Dagur - 02.10.1991, Blaðsíða 3

Dagur - 02.10.1991, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 2. október 1991 - DAGUR - 3 Fréttir Heitar umræður um skipulagsmál á þingi Alþýðusambands Norðurlands: Verðum að laga ASÍ að breytingum í þjóðfélaginu segir Kári Arnór Kárason, formaður Skipulag verkalýðshreyfingar- innar var töluvert hitamál á þingi Alþýðusambands Norð- urlands sem haldið var á Illugastöðum um s!. helgi. Kári Arnór Kárason, formaður sambandsins, var spurður um skipulagsmálin. „Okkur hefur oft fundist að þessi verkalýðshreyfing okkar væri skipulögð eins og þetta væri milljónahreyfing, en ekki eins og hún er, hreyfing með nokkrum tugum þúsunda manna. Okkur hefur fundist illa farið með fjár- muni þessarar hreyfingar. Við erum að skipta Alþýðusamband- inu niður í landssambönd, og landssamböndin eru með sér skrifstofur og séraðstöðu. Pau eru öll lítil, með þetta Vi til tvo eða þrjá starfsmenn. Þau eru meira eða minna fjárhagslega á rassgatinu vegna þess að þau hafa ekki peninga til að halda uppi neinu eiginlegu starfi. Stundum hefur mér fundist þau of van- megnug til að þau eigi sér ein- hvern tilverurétt. Ef á að efla starfsemi þeirra þýddi það enn Ullarvinnslufyrirtækið Folda hf. til starfa í gær: Trúi því að nú fyllist menn bjartsýni - segir Kristín Hjálmarsdóttir, formaður Iðju „Ég myndi segja að þetta sé stór dagur fyrir verksmiðjufólk á Akureyri. Vegurinn fram- undan er kannski ekki beinn og breiður en spurningin er hvort menn hafa sig samt ekki eftir honum. Ég trúi því að það takist,“ segir Kristín Hjálmars- dóttir, formaður Iðju félags verksmiðjufólks á Akureyri, vegna tilkomu ullarvinnslufyr- irtækisins Foldu hf. nú um mánaðamótin. Kristín segir að í gær hafi verið haldinn fundur með starfsfólki í fyrirtækinu og þar hafi komið fram að starfsfólk hafi trú á nýja fyrirtækinu og taki því fagnandi. „Fólk hefur auðvitað búið við óvissu og leiðindi sem skapast þegar svona hlutir eru í lausu lofti. Ég trúi því að með þessu sé komin kjölfesta í þessi mál og ég ætla að trúa því þar til annað kemur í ljós,“ sagði Kristín. Iðja lagði fram eina milljón í stofnfé hlutafélagsins Foldu hf. en auk þess lagði lífeyrissjóður Iðju fram þrjár milljónir. Krisín segir að með þessu hafi félagið viljað sýna lit við stofnun fyrir- tækisins þó svo að félagið hafi ekki úr miklu fé að spila. „Ég átti ekki von á öðru en fólk fagnaði því að þarna er risið norðlenskt fyrirtæki en það skipt- ir miklu máli. Við höfum bitra reynslu af því þegar á að fjarstýra okkur úr Reykjavík á öllum sviðum. Við erum ekki búin að gleyma því þegar hér var til vinnufatadeild og þegar byrjað var að stýra henni úr Reykjavík var allt búið. Ég trúi því að nú fyllist menn bjartsýni, reyni að halda í hana og við skulum vona að þetta leiði fleira gott af sér,“ sagði Kristín Hjálmarsdóttir. JOH íþróttahöllin á Akureyri: Ljósabúnaði ábótavant? „Ljósakerfíð í íþróttahöllinni er orðið þrettán ára og margir halda því fram, aö það .hafí aldrei virkað. Ég hef skrifað greinargerð um málið, sem er í höndum húsameistara Akur- eyrar. Eðlileg viðgerð á Ijósa- búnaði hefur ekki verið framkvæmd. Fjármagni er ekki veitt til þessa verkefnis,“ sagði Valur Knútsson, starfs- maður Raftákns hf. á Akur- eyri. Af heimildum er Dagur hefur aflað sér, má ráða að ljósabúnað- ur í keppnissal fþróttahallarinnar á Akureyri er ekki samkvæmt þeim stöðlum sem krafist er. í raun sé spurningin í dag hvort dómarar í boltaleikjum flauti leiki á. Er leitað var eftir að fá greinar- gerð Vals Knútssonar til birting- ar, þá tók höfundur vel í málið, en kvaðst þurfa að fá leyfi Ágúst- ar Berg, húsameistara Akureyr- ar. Svar hans var neikvætt. Ágúst vísaði á Stefán Stefánsson, bæjarverkfræðing, yfirmann tæknisviðs. Stefán kvaðst ekkert vita um málið og vísaði því til Hermanns Sigtryggssonar, íþrótta- og tómstundafulltrúa. Ekki náðist til Hermanns í gær. Halldór Jónsson, bæjarstjóri vissi ekkert um málið, en kvaðst myndu kanna málavöxtu. Samkvæmt samtölum sem Dagur átti í gær við ýmsa aðila sem málið varðar, er ljóst að það er afar viðkvæmt og áherslumun- ur er um það hjá hinum ýmsu embættum bæjarins. Heimildir Dags fullyrða að ljósakerfið í íþróttahöllinni hafi aldrei nýst, enda aldrei lokið við uppsetningu þess. Straumfestar hafi bilað og ekki verið endurnýj- aðir. Ljósmagn sé undir því eðli- lega og oftar en einu sinni hafi verið rætt um að skipta um ljósa- búnaðinn. ój Um 87% nemenda MA af Norðurlandi Eins og fram kom í Degi í gær eru 630 nemendur skráðir í Menntaskólann á Akureyri á haustmisseri. Þetta eru um 40 fleiri nemendur en á síðasta skólaári og hafa nemendur við skólann aldrei verið fleiri. Fram kom í ræðu Tryggva Gíslasonar, skólameistara MA, við setningu skólans sl. sunnudag að 73% nemenda kæmu af Norðurlandi eystra, þar af rúm 52% frá Akureyri, sem er sama hlutfall og á síðasta skólaári. Af Norðurlandi vestra kæmu rúm 13% nemenda, tæp 5% af Vest- fjörðum, rúm 3% af Vesturlandi og 2% af Austurlandi. Tryggvi sagði að sér væri mikil eftirsjá í því að ekki væru lengur í skólan- um nemendur úr öllum sýslum og kaupstöðum landsins. „Það hefur uppeldislegt og menningarlegt gildi að vera samtíða fólki annars staðar en úr heimasveit sinni og Nemendur við MA veturinn 1991-92, skipting eftir kjördæmum Erlendis 3 Norðurland eystra 460 Norðurland vestra 84 Vestfiröir 17 Vesturland 23 Reykjanes 11 Reykjavik 5 Suðurland 7 Austurland 20 Alls: 630 * Strandir taldar meö Noröurlandi vestra Nemendur við MA úr Norðurlandi eystra, skipting eftir byggðarlögum Norður-Þing. 14 Suður-Þing. 37 Akureyri 330 Eyjafjarðarsveit 43 Ólafsfjöröur 11 Dalvík 25 Alls: 460 meiri skatta á félögin, þar af leið- andi væri minna sem hvert félag gæti gert. Verkalýðsfélag Húsa- víkur greiðir t.d. í skatta til landssambandanna og Alþýðu- sambandsins, nálægt einu starfi og þá sjáum við hvað stærri félög- in gera,“ sagði Kári Arnór. Á þinginu kom fram tillaga um að leggja niður landssamböndin en taka upp eitt deildaskipt Alþýðusamband. Það þýddi að sambandinu yrði skipt niður í deildir eftir starfsgreinum, og starfsgreinarnar héldu síðan sín þing eins og landssamböndin gera núna. „Með þessu fyrir- komulagi yrðum við komin með alla starfsemina á einn stað. Við mundum þá nýta miklu betur þessa peninga, það þurfa ekki all- ir sérstakan skrifstofubúnað og ákveðinn kjarni starfsliðs nýtist betur. Ég held líka að þetta gæti þýtt betra samkomulag innan hreyfingarinnar. Þetta er mjög umdeilt mál en það var líka sett fram til að menn hugsuðu um þetta. Menn í Alþýðusambandinu hafa verið í skipulagsumræðum í þrjátíu ár og það hefur ekkert skeð. Við lif- um í síbreytilegu þjóðfélagi og við verðum að laga sambandið að þeim breytingum sem verða. Og við verðum að fara vel með pen- inga okkar félagsmanna, þeir eiga rétt á að fá sem mesta þjón- ustu fyrir þá og ég held að með umræddu fyrirkomulagi nýtist fjármunirnir miklu betur. Ég sé ekki að þetta muni auka neitt miðstýringu, því landssamböndin eru öll með skrifstofur fyrir sunnan,“ sagði Kári Arnór. IM ef til vill er þetta ekki til að styrkja stöðu landsbyggðarinnar. Auk þess má líka nefna að margt ungmennið hefur gott af að fara að heiman, því heimskt er heima- alið barn.“ Á meðfylgjandi kökum sést glögglega skipting nemenda við MA, annars vegar eftir kjördæm- um og hins vegar eftir byggðar- lögum í Norðurlandskjördæmi eystra. óþh Akureyri-Dalvík-Olafsfjörður Sérleyfishafi Ævar Klemenzson Vetraráætlun 1/9 til 30/4 ’92 Frá Ólafsfirði Frá Dalvík Frá Dalvík Frá Litla-Árskógssandi Frá Akureyri Frá Akureyri S 19.30 20.00 21.00* M 13.00 13.15 15.30 Þ M 08.30 08.30 09.00 09.00 12.30 09.15 12.30 F 08.30 09.00 12.30 F 08.30 09.00 15.00 09.15 12.30* 17.00 Afgreiðsla á Akureyri í Umferðarmiðstöðinni Hafnarstræti 82, sími 24442. Vörumóttaka: Sími 24729, opin alla virka daga frá kl. 09.00 til 17.00 til Hríseyjar, Dalvíkur og Ólafs- fjarðar. Afgreiðsla á Dalvík hjá Samskip sími 61000 fyrir vörur fyrir sérleyfis- og hópferðabíla 61597, 61124, 61654. * Aðeins ekið til Dalvíkur. Afgreiðsla í Ólafsfirði: Söluskálinn við Ægisgötu, sími 62262. Ólafsfirðingar þurfa að panta far í sunnudagsferð kl. 19.30 fyrir kl. 18.00 á sunnudag. Sérleyfishafi. TF 2000 Heyskeri Ódýr og hentugur Oleo Mac TF 2000 hefur svo sannarlega slegið í gegn áundanförnumárum.Skerinn vegur aðeins 13 kg og er sérlega meðfærilegur. Upp- haflega er Oleo Mac TF 2000 hannaöurtilþessað skeraí sundur rúllubagga, en vegna þess hve sterkbyggðurhannerog rafmótorinn aflmikill, má nota hann til þess að skera úr bæöi votheys- og þurrheys- stæðum. Beita má skeranum bæði lárétt og lóðrétt. Fyrir eigendur Oleo Mac TF 2000 bjóðum við sem fyrr brýningu á kömbum. Sendiö okkur kambana og viö brýnum þá og sendum svo strax til baka. Þetta er fljótleg og þægileg þjónusta sem skilar sér í meira rekstraröryggi og lengri endingu skerans. Varahluta og viðgerðarþjónusta Diia& puveiaviogeroirv^—o FJOLNISGOTU 2A - AKUREYRI - SIMI 22466

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.