bæjarsjóðs Akureyrar er talinn nema um 60 milljónum króna - bæjaryfirvöld skoða hvaða verkefnum er bægt að slá á frest Kjölur og Sprengisandur: Vegir færir og mMumferð Að sögn vegaeftirlitsmanna á Blönduósi og Húsavík eru hálendisvegirnir um Kjöl og Sprengisand færir og mikil umferð er um vegina. Vegurinn um Kjöl er þokka- legur. í síðustu viku var mikið í syðstu ánni, Þegjanda, en nú hefur sjatnað í ánni enda öllu kaldara í veðri. Vegurinn um Sprengisand er allgóður. Búið er að hefla veginn og lagfæra vegaskemmdir sem hlutust af vatnavöxtum. ój Raufarhöfn: Drukkiim maður handtekinn - hafði í hótunum Lögreglan á Raufarhöfn handtók mann og færði í vörslu lögreglunnar á Húsa- vík í gærmorgun. Maðurinn hafði í hótunum við fólk og sagðist vera með byssu, en lögreglan fann ekki byssu í húsinu sem hann var í. „Þetta var bara fylliríisröfl," sagði lögreglúmaður á Húsavík eftir að maðurinn var kominn í geymslu þar á lögreglustöðinni. Handtakan fór fram í húsi nær Raufarhöfn en Húsavík. 1M Skellur bæjarsjóðs Akureyrar vegna gjaldþrots Álafoss hf. og ístess hf. er talinn nema allt að 60 milljónum króna, sam- kvæmt upplýsingum Heimis Ingimarssonar, formanns bæjarráðs Akureyrar. Auk þess tapa veitustofnanir bæjar- ins umtalsverðum upphæðum á gjaldþrotunum, eins og Dag- ur hefur áður greint frá. A bæjarráðsfundi sl. fimmtudag var rætt ítarlega um þessa alvarlegu stöðu og til hvaða aðgerða Akureyrarbær gæti gripið. Ljóst má vera að bær- inn verður að bregða niður- skurðarhnífnum á loft, en á þessu stigi liggur ekki fyrir hvaða framkvæmdum á vegum bæjarins verður slegið á frest. Heimir Ingimarsson, formaður bæjarráðs, sagði í samtali við Dag að ákveðið hefði verið að óska eftir upplýsingum frá embættismönnum bæjarins um stöðu einstakra framkvæmda og að þeim fengnum myndi verða tekin afstaða til þess ltvar og hvernig verði skorið niður. Hann kvað nauðsynlegt að niðurstaða fengist í næsta mánuði. „Lauslega áætlað erum við að missa um 60 milljónir króna, sem gert var ráð fyrir á árinu. Um er að ræða tekjutap á yfirstandandi ári, auk skuldbreytingar, sem gerð var fyrir Álafoss á sínum tíma. Einnig eru inni í þessari tölu ábyrgðir vegna ístess og gjaldatap vegna þess. Þarna er hins vegar ekki tekið tillit til tap- aðs hlutafjár í ístess. Þetta er auðvitað alvarlegt mál og við getum ekkert annað en mætt þessu með niðurskurði. Bæjarráð hefur óskað eftir upp- lýsingum frá embættismönnum bæjarins um stöðu framkvæmda á vegum bæjarins. Spurningin er hvaða verkefni sé hægt að hætta við, sem ekki er þegar byrjað á. Ég tel að ef við grípum inn í mjög bráðlega, þá höfum við mögu- leika á að skera niður sem svarar þessari upphæð," sagði Heimir. Hann tók þó fram að mjög erfitt og nánast útilokað væri að grípa inn í verk, sem þegar hefðu verið gerðir bindandi samningar um. óþh Helgarveðrið: Hægnorðanátt Gert er ráð fyrir lítið breyttu veðri á Norðurlandi um helg- ina frá því sem verið hefur undanfarna daga, hægri norðanátt en hitastig mun ekki hækka mikið. í dag er gert ráð fyrir að norðanátt ríki áfram og úr- komulaust verði víðast á Norðurlandi. Veðurhorfur á morgun, sunnudag, eru þær að gert er ráð fyrir að dragi úr norðanáttinni og að veður verði bjartara. Minnkandi hæð er yfir Grænlandi. EHB Hlaup í Kverká og Kreppu: Um 100 ferðalangar stranda- glópar í Herðubreiðarlindum Vegurinn beggja vegna Jökuls- ár á Fjöllum ofan Lambafjalla er ófær allri umferð vegna vatnavaxta. Að sögn Kára Kristjánssoiiar, landvarðar í Herðubreiðarlindum, voru hátt í 100 ferðalangar tepptir í Herðubreiðarlindum í gær- morgun og biðu þess að hlaup- ið í Kverká og Kreppu sjatn- aði. Hlaup kom í Kverká sem fellur í Kreppu aðfaranótt föstudags. Kreppa fellur í Jökulsá á Fjöllum og um miðjan dag í gær var veg- urinn í Herðubreiðarlindir ófær með öllu. „Umferð um hálend- isvegi íslands er mikil miðsum- ars. Af því leiðir að margir eru nú strandaglópar í Herðubreiðar- lindum. Hér eru tvær stórar rútur svo og nokkuð margir einkabílar. Vel fer um fólkið sem bíður þess að vegurinn niður með Jökulsá verði fær á ný. Þeir sem eru á „duglegum“ bílum geta komist héðan um Suðurárbotna niður í Bárðardal og eins er hægt að komast héðan á fjallabílum um Gæsavatnaleið,“ sagði Svavar Jónsson, vegaeftirlitsmaður frá Húsavík, en hann var staddur í Herðurbreiðarlindum í gær. ój

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.