Dagur


Dagur - 13.07.1991, Qupperneq 11

Dagur - 13.07.1991, Qupperneq 11
10 - DAGUR - Laugardagur 13. júlí 1991 _—— --- de Ven eða Hann heitír sem W»*Í;,Í sem «« i"*' að mennt og st « mur Btyndisi M« Haon hefnt sS &s«'sk» s kaþólskur prestur. --- Stór fjölskylda „Ég er fæddur og uppalinn í þorpi sem heitir Eersel. Þar búa um 15.000 manns svo þorp- ið er svipað að stærð og Akureyri sem er næststærsta byggðarlag á íslandi. Þetta er bara smá þorp í Hollandi u.þ.b. 25 km frá landamærum Belgíu, nálægt Eindhoven í suðurhluta Hollands. Ég er fæddur 21. janúar 1955 og er þriðji í röðinni af níu syst- kinum svo það var oft mikið fjör og annríki heima hjá mér. Þetta er býsna stór fjöl- skylda og það var nokkuð algengt á þeim tíma þótt við værum óvenju mörg.“ Cees er af bændafólki kominn og foreldr- ar hans áttu líka mörg systkini. „Mér er minnisstætt frá þessum árum að aginn var mikill og allt vel skipulagt heima; það var nauðsynlegt því við systkinin vorum öll í röð, fylgdumst alveg að.“ Faðir Cees vann í mjólkursamlagi í vakta- vinnu og var oft lítið heima. Yfir daginn svaf hann stundum svo sólarhringurinn snerist við hjá honum. Á meðan Cees var í grunnskóla sáu börnin lítið til föður síns daglega en móðir hans var heimavinnandi og sá mikið til um barnauppeldið. „Ég kynntist pabba ekki almennilega fyrr en ég var orðinn hálf-fullorðinn í raun og veru. árið var skólinn sameinaður þorpsskólanum þar sem einnig voru stúlkur í blönduðum bekkjum. Þarna kynntist ég hinu kyninu og það varð til þess að ég komst ekki lengra en tvö ár í prestaskóla,“ en Cees er úr kaþólska hluta Hollands og prestar þar verða að helga sig Guði algjörlega og mega ekki giftast. íþróttirnar og herskyldan Á gagnfræða- og menntaskólaárum sínum tók Cees mikinn þátt í íþróttum. Þegar Cees var átta ára kom fimleikakennarinn heim til hans og vildi fá Cees í fimleika. „Mamma sagði að þetta væri of snemmt því á eftir mér myndu koma sex yngri systkini og það væri erfitt ef allir færu að stunda íþróttir. Kennarinn lagði til að ef hann fengi mig í hópinn þá skyldu næstu tvö systkini mín fá ókeypis aðgang. Það lá það mikið á honum að fá mig! Flest systkini mín hafa síðan stundað fimleika eða frjálsar íþróttir.“ Á sama hátt kviknaði áhugi Cees á frjálsum íþróttum með því að hann byrjaði að fylgj- ast með eldri bróður sínum á æfingum og byrjaði sjálfur að æfa tíu ára gamall. Best- um árangri náði Cees í spretthlaupi og stökkgreinum en hann var um tíma í holl- amlegt form og okkur fannst þetta kerfi með tækjum og svoleiðis ekki hentugt í það. Við létum fólk frekar vinna tvö og tvö saman; það gefur allt annan anda en þegar hver situr á sínu tæki og pumpar. I stað þungra tækja vorum við með handlóð, sippubönd og smá hjálpartæki. Eftir rúm- lega eitt ár voru nemendur orðnir yfir 600 og skóíinn gekk mjög vel og þá kynntist ég henni,“ segir Cees og bendir á Bryndísi konu sína. Hamsatólg sem landkynning „Það var 1979. Þá var Billa skiptinemi í Belgíu hjá fólki sem vinur minn vann hjá.“ „Það eru svo margir Belgar sem búa nálægt hollensku landamærunum sem reka fyrir- tæki í Hollandi út af sköttunum,“ segir Bryndís. „Það endaði þannig að ég kom til íslands þegar Billa var að fara heim 1980. Nú er bara einn okkar sem stofnuðu heilsu- ræktarfyrirtækið eftir og það gengur mjög vel.“ Nú lítur Cees á ísland sem heimkynni sín. „Ég byrjaði að kenna við grunnskólann á Patreksfirði. Ég ætlaði nú upphaflega ekki að fara í íþróttakennslu heldur hafði ég hugsað mér að fara að þjálfa einhversstað- ar. En það gekk ekki alveg upp að koma mér strax einhversstaðar inn. Mér var bent á að fara og tala við Þorstein Einarsson sem þá var íþróttafulltrúi ríkisins. Ég fór suður og spjallaði við hann en hann sagði að ég væri svolítið seinn fyrir. Það væru þó ennþá sumir staðir úti á landi þar sem enginn fþróttakennari væri. Hann var með kort af íslandi á vegg fyrir aftan skrifborðið hjá sér. Þar var hann búinn að merkja með íslensk- um fána þá staði þar sem voru íþróttakenn- arar. Hann benti mér á fjóra litla staði á Austfjörðum og Vestfjörðum og sagði: „Þú getur bara valið.“ Ég vissi náttúrulega ekk- ert hvað ég var að gera og benti bara á ein- hvern stað á Vestfjörðum. Nokkrum vikum seinna fór ég vestur á Patreksfjörð og byrj- aði að kenna þar við grunnskólann. Fyrsta hálfa árið bjó ég einn í kjallara hjá skólastjóra og borðaði alltaf í mötuneyti ég voðalega lítið. Ég fékk þarna líka fisk og kartöflur og feitina með þessu brúna í og ef ég var ekki fljótur að koma þessu upp í mig þá klístraðist þetta allt á gafflinum og í munninum. Þetta var hamsatólg og ég var alltaf í stökustu vandræðum með hana. Ég bara kunni ekkert að borða þetta enda var ég alveg í vandræðum með að halda þyngd- inni. Ég fékk hins vegar mjög góða land- kynningu þennan fyrsta vetur á Patreks- firði. “ Tungumálahnúturinn Haustið eftir að Cees kom til íslands kunni hann að sögn ekki mikið meira í íslensku en að telja upp að tíu og var þó kominn í kennslu. „Kannski var þetta svolítið erfitt en samt hef ég aldrei fundið að það væri svo óþægilegt að geta ekki talað íslensku í kennslunni. íþróttakennslan er náttúrulega svolítið sérstök; það er hægt að tala svo mikið með höndunum. Nemendurnir, sér- staklega þeir yngri, voru bestu kennararnir. Þeir töluðu einfalt mál og voru alltaf að benda mér á villur þannig að ég var fljótur að læra indíánamál með lausum orðum.“ Nú talar Cees mjög góða íslensku með mörgum orðtökum og ríkum orðaforða. Framburðurinn kemur ekki upp um upp- runa hans. Þegar Cees er spurður hvernig hann hafi lært svona góða íslensku, þakkar hann hólið. „Sumir segja að Hollendingar hafi aukahnút í heilanum - sérstakan tungu- málahnút - enda er hollenskan á vissan hátt blandað mál og tengist þýsku, ensku og dönsku. Þetta er auðvitað líka einstaklings- bundið en margir Hollendingar eiga auðvelt með að læra tungumál. Ég hef samt ekki gleymt minni mállýsku en í Hollandi eru margar mállýskur. Fólk í nágrannnaþorpinu notaði ékki endilega sama orð yfir sama hlutinn og notað var í mínu þorpi,“ segir Cees og bætir við að Hollendingar frá norðurhlutanum geta átt erfitt með að skilja hollenskuna sem töluð er í suðurhlutanum. „Ungt fólk jákvætt fyrir íþróttum „Ég var í eitt ár á Patreksfirði og eftir ára- mót kom Billa til mín. Haustið 1981 fékk ég Lengra komst ég ekki í prestaskóla - rætt við Hollendinginn Cees van de Ven Úr prakkara í prest Mér er líka minnisstætt frá þessum tíma að ég var ekki mjög hrifinn af skólagöngu. Fyrsta skóladaginn þurfti eldri systir mín að draga mig í skólann með hjálp vinkonu sinnar og þannig var þetta fyrstu vikurnar og jafnvel mánuði. Ég hef sennilega verið svona heimakær. Ég man alltaf að ná- grannakonurnar stóðu í dyrunum á morgn- ana til að fylgjast með gangi mála. Á meðan var ég grenjandi og öskrandi og vildi helst fara heim aftur.“ Þetta gekk þó yfir og fyrst í stað fékk Cees að dunda sér við föndur í skólanum. í lok grunnskóla var haldin starfskynning í þorpsskólanum en þangað komu prestur, læknir og fólk úr ýmsum störfum til að kynna þau. „Þannig var að ég var svolítill prakkari og sá sem mamma þurfti að hafa mest fyrir svo hún hafði kannski dálítinn áhuga á að senda mig í heimavistarskóla. Svo vildi til að ég hafði áhuga á að kynnast preststarfinu betur ásamt alnafna mínum, Cees van de Ven, úr þorpinu. Við vorum eitthvað skyldir en hann var allur stærri og meiri um sig svo hann var alltaf kallaður Cees en ég Ceesje (Keisjö) sem þýðir bara Cees litli. Það varð úr að eftir 12 ára bekk fór ég í prestaskóla syðst í Hollandi og var þar í tvö ár. Fyrra árið var skólinn alveg lokaður og þar voru allir nemendur strákar en síðan minnkaði almennur áhugi á prestnáminu svo mikið að nemendum fækkaði. Seinna enska unglingalandsliðinu í frjálsum íþrótt- um. Enn þann dag í dag á Cees unglingamet í 100 m hlaupi sem er 11,1 sek. „Eftir stúdentspróf fór ég í íþrótta- kennaraskólann og var þar í þrjú og hálft ár. Þar fann ég jafnvægi milli lærdómsins og íþróttanna sem lengi höfðu tekið allan minn tíma. Eftir að ég var búinn að klára skólann fór ég í herinn.“ Venjulega eru menn kall- aðir inn í herinn á 19. aldursári en ef fram- haldsnám er hafið er hægt að fá herskyldu frestað þangað til náminu er lokið. Cees sótti strax um að fá stöðu sem fþróttaþj álf- ari í hernum og starfaði sem slíkur eftir almenna herþjálfun nýliða og undirbúning fyrir þessa stöðu í fjóra mánuði. „íþróttir og líkamsrækt í hernum fylgir náttúrulega svo- lítið sérstöku kerfi en ég fékk þessa stöðu. Þá kom ég sem íþróttakennari í eina stærstu herstöð í Hollandi, Oirschot, nálægt Eind- hoven; þarna hafa verið upp undir 10.000 hermenn. Ég var þar í rúmt ár. Á meðan ég var í hernum stofnaði ég lík- amsræktarstöð í Eindhoven með tveimur vinum sem útskrifuðust sama ár óg ég. Eftir venjulegan vinnutíma kenndi ég þar sem sagt á kvöldin. Við vorum með frúarleik- fimi, júdó, sjálfsvörn, box, þrekþjálfun, kanóferðir, seglbrettaskóla og á veturna skipulögðum við skíðaferðir. Markmiðið með heilsuræktarskólanum var að hafa gaman af þessu og þess vegna vorum við ekki með nútíma heilsuræktartæki. Við vildum kenna fólki og koma því í gott lík- þarna á Patreksfirði. Það er mér svolítið minnisstætt; mín fyrstu kynni af matar- venjum íslendinga og þá sjómanna sérstak- lega. Þarna komu sjómenn sko, beint af sjónum og fóru að borða svið og slátur og allan þennan mat. Ég sat kannski beint á móti manni í ullarpeysu og hann var að borða svið, dökkbrún. Þessir menn borðuðu allt nema beinin en fyrstu dagana borðaði íþróttakennarastöðu við Hrafnagilsskóla og þar vorum við í sex ár. Fyrsta árið bjuggum við hér í bænum og ég keyrði á milli en síð- an fengum við húsnæði frá skólanum á Hrafnagili. Það er alveg yndislegt að búa á svona rólegum stað, sérstaklega fyrstu árin. En sex ár var alveg nóg; það var kominn tími til að breyta til því að eftir því sem maður er lengur hérna á íslandi hefur mað- Bryndís, Assa og Cees við morgunverðarborðið. Laugardagur 13. júlí 1991 - DAGUR - 11 Cees spennir á sig hjólreiðahjálminn en eftir hlaupaæfíngu á Akureyrarvelli hjóla þríþrautarmennirnir um nágrennið. ur meiri þörf fyrir að hafa alltaf fólk í kring- um sig eins og var úti. Mér finnst Akureyri mjög góð stærð því ég er alinn upp í þorpi sem er sambærilegt við Akureyri.“ Árið 1987 fékk Cees íþróttakennarastöðu við Menntaskólann á Akureyri og þá keypti fjölskyldan húsið í Oddeyrargötu. „Það er svolítið öðruvísi að kenna við framhalds- skóla en mér fellur þetta mjög vel. Mér finnst best að kenna þannig að maður sé sjálfur svolítið með enda er ég nokkuð akt- ívur sjálfur og reyni að halda mér í formi. Það er mjög gaman að vinna með ung- lingum. Við vorum að tala um það, íþrótta- kennarar, að áhugi ungs fólks á íþróttum er meiri en áður. Mætingin er alltaf að batna og viðhorf ungs fólks gagnvart íþróttum og líkamsæfingum hafa breyst svo mikið. Ungt fólk í dag er svo jákvætt fyrir slíku og vill vera í einhverri íþrótt. Maðurinn hefur alltaf haft þann eigin- leika að geta tekið á en í nútíma tækniþjóð- félagi eru fleiri og fleiri sem eiga erfitt með að taka virkilega á líkamlega, pína sig, þannig að margir hafa ekki þennan eigin- leika lengur.“ „Hollendingurinn íljúgandi“ Cees hefur stundum verið kallaður Hollend- ingurinn fljúgandi vegna þess að hann er sífellt að hlaupa eða hjóla. „Fyrir utan kennsluna hef ég verið að þjálfa frjálsar í nokkur ár en fyrir nokkrum árum kynntist ég nýrri íþróttagrein - þríþraut. Ég var þá í sumarfríi 1987 í Hollandi. Ári seinna skipu- lagði ég fyrstu þríþrautarkeppni hér á landi á Akureyri." Þríþraut er, eins og nafnið gef- ur til kynna, samansett úr þremur velþekkt- um íþróltagreinum: Sundi, hjólreiðum og hlaupum í þessari röð. Upphaflega voru það bandarískir sjóliðar á Hawai 1977 sem fundu upp hugtakið . „Triathlon“ en þeir höfðu verið að deila um hver íþróttagrein- anna þriggja væri erfiðust. Endaði það með því að þeim var slegið saman í eina grein þ.e. 3800 m sund, 180 km hjólreiðar og 42,195 km maraþonhlaup og gat sigurvegar- inn kallað sig járnkarl eða „Ironman“. Nú eru vegalengdirnar ýmist styttri og lengri og jafnvel er til tvöföld og þreföld járnkarla- keppni erlendis. „Alþjóða ólympíunefndin samþykkti nýlega bríþraut sem ólympíska grein frá og með Ólympíuleikunum 1996,“ en þá eru liðin hundrað ár frá endurreisn leikanna í Aþenu. „Ólympíska vegalengdin er 1500 m sund, 40 km hjólreiðar og 10 km hlaup en í fyrstu keppninni hér í Akureyrar- sundlaug syntum við 500 m, hjóluðum 20 km og hlupum 5 km. Þar voru ellefu kepp- endur. Ári seinna talaði ég við íþróttasam- band íslands sem skipaði fjóra í þríþrautar- nefnd ÍSÍ og þar er ég formaður. í fyrra var haldið fyrsta íslandsmeistaramót í þríþraut á Hrafnagili. I ár erum við með sex mót og þrfþraut er að fá aukna athygli. Oft eru þátttakendur fólk sem t.d. er búið að æfa sund, frjálsar eða gönguskíði í einhver ár og er komið yfir sína bestu tíma og er mjög spennt fyrir þríþraut. Svo eru náttúrulega unglingar líka. Einar Jóhannsson, sem er fyrir sunnan, er nú það góður að hann er keppnisfær erlendis. Það er mjög gaman að þessi nýja íþrótt skuli, að því er mér sýnist, ná fótfestu hérlendis. Ég er mjög bjartsýnn á að okkur takist að þróa greinina hér. Tannburstun og trimm Seinni árin hef ég verið með trimmhóp hér á Akureyri og nú æfum við líka fyrir þríþraut. Það er gaman að sjá hvernig almenningur er að taka við þessari trimmhugsjón. Fyrir tíu árum þegar ég kom til íslands var ég varað- ur við því að fara að hlaupa úti á götuwegna þess að fólk myndi ekki skilja slíkt en nú hefur trimmhugsjónin orðið til þess að fólki finnst nauðsynlegt að halda líkamanum við. Það er ekki alltaf hægt að krefjast af sjálfum sér heldur verður líka að gera eitthvað fyrir sig. Sjálfur lifi ég náttúrulega heilbrigðu lífi en ég fer auðvitað út að skemmta mér nokkrum sinnum á ári. Það liggur við að ég segi að ég tími ekki að fara út oftar vegna þess að ef maður er í góðu líkamlegu formi, er líkaminn næmari fyrir áfengi. Háræðakerfið er betur þróað og áfengið berst hraðar um líkamann; áhrifin koma fyrr og fara seinna þanhig að maður er lengi að jafna sig. Ég segi stundum í gamni að íþróttamenn komist aldrei í algjört frí en mér finnst það vera þess virði enda líður manni miklu betur ef maður er í góðu formi. Það ætti hins vegar að vera jafn sjálf- sagt að stunda líkamsrækt og að bursta tennurnar á hverjum degi.“ Myndir og texti: GT íslensk fjölskylda Cees er kvæntur Bryndísi Arnardóttur og þau eiga þrjú börn. Ássa er tíu ára og heitir í höfuðið á Erni afa sínum. Hún var fermd á kaþólska vísu þegar páfinn kom til íslands fyrir tveimur árum og fjölskyldan sækir svo- lítið kaþólsku kirkjuna í Eyrarlandsvegi. „En það er ekki aðalatriðið að sækja kirkju heldur hvort fólk er trúað í raun,“ segir Cees. Henrik er fimm ára og er kallaður Rik og yngstur er Kristian, Kris, 3 ára. Börnin eru kennd við fyrsta nafn föður síns sem er Cornelis. „Ég reyni að tala hollensku við þau og þau skilja öll málið og tala. Þá geta þau talað við ömmu sína og ættingja í Holl- andi. Við tölum oft hollensku hér heima og það getur komið sér vel fyrir börnin seinna að tala málið ef þau vilja fara í nám úti.“ Tímaskynið Aðspurður segir Cees ekkert í fari íslend- inga sem honum mislíkar. „Vissum hlutum heldur rnaður frá sínu uppeldi og öðru er hægt að venjast. Ég man til dæmis fyrst þeg- ar ég kom til bæjarins 1980 þá fór ég að þjálfa handboltaliðið hjá Þór. Æfingarnar voru á Akureyrarvelli og ég mætti korteri áður en fyrsta æfingin átti að byrja. Ég beið en enginn kom og ég fór að halda að ég hefði misskilið eitthvað og fór að efast um að ég væri á réttum stað. Fyrsti maður kom svo um það leyti sem æfingin átti að byrja og upp úr því fóru menn að koma. Þegar ég spurði eftir þessu hlógu þeir að mér og sögðu mér að taka tímann ekki svona nákvæmlega. Þetta voru mín fyrstu kynni af tímaskyni íslendinga og þetta er ailt í lagi ef maður veit af þessu. Nú er ég svo mikill íslendingur í mér að ég er sjálfur oft á síð- ustu stundu. „íslensk börn sjálfstæðari“ Annað sem ég tók eftir fyrst eftir að ég kom og var að rúnta í bænum var hve margar ungar stúlkur keyrðu um með barnavagna. Ég sagði við konuna mína að rosalega væru þessar stelpur duglegar að passa systkini sín. Konan mín sagði þá að þetta væru ekki systkini heldur börnin þeirra. Mér finnst annars geysilegur munur á uppeldi á íslandi og í Hollandi. Þar er upp- eldið frekar kerfisbundið og meiri agi. Á Is- landi er uppeldið frjálsara og meira eftir til- finningunni. Börn hér eru líka lífsreyndari en jafnaldrar þeirra úti og verða fyrr sjálf- stæð og þennan mun kann ég vel við eftir að ég kynntist þjóðfélaginu. Þetta er stór plús við íslenskt uppeldi. Auk þess er hér hreint loft, gott vatn og litlar áhyggjur af glæpum. Ég er alveg hættur að læsa bílnum á öllum tímum dags eins og ég gerði fyrst eftir að ég kom. Hér er yndislegt að vera fjölskyldu- maður og ala upp börn. Auðvitað hef ég elst síðan ég fór frá Hollandi en hér hef ég fund- ið mun rneiri dýpt í lífinu. Úti getur lífið verið yfirborðskennt en hér er maður í meiri snertingu við náttúruna og getur fundið eins konar innri ró. Hins vegar skil ég mjög vel íslendinga sem finnst gott að búa erlendis enda eru þar mun fleiri möguleikar á mörg- um sviðum. Hér erum við að mörgu leyti einangruð á vetrum en ég held að Islending- ar erlendis sakni ómeðvitað náttúrunnar heima. „Sérstaða íslands má ekki tapast“ Oft er ég spurður hvort ísland eigi að ganga í Evrópubandalagið. Þá segi ég í gamni að íslendingar hafi ekkert þangað að sækja. Hér eru þegar margir útlendingar og í alvöru gæti EB bara étið ísland eins og það leggur sig ef allt opnast. Ég legg á það mikla áherslu að við á Islandi höldum okkar sér- stöðu. Það er hætta á hún tapist ef við göng- um í EB. Hins vegar gæti innganga í EB stuðlað að stöðugra efnahagslífi. Ostöðug- leikinn í efnahagslífinu hefur virkað svolítið truflandi á mig. Ég vil geta spáð í framtíð- ina.“ Aðspurður segist Cees sjá mun á opnum Evrópubúum og íslendingum. „íslendingar eru kannski ekki lokaðir en dálítið á varð- bergi við fyrstu kynni. Hér er þjóðfélagið miklu minna svo oft vita allir allt hver um annan en annars er auðveldara að kynnast fólki til dæmis í Hollandi. En lífið er bara stutt þannig að það er um að gera að lifa því til fuils og ekki vera feiminn að sýna á sér aðrar hliðar en þær bestu þótt auðvitað reyni maður að hafa góðu hliðarnar sem flestar og hinar sem fæstar.“ Að lokum er Cees spurður hvort hann sakni ekki Hollands. „Nei ég hef aldrei haft tíma til að hafa heimþrá og mér finnst mjög gott að vera á íslandi. En auðvitað er alítaf gaman að koma heim í frí.“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.