Dagur - 05.09.1991, Side 9

Dagur - 05.09.1991, Side 9
Fimmtudagur 5. september 1991 - DAGUR - 9 Landsbyggðin verði eigin gæfu smiður - skýrsla framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Norðlendinga á Qórðungsþingi Norðlendinga 1991 Paö er þriðjungur aldar síðan ég réðst til Húsavíkur, sem bæjarstjóri. Þetta er þriðja fjórðungsþingið, sem haldið er á Húsavík í minni fram- kvæmdastjóratíð og vafalaust síðasta í röðinni, enda nálgast ég óðfluga aldursmarkið. Dagsbrún byggðastefnu á sínum tíma Þegar ég kom til Húsavíkur, sem bæjarstjóri, var mér starsýnt á þenn- an skóla, þar sem við höldum þingið nú. Það kom í minn hlut að ljúka þessari byggingu. Staðsetningin á sér sögulegar rætur. Á Borgarhólnum var fyrsta byggða bólið á Islandi. Fyrir framan skólalóðina er minnis- merki um fyrsta landnámið á Islandi. Skólabyggingin á Húsavík er tákn- ræn fyrir þorp, sem var að breytast í föngulegan bæ. Þetta var í raun tákn um nýja tíma. Frystihúsið var nú starfrækt allt árið, og reglulegir vetrarróðrar hóf- ust frá Húsavík. Áður hafði bærinn tæmst af verkfærum mönnum upp úr áramótum, sem fóru til sjóróðra til Faxaflóa og Vestmannaeyja. Nú hugðu margir að kaupa landróðra- báta, með heilsársútgerð frá Húsavík í liuga. Stórhuga menn hugsuðu enn hærra og keyptu stór skip til síld- veiða. Hvað var það sem breytti Húsavík í framsækinn kaupstað, sem komst í fremstu röð meðal jafningja? Stækkun landhelginnar vakti bjartar vonir Skýringin var rýmkun landhelginnar, lokun fjarða og flóa fyrir Norður- landi. Fiskurinn gekk á ný á grunnslóð. Landhelgisstækkunin frá 1952 var farin að bera árangur. Menn báðu ekki lengur alþingismenn að koma sér í vinnu á Keflavíkurvöll. Þannig var um fleiri staði á Norður- landi. Sérstaklega þá sem treystu á bátaútgerð. Þetta var hugljómun þessa tíma, sem gerði menn bjart- sýna. Menn héldu bjartsýninni þrátt fyr- ir áföll sjöunda áratugarins, þegar bátarnir urðu að leita í burtu vegna komu hafíssins. Einnig þrátt fyrir að útgerð stærri skipa hyrfi til síldar- ævintýranna við Faxaflóa. Af þessu lærðu menn, að nauðsynlegt er að byggðatengja atvinnureksturinn, svo að blind fjárhagssjónarmið ráði ekki staðarvali þeirra atvinnutækja, sem eru lífsbjörg fólksins. Norðlendingar báru gæfu til að stilla saman strengi sína Sjöundi áratugurinn var lærdómsrík- ur. Menn á Norðurlandi stilltu saman strengi sína í atvinnumálum. Atvinnu- málaráðstefnan á Akureyri 1965 var upphaf Norðurlandsáætlunar, með sjálfstæðu fjármagni. Menn lærðu að snúa bökum saman og taka tillit til hvers annars. Á þessum árum var Fjórðungssamband Norðlendinga endurhæft til nýrra verkefna, sem það sinnir enn í dag og hefur að mörgu leyti forystu um á landsvísu. Stóriðja var stóra vonin Menn vöknuðu til vitundar bæði á Norðurlandi og Austurlandi um að Jökulsá á Fjöllum gæti orðið bjarg- vættur sem jafnvægisafl í byggðamál- um og aflgjafi stóriðju. Nú er öldin önnur. Fossarnir í Jökulsá á Fjöllum friðlýstir. Orkan frá Blöndu send suður. Norðurlandið virðist endanlega dæmt úr leik um staðarval á stóriðju. Þetta er alvarlegasta áfallið í landsbyggðarmálum til þessa dags. Staðsetning virkjana í landinu gat orðið leiðandi um staðarval úr- vinnslu orkunnar. Þetta gat því orðið sterkt mótvægisafl sem hefði dugað. Raunin er önnur, þrátt fyrir lágt orkuverð til stóriðju á Keilisnesi, er ekki horft í þann kostnað að flytja orkuna landshorna á milli gagnstætt byggðahagsmunum. Enn færðist skörin upp í bekkinn. Ekki var tekið boði Eyfirðinga og Reyðfirðinga um staðsetningu átvers við ein bestu hafnarskilyrði á land- inu. Nú skal gerð á kostnað þjóðar- innar höfn við Keilisnes, við beljandi úthafið. Kjarni málsins er sá að stór- iðjuframkvæmdir verða ekki mót- vægisaðgerð í byggðamálum. Þær munu á ný valda holskeflu í búsetu- þróun þjóðarinnar. Spilað með landsbyggðina Landsbyggðarmenn létu blekkja sig. Þáverandi forsætisráðherra upplýsti sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum, að byggðaþátturinn væri ekki í fyrir- rúmi, um staðarval stóriðju. Farið er að ræða um þriöja stóriðjuverið í Hvalfirði. Þessi veigamikli þáttur í byggða- baráttunni er tapaður. Þetta eru alvarlegustu vatnaskil í byggðaþróun á þessari öld. Sjöundi áratugurinn krafði um róttækar byggðaaðgerðir. Mönnum óraði ekki fyrir að síðar kæmi til koll- steypu í byggðamálum. Ákvörðunin um stækkun landhelg- innar í 50 mílur og síðan í 200 mílur er sú þjóðhagsaðgerð, sem var undir- staða raunhæfrar byggðastefnu. Átt- undi áratugurinn færði þjóðinni sigur í þessu stærsta sjálfstæðismáli þjóð- arinnar. Kollsteypan mikla og afleiðingar hennar í lok hans vantaði landsbyggðina aðeins 764 íbúa til að ná meðalfólks- fjölgun í landinu. Þetta var stökk frá áratugnum 1960-1970, en þá vantaði landsbyggðina 6.258 íbúa til að ná meðalfólksfjölgun. Áfallið mikla kom á áratugnum 1980-1990, en þá skorti landsbyggðina 10.560 íbúa til að ná meðaltalsfjölgun. Ef árin 1989-1990 eru skoðuð sér- staklega kemur í ljós að ekki er fjölg- un í kjördæmum landsbyggðarinnar, nema á Suðurlandi. Við nánari skoð- un kemur í ljós að þau svæði á Suðurlandi sem njóta höfuðborgar- svæðisins eru í vexti en önnur búa við sömu fólksfækkun og önnur lands- byggðakjördæmi. Hver var orsökin? Sú spurning hlýtur að vakna hvað hafi leitt til nýrrar kollsteypu í bú- setuþróun. Má nefna framleiðslu- takmarkanir í fiskveiðum og land- búnaði og áhrif þeirra á sjávarbyggð- irnar og á sveitir landsins en umfram allt er það þensla þjónustugeirans á höfuðborgarsvæðinu. Það er minnkandi þjóðarstuðning- ur við byggðastefnu. Þorri lands- manna setur samasem merki á milli byggðastefnu og fyrirgreiðslustefnu pólitíkusanna. Áhrif atvinnuþróunarinnar Atvinnuvegaskýrslur Þjóðhagsstofn- unar fyrir 1980-1988 sýna að nettó- fjölgun vinnuafls á þessu tímabili er 21.977 störf eða 20,7% af mannafla. Nettóaukning á Suðvesturlandi er 19.798 störf. Á landsbyggðinni er heildaraukningin 5.315 störf, en á móti er fækkun í frumgreinum og úrvinnslugreinum um 3.141 störf. Nettóaukningin er aðeins 2.174 störf. Aukning starfa á Suðvesturlandi er því í raun 90% allra nýrra starfa í landinu. Aukning starfa verður aðeins 10% á landsbyggðinni. Skýringin er sú að á móti hverjum 10 nýjum störfum á landsbyggðinni fækkar um 6 störf. Setjum svo að störfum á lands- byggðinni hefði fjölgað í samræmi við íbúahlutfall landsbyggðarinnar, vantaði 3.000 ný störf til að ná eðli- legu hlutfalli. Þjónustugeirinn tók steininn úr Hvað dregur vinnuaflið til Suðvest- urlands? Ástæðurnar eru augljósar. Opinberi geirinn í heild sinni tekur til sín 40,6% vinnuaflsaukningar í landinu. Hlutur Suðvesturlands af aukningu opinbera geirans er 82,8%, en landsbyggðarinnar 17,2%. Almenni þjónustugeirinn þ.m.t. fjármálastarfsemi tekur til sín 20,1% allra nýrra starfa. Hlutur Suðvestur- lands er 93%, en landsbyggðarinnar er 7%. Viðskipta- og veitingastarfsemi taka til sín 23,7% nýrra starfa. Hlut- ur Suðvesturlands er 79,5% en lands- byggðarinnar er 20,5%. Ofvöxtur opinbera geirans Staðreyndin er að opinberi geirinn og þjónustustarfsemi taka við 84,4% allra nýrra starfa í landinu. í úrvinnslugreinum, svo sem iðnaði er aukningin 11,2%, en þar er hlutur Suðvesturlands 72,2% enn lands- byggðarinnar 27,8%. Forysta lands- byggðarinnar er aðeins í frumgrein- um, þar sem störfum fer fækkandi. Margur kann að segja að ekki sé hægt að breyta þessu með valdboði. Öðru máli gegnir þó um mörg svið opinberrar starfsemi. Menn hugleiða kannske ekki að heilbrigðis- og vel- ferðarstarfsemin tekur til sín urn 44,8% allra nýrra starfa opinbera geirans, en stjórnsýslan aðeins 17,3%. Það er veigamikið að færa stjórn- sýslukerfið í landinu til stjórnsýslu- miðstöðva. Mörg rök hníga að því að með tilfærslu stjórnsýslu og breyttu valdakerfi í þjóðfélaginu skapaðist skilyrði til uppstokkunar á staðarvali opinberrar þjónustu í landinu. Dreifíng heilbrigðisþjón- ustu er afl í byggðamálum Skúli Johnsen, héraðslæknir í Reykja- vík, hefur sýnt fram á hve sjúkra- stofnanir úti um landið séu vannýtt- ar. Margir þættir heilbrigðiskerfisins eru þannig vaxnir að litlu máli skiptir hvar starfsemin er staðsett í landinu, njóti þeir nálægðar við aðra heilbrigð- isstarfsemi. Sama getur einnig gilt um skóla- og menningarstofnanir. Lögvernduð velferðarsamtök yfir- taka æ fleiri svið. Þau fá að mestu leyti starfskostnað sinn greiddan frá tryggingakerfinu. Þau njóta oftast lögverndaðra tekjustofna. Það er ekkert, sem beinir því til þessara samtaka að taka upp byggðarleg við- horf í starfrækslu sinni. Hvað veldur? Niðurskurður lendir harðast á landsbyggðinni Er rétt að ræða tilflutning opinberrar starfsemi í landinu á tímum sam- dráttar og sparnaðar í ríkiskerfinu? Sú regla er algild að þegar rekstur skreppur saman, að þá er byrjað á að skera niður starfsemi utan aðalstöðv- anna. Mjög hætt er við því að nú verði það sama uppi á teningnum, eins og endra nær. Allt er þetta á eina bókina lært fyrir landsbyggðina. Stjórnkerfisbreyting og heima- stjórnarvald getur breytt þessu, með milliliðalausum áhrifum á fjárveit- ingar. Tillögur nefndar um nýjar leiðir í byggðamálum stefna enn frekar að þessu marki. Bein milliliðalaus kosning til landshlutaþinga Ég hefi lagt til að kosið verði til landshlutaþinga samhliða alþingis- kosningum, þannig að afstaða stjórn- málamanna til byggðamála komi fram, og hafi uin leið áhrif á hverjir verða kosnir til landshlutaþinganna. Töpuð byggðastefna Viðurkenndar vinnuaðferðir í byggðamálum hafa runnið sitt skeið. Meirihluti þjóðarinnar er andsnúinn framkvæmd svonefndrar byggða- stefnu. Allar líkur benda til að þau þjóðfélagslegu áföll sem nú ríða yfir, loðnubrestur, verðfall rækjunnar og stórkostlegur samdráttur í aflaheim- ildum muni lenda hlífðarlaust á landsbyggðinni. Niðurskurður ríkisútgjalda mun sérstaklega bitna á landsbyggðinni með stórkostlegum samdrætti á framkvæmdafé. Gleggst dæmi um þetta er niðurskurður vegafjár sem nálgast 50% niðurskurð, frá því marki sem Alþingi ályktaði um á sín- um tíma. Það er mál glöggra manna, að það taki 25 ár að framkvæma núr- verandi langtímaáætlun vegamála sem er aðeins til 12 ára. Kvótaverslun andstæð byggðahagsmunum Margur maðurinn hér norðanlands segist gera góðan hlut í kvótavið- skiptum. Verslun á milli manna um fiskveiðiheimildir hlýtur að leiða til skattlagningar. Það er ekki að undra þótt mörgum þyki nóg um hve miklu fé sum fyrirtæki verja til kvótakaupa. Kvótasala á vegum ríkisins mun leiða til hraðari samþjöppunar útgerðar í landinu og erfiðari skil- yrða hinna smærri fyrirtækja víðs- vegar við strendur landsins. Hér er á ferðinni pukrunarlaust siðleysi, þeg- ar byggðirnar telja sig þurfa að berj- ast um lífsbjörgina. Stefna í kvótamálum mun leiða til byggðaeyðingar. Ef einhverjir eiga siðferðislegan rétt til auðlinda hafsins, þá er það fólkið víðsvegar um strendur landsins, þar sem sjáv- arútvegur er eina lífsbjörgin. Landsbyggðin fái allar fiskveiðiheimildir í sinn hlut Sú spurning hlýtur að vakna fyrst landsbyggðin er að verða fyrst og fremst írumvinnslusvæði, en Suð- vesturland þróunarsvæði. Hvort sú leið sé ekki athugandi, að lands- byggðin sitji ein að fiskveiðunum umhverfis landið. Suðvesturlandið helgi sig áfram þjóðfélagsbákninu, stóriðju og njóti hagræðis af varnar- liðinu í friði. Þjóðfélagsleg uppstokkun er byggðamál Hér verður að eiga sér stað þjóð- félagsleg breyting, sem treystir vægi landshlutanna á sem flestum sviðum þjóðfélagsins. Ríkisvaldið gangi hér á undan og knýji á urn að þjónustu- kerfið lúti sömu meginstefnu. Byggðaleg stjórnun fiskveiðanna er stærsta byggðamálið í dag. Byggðaleg hlutdeild fólksins í upp- byggingu undirstöðufyrirtækja er eina tryggingin sem fólkið í sjávar- byggðunum hefur, þegar áföll verða. Hvað mundi gerast, ef fiskveiðistefn- unni verður ekki breytt og lagður traustur grunnur að rétti fólksins til lífsbjargar í sjávarbyggðunum? Hefur byggðastefnan verið þykjustustefna? Ég las í leiðara dagblaðs, að stefnt hefði verið að því að reka byggða- stefnu samhliða óbreyttu þjóðfélags- kerfi. Þetta hafi mistekist. Byggða- stefnunni var ekki ætlað að raska kerfinu í þjóðfélaginu. Slík byggða- stefna verður nánast þykjustustefna í framkvæmd. Meirihlutafylgi fyrir stefnuhvörfum Það er ekki að undra að forsætisráð- herra, sem nýlega er kominn frá auð- ugasta sveitarfélagi landsins, sem notið hefur arðs af allri veltu lands- manna, hugi að því að setja þessa fyrirgreiðslustefnu þ.e. byggðastefn- una í glatkistuna. Það er meirihluta- fylgi fyrir því, að skera sjóðakerfið niður við trog og leggja niður Byggðastofnun í núverandi mynd. Þeirri skoðun vex fylgi, að lands- byggðin sé best fær um að leysa sinn vanda. Sumir ganga svo langt, að með tengingunni við Efnahags- bandalag Evrópu verði landsbyggð- armál á íslandi aukaatriði. Tapa eigin lífsstríöi Eftir 33 ára starf að sveitarsjórnar- málum á Norðurlandi og þar af 20 ára starf sem framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga, er mér Ijóst að bæði ég og samferða- mennirnir hafa tapað stríðinu. Leið- arljósið um framtíð byggðastefnu hefur reynst tálsýn og mýrarljós, þegar eftir var leitað. Eitt höfurn við lært að byggðastefna á íslandi verður ekki rekin af þeirn fyrir sunnan, held- ur okkur sjálfum heima fyrir. Landsbyggðin hjálpi sér sjálf Erum við reiðubúin til aö taka að okkur verkefni Byggðastofnunar um áætlanagerð og mynda eigin byggða- sjóð í landshlutunum? Erum við reiðubúin til að skapa þau skilyrði á landsbyggðinni að þangað leiti einka- vætt áhættufjármagn í atvinnurekst- urinn? Er hægt að skapa þau rekstr- arskilyrði að fyrirtæki á landsbyggð- inni geti keppt á markaði höfuðborg- arsvæðisins, þrátt fyrir að þurfa sjálf að SL-nda þangað á eigin kostnað 60- 75% framleiðslunnar til að vera sam- keppnisfær? Banka- og fjármálakerf- ið verður að endurskipuleggja svo að fjármagn leiti til landshlutanna? Sveitarfélagakerfíð riöar til falls Sveitarfélagakerfið stendur á brauð- fótum. Vanmegnug sveitarfélög hljóta að halda áfram að ýta vandan- um frá sér og ekki síst til ríkis. Hér þurfa að koma til öflug sveitarfélög, sem eru megnug að axla, með lýð- ræðislegum hætti og milliliöalaust, verkefni og skyldur sveitarfélaga. Troðum nýjar leiðir Niðurstaða mín er sú að við getum ekki lengur troðið sömu götuna áfram. Bein byggðaþróunarverkefni verða að færast til landshlutanna, ef landsbyggðin kýs að vera sinnar eigin gæfu smiður. Verður núverandi kjör- dæmaskipan tímaskekkja? Við stöndum líka frammi fyrir hug- myndum um, að brjóta landsbyggð- ina niður í enn smærri svæði, en núverandi kjördæmi. Þetta er alvar- legra mál, en margur hyggur. Áskell Einarsson. Hraunsrétt nk. sunnudag í lista yfir fjárréttir á Norður- landi, senr birtist í síðustu viku í Degi, misritaðist tímasetning á Hraunsrétt í Aðaldal. Hún verð- ur sunnudaginn 8. september, en ekki 9. september eins og misrit- aðist í blaðinu. Búist er við að byrjað verði að draga í Hrauns- rétt um kl. 10 á sunnudagsmorg- uninn.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.