Dagur - 24.07.1991, Blaðsíða 9

Dagur - 24.07.1991, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 24. júlí 1991 - DAGUR - 9 Dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið Fimmtudagur 25. júlí 17.50 Þvottabirnirnir (22). 18.20 Tumi. (Dommel): 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Á mörkunum (7). (Bordertown). Frönsk/kanadísk þáttaröð. 19.20 Steinaldarmennirnir (23). 19.50 Jóki björn. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Saga flugsins (6). Sjötti þáttur: Til varnar hlutleysinu. (Wings Over the World). Nýr hollenskur heimildamyndaflokkur um helstu flugvélasmiði heims- ins og smíðisgripi þeirra. í þessum þætti er sagt frá flugvélaframleiðslu Svía. 21.25 Evrópulöggur (10). (Eurocops - Der Schwar). Þessi þáttur er frá Þýska- landi og nefnist Eiðurinn. Glæpamaður, sem Dorn lögreglumaður hefur komið í fangelsi, hefur heitið því að hefna sín þegar hann losnar úr prísundinni. 22.20 Aldraður ökuþór. (Veteran bland veteraner). Heimildamynd um áttræðan Dana, sem hefur frá því hann var ungur maður gert við, selt og safnað mótor- hjólum. 23.00 Ellefufréttir og dag- skrárlok. Sjónvarpið Föstudagur 26. júlí 17.50 Litli víkingurinn (41). (Vic the Viking.) 18.20 Erfinginn (5). (Little Sir Nicholas). Breskur myndaflokkur. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Níundi B (1). (9 B). Kanadískur myndaflokkur um kennara frá Englandi sem ræður sig til kennslu í afskekktum bæ í Kanada. Leikstjóri þessa fyrsta þátt- ar af fimm er Vestur-íslend- ingurinn Sturla Gunnarsson. 19.50 Jóki björn. 20.00 Fréttir, veður og Kastljós. 20.50 Minningartónleikar um Karl J. Sighvatsson. Annar þáttur af þremur frá minningartónleikum um Karl Jóhann Sighvatsson orgelleikara sem haldnir voru í Þjóðleikhúsinu hinn fjórða júlí. Meðal þeirra sem koma fram í þessum þætti eru hljómsveitin Síðan skein sól og hljómsveit Bubba Morthens og Rúnars Júlíussonar G.C.D. 21.20 Samherjar (8). (Jake and the Fat Man). 22.10 Úrvalsmaður. (One Terrific Guy). Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1986. Vinsæll íþróttakennari fær námsmeyjar til að taka þátt í í kynlífsrannsóknum undir því yfirskini að hann sé að vinna að vísindaritgerð um efnið. Aðalhlutverk: Mariette Hartley, Wayne Rogers, Lawrance Luckinbill og Sus- an Rinell. 23.40 Þróun. (Cerrone Evolution). Franskur söngleikur þar sem leikið er framsækið rokk eftir tónskáldið Cerrone. 00.35 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok. Sjónvarpið Laugardagur 27. júlí 16.00 íþróttaþátturinn. 16.00 íslenska knattspyrn- an - Bikarkeppnin. 17.00 Meistaramót íslands í sundi. 17.50 Úrslit dagsins. 18.00 Alfreð önd (41). 18.25 Kasper og vinir hans (14). 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Lífríki á suðurhveli (12). 19.30 Háskaslóðir (18). 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Lottó. 20.40 Skálkar á skólabekk (16). (Parker Lewis Can’t Lose.) 21.05 Fólkið í landinu. Enginn smá-Patti. Einar Örn Stefánsson ræðir við Patrek Jóhannesson handknattleiksgarp. 21.25 Árósar um nótt. (Árhus by night). Dönsk bíómynd frá 1989. Ungur kvikmyndagerðar- maður kemur til heimabæjar síns, Árósa, til að leikstýra bíómynd, en það gengur ekki áfallalaust fyrir sig. Aðalhlutverk: Tom McEwan, Michael Carö, Vibeke Borberg og Ghita Nörby. 23.05 Töfrar. (Magic). Bandarisk spennumynd frá 1978, byggð á sögu eftir William Goldman um búktal- ara sem á í erfiðleikum og tekur er á líður meira mark á brúðu sinni en góðu hófi gegnir. Aðalhlutverk: Anthony Hopkins, Ann-Margret og Burgess Meredith. 00.45 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok. Sjónvarpið Sunnudagur 28. júlí 17.50 Sunnudagshugvekja. Flytjandi er Ragnar Tómas- son lögfræðingur. 18.00 Sólargeislar (13). 18.25 Heimshornið. Heimkoman. (Várldsmagasinet - Áter- komsten). Barnaþáttur þar sem segi frá mannlífi á mismunandi stöð- um á jörðinni. Þessi þáttur er frá Chile. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Snæköngulóin (4). Lokaþáttur. (Snow Spider). 19.30 Börn og búskapur (11). Lokaþáttur. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Sunnudagssyrpa. Örn Ingi á ferð um Norður- land. Hann heilsar upp á bílasafnara í Köldukinn, sem á eina skriðdrekann í land- inu, og hlýðir á lífsreynslu- sögu skólastjóra á Þórshöfn. Þá forvitnast hann um borð- tennisvakninguna miklu á Grenivík og heimsækir loks Sauðkræking sem smíðar fiðlur úr íslensku birki. 21.00 Synir og dætur (8). (Sons and Daughters). 21.55 Þrumugnýr. (The Ray Bradbury Theatre: Sound of Thunder). Kanadísk mynd byggð á smásögu eftir Ray Bradbury. Auðugur veiðimaður leigir sér ferð milljónir ára aftur í tímann og hyggst leggja að velli stærstu skepnur sem lifað hafa á jörðinni. 22.20 Hljómsveitin. (Orchestra). Óvenjuleg frönsk sjónvarps- mynd með nýstárlegri túlk- un á þekktri tónlist, m.a. með látbragðsleik og dansi. 23.20 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok. Stöð 2 Fimmtudagur 25. júlí 16.45 Nágrannar. 17.30 Börn eru besta fólk. Endurtekinn þáttur frá síð- astliðnum laugardegi. 19.19 19:19. 20.10 Mancuso FBI. 21.00 Á dagskrá. 21.15 Sitt lítið af hverju. (A Bit of a Do II). Lokaþáttur. 22.05 Skrúðgangan.# (The Parade). Matt Kirby snýr heim eftir að hafa verið í fangelsi í sjö ár fyrir glæp sem hann ekki framdi. Þegar hann snýr heim er sundrung innan fjöl- skyldunnar. Ekki nóg með það heldur á hann erfitt með að fóta sig á ný í samfélagi sem vill lítið með hann hafa. Aðalhlutverk: Michael Learned, Frederick Forrest, Rosanna Arquette og Ger- aldine Page. Bönnuð börnum. 23.40 Litakerfið. (Colour Scheme). Vönduð bresk sakamála- mynd sem byggð er á sam- nefndri sögu Ngaio Marsh. 01.00 Dagskrárlok. Stöð 2 Föstudagur 26. júlí 16.45 Nágrannar. 17.30 Gosi. 17.55 Umhverfis jörðina. 18.20 Herra Maggú. 18.25 Á dagskrá. 18.40 Bylmingur. 19.19 19:19 20.10 Kæri Jón. (Dear John.) 20.35 Lovejoy II. Sjöundi þáttur af tólf. 21.25 Mótorhjólakappinn.# (The Dirt Bike Kid). Janet Simmons er ung og félaus ekkja. Dag einn send- ir hún son sinn til kaup- mannsins til að kaupa mat- vörur. Sonurinn kemur heim án matvaranna en í staðinn er hann á mótorhjóli. Janet verður æf og krefst þess að hann skili hjólinu. Sonurinn neitar á þeim forsendum að hjólið fljúgi. Þessu trúir Janet mátulega en það kem- ur síðar í ljós að sonur henn- ar og fljúgandi hjólið eiga eftir að bjarga fjármálum ungu ekkjunnar. Aðalhlutverk: Peter Billings- ley, Stuart Pankin og Anne Bloom. 22.55 Þögn Kötju.# (Tatort: Katja’s Schweigen). Þrælspennandi þýsk saka- málamynd um lögreglu- manninn Schimanski sem kallar ekki allt ömmu sína. Aðalhlutverk: Götz George, Eberhard Feik og Chiem van Houweninge. Bönnuð börnum. 00.25 Nú drepur þú einn. (Murder One). Átakanleg mynd byggð á sönnum atburðum um örlög Isaac bræðranna. Aðalhlutverk: Henry Thomas, James Wilder og Stephen Sheller. Stranglega bönnuð börnum. 01.50 Dagskrárlok. Stöð 2 Laugardagur 27. júlí 09.00 Börn eru besta fólk. 10.30 í sumarbúðum. 10.55 Barnadraumar. 11.05 Ævintýrakastalinn. 11.35 Geimriddarar. 12.00 Á framandi slóðum. (Rediscovery of the World). Athyglisverður þáttur þar sem framandi staðir eru heimsóttir. 12.50 Á grænni grund. 12.55 Æðisgenginn eltinga- leikur. (Hot Pursuit). Aðalhlutverk: John Cusack, Wendy Gazelle og Monte Markham. 14.25 Nijinsky. Einstæð mynd um einn besta ballettdansara allra tíma, Nijinsky, sem var á hátindi ferils síns í byrjun tuttugustu aldarinnar. Aðalhlutverk: Alan Bates, Leslie Brown og George De La Pena. 16.25 Sjónaukinn. Endurtekinn þáttur þar sem Helga Guðrún rifjar upp þorskastríðið sem við áttum við Breta. 17.00 Falcon Crest. 18.00 Heyrðu! 18.30 Bílasport. 19.19 19:19. 20.00 Morðgáta. 20.50 Fyndnar fjölskyldu- myndir. 21.20 Feluleikur.# (Trapped). Röð tilviljanakenndra atvika hagar því þannig að ung kona, ásamt einkaritaranum sínum, lokast inni á vinnu- stað sínum sem er 63 hæða nýbygging. Eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis hjá öryggisgæslu hússins og ljóst að einhver hefur átt við þjófavarnakerfið. En þær eru ekki einar í byggingunni og hefst nú eltingarleikur upp á líf og dauða. Aðalhlutverk: Kathleen Quinlan, Katy Boyer og Bruce Abbott. 22.50 Blues-bræður.# (Blues Brothers). Frábær grínmynd sem að enginn ætti að missa af. Toppleikarar og frábær tónlist. Aðalhlutverk: John Belushi og Dan Aykroyd. 00.50 Varúlfurinn.# (The Legend of the Werwolf). Foreldrar ungs drengs eru drepin af úlfum. Úlfarnir taka að sér strákinn og ala hann upp. Dag nokkurn er hann særður af veiðimanni sem hyggst nýta sér dýrs- legt útlit drengsins. Hann fer með bamið til þorpsins þar sem drengurinn er til sýnis gegn gjaldi. Þegar úlfseinkennin eldast af drengnum virðist hann ósköp venjulegur ungur maður. En ekki er allt sem sýnist og fólk má vara sig því úlfseðlið er til staðar. Aðalhlutverk: Peter Cushing, Ron Moody, Hugh Griffith og Roy Castle. Stranglega bönnuð börnum. 02.20 Páskafrí. (Spring Break). Sprellfjörug mynd um tvo menntskælingja sem fara til Flórída í leyfi. Fyrir mistök lenda þeir í herbergi með tveimur kvennagullum sem taka þá upp á sína arma og sýna þeim hvernig eigi að bera sig að. Aðalhlutvek: David Knell, Perry Lang, Paul Land og Steve Bassett. Stranglega bönnuð börnum. 03.50 Dagskrárlok. Stöð 2 Sunnudagur 28. júlí 09.00 Morgunperlur. 09.45 Pétur Pan. 10.10 Skjaldbökurnar. 10.35 Kaldir krakkar. 11.00 Maggý. 11.25 Allir fyrir einn. (All For One). Sjötti þáttur af átta. 12.00 Heyrðu! Endurtekinn þáttur frá í gær. 12.50 Don Giovanni. Don Giovanni er ein af þekktari óperum Mozarts en hún segir frá samnefndu kvennagulli, sem leikur ást- konur sínar grátt. Margt góðra söngvara kemur fram í sýningunni þ.á.m. Kiri Ti Kanawa, Ruggero Raimondi, Teresa Berganza, John Macurdy og Malcolm King ásamt hljómsveit óperunnar í París undir stjóm Loren Maazel. 15.40 Leikur á strönd. Næstsíðasti þáttur. 16.30 Gillette sportpakkinn. 17.00 Sonny Rollins. (Saxophone Colossus). í þessom þætti verður rætt við Sonny Rollins en hann er talinn einn snjallasti tenór saxafónleikari fyrr og síðar. 18.00 Richard Nixon. Seinni hluti heimildarmynd- ar um Nixon fyrmm forseta Bandaríkjanna. 19.19 19:19. 20.00 Stuttmynd. (Discovery Program). Athyglisverð stuttmynd. 20.25 Pavarotti í viðtali. Næstkomandi þriðjudags- kvöld verður bein útsending frá tónleikum Pavarotti í Hyde Park. í tilefni þess sýn- ir Stöð 2 skemmtilegt spjall við þennan stórsöngvara um tónlistarferil hans, áhuga- mál og auðvitað tónleikana í Hyde Park sem em eins og áður sagði, á dagskrá næst- komandi þriðjudagskvöld kl. 18.00 í beinni útsendingu. 20.50 Lagakrókar (L.A. Law). 21.40 Aspel og félagar. 22.20 Herréttarhöldin.# (The Caine Mutiny Court- Martial). Ungur sjóliðsforingi er sótt- ur til saka þegar að upp kemst að hann hafi stýrt herskipinu USS Caine í óveðri. Aðalhlutverk: Brad Davis, Eric Bogosian og Jeff Daniels. 00.00 Leynilögreglu- mæðginin. (Detective Sadie and Son). Sadie er á fimmtugsaldri og hefur unnið á lögreglustöð í nær tuttugu ár. Hana hefur dreymt um að verða leyni- lögreglukona en yfirmenn hennar telja að hún valdi ekki því starfi. Þess í stað bjóða þeir henni að vakta kirkjugarð þar sem fjölda- morðingi hefur verið á ferð. Hún þiggur starfið og hyggst handsama hann með hjálp sonar síns. Aðalhlutverk: Debbie Reyn- olds, Brian McMara og Sam Wamamaker. Stranglega bönnuð börnum. 01.30 Dagskrárlok. Stöð 2 Mánudagur 29. júlí 16.45 Nágrannar. 17.30 Geimálfarnir. 18.00 Hetjur himingeimsins. 18.30 Kjallarinn. 19.19 19:19. 20.10 Dallas. 21.00 Mannlíf vestanhafs. (American Chronicles.) Ferskur og öðruvisi þáttur. Lokaþáttur. 21.25 Öngstræti. (Yellowthread Strett). Breskur spennuþáttur um störf lögreglumanna í Hong Kong. 22.20 Quincy. 23.10 Verkfalliö. (Strike). Þetta er fyrsta meistaraverk Eisensteins, sem í raun gæti talist undanfari myndarinn- ar Ormstuskipið Potemkin og lýsir á magnaðan hátt verkfalli verksmiðjufólks í Rússlandi árið 1912. Myndin er frá árinu 1924. 00.30 Dagskrárlok. FLUGMÁLASTJÓRN Laus staða Staða flugvallarvarðar á Húsavíkurflugvelli er laus til umsóknar. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi meirapróf bif- reiðastjóra og réttindi á þungavinnuvélar. Laun sam- kvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist Samgönguráðuneytinu fyrir 09. ágúst 1991. Flugmálastjóri. Óskum eftir bifvélavirkja til starfa sem fyrst. Framtíðarstarf fyrir réttan mann. 0 MÖL&SANDUR HF. Lausar stöður hjúkrunarfræðinga Deildarstjóri óskast á hjúkrunardeild okkar. Um er að ræða afleysingastöðu í eitt ár frá og með 1. ágúst að telja eða eftir nánara samkomulagi. Vegna vaxandi starfsemi á endurhæfingardeild okkar vantar okkur hjúkrunarfræðinga til starfa. íbúðarhúsnæði og barnaheimili á staðnum. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-31100. Kristnesspílali. Hjartkær móðir min, tengdamóðir og amma, GUÐLAUG SIGFÚSDÓTTIR, Álfabyggð 4, sem andaðist að heimili sínu, fimmtudaginn 18. júlí s.l., verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju, miðvikudaginn 24. júli, kl. 13.30. Grétar Indriðason, Svanfríður Sigurþórsdóttir, Huginn Þór Grétarsson, Kristín Ólöf Grétarsdóttir. f Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar og dóttur, ÞÓRU SVEINSDÓTTUR, Funafold 59. Sérstakar þakkir eru færðar hjúkrunarfólki á deild 13 d á Landspítalanum. Fyrir okkar hönd og annarra aðstandenda. Hákon Hákonarson, Ólafur Haukur Hákonarson, Gunnar Hákonarson, Guðrún Erla Brynjólfsdóttir, Guðrún Árnadóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.