Dagur - 21.09.1991, Side 18

Dagur - 21.09.1991, Side 18
18 - DAGUR - Laugardagur 21. september 1991 Kvikmyndasíða Jón Hjallason „StjömukF :rflð“ undi r smásián ni 1í-tflJKSPw. 1 wÍÉjlP^ J8|a J Meryl Streep með Dennis Quiad í Postcards; það má heita árlegur viðburður að Streep sé tilnefnd til Óskarsverðlauna, þó hefur hún ekki sama stjörnu- kraftinn og karlkynsleikarar. Forráðamenn Regnbogans gera því skóna að þriðjungur þjóðar- innar mundi sjá Dansað við úlfa. í útlandinu slær hún öll aðsókn- armet; í tíu mánuði hefur hún fyllt bíóhúsin vestan hafs og aust- an. Og Kevin Costner fagnar. En jafnvel Kostner getur farið flatt á vinsældarprófinu. Á umliðnu ári sendi Columbia Pictures hann til Mexíkó í faðmi föngulegrar konu, lét hann hafa ástríðufulla sögu að filma og snöfurmennið Anthony Quinn sem mótleikara. Kvikmyndin nefndist Revenge og gaf Columbia lítið í aðra hönd; brúttó innkoman af bíómyndinni var innan við einn tíunda af því sem komið er í kassann fyrir Dansað við úlfa og Hróa hött, konung þjófanna. Af þessu má draga lærdóma um eitt og annað; meðal annars þann að kvik- myndastjörnur hafa mikið aðdráttarafl. en einnig að þær gulltryggja ekki nokkra mynd. Leitað sannana Þetta sumar sem er nú rétt að kveðja hefur skotið stoðum undir báðar fullyrðingarnar hér að framan. Mestu stórgróðamyndir sumarsins ætla greinilega að verða Hrói höttur Costners og Terminator 2 Schwarzeneggers. Billy Crystal með City Slickers gæti tekið þriðja sætið sem sýnir okkur að átakamyndir og ofbeld- isfullar eru ekki eina myndefnið sem nær til fjöldans. Crystal er nefnilega á sömu léttu nótunum og í Throw Momma from the Train og When Harry Met Sally svo tvær kunnustu myndir hans hingað til séu nefndar. Á hin bóginn hlýtur mesta stjörnuhrap sumarsins að dæmast á Dying Young og Julia Roberts, leikkonuna ungu sem fór frá Mystic Pizza (1988) í Steel Magnolias og þaðan í metmynd- ina 1990, Pretty Women. Hin undarlega kvikmynd Flatliners fylgdi í kjölfarið og stjarna Roberts setti ofan en steig aftur með Sleeping With the Enemy. Með Dying Young má heita að Roberts sé aftur komin á byrjun- arreit ef eingöngu er horft á tekjuhlið þeirra kvikmynda er hún hefur leikið í. Dagar Roberts í kvikmyndum eru þó engan veg- inn taldir, svo mikið er víst. Dying Young hefur alls ekki tek- ið frá henni stjörnukraftinn, að- eins sýnt að jafnvel vinsælasta kvenstjarna Hollywood getur ekki selt sögu um hvítblæði - sér- staklega ekki sumarglöðum bíó- förum sem vilja aðeins sjá vonda gaurinn setja upp tærnar, ekki hinn góða. Aðstandendur Dying Young höfðu ekki einu sinni rænu á því að velja myndinni þokkalega sölulegt nafn og höfðu þó fyrirmynd. Seinast þegar sag- an um ást og banvænan sjúkdóm var kvikmynduð nefndist hún Love Story. Misjafnt gengi Roberts er heldur ekkert einsdæmi. Með örfáum undantekningum, eins og til dæmis Steven Seagal en mynd- Steven Segal; ennþá hafa Holly- woodstjörarnir ekki tapað á honum. ir hans skila alltaf hagnaði, má segja að nær allar stórstjörnur kvikmyndanna í dag hafi farið flatt einu sinni eða oftar. Robert Redford og Clint Eastwood hafa markað djúp spor í kvikmynda- söguna undanfarna áratugi en engu að síður eru nýjustu myndir þeirra sýndar fyrir tómum sölum. Einn hæfileikaríkasti leikari film- sögunnar, Robert De Niro, mátti eftir The Deer Hunter bíða í tíu ár eftir Ieiksigri. Svo komu þær þrjár stórgróðamyndirnar í röð: GoodFellas, Awakenings og Backdraft. Bruce Willis sló eftir- minnilega í gegn í DieHard, fyrri og sfðari og Iagði þar að auki til rödd í Look Who’s Talking. Var þar ekki kominn hinn öruggi gull- drengur? Nei ekki aldeilis, The Bonfire of the Vanities, Mortal Thoughts og Hudson Hawk kipptu fótunum undan dollara- draumi stjóranna og Willis lenti harkalega á jörðinni aftur. Þegar litið er til kvenstjarna verður strax ljóst að þær þrífast í fátækrahverfi kvikmyndaiðnað- arins. Væntingar til þeirra eru minni og launin eftir því. Jafnvel leikkonur eins og Michelle Pfeiff- er, Jane Fonda og Meryl Streep eru annars flokks borgarar innan um karlkynsleikara Hollywood. í fáum orðum sagt; stjörnukraftur kvenna er ekki hinn sami og karla. Niðurstaða mógúlanna í Hollywood er því sú að kven- maður getur ekki skapað stór- gróðamynd, það gera karlleikar- ar. Formúlan ekki til? Einhvernveginn er það nú svo að enginn virðist geta sagt um það fyrirfram hvaða kvikmynd slái í gegn og hver fari í tunnuna. Kvikmynd, þar sem engin stór- stjarna kemur nálægt, getur gert bíófara syngjandi glaða og fram- leiðendur ógeðslega ríka. Hvað gerðist ekki með Home Alone. Svo kemur kvikmynd með Robert Redford, Havana, og skilar engu meiri tekjum í sjálfu fæðingarlandinu en til dæmis hin innflutta Cinema Paradiso. Dæmi þessa hafa alltaf fundist í Holly- wood og munu alltaf finnast. Ýmislegt er þó breytt frá því var fyrir hálfri öld síðan. Áhætta kvikmyndaveranna var minni þá, í dag er spilað með hærri fjár- hæðir og kerfið er óvissara. Ein stærsta breytingin eru laun kvik- myndaleikaranna. Áður voru þeir þrælar kvikmyndaveranna er gerðu við þá samning til svo og svo margra ára. Regluleg fram- leiðsla var tryggð, leikarinn varð að gera vissan fjölda kvikmynda á ári og bíófarar voru ánægðir. Nú þurfti Warren Beatty að koma fram í allskonar viðtals- þáttum sjónvarps og verða umfjöllunarefni slúðurdálka dagblaða áður en ráðlegt þótti að hann setti Dick Tracy á markað. Ástæðan var einföld; hann hafði ekki birst í kvikmynd í þrjú ár á undan. Þannig hafa leikararnir sjálfir, með auknu sjálfræði, skorið eða að minnsta kosti sarg- að til hálfs í sundur þann sterka streng er var á milli bíófara og stjörnunnar, eða sú er að minnsta kosti skoðun sumra stjórnenda í Hollywood. Leikari sem lætur líða marga mánuði, jafnvel ár, á milli þess að hann birtist á hvíta tjaldinu getur ekki vænst þess að njóta sömu lýðhylli og hinn sem er alltaf að gera nýja kvikmynd og heldur þannig aðdáendum sín- um við efnið. Leti eða vandfýsni frægra leikara er þó ekki nema ein ástæða, og hún kannski veigalítil, fyrir því að stjörnukerfið á nú í vök að verjast. Að vísu er það svo að heimti Schwarzenegger 700 milljónir (íslenskra króna) þá fær hann þær - og það sem meira er, hann vinnur fyrir þeim. Hins vegar mega fáeinar aðrar stjörnur, sem gera svipaðar kröf- ur og Schwarzenegger, fara að vara sig. Færri sækja bíó en í fyrra og hafði bíóförum þá farið fækkandi frá því sem verið hafði árið á undan (1989). Engu að síð- ur horfir sífellt fleira fólk á kvik- myndir en stóri munurinn er sá að það kýs myndbandið fremur en bíósalinn. Fyrir kvikmynda- verin er þetta alvarlegt vandamál því að hlutur þeirra af mynd- banda-peningum er aðeins á milli 25 og 30% en 50% af kvikmynda- sýningum. Tekjur kvikmyndaveranna bandarísku hafa því ekki vaxið í réttu hlutfalli við vinsældir kvik- mynda þeirra út um allan heim. Stjörnukerfið og svimandi launa- greiðslur til „fastastjarnanna“ er því sett á mælistikuna og menn velta vöngum um réttmæti þess. Jeffrey Katzenberg, stjórnandi Walt Disney, hefur þegar sagt skilið við þetta kerfi. í janúar síð- astliðnum komst minnisnóta frá honum á flakk um Hollywood og gekk þar að sögn hraðar á milli manna en brennivínsflaska í skagfirskri fjárrétt. Ef kerfið er rétt, spurði Katzenberg, af hverju sló Jack Nicholson þá ekki í gegn 1990 á sama hátt og 1989. Framkvæmdastjórinn hafði greinilega í huga Batman og The Two Jakes. Hann hélt áfram og baðst afsökunar á hinni fjárfreku Dick Tracy og tilkynnti að hann hefði hafnað hugmyndum Beatty’s um framhaldsmynd. Að lokum hvatti Katzenberg undir- menn sína til að leggja áherslu á söguna í myndinni en ekki stjörn- urnar. Stjörnukerfið mun þó enn um sinn verða við lýði. Menn eins og Schwarzenegger og Sly Stallone þurfa engar afsagaðar haglabyss- ur til að knýja fram mörg hundr- uð milljón króna laun. En launa- bilið milli þeirra og minni spá- manna á eftir að vaxa og enginn mun geta krafist þrjú til fimm hundruð milljón króna launa út á andlitið eitt; renni ekki dollarar í stríðum straumum í kassann hljóta launin að lækka og það hratt. Svo má auðvitað velta því fyrir sér hvort 100 milljón króna laun fyrir tveggja vikna starf eða svo sé ekki skítsæmileg. Bruce Willis með Bonnie Bedelia; hann gerði það gott í Die Hard en síðan sló skugga á gulldrenginn. BMW 320 Nýr og breyttur RENAULT CLIO Bíll ársins 1991 RENAULT 19 Gullna stýriö 1991 Glæsilegur fjölskyldubíll RENAULT NEVADA 4x4 skutbíll UMBOÐSAÐILI A NORÐURLANDI: BILAVAL hf. Strandgötu 53 • Akureyri • Sími 96-21705 Sýningarsalur Bílavals viö Strandgötu er opinn alla virka daga frá kl. 10.00-19.00 og laugardaga kl. 10.00-18.00

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.