Dagur - 24.07.1991, Blaðsíða 2

Dagur - 24.07.1991, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 24. júlí 1991 Fréttir Heyskapur á Norðurlandf Sigurður Ingimarsson: Stefnir í mikinn seinni slátt „Ég er langt kominn með heyskapinn og þetta hefur gengið bara vel í Blöndu- hlíðinni og al- mennt í Skaga- firði. Sumir eru löngu búnir með fyrri slátt og stefnir í mikinn seinni slátt,“ sagði Sigurður Ingi- marsson á Flugumýri í Skaga- firði, aðspurður heyskapartíð- inda. „Vætukafli fyrir um viku síðan skemmdi svoiítið fyrir bændum en annars erum við yfirleitt að verða búnir með fyrri sláttinn. Hér í Blönduhlíðinni er enginn byrjaður á seinni slætti en mér skilst að þeir séu eitthvað byrjað- ir í Lýtingsstaðahreppnum. I heildina séð held ég að menn hafi almennt fengið gott hey,“ sagði Sigurður. Sigurður taldi að heyntagn verði eitthvað minna núna en síð- asta sumar vegna ntikilla þurrka. „Pað rigndi ekkert svo vikum skipti og spretta var alveg að stöðvast í hlýindunum. Menn kunna bara varla við að bölva þessari veðurblíðu. beir sem báru nógu snemnta á sluppu nokkuð vel og náðu grasinu vel af stað áður en þurrkarnir byrjuðu. Fyrir fjalllendi eru svona langvar- andi þurrkar ntjög slæmir og lítið um sprettu þar,“ sagði Sigurður á Flugumýri. -bjb Tryggvi Stefánsson: Bændur fara víða of geyst í „stórrúlluvæðinguna" „í okkar sveit horfir þokka- lega með hey- skap þrátt fyr- ir að tún væru ekki fyllilega sprottin þegar góðviðriskafl- ann gerði í júní,“ sagði Tryggvi Stefáns- son, bóndi að Hallgilsstöðum í Fnjóskadal. „Bændur að Hallgilsstöðum hófu slátt í lok þurrkatímans í júní/júlí. Þar af leiðir að við eig- um töluvert eftir af fyrri slætti. Bændur í Fnjóskadal eru í miðj- um klíðum. Jú, ntargir eru langt komnir og aðrir skemur eins og alltaf er. Gras er nægt en þurrk- inn vantar. Hey er víða flatt. í Fnjóskadal er hey ekki verkað í rúllur nema í litlum mæli, við nýtum gömlu aðferðirnar þ.e. að binda heyið í bagga eða setja það laust í hlöður. Ég hef á tilfinning- unni að bændur á Norðurlandi fari víða of geyst í „stórrúllu- væðinguna". Vissulega á þessi tækni fyllsta rétt á þeim svæðum þar sent langtíma óþurrkar eru árvissir og einnig þar sem hlöður vantar fyrir heyfenginn," sagði Tryggvi Stefánsson, aðspurður um heyskaparhorfur í Fnjóska- dal. ój Karl S. Björnsson: Sprettan er með almesta móti „Heyskapur er hér kominn vel á veg, ég á eftir lokatörn- ina. Ég hef þó grun um að hér um slóðir séu nokkrir sem lítið eru komnir af stað í heyskapnum,“ segir Karl Sigurður Björnsson, bóndi í Hafrafellstungu í Öxar- firði. „Heyskapur hófst hér 10. júlí og hefur gengið allvel. Hey hafa ekki hrakist og því eru þau ntjög góð. Þá þarf ekki að kvarta und- an sprettunni, hún er með almesta móti. Votheysverkun, eins og hún var hér á árum áður, er að mestu leyti úr sögunni. Rúlluheyskapurinn hefur tekið við af henni. Mér líkar þessi hey- skapur nokkuð vel, hins vegar er ég ekki tilbúinn að hætta þurr- heysverkuninni. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið gott suntar til heyskap- ar. Framan af var að vísu þurrt og nærri lét að sendin tún skemmdust af þurrki. Úr þessu rættist og sprettan hefur verið mjög góð og mér sýnist þctta ætla að verða gott suntar til heyskap- ar.“ óþh Þorgrímur Starri Björgvinsson: Tún stóðu fóst í hitunum „Þetta hefur verið ansi stirt upp á síðkastið. Þeir sem höfðu gras til að slá í miklu hit- unum og sólskininu í lok júní komust vel af stað, en hér er víða liálent og jarðvegur send- inn og þar stóðu túnin föst í hitunum og menn biðu bara eftir sprettu,“ sagði Þorgrímur Starri Björgvinsson, Garði II í Mývatnssveit. „Þessi tún tóku síðan vel við sér þegar fór að rigna en þá kom aftur á móti óheppileg heyskapartíð. Annars held ég að staðan sé mjög misjöfn hér í sveitinni. Sumir eru komnir eingöngu með rúllubinditæknina og þeir hafa rótheyjað þessa daga, en þeir sem ætla að þurrka bíða eftir uppstyttu. Almennt tel ég að heyskapur sé ekki kominn neitt sérstaklega langt áleiðis en stað- hættir eru mismunandi og þetta fer líka eftir tækninni sem er beitt svo og hvaða liðsafla menn hafa. Vorið góða hefur því kannski ekki gefið þau fyrirheit sem menn ætluðu og raunar há vor- þurrkarnir þeim sem eru hátt uppi.“ SS Kristján E. Hjartarson: Góði kaflinn nýttist vel „Þefta er búið að vera sér- legá gott. Vet- urinu var mildur og vor- ið kom snemma og allt hjálpaðist að við að búa jörðina vel undir sumarið. Síð- an kom reyndar afturkippur í júníbyrjun þannig að heyskap- ur var ekkert fyrr á ferðinni hér í dalnum en verið hefur undanfarin ár,“ sagði Kristján E. Hjartarson, bóndi á Tjörn í Svarfaöardal. „Góði kaflinn frá 20. júní til mánaðamóta nýttist mönnum vel og sumir kláruðu á þessum tíma. Þetta var besti heyskapartíminn. Þeir sem byrjuðu ekki strax lentu hins vegar í þessum seinni óþurrkakafla. Sjálfur er ég nú að klára fyrri slátt og menn eru almennt ntjög sáttir við það sem af er sumri og bjartsýnir á að ná góðum og miklum heyjum. Það var hvergi kal í túnum. Menn voru dálítið hræddir við þurrka í þessum langa og heita kafla en grasið þaut upp aftur þegar fór að rigna, þannig að menn voru sáttir við þurrkinn, sáttir við bleytuna og sáttir við guð og menn. Síðan sjáum við frant á mikla og háa sprettu, þótt í raun og veru sé engin þörf á því.“ SS Trausti Sveinsson: Elstu menn muna vart annan eins heyskap „Heyskapur hefur gengið framúrskar- andi vel því tíðarfarið hef- ur verið með eindæmum gott. Elstu menn hér í Fljótum muna vart annað eins,“ sagði Trausti Sveinsson, bóndi á Bjarnagili í Fljótum í Skagafirði. „En væta hefur verið í minna lagi þannig að sprettan er ekki nægilega góð, t.d. grænfóður- spretta. Heygæði eru samt góð og nýtingin eftir því,“ sagði Trausti ennfremur. Að sögn Trausta byrjuðu Fljótabændur almennt á heyskap unt síðustu mánaðamót og fyrri sláttur langt kominn. „Aðrir eins samfelldir þurrkar hafa ekki komið hér í Fljótum sem ég man eftir. Til að fá góða sprettu fyrir seinni slátt þyrfti að rigna meira og vonandi verður það.“ Aidrei þessu vant sluppu Fljótabændur við kal í túnum í sumar en Trausti sagði að ntiklar kalskemmdir í fyrrasumar hefðu haft áhrif í ár með minni sprettu. -bjb Benedikt Hjaltason: I.iikum fyrri slætti fyrir löngu „Heyfengur verður með því besta sem gerist í byggð- um Eyjafjarð- arsveitar. Við bændur að Hrafnagili höfum lokið fyrri slætti fyrir löngu og erum að hefja seinni slátt,“ sagði Benedikt Hjaltason, bóndi að Hrafnagili, en að Hrafnagili býr hann félagsbúi við mág sinn, Þorstein Pétursson. „Við verkum allt í rúllur og nytjum slægjur jarðanna Hrafna- gils, Merkigils, Botns og að hluta til slægjur Stokkahlaða og Stór- Hamars. Sláttur hófst 31. maí og gekk rólega í fyrstu vegna vot- viðris og kulda. í góðviðris- kaflanum í júní hirtum við af 140 hekturum lands. í seinni slættin- um verða 110 hektarar slegnir sem ætti að taka stuttan tíma ef veðurguðinn verður okkur bænd- um hliðhollur. Þegar seinni slætti lýkur ætla ég að heyja lítilsháttar á engjum fyrir hrossin og þá verðum við bændur vel birgir fyr- ir veturinn,“ sagði Benedikt Hjaltason. ój Valgarður Hilmarsson: Bændur almennt aö Ijúka fyrri slætti „Ég hugsa að margir bænd- ur á þessum slóöum Ijúki við fyrri slátt í þessari viku og sumir eru reyndar búnir og þess eru dæmi að seinni sláttur sé hafinn. Heyskapur er mikill og góður og ég á von á töluvert miklum seinni slætti,“ segir Valgarður Hilmarsson, bóndi Fremstagili í Engihlíðarhreppi í A-Húnavatnssýslu. „Menn byrjuðu almennt að heyja undir lok júní. Framan af var sprettan ekki merkileg, en verkunin hins vegar sérstaklega góð. Síðan gerði rigningu og í kjölfar hennar spratt gífurlega á örfáum dögum. Þegar á heildina er litið hefur þetta verið afburða gott sumar. Það er þónokkuð mikið verkað í rúllur. Ég heyja t.d. eingöngu í rúllur og hef gert í nokkur ár. Ég hef góða reynslu af þessum hey- skaparmáta. Þetta er auðveldur og þægilegur heyskapur og verk- unin er betri. Eg var áður með votheysverkun og hún var miklu erfiðari." óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.