Dagur


Dagur - 13.07.1991, Qupperneq 12

Dagur - 13.07.1991, Qupperneq 12
12 - DAGUR - Laugardagur 13. júlí 1991 Dulspeki Einar Guðmann Erum við í viðjum vanans? Það er ekki laust við að undan- farið hafi orðið vart við baráttu á milli hinna svokölluðu „hefð- bundnu“ lækningagreina og hinna „óhefðbundnu“ eins og gárungarnir segja. Það er á eng- an hátt undarlegt ef svo má að orði komast. Takmark þessara tveggja greina er í eðli sínu ákaflega ólíkt. Sennilega koma áhangendur þessara greina alltaf til með að lenda í árekstr- um á meðan þeir sameina eða sætta ekki viðhorf sín til hver annars. Það er nokkuð merki- legt að þeir sem stunda hinar svokölluðu „óhefðbundnu“ lækningar eru allir á svipuðum nótum hvað grundvallaratriði varðar og það merkilega er að í stefnu þeirra felst einmitt ástæðan fyrir því hve erfitt þeir eiga uppdráttar í þjóðfélaginu eins og það er í dag. Hinar svokölluðu „óhefðbundnu“ lækningar flokkast meðal ann ars undir „heildrænan" lífsstíl þar sem áherslan liggur fyrst og fremst í að láta líkamann við- halda sér sjálfum og lækna sig sjálfan án utanaðkomandi efna eða aðferða sem ekki gcta talist náttúrulegar. Þar er ef til vill ein ástæðan fyrir því að hinar „heildrænu“ aðferðir eru ekki eins algengar og þær ef til vill gætu verið. Hversu margir skyldu frekar kjósa að gjör- breyta öllum sínum lífsstíl, mataræði og hátterni til hins betra í stað þess að gleypa eina pillu sem losar þá við þann sjúk- dóm sem hrjáir þá? Munurinn á þessu tvennu er að í hinni „heildrænu“ stefnu er ekki einungis reynt að koma í veg fyrir afleiðingar subbulegs lífernis, heldur einnig að bæta það þannig að komist verði fyrir orsök þeirra sjúkdóma sem annars herjuðu á heilsufarið. Það er einmitt það sem margir læknar í dag þurfa að berjast við. Fólk er tilbúið að fara í uppskurði, stutta endurhæf- ingu, éta pillur og svo framvegis en það er ekki tilbúið að fórna þeim lífsháttum sem það hefur vanið sig á og sem hafa leitt það út í þáð slæma heilsufar sem við er að etja. Verst er síðan að oft á tíðum er ekki komist fyrir orsök meinsins heldur einungis tekist að kæfa afleiðinguna tímabundið. Einfalt dæmi um það er þegar fólk fær tilvísun frá lækni til þess að fara í nudd vegna vöðvabólgu. Það finnst öllum gott að fara í nudd svo til þess þarf ekkert átak. En þrátt fyrir að vitað sé að orsök vöðvabólg- unnar sé ekkert annað en hreyf- ingarleysi, kyrrseta eða einhæf- ar stellingar langtímum saman þá leggur fólk oft á tíðum ekki út í það átak að breyta lífsstíl sínum á þann veg að það komi í veg fyrir vöðvabólgu með auk- inni hreyfingu eða þjálfun. Þarna erum við auðvitað ekki að berjast við neitt annað en vanann og hið gífurlega átak sem oft þarf til að breyta rétt. Ég segi breyta rétt vegna þess að oftast veit fólk hvað er gott fyrir það og hvað ekki en samt fer það ekki eftir því. Það er ekki gott mál ef litið er á lækn- ingastofur eins og bifreiðaverk- stæði sem hægt er að fara á ef eitthvað bilar. Ekki er langt síðan greint var frá því í heimildamynd í sjón- varpinu að hin mikla kynning sem gerð hefur verið á hollu mataræði hefði skilað sér til almennings í Bandaríkjunum á þann hátt að almenningur vissi hvað gott væri að borða og jafn- vel keypti þann mat en holli maturinn var hins vegar ekki borðaður. Það er vegna þess að fólk kaupir grænmeti, ávexti og annan hollan mat þegar það verslar inn með það á samvisk- unni að það verði að borða holl- an mat en kaupir jafnframt einnig mat sem fljótlegt er að elda og er mikið unninn og end- ar síðan með því að borða ein- ungis það síðarnefnda og láta hollustufæðið liggja undir skemmdum þar til það endar úti í ruslatunnu. Þetta er vaninn. Við lifum í svo stórfenglegum nautnaheimi að auðvelt er að ánetjast matarvenjum eða lífsstíl sem á engan hátt er heilnæmur. Þarna er ein ástæð- an fyrir því að það renna á mann tvær grímur þegar hugsað er til allrar þeirrar fyrirhafnar og fjármuna sem veitt er í heil- brigðiskerfið sem aðallega nýt- ist í að losna við afleiðingar rangra h'fshátta en ekki orsök. Ef til vill er kominn tími til að gera sér grein fyrir að nauðsyn- legt er að gera sjálfur það sem gera þarf með heildrænum lífs- stíl og hætta að líta á það sem sjálfsagðan hlut að hægt sé að senda líkamann í viðgerð eins og hverja aðra vél rétt eins og við sjálf berum ekki ábyrgð á honum. Að uppskera eins og maður sáir hefur djúpstæðari merkingu en hugarflugið nær að skynja. Lausnin á viðjum van- ans sem heldur okkur föstum í óheilnæmum siðum er ekki fólgin í þjóðfélagsbreytingum eða umhverfinu. Hún býr hið innra með okkur. Hver og einn verður að líta í eigin barm og reyna að nálgast sjálfan sig á þann hátt að hið æðra sjálf og hugurinn nái að ráða ferðinni en ekki andlegur sofandaháttur sem leiðir til þess að aldrei er rétt breytt þó betur sé vitað. íAKÞANKAR Kristinn G. Jóhannsson Um kartöflur og arfa og virtan lögfræðing og borgarfulltrúa og réttar- geðlækni og rektor og fyrrverandi bæjarstjóra og arfa og kartöflugarða Júlí 1991. Kunnugir menn og margfróðir lesendur mínir halda því nú fram að ekki hafi annar núlif- andi íslendingur skrifað af jafn mikilli þekkingu né víðsýni um kartöflurækt í heimagrafreitum en einmitt ég. Þessu trúi ég af alkunnri hógværð og hefi látið undan þrýstingi þessara í þá veru að taka saman þessa útsæðispistla og gefa út á bók öðrum til lærdóms og eftir- breytni. Mér skilst einna helst að Framsóknarflokkurinn ætli að gefa bókina út fyrir næstu jól og verður tileinkuð Byggða- stofnun. Titill bókarinnar verð- ur „Arfavitlaust útsæði á röng- um stað“. Ég get svo til viðbótar fyrri fróðleik uppljóstrað að ég tel þá athöfn að reita arfa göfug- asta þátt kartöfluræktar og mannbætandi iðju. Ég held líka hún efli mönnum rósemi hugans og þar með skýra hugsun. Þess vegna lít ég einnig svo á að miklu fleiri ættu að snúa sér að arfa á kvöldin sér til hugarheilsubót- ar og æfa sig í að hafa hreint í kringum nytjaplöntuna, kart- öflugrasið. Alltof mörg dæmi finnst mér birtast og heyrast um málflutning fólks sem greinilega hefur ekki komið nálægt arfaverkum nýlega. Hérna á eftir fara nokkur dæmi um svoleiðis: Ég ætla að byrja á því að vitna í blað allra landsmanna, Morgunblaðið, 29. júní sl. Þar er grein eftir Leif Sveinsson sem kynntur er sem lög- fræðingur í Reykjavík. Hann fjallar í ritgerð sinni sem heitir „Kaffipokakempan frá Camp David“ um opnun Perlunnar á Öskjuhlíð. Þar segir svona: „Manndrápsperlan með dauðalyftunni kostaði 1300 milljónir..." og síðar í sama rit- verki: „Ég treysti svo frænda mínum Eyjólfi Sæmundssyni, forstöðumanni Vinnueftirlitsins til þess að loka Perlunni, áður en fleiri slys verða í þessu óhappahúsi." Höfundur kvart- ar einnig yfir því að dómpró- fastur skyldi ekki fenginn til að vígja „Sýndarmennskumust- erið“. Skoðanasystur Leifs frú Ólínu Þorvarðardóttur finnst mikið til’um ritsmíðina og segir þess vegna í sama blaði 4. júlí: „Virtur lögfræðingur hér í borg, Leifur Sveinsson, bendir réttilega á það í Morgunblað- inu um síðustu helgi hversu opnunarathöfn hússins var táknræn fyrir hugarfarið sem einkennt hefur alla fram- kvæmd þess.“ Þegar virtur lögfræðingur í Reykjavík og vinkona hans, borgarfulltrúi Ólína Þorvarðardóttir nýta sér skelfilegt óhapp sem varð í lyftu hússins á opnunardegi til að gera bygginguna að „manndrápsperlu" með „dauðalyftu'1 og heimta lokun „óhappahússins“ og kalla til ættmenni sín sér til fulltingis er skörin dálítið farin að færast upp í bekkinn og ósmekklegri málflutningur er til allrar ham- ingju vandfundinn ekki síst þegar þau bæði láta að þvf liggja að bölvun hvíli yfir mannvirkinu vegna vígslu- leysis. Nú efast ég ekki um að báðir þessir höfundar eru sannkristnir þótt skrif þeirra gefi ekki tilefni til að álykta sem svo. Ekki hefi ég neinn áhuga á að blanda mér í innansveitarmál Reykvíkinga eða framkvæmdir sem þeir kjósa að stofna til en mér er hins vegar áhyggjuefni sú aðferð sem notuð er í stað raka til að ófrægja andstæð- inga sína og fordæmingin og bölvunin sem kölluð eru yfir það sem ekki er þóknanlegt ofangreindum höfundum er með ósköpum. Ég álykta þessir rithöfundar báðir þyrftu að komast í góða arfaflækju sér til andlegrar hreinsunar. Ég ætla næst að taka dæmi úr Þjóðviljanum 3. júlf sl. Þar er á foréíðu fjallað um mis- munandi skoðanir heilbrigðis- ráðherra Sighvats Björgvins- sonar og Láru Höllu Maack vegna stofnunar réttargeð- deildar. Það ber að skilja sem svo að Lára Halla, réttargeð- læknir, sé ósátt við aðferðir ráðherra við að koma á vistun geðsjúkra afbrotamanna. Um það er ekkert að segja. Það verður þó að segjast að lækninum fer sem lögfræð- ingnum í dæminu hér að fram- an þegar að rökum kemur. Læknirinn segir að hún geti ekki borið ábyrgð á þessum ákvörðunum enda ætli ráðu^ neytismenn með þeim að „standa að verkefninu eins og tíðkast á miðöldum, nefnilega með aftöku sjúklinganna." Hér er svakalega tekið til máls ekki síst þegar okkur er sagt að hér tali eini sérfræðingur landsins á sviði réttargeðlækninga. Þessi læknir gerir ítarlegar kröfur um faglega umfjöllun þess málaflokks sem hún er sérfræðingur í. Tæpast er þetta orðbragð líklegt til að efla mönnum trú á fagleg vinnubrögð. Sérfræðingar í hverri grein þyrftu að brjóta garðshorn og koma sér upp arfamiklum kartöflugarði til að koma skikki á vísindi sín. Eigum við að minna á fleiri dæmi um ræktunarlausan málflutning: Sigmundur há- skólarektor heldur því fram við útskrift háskólanema að sam- vinnu Evrópuþjóða nú megi líkja við það stjórnarfar sem til skamms tíma hneppti Austur Evrópu í fjötra ófrelsis, kúgun- ar og niðurlægingar. Bjarni Einarsson lætur að því liggja í sjónvarpsviðtali að íslenskir ráðherrar bruggi okkur laun- ráð og séu í þann mund að skerða sjálfstæði þjóðarinnar með leynisamningum vegna efnahagssamvinnu þjóða. Þetta er ekki einu sinni frum- leg kenning hjá Bjarna heldur hefur hún verið notuð með hléum allt frá stríðslokum. Háskólinn og Byggðastofn- un þyrftu að koma sér upp garðholu úti undir vegg fyrir starfsmenn sína til að æfa sig í að hugsa vel og drengilega um hvaðeina sem þeir fjalla um með munninum. Niðurstaða mín er í stuttu máli sú að miklu fleiri kartöflu- garða vanti víða um land og auk þess legg ég til að bannað verði að hafa um hönd arfaeit- ur heldur skuli garðeigendur rífa upp sitt illgresi með hand- afli sjálfum sér til menningar- auka og ef það mætti verða þeim til nokkurs þroska. Kr. G. Jóh.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.