Dagur - 05.09.1991, Side 2

Dagur - 05.09.1991, Side 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 5. september 1991 '------------------------------N Húsnæðisnefnd Grýtubakkahrepps auglýsir til sölu tvær kaupleiguíbúöir í parhúsi á horni Miðgaröa og Stórasvæðis á Grenivík. Áætlaö er aö afhenda íbúðirnar um áramót 1992- 1993. Aliar nánari upplýsingar veitir sveitastjóri Grýtu- bakkahrepps í síma 96-33159. Sveitasjóri. mmmmmmmmmmmmm—mm—^^^^rn^^ r----------------- Útsala - Útsala 40% afsláttur á ýmsum fatnaði fram að helgi Opið laugardag frá kl. 9-12 • • IIIEYFJORÐ Hjalteyrargötu 4 - Sími 22275 Fulltrúakjör Samkvæmt lögum Verkalýösfélagsins Einingar fara kosningar fulltrúa félagsins á 22. þing Alþýðusam- bands Noröurlands og 16. þing Verkamannasamb- ands íslands fram að viðhafðri allsherjaratkvæða- greiðslu í samræmi við reglugerð A.S.Í. um slíkar kosningar. Félagið hefur rétt til að senda 37 fulltrúa á þing Alþýðusambands Norðurlands, sem haldið verður að lllugastöðum í Fnjóskadal, dagana 27. og 28. september nk. Á þing Verkamannasambands íslands, sem haldið verður að Hótel Loftleiðum í Reykjavík, dagana 22,- 25. október nk., hefur félagið rétt á að senda 18 full- trúa. Framboðslistum til beggja þessara þinga, þar sem tilgreind eru nöfn aðalfulltrúa í samræmi við fram- anskráð og jafnmarga til vara, ber að skila á skrif- stofu félagsins að Skipagötu 14, Akureyri eigi síðar en kl. 12 á hádegi föstudaginn 13. september nk. Hverjum framboðslista skulu fylgja meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. Akureyri 3. september 1991. Verkalýðsfélagið Eining. Fréttir Súrálsverksmiðja við Húsavík: Gæti komist á framkvæmdastig á 10-15 árum - segir Baldur Líndal, verkfræðingur „Ég vil á þessu stigi málsins líta á þetta mál sem rannsókn- arverkefni. Málið er veigamik- ið og margt getur spilað inn það. Þetta grundvallast á að háhitasvæðin séu nýtileg og því er grundvallaratriði að rann- saka þau og kanna gufuskilyrð- in en samanburðarathugunin er hugsuð til að sjá hvaða möguleika svona fyrirtæki hef- ur ef gufuöflunin tækist,“ segir Baldur Líndal, verkfræðingur og annar tveggja höfunda skýrslu um súrálsverksmiðju við, Húsavík. Baldur segist telja algerlega óraunhæft að mengunarmál geti orðið raunverulegur þrándur í götu þessarar verksmiðju því nýjustu verksmiðjur séu nú byggðar með lokuðum kerfum sem komi í veg fyrir mengun. Japanir hafi t.d. þurft að taka á umhverfismálunum út í æsar og því megi fullyrða að þessi nýja tækni sé viðurkennd og örugg. Súrál er unnið úr bergtegund- inni báxíti en bergið er mulið og soðið í vítissótaupplausn. Við þetta fer súrál úr báxítinu í upp- lausn og er það síðan síað frá óuppleystum efnum sem mynda svokallaðan rauðan leir eða rauða eðju. Þetta efni er auð- veldlega hægt að gera skaðlaust náttúrunni en þar sem mikið fell- ur til af þessu efni við súráls- framleiðsluna hafa skapast vandamál í þéttbýlum löndum að koma því fyrir. Baldur Líndal segir mögulegt að nota eðjuna til sementsgerðar og þá hefur hún verið notuð til að blanda í PVC plastefni til framleiðslu á rörum og báruplasti. Loks er þekkt að nota efnið sem millilag í vega- gerð en í skýrslu Baldurs og Asgeirs Leifssonar segir að sem stendur sé ekki önnur hagnýt lausn fyrir hendi en gera þetta efni óskaðlegt og koma því fyrir. Baldur tekur fram að litur þessa efnist fari eftir því hvernig það sé meðhöndlað þannig að ekki þurfi að vera um að ræða að koma rauðlituðu efni fyrir í náttúrunni. Baldur segir súrálsverksmiðjur í löndum þar sem báxít er unnið en auk þess hafi bygging þeirra gjarnan komið í kjölfarið í lönd- um þar sem uppbygging á áliðn- aði hafi farið fram. Baldur segir aðstæður við Húsavík frambærilegar fyrir verksmiðju af þessu tagi og sama sé að segja um aðstöðu til bygg- ingar hafnarmannvirkja en, eins og fram hefur komið, fylgja verk- smiðju sem þessari miklir þunga- flutningar. Grundvallarhugmyndin varð- andi súrálsverksmiðju við Húsa- vík er sú að virkjuð verði háhita- svæði á Þeistareykjum og í Öxar- firði en við súrálsframleiðslu er notuð vatnsgufa. Verksmiðja sem nýtir jarðgufu til súrálsfram- leiðslu er ekki fyrir í heiminum og væri hér um frumraun að ræða. Baldur Líndal segir að nokkur vitneskja sé þegar til staðar um fyrrnefnd háhitasvæði þó fullkomnar rannsóknir á þeim eigi eftir að gera. Til dæmis liggi því ekki fyrir hvort 600.000 tonna súrálsverksmiðja við Húsavík þyrfti gufu af báðum þessum svæðum eða öðru en 2.400.000 tonn af gufu þarf til að framleiða 600.000 tonn af súráli. Nú spyrja eflaust margir hve langan tíma taki að koma hug- mynd sem þessari á fram- kvæmdastig, að því tilskyldu að nægjanleg gufa fáist á háhita- svæðunum og erlendir samstarfs- aðilar fáist um þetta verkefni en Baldur segir fullljóst að ekki sé á valdi íslendinga að reisa og reka fyrirtæki af þessari stærð. „Ég vil segja að 10-15 ár geti liðið þangað til hugmyndin kæm- ist á framkvæmdastig. Á sínum tíma var ég við undirbúning Kís- iliðjunnar við Mývatn og þá liðu 15 ár frá því farið var að velta hugmyndinni fyrir sér og þar til verksmiðjan var komin í bygg- ingu. Ferillinn er því langur. Áliðnaðurinn breytist auðvitað á svo löngum tíma en hins vegar þarf súrál alltaf að vera til staðar í áliðnaði og nú eru engin líkindi til þess að ál hverfi úr sögunni,“ svarar Baldur. Hann segir ljóst að íslendingar verði að bera kostnað vegna þeirrar könnunar sem svissneska verkfræðiskrifstofan M+R Raw Materials Consultants Ltd. hefur nú boðist til að gera vegna súráls- verksmiðju við Húsavík og þá könnun verði að gera áður en lagt verði út í fjáröflun vegna rannsókna á háhitasvæðunum tveimur. Þar verði erlendir aðilar að koma inn í. En er líklegt að í samanburð- arkönnun þessa svissneska aðila, fáist fjármagn til að ráðast í hana, fái þessi súrálsverksmiðja jákvæða umsögn? „Þessi aðili hefur unnið hér áður og þeir eru kunnugir aðstæðum hér og hafa sýnt þessu verkefni sérstakan áhuga. Það er nokkuð skýrt að þeir álíta þetta mjög athyglisverðan möguleika fyrir verksmiðju,“ segir Baldur Líndal. JÓH Aðalfundur Stéttarsambands bænda: Komið verði á fót atvnrnumálanefiiduin Aðalfundur Stéttarsambands bænda telur afar brýnt að ella atvinnulíf til sveita til að mæta þeim samdrætti í nautgripa- og sauðfjárrækt, sem orðinn er og fyrirsjáanlega verður á næst- unni hvað sauðfjárræktina varðar. I því sambandi lagði fundurinn til að komið verði á fót atvinnumálanefndum, þar sem þær eru ekki starfandi og aukin verði ráðgjöf og leið- beiningar í atvinnumálum með auknu fræðslustarfi á meðal sveitafólks. Aðalfundurinn beindi þeim til- mælum til landbúnaðarráðherra að skipa vinnuhóp eftir tilnefn- ingu stjórnar Stéttarsambands- ins, til þess að leita leiðina til nýsköpunar í atvinnumálum dreifbýlisins. Þá skoraði aðál- fundurinn á landbúnaðarráð- herra að fylgja fast eftir svo- nefndri bókun VI um land- græðslu og skógrækt. í því sam- bandi verði þeim sauðfjárbænd- um, sem seldu verulegan hluta af fullvirðisrétti sínum fyrir 1. sept- ember 1992, tryggður forgangur til samnings um bændaskóga og verði einnig tryggður forgangur að þeim landgræðsluverkefnum sem til falla í héraði. Aðalfundur Stéttarsambands- ins lýsti verulegum áhyggjum yfir ráðgerðum samdrætti í framlög- um framleiðnisjóðs landbúnaðar- ins og benti einnig á að vegna samdráttarins í sauðfjárræktinni megi búast við að fleiri bændur leiti fyrir sér um nýja atvinnu- starfsemi. Áframhaldandi stuðn- ingur sjóðsins við þróunarstarf-■ semi sé forsenda þess að sá grundvöllur skapist fyrir upp- byggingu nýrra atvinnugreina sem nauðsynlegur sé eigi veruleg fólksfækkun ekki að eiga sér stað. ÞI Reglugerð um almennar kosningar um mikilsverðar ákvarðanir samþykkt Reglur um almenna atkvæöa- greiðslu á meðal bænda ef um mikilsverðar ákvarðanir er varða hagsmuni þeirra er að ræða voru samþykktar á aðal- fundi Stéttarsambands bænda um síðustu helgi. Samþykkt fundarins felur í sér heimild stjórnar til þess að láta atkvæðagreiðslur fara fram og er jafnframt rammi utan um framkvæmd þeirra en stjórn Stéttarsambandsins er ætlað að útfæra framkvæmd slíkra kosninga í smærri atriðum. í hagsmunamálum er snerta bændur almennt skulu allir félagsmenn hafa atkvæðisrétt en þegar um hagsmunamál ein- stakra búgreina eða hóp bænda er að ræða skulu þeir einir hafa atkvæðisrétt sem slíka fram- leiðslu stunda. Gert er ráð fyrir að atvæðagreiðsla geti annars vegar farið fram með því að póst- senda atkvæðaseðla er bændur fylli síðan út og sendi til Stéttarsambandsins eða viðkom- andi búnaðarfélaga. Hins vegar er gert ráð fyrir að Stjórn Stéttar- sambandsins geti látið kjósa á opnum kjörstöðum ef hentugra þyki. í reglunum er ákvæði sem segir að kosning sé bindandi ef 60% atkvæðisbærra manna neyti atkvæðisréttar. Nokkrar umræður urðu um til- lögu að reglugerð þessari og sýndist mönnum nokkuð sitt hverjum um hverja ætti að telja atkvæðisbæra. Ræddu menn meðal annars um hvort hjón, sem stunda búrekstur, ættu að hafa tvö atkvæði eða hvort hvert bú réði einu atkvæði. Rammareglu- gerðin tekur ekki á þessu atriði og verður að skilgreina það nánar í reglugerð sem stjórn Stéttar- sambands setur. ÞI

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.