Dagur - 13.07.1991, Page 18

Dagur - 13.07.1991, Page 18
r\ ► CIi \£\h r\ h 50 ► íli'ii C* t *»i ír>c*hf snue I 18 - DAGUR - Laugardagur 13. júlí 1991 „Úthlutun á félagslegum íbúðum til sveitarfélaga á að fara fram seinni hluta vetrar“ - segir Vigfús Skíðdal hjá Tréveri hf. í Ólafsfirði „Húsnæðisstofnun tekur ekkert tillit til landsbyggðar- innar þegar um úthlutun á félagslegum íbúðum er að ræða. Þar á ég ekki við fjölda þeirra íbúða sem koma í hlut hvers sveitarfélags heldur þann tíma sem úthlutun fer fram á,“ sagði Vigfús Skíðdal Gunn- laugsson, byggingameistari hjá Tréveri hf. í Ólafsfirði. „Það er ekki glóra í því að vera að steypa upp hús hér að vetri til þótt sífellt sé verið að því, en þessi úthlutunartími þ.e. haustið er miðaður við þarfir Reykjavíkursvæðisins en ekki landsbyggðarinnar. Auðvitað þyrfti úthlutun að fara fram snemma vors en á þau rök er ekki hlustað.“ Ólafsfjarðarbær fær úthlutað 8 íbúðum í félagslega kerfinu og staðfesting á því mun berast bæjaryfirvöldum innan skamms. Sveitarfélögum úti á landi er nauðsyn á því að hafa til umráða nokkrar slíkar íbúðir því fólk flytur ekki út á landsbyggðina nema það hafi möguleika á því að flytja burtu án þess að vera búið að binda sig vegna íbúðar- kaupa. íbúafjöldaaukning á Dal- vík er ein sú mesta á landinu og ekkert sveitarfélag hefur heldur byggt fleiri íbúðir í félagslega kerfinu og þannig fengið fleiri til að flytja á staðinn. „Ég vil að heimamenn sitji fyrir vinnu á bátum og togurum hér og þannig verði þrýst á þá aðkomusjómenn sem hér eru að þeir flytji lögheimili sitt til Ólafs- fjarðar svo bæjarfélagið fái útsvarstekjur af þeim. En þá verður bæjarfélagið líka að koma til móts við þá með því að bjóða þeim íbúðir til leigu.“ Vigfús Skíðdal telur húsbréfa- kerfið með því vitlausara og ranglátara sem byggingaiðnaður- inn og húsbyggjendur hafi orðið fyrir af hendi Húsnæðisstofnun- ar. Þeir sem geti keypt þessi bréf á verðbréfamarkaðinum búa flestir fyrir sunnan þar sem fjár- magnið er. Þetta kerfi gerir þá ríku ríkari og hina fátæku fátæk- ari. Meira að segja greiðsluerfið- leikalán sæta þessum afarkost- um, þ.e. að þeir sem síst skyldi verða að sæta allt að 29% afföll- um. Um 25 manns starfa hjá Tré- veri hf. og eru næg verkefni hjá fyrirtækinu um þessar mundir m.a. viðhald og viðgerðir á göml- um húsum. GG Ný þjónusta á Dalvík: Kaupir fisk á fiskraarkaðnum fyrir fjarstadda fiskkaupendur í byrjun þessa árs var stofnað þjónustufyrirtæki á Dalvík sem hefur nokkra sérstöðu því þar geta fiskkaupmenn m.a. fengið aðstoð við að kaupa fisk á gólfmarkaðnum sem þar er starfræktur. Þetta fyrirtæki nefnist Helgi Jónatansson Ijós- ritun og umboðsskrifstofa og hefur aðsetur í Ráðhúsinu. Umboðsskrifstofan býður við- skiptavinunum upp á þá þjónustu að farið er á fiskmarkaðinn og boðið í þann fisk sem þar er hverju sinni. Margir hverjir sem áhuga hafa á að kaupa fisk hafa ekki tíma eða aðstöðu til þess að koma til Dalvíkur þann dag sem uppboðið fer fram og því er þessi þjónusta þörf nýjung. Einnig hefur skrifstofan vegna samskipta sinna við útgerðamenn og fiskverkendur oft veitt upplýs- ingar um kvóta sem ýmist er til sölu eða þá að útgerðarmenn hafa fengið upplýsingar hvar helst er að leita kvóta. Þessi hluti starfseminnar hefur farið vax- andi. Helgi segir að það sé fullur vilji og einnig þörf fyrir þessa þjón- ustu en segir hins vegar að bæjar- búar hafi ekki áttað sig á því að ljósritunarþjónustan sé til staðar. GG

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.