Dagur - 08.10.1991, Blaðsíða 3

Dagur - 08.10.1991, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 8. október 1991 - DAGUR - 3 Fréttir Blönduvirkjun: Fyrsta aflvélin af þremur formlega tekin í notkun - kostnaður við virkjunina rúmir 13 milljarðar króna Fyrsta vélin af þremur í Blönduvirkjun, var formlega ræst og tekin til notkunar sl. laugardag. Hver vél er 50 MW og er virkjunin því alls 150 MW að afli. Önnur vél verður tilbúin til notkunar um n.k. áramót og hin þriðja í byrjun mars á næsta ári. í frétt frá Landsvirkjun kemur fram að kostnaður við byggingu Blönduvirkjun er áætlaður N autakj ötsmarkaðurinn: Getum ekki greitt fuflt verð meðan aðrir gera það ekki - segir Sigfús Jónsson hjá Ferskum afurðum á Hvammstanga „Mér finnst það vera í verka- hring bændasamtakanna að ráðast í víðtækar aðgerðir í þessum nautakjötsmálum. Við norðanmenn getum auðvitað ekki staðið í að greiða út fullt verð þegar aðrir borga ekki nema hluta af grundvallar- verði. Sem stendur er ég hræddastur um að þetta skili sér ekki til neytandans,“ segir Sigfús Jónsson, framkvæmda- stjóri Ferskra afurða á Hvammstanga, aðspurður hvort fyrirtækið hyggist lækka skilaverð á nautakjöti til bænda í framhaldi af vaxandi framboði. Eins og fram hefur komið hafa tveir sláturleyfishafar á Suður- landi lækkað verð á nautakjöti vegna offramboðs. Sigfús segir ljóst að eigi aðrir sláturleyfishaf- ar að keppa við sunnlensku aðil- ana á markaðnum verði þeir, fyrr eða síðar, að gera slíkt hið sama. Sigfús segir Ijóst að kúabændur geti engum öðrum en sjálfum sér kennt um hvernig komið er enda hafi þeir alla aðstöðu til að stjórna þessum málum. „Ég held því að menn verði að setjast niður, viðurkenna staðreyndir og stíga sig út úr vandanum. Það er kúabænda sjálfra að taka á þessu máli og geri þeir það ekki þá eru þeirra samtök verri en engin,“ segir Sigfús. Sigfús segir að það hafi legið í loftinu í allt sumar að framboð á nautakjöti í haust yrði mikið. Samtök bænda hafi legið fram á lappir sínar og því verið óviðbún- Dalvík: Miimingarstofti um dr. Kristján Eldjárn komið upp í Hvoli Ákveöið hefur verið að koma upp sérstakri minningarstofu um dr. Kristján Eldjárn, fyrr- verandi forseta íslands, í safna- húsinu Hvoli á Dalvík. Þegar er byrjað að innrétta minning- arstofuna og er við það miðað að hún verði opnuð fyrir 6. desember nk., fæðingardag dr. Kristjáns, en þá hefði hann orðið 75 ára gamall. Stjórn byggðasafnsins hefur að undanförnu átt viðræður við frú Halldóru Eldjárn og Þórarin Eldjárn um að setja upp minn- ingarstofu um dr. Kristján heit- inn og heiðra þannig minningu hans, en eins og kunnugt er var liann Svarfdælingur að ætt og uppruna. Þau mæðgin tóku mjög vel í hugmyndina og í framhaldi af því var tengdasyni dr. Kristjáns, Stefáni Erni, falið að gera teikningar að innréttingum í minningarstofunni. Vel verður til hennar vandað og mun Dalvíkurbær m.a. leggja fjármuni til hennar. Samkvæmt upplýsingum Dags verður minningarstofan í Hvoli þar sem áður voru ýmsir munir tengdir Jóhanni Svarfdælingi. Þeir munir eru nú komnir upp á efstu hæð hússins. í minningarstofunni verður m.a. handrit sem dr. Kristján skrifaði, bækur sem eftir hann liggja, bæði frumsamdar og þýddar, fjöldi mynda og síðast en ekki síst afsteypa af brjóstmynd Sigurjóns Ólafssonar af dr. Kristjáni. Stjórn byggðasafnsins Hvols vill koma því á framfæri að fólk, sem kynni að eiga í fórum sínum merkilegar ljósmyndir eða annað sem tengist dr. Kristjáni, hafi samband við stjórnarmenn. Þeir eru Gylfi Björnsson, Júlíus Kristjánsson og Kristján Ólafs- son. óþh IVleðal inuna, scm verða í minning- arstofunni, er afsteypa af brjóst- mynd Sigurjóns Ólafssonar af dr. Kristjáni Eldjárn. in þegar fram á haustið kom. „Ég þekki ekki annað eins framboð eins og nú er. Hugsanlega hefur magnast upp einhver taugaveikl- un í kringum þetta en það er ekki skýringin. Okkur stendur ein- faldlega mikið til boða,‘ Sigfús. 10,9 milljarðar kr. og fjár- magnskostnaður 2,3 milljarðar kr. eða samtals 13,2 milljarðar kr. á verðlagi á miðju þessu ári. Vinna við virkjunina hófst með jarðgangagerð haustið 1984 og var þá stefnt að því að rekstur gæti hafist haustið 1988. Mark- aðsaðstæður breyttust hins vegar skömmu síðar og varð niðurstað- an sú að stíflugerð og vélaniður- setningu var frestað og gangsetn- ing ákveðin í byrjun október 1991. Af þessu ástæðum hefur fram- kvæmdatíminn orðið mun lengri en venja er um virkjanir. Hlé hefur þó ekki orðið á fram- kvæmdum nema veturinn 1988 til 1989. Fram að þeim tíma var mannfjöldi við verkið á bilinu 30- 130 en síðan hafa starfsmenn ver- ið mun fleiri og urðu flestir um 500 á miðju sumri 1990. í sumar urðu starfsmenn flestir um 380. Verkinu var skipt í mjög marga verkþætti, sem boðnir voru út sérstaklega og urðu verksdmningar alls rúmlega tuttugu talsins auk allmargra samninga um uppsetningu vinnu- búða og ýmis smærri verk. Þessi skipting verksins var meiri en áður hefur tíðkast við virkjanir og var til þess gerð að auðvelda íslenskum verktökum þátttöku. Leiddi þessi tilhögun til þess að íslensk fyrirtæki hafa átt aðild að öllum byggingarsamningum verksins, ýmist ein sér eða í sam- vinnu við dönsk, norsk, og sænsk fyrirtæki. Verktakar að megin- hluta vél- og rafbúnaðar eru hins vegar frá Japan, Noregi, Frakk- landi og Júgóslavíu, með nokk- urri þátttöku íslenskra aðila. Hönnun virkjunarinnar hefur verið í höndum íslenskra ráðgjaf- arfyrirtækja en Landsvirkjun hef- ur sjálf annast eftirlit með fram- kvæmdum. -KK Potta- plöntn- markaðtir 40 TEGUNDIR stærðir frá 20 cm til 2 m ERICULYNG STORIR PALMAR verð sem kemur öllum á óvart Blómahúsið Glerárgötu 34 Akureyri • S 22551

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.