Dagur - 24.07.1991, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 24. júlí 19.91 - DAGUR - 3
Fréttir
Norrænt þing á Akureyri í ágúst:
Rætt um lækningar vegna umferðarslysa
Dagana 7.-9. ágúst nk. verður
haldið á Akureyri norrænt þing
lækna og annarra sem fást við
umferðarslys í víðum skilningi.
Þingið sækja um 50-70 manns
frá öllum Norðurlöndunum.
Þar af er um helmingurinn
Islendingar en um 30 fyrirlesar-
ar munu miðla af þekkingu
sinni á umferðarslysum á landi,
á sjó og í lofti og á björgunarað-
Eyjafjarðarsveit:
Talsverður áhugi fyrir rekstri
sumarhótels í Hrafnagilsskóla
Ferðaskrifstofa ríkisins hefur
verið með Hrafnagilsskóla á
leigu nokkur undanfarin sumur
og starfrækt þar Edduhótel en
ákveðið hefur verið að segja
þeim samningi upp fyrir næstu
mánaðamót að sögn Péturs
Jónassonar sveitarstjóra.
Heimamenn hafa sýnt því
áhuga að taka skólann á leigu
yfir sumarmánuðina og einnig
hafa borist fyrirspurnir um
rekstur sumarhótels en engin
ákvörðun hcfur enn verið tekin
í málinu. Aframhaldandi rekst-
ur á Edduhóteli kemur einnig
til greina.
Ferðamönnum hefur verið
boðið upp á tjaldsvæði undanfar-
in sumur á svæðinu milli félags-
heimilisins Laugarborgar og Vín-
ar en þar er um bráðabirgðalausn
að ræða. A svæðinu er salernis-
skúr og kalt vatn en næsta surnar
verður tjaldsvæðinu ætlaður stað-
ur norðan íþróttahússins en ekki
er alveg frágengið hvernig salcrn-
Hljómsveit Geirmundar:
Á Þjóðhátíð í íyrsta sinn
ismálin verða Ieyst. Innrétta þarf
kjallara íþróttahússins fyrir
Hrafnagilsskóla undir kennslu-
húsnæði fyrir verklegar greinar og
uppi eru hugmyndir um að sam-
nýta aðstöðuna m.a. til þjónustu
við það ferðafólk sem gistir á
tjaldsvæðinu yfir sumarmánuð-
ina.
Þrátt fyrir sameiningu sveitar-
félaganna þriggja í eitt sveitarfé-
lag, Eyjafjarðarsveit, eru engar
hugmyndir uppi um að leggja
starfsemi Sólgarðsskóla af en þar
hefur yngstu nemendunum í
gamla Saurbæjarhreppi verið
kennt. Þrír grunnskólar eru í
sveitarfélaginu og því nokkuð
Ijóst að einhverra breytinga er
þörf. GG
gerðum eins og efni þingsins er
skilgreint.
Þingið fer fram á Hótel KEA og
eru sli'k þing haldin annaðhvert ár
en árið 1983 var samskonar þing
haldið í Reykjavík. Fyrir því
stendur Islenska umferðarlækn-
ingafélagið í samvinnu við ýmsa
aðila sem koma nálægt slysum í
lofti, á láði og legi og er þarna um
að ræða umferðarslys í sem víð-
ustum skilningi.
Á þinginu verður m.a. fjallað
um slys í tengslum við litlar flug-
vélar og ferjusamgöngur sem eru
algengur ferðamáti á Norður-
löndunum. Að sögn Ólafs H.
Oddssonar héraðslæknis, sem sér
um skrifstofu þingsins, er mikil-
vægur þáttur í efni þingsins björg-
un og viðbrögð við slysum á þjóð-
vegum, svo og í óbyggðum og á
sjó enda séu rétt viðbrögð við
slíkum slysum forsenda þess að
búa megi á íslandi.
Auk annarra efnisþátta þings-
ins verður fjallað um samband
vegaumhverfis og öryggis og m.a.
um tíðar bílveltur í Eyjafirði. Á
kynningarfundi kom fram að sam-
kvæmt lögregluskýrslum eru 17-
25 ára gamlir karlmenn 2A þeirra
ökumanna sem lenda í slíkum bíl-
veltum á Eyjafjarðarsvæðinu, oft
á malarvegum. Talið er að kenna
megi ónógum undirbúningi fyrir
ökupróf þessa aukningu á bílvelt-
um enda er oftast urn heimamenn
að ræða sem vanir eru staðhátt-
um.
Á þinginu verður einnig fjallað
um tegund áverka af völdum
umferðarslysa. Á kynningarfund-
inum kom fram að alvarlegum
áverkum vegna árekstra hefur
fækkað eftir að bi'lbeltanotkun
var lögleidd hér á landi en um leið
hefur minni háttar hálshnykks-
áverkum fjölgað við aftanákeyrsl-
ur af sömu ástæðum.
Að sögn framkvæmdaaðila eru
slík þing mjög hentugur máti til
samstarfs á sviði svokallaðra
umferðarlækninga og saman-
burðar á skráningu slysa á
Norðurlöndunum. GT
Sauðárkrókur:
Gtmnlaug ráðin
Búið er aö ganga frá ráöningu
Gunnlaugar Kristínar Ingva-
dóttur í starf umsjónarmanns
félagsmiðstöðvar á Sauðár-
króki.
Gunnlaug var, eins og Dagur
greindi frá sl. fimmtudag, eini
umsækjandinn og ákvað Sauðár-
króksbær að ráða liana. Hún
mun því koma til starfa 1. sept-
ember nk. og hefjast handa viö
að sjá um félagsmiðstöð fyrir
unglinga í 6.-10. bekk grunnskól-
ans á Sauðárkróki. SBG
í síðustu viku greindi Dagur
frá því aö hljómsveit Ingimars
Eydal myndi spila á bindindis-
móti í Galtalæk um verslun-
armannahelgina, en það eru
fleiri norðlenskir tónlistar-
jöfrar sem skemmta utan
fjórðungsins um Versló.
Hljómsveit Geirmundar Val-
týssonar verður nefniiega
ásamt GCD og Nýdönsk á
Þjóðhátíð í Eyjum.
„Við erum bara spenntir fyrir
spila þarna og gerum okkur fulla
grein fyrir því að þetta verður
erfitt,“ segir Geirmundur, en
þetta verður í fyrsta skipti sem
hann er á Þjóðhátíð í Eyjum.
Hann segist alltaf hafa verið að
spila annars staðar um verslun-
armannahelgina og yfirleitt í
Miðgarði í tengslum við hesta-
mannamót á Vindheimamelum
um þessa helgi. Fyrir nokkrum
árúm lék Hljómsveit Geirmund-
ar þó fyrir dansi í Galtalæk, en
Geirmundur segist búast við að
erfiðara verði að spila í Eyjum en
þar enda dansleikirnir lengri.
Það er þó ekki nóg með að
Hljómsveit Geirmundar leiki ein-
ungis fyrir dansi í Eyjum, heldur
á Geirmundur einnig Þjóðhátíð-
arlagið í ár, „Þjóðhátíð í Eyjum“
við texta Guðjóns Weihe. Hann
segir að forráðamenn hátíðarinn-
ar hafi hringt í sig og spurt hvort
hann vildi ekki prófa að vera með
í keppninni og sent sér þrjá texta.
Hann valdi síðan texta Guðjóns
og segir að lagið hafi komið
fljótt, en aldrei hafi hvarflað að
sér að það yrði valið sem Þjóð-
hátíðarlag 1991.
Hljómsveitin fer til Eyja með
Herjólfi á fimmtudeginum fyrir
verslunarmannahelgi og að sögn
Geirmundar verða dansleikir
með hljómsveitinni frá klukkan
23.00-5.00 á föstudags- og laugar-
dagskvöld, en á sunnudeginum
frá klukkan 22.00-5.00. Auk þess
leika piltarnir á unglingadansleik
og kvöldvökum.
Geirmundur og félagar sjá
alfarið um stuðið á öðrum dans-
pallinum í Herjólfsdalnum, en
GCD og Nýdönsk á hinum svo
búast má við strangri helgi hjá
piltunum og segist Geirmundur
búast við að þeir verði úrvinda
eftir þessa einu helgi í Herjólfs-
dal. SBG
Nafti piltsins
Pilturinn sem beið bana í
umferðarslysi skammt frá
Guðlaugsstöðum í Blöndudal
að morgni sl. laugardags hét
Gestur Ólafur Þórólfsson, til
heimilis á Hjaltastöðum í
Skagafirði. Hann var ókvænt-
ur. óþh
Lokað
vegna sumarleyfa
frá 29. júlí til 6. ágúst.
Fasteignatorgið _
Glerárgötu 28, II. hæð, sími 21967
Sölustjéri Bjöm Kristjánsson, heimasími: 21776
5 MANNA FÓLKSBÍLL MEÐ VÖRUPALLI
TRAUSTUR OG ENDINGARGÓÐUR
Búnaður:
E3 Dieselhreyfill
Q Tengjanlegt aldrif
E Tregðulæsing á afturdrifi
E3 Framdrifslokur
Verd kr. 1.394.880.- m.vsk.
El A
HEKLA MITSUBISHI
LAUGAVEGI 174 MOTORS
SIMI695500
yiöldursf.
Tryggvabraut 12
Kjörinn bíll fyrir:
■ Vinnuflokka
■ Bændur
■ Iðnaðarmenn
■ Útgerðarmenn
B Verktaka
B Fjallamenn
ÞRIGGJA. ÁRA ÁBYRGÐ
Fæst cinnig með lengdum palli
Kr. 1.534.880
vsk. 302.044
Verd kr. 1.232.836