Dagur - 08.10.1991, Blaðsíða 16

Dagur - 08.10.1991, Blaðsíða 16
Kodak ^ Express Gæóaframköllun Akureyri, þriðjudagur 8. október 1991 ★ Tryggðu filmunni þinni Jaesta cPedíomyndir' Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. Færð á vegum: HáJka á Öxnadalsheiði - lítill snjór á hálendinu en færð þó tekin að spillast - einkum austantil Vegurinn yfir Öxnadalsheiði var ruddur í gærmorgun en nokkuð hafði snjóað uin nótt- ina og veruleg hálka náð að myndast. Víkurskarð var greiðfært í gær og sömuleiðis leiðin frá Dalvík að Múlagöng- um. Lágheiði lokaðist hins veg- ar í síðustu viku og aðeins er fært jeppum og stærri bílum um Oxarfjarðarheiði og Möðrudalsöræfi. Lítill snjór er á Hveravöllum en meira hefur snjóað austar á hálendinu. Samkvæmt upplýsingum vega- gerðarinnar á Akureyri var snjó rutt af veginum um Öxnadals- heiði í gærmorgun. Nokkuð hafði snjóað og mikil hálka náð að myndast. Vegurinn um Víkur- skarð var talinn auður síðdegis í gær þótt gránað hefði í skarðinu. Skotfæri er til Ólafsfjarðar en vegurinn um Lágheiði niður í Fljót varð ófær í síðustu viku og verð- ur ekki opnaður á meðan engar breytingar eru fyrirsjáanlegar á veðri. Þá er Öxarfjarðarheiði einungis fær jeppum og bílum með drif á öllum hjólum og færð er einnig farin að versna á Möðrudalsöræfum. Að sögn Hörpu Lindar Guð- brandsdóttur á Hveravöllum er lítill snjór þar efra ennþá. Þó hef- ur skafið nokkuð á veginn og sagði hún að færð gæti eitthvað verið farin að versna af þeim sökum. Meiri snjór væri austar á hálendinu og kvaðst hún hafa heyrt í jeppamönnum um helg- ina, sem verið hefðu á ferð á Sprengisandi þar sem færð hefði verið farin að versna verulega. Vegaeftirlitsmenn vegagerðar- innar á Akureyri sögðu að nú væri nauðsynlegt að búa ökutæki til vetraraksturs ef menn ætluðu að leggja á fjallvegi því alltaf mætti búast við hálku er þessi árstími færi í hönd. ÞI Þingað í Þverárrétt sl. sunnudag. Mynd: Golli Náttúruverndarráð vill stöðva kísilgúrtöku úr Mývatni hið fyrsta: Ákvörðun verður að taka fyrir áramót segir Róbert Agnarsson, forstjóri Kísiliðjunnar hf. „Ég er þeirrar skoðunar að menn taki þá ákvörðun að Kísiliðjan fái að vera hér áfram lengur en Náttúruverndarráð gefur til kynna,“ segir Róbert Agnarsson, framkvæmdastjóri Enghin hiti 1 nágrenni Hofsóss - tilraunaborunum hætt Tilraunaborunum eftir heitu vatni í nágrenni Hofsóss var hætt skömmu fyrir helgi eftir að boraðar höfðu verið sex holur og enginn hiti fundist. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða sá um verkið, en til stóð að boraðar yrðu tíu holur. „Þeir sáu ekki ástæðu til að bora fleiri en sex holur því engar vísbendingar voru um að heitt vatn væri á þessu svæði. Sýni voru samt tekin og verða þau send í rannsókn og hitinn mældur í holunum eftir mánuð. Það er samt ekki útlit fyrir að við getum yljað okkur við það í skammdeg- inu í vetur að eiga von á heitu vatni,“ segir Jón Guðmundsson, sveitarstjóri Hofshrepps. Boraðar voru 40-60 metra djúpar holur og bergsýni tekin. M.a. var borað hjá svokölluðum Reykjarhól, en að sögn Jóns virðist hafa rokið upp af þeim hól af öðruni ástæðum en jarðhita þegar hann fékk nafn sitt, því þar var jarðvegur hvað kaldastur. SBG Skógrækt ríkisins á Vöglum: Fjögur gróðurhús fiiku í óveðrinu í óveðrinu sem gerði á Norðurlandi aðfaranótt fimmtudags urðu töluverðar skemmdir hjá Skógrækt ríkis- ins á Vöglum. Að sögn Sigurð- ar Skúlasonar, fuku fjögur gróðurhús. Tvö gróðurhús- anna voru 120 ferm. að stærð en einnig fuku tvö önnur minni hús. Þessi hús voru komin til ára sinna enda elstu gróðurhúsin á staðnum og notuð undir sáning- ar. Nokkrar minni háttar aur- skriður féllu í landi Sigríðarstaða og náði ein þeirra inn á tún. Á föstudag féll síðan aurskriða úr fjallinu milli Háls og Birn- ingsstaða. Skriðan náði niður að gamla þjóðveginum sem liggur austur Ljósavatnsskarð. Nokkrar skemmdir urðu á girðingum og einn staur í rafmagnslínu bæj- anna Birningsstaða og Kambs- staða brotnaði. Óhemju mikil úrkoma hefur verið hér í dalnum og muna sum- ir ekki eftir öðru eins. MG/Hálsi Kísiliðjunnar hf. í Mývatns- sveit. Sl. föstudag sendi Náttúru- verndarráð frá sér umsögn um skýrslu Sérfræðinganefndar um Mývatnsrannsóknir og er þar lagt til að kísilgúrtaka úr Mývatni verði stöðvuð hið fyrsta. Ráðið leggur til að gengið verði frá námunni á skipulegan hátt og endanleg mörk svæðisins og „tímamörk vinnslunnar verði ákvörðuð út frá námunni á vís- indalegum forsendum,“ eins og segir orðrétt í umsögninni. „Náttúruverndarráð hefur til grundvallar skýrslu Sérfræðinga- nefndar um Mývatnsrannsóknir, sem við höfum lesið út úr að væri mjög jákvæð í garð Kísiliðjunnar og þeirrar starfsemi sem hér fer fram. Við erum greinilega með öðruvísi gleraugu en þeir sem sitja í Náttúruverndarráði," sagði Róbert. Auk álits Náttúruverndarráðs liggur fyrir umsögn stjórnar Nátt- úrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn um skýrslu Sérfræðinga- nefndarinnar. Þar kemur m.a. fram það álit að dæling á Bolum eða annars staðar sunnan Teiga- sunds sé ekki ásættanlegur kostur og lagt er til að þegar verði haf- inn undirbúningur að formlegri friðun vatnsbotnsins þar. í bókun frá einum stjórnarmanna rann- sóknastöðvarinnar, Sigurði Rún- ari Ragnarssyni, sveitarstjóra Skútustaðahrepps, segir hins veg- ar að hann telji ekki að áhætta af vinnslu á nýju svæði á Bolum réttlæti að landamæralína verði dregin fyrir hana um Teigasund. í Náttúruverndarráði sitja nú sem aðalmenn Arnþór Garðars- son, prófessor í dýrafræði, for- maður, Birna G. Bjarnleifsdótt- ir, skólastjóri Leiðsöguskólans, varaformaður, Bryndís Brands- dóttir, jarðfræðingur við HÍ, Einar E. Sæmundsson, garð- yrkjustjóri Kópavogs, Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíf- fræði við HÍ, Ingvi Þorsteinsson, deildarstjóri á RALA, Jón Birgir Jónsson, yfirverkfræðingur Vegagerðar ríkisins og Þórunn Þ. Reykdal, líffræðingur. Umsögn Náttúruverndarráðs fer til Eiðs Guðnasonar, umhverfisráðherra, sem mun væntanlega senda umsögn um málið fyrir hönd umhverfisráðu- neytisins til Jóns Sigurðssonar, iðnaðarráðherra. Það er síðan hans að ákveða endanlega um framtíð Kísiliðjunnar. Róbert Agnarsson lagði á það áherslu í samtali við Dag í gær að stjórnsýslan yrði að taka endan- lcga ákvörðun um framhald kísil- gúrvinnslu hjá Kísiliðjunni hf. fyrir áramót. Ekki væri búandi við slíka óvissu öllu lengur. Bróðurpartur umsagnar Nátt- úruverndarráðs um Sérfræðinga- skýrsluna birtist á blaðsíðu 4. óþh Norðurland vestra: Erill hjá lögreglu Töluverður erill var hjá lög- gæslumönnum á Norðurlandi vestra um helgina. Aðfaranótt Iaugardags tók Iögreglan á Blönduósi tvo ökumenn fyrir meintan ölvunarakstur á Skagaströnd. Á laugardeginum var síðan réttað m.a. í Víðidalstungurétt í V-Hún og Laufskálarétt í Skaga- firði. I tengslum við réttirnar voru réttardansleikir í Víðihlíð og Miðgarði. Um þúsund manns sóttu skagfirska dansleikinn, en þar lék hljómsveit Geirmundar Valtýssonar og að sögn lögregl- unnar á Sauðárkróki var töluvert um pústra á dansleiknum og fyrir utan samkomuhúsið. Þau tvö sem flytja þurfti á sjúkrahús slösuðust þó ekki í slagsmálum, en ein stúlka missteig sig illilega og fótbrotnaði og einnig þurfti að sauma nokkur spor í höfuðleður pilts er hrasaði utandyra. Dans- leikurinn í Víðihlíð fór aftur á móti vel fram. SBG Óveður spillir loðnuleit: Leitarskipin í vari í gær - Höfrungur og Súlan vör við loðnu á sunnudag Óveður hefur hamlað loðnu- leitinni sem hófst um helgina. Súlan EA tekur þátt í leitinni og hélt skipið úr höfn á Akur- eyri á laugardag en var komið í var fyrir veðrinu á sunnudags- kvöld. Þar lá skipið enn síðast er fréttist í gær. „Hér er brjálað veður og við höfum lítið getað leitað," sagði Helgi Ásmundsson, skipverji á Súlunni, þegar haft var samband við skipið síðdegis í gær. „Við náðum að skoða aðeins í morgunsárið á sunnudag en það var lítið. Við urðum varir við eitthvað „ryk“ þá en það var ekk- ert veiðanlegt,“ sagði Helgi. Leitarskipið Höfrungur varð einnig vart við loðnu um helgina og þá á Dohrnbanka. Spáð var batnandi veðri fyrir síðastliðna nótt og ættu leitarskipin þá að geta byrjað á nýjan leik en búist er við að loðnuleit standi næstu tvær vikur. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.