Dagur - 08.10.1991, Síða 4

Dagur - 08.10.1991, Síða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 8. október 1991 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÓRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Úlfur í sauðargæru I nýútkomnu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að rekstrargjöld ríkisins aukist úr 12% af landsframleiðslu í 13% og að heildartekjur ríkis- ins hækki um fjóra milljarða eða úr 27% af lands- framleiðslu þessa árs í 28% á næsta ári. Tekjur ríkis- sjóðs á komandi ári eru áætlaðar 106 milljarðar króna samkvæmt frumvarpinu en útgjöld 110 millj- arðar. Hrein lánsfjárþörf ríkisins er því um fjórir milljarðar króna eða rúmlega 1% af landsfram- leiðslu. Forsendur fyrir því að þessar tölur fjárlaga- frumvarpsins standist eru í fyrsta lagi þær að laun í landinu haldist algerlega óbreytt. í öðru lagi er gert ráð fyrir að meðalgengi breytist ekki og í þriðja lagi að einkaneysla dragist saman um 3% og fjár- festingar um að minnsta kosti 0,5%. Landsfram- leiðsla og þjóðartekjur eiga að dragast saman um 1,5% og 3,1% auk þess sem gert er ráð fyrir versn- andi viðskiptakjörum íslands við önnur ríki um allt að 5,5%. Þá er einnig gert ráð fyrir að atvinnuleysi aukist um 2 % og að skattbyrði einstaklinga vaxi um 0,3% vegna breytinga á sköttum en engin þjón- ustugjöld eru reiknuð með í þeirri tölu. Fyrir síðustu Alþingiskosningar lögðu talsmenn núverandi stjórnarflokka, einkum Sjálfstæðisflokks- ins áherslu á lækkun skatta. Þeir gerðu nánast grín að varnaðarorðum aðstandenda fyrri ríkisstjórnar um að nauðsynlegt gæti reynst að auka skatt- heimtu lítillega um tíma á meðan verið væri að draga úr mikilli lánsfjárþörf ríkissjóðs og treysta þann stöðugleika er náðist í efnahagsmálum á ís- landi á síðastliðnum tveimur árum. Ríkisstjórnin telur sig því vera trúa málflutningi sínum fyrir kosn- ingar í hinu nýja fjárlagafrumvarpi og skattbyrðin skal ekki aukast nema um brot úr prósentu. Vel væri að verki staðið ef satt reyndist. Þegar litið er nánar yfir fjárlagafrumvarpið fyrir komandi ár verður fljótt Ijóst að innheimta verður nauðsynlegar tekjur í ríkissjóð af þegnum þjóð- félagsins eins og verið hefur. Breytt hefur verið um nafn og tekið upp heitið þjónustugjöld, sem fólki og fyrirtækjum er nú ætlað að greiða. Þar má meðal annars nefna beina þátttöku almennings í ýmsum kostnaði við heilbrigðisþjónustuna, aukin þjónustu- gjöld atvinnuveganna, einkum sjávarútvegsins og hugmyndir um innheimtu skólagjalda. Rökstuðn- ingur fyrir þessum gjöldum í stað skatta er sá að þá greiði þeir sem þjónustunnar njóti. Á hinn bóginn verður ekki spurt um aðstæður þeirra er einhvers þurfa með og í því liggur sá megin munur, sem er á þessum tveimur innheimtuformum. Þessi breyting á tilhögun innheimtunnar er því í rauninni ekkert annað en blekking því ríkissjóður sækir fjármuni í vasa fólksins í landinu af meiri þunga en áður aðeins í formi annarra gjaldstofna. Fjárlagafrum- varpið er því úlfur í sauðargæru. Undir sakleysisleg- um feldi 0,3% aukningar skattbyrði einstaklinga leynast margvíslegar gjaldtökur er margar hverjar leggjast einkum á þá sem minna hafa að leggja hin- um sameinginlega sjóði til á tímum minnkandi kaupmáttar og vaxandi atvinnuleysis. ÞI I DAGS-LJÓSINU Umsögn Náttúruverndarráðs um skýrslu Sérfræðinganefndar um Mývatn: Stöðva ber kísUgúrtöku úr Mývatni hið fyrsta Náttúruverndarráð sendi sl. föstudag frá sér umsögn um nefndarálit svokallaðrar Sér- fræðinganefndar um Mývatns- rannsókiiú', sem birt var í júlí sl. Alit Náttúruverndarráðs birtist hér að undanskildum kafla þar sem rifjaðar eru upp helstu niðurstöður Sérfræð- inganefndarinnar í skýrslu hennar. Þeirri skýrslu voru á sínum tíma gerð ítarleg skil hér í Degi. Inngangur Skútustaðahreppur, þar á meðal Mývatn, svo og Laxá í Suður- Þingeyjarsýslu, er sem kunnugt er verndaður vinnustaður með sérstökum lögum nr. 36/1974. Auk þess njóta Mývatn og Laxá alþjóðlegrar verndar samkvæmt samþykkt um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf (Ramsar-samþykktinni) sem ísland varð aðili að 2. des- ember 1977. Með bréfi dags. 13. ágúst 1966, veitti iðnaðarráðherra Kísiliðj- unni hf. námaleyfi, samkvæmt 1. og 9. grein laga nr. 80/1966, til tuttugu ára frá þeim degi. Nú- gildandi námuleyfi Kísiliðjunnar er gefið út af iðnaðarráðuneytinu 10. desember 1986. Þegar lögin um verndun Mý- vatns og Laxár tóku gildi, hafði Kísiliðjan þegar starfað í um 6 ár. Nokkrar áhyggjur voru þá komnar fram um umhverfisáhrif af starfsemi Kísiliðjunnar. í 5. grein laga nr. 36/1974 er gert ráð fyrir að sett verði „reglugerð um varnir gegn hverskonar mengun svæðis þess, er lögin taka til, og skal þar nt.a. kveðið á um sér- stakar mengunarvarnir Kísiliðj- unnar við Mývatn..“ í 12. grein reglugerðar nr. 136/1978, um framkvæmd laganna um verndun Mývatns og Laxár, er kveðið á um að hver sú starfsemi sem rek- in er á svæðinu, skuli „kappkosta að halda í lágmarki mengun og öðrum umhverfisáhrifum sem af viðkomandi starfsemi leiðir. Valdi starfsemi mengun, ofauðg- un (eutrofication) eða öðrum neikvæðum áhrifum á umhverfið skal skylt að koma í veg fyrir það og bæta orðinn skaða svo sem kostur er.“ Engar umhverfisrannsóknir fóru fram í tengslum við stofun Kísiliðjunnar. Æskilegt hefði verið að ítarleg vistfræðileg könnun á vatninu hefði farið fram áður en námuvinnsla hófst í Ytriflóa, þannig að traustur samanburðargrundvöllur lægi fyrir til þess að byggja á mat á áhrifum vinnslunnar. Engar til- raunir voru heldur gerðar til þess að meta í hverju líkleg áhrif námuvinnslunnar fælust. Eftir að Kísiliðjan hóf starf- semi sína hafa komið fram ýmsar neikvæðar breytingar á silunga- stofnum og fuglastofnum Mývatns. Þessir stofnar virðast flestir hafa verið breytilegir fyrr á tímum, en ekki er vitað til þess að stofnlægðir í líkingum við þær, sem urðu 1970, 1976, 1983-4 og 1988-9, hafi átt sér stað fyrr á öldinni. Telja má víst að átu- skortur valdi stofnlægðum í silungi og fuglum og er þar oft um að ræða átutegundir er aftur lifa á lífrænum efnum og örverum í efstu lögum botnsetsins. Ýmsar umhverfisbreytingar, aðrar en kísiltaka úr botni Mývatns, hafa átt sér stað á svæðinu á síðustu áratugum (sbr. skýrslu Sérfræð- inganefndar bls. 20). Engin þess- ara umhverfisbreytinga önnur en kísiltakan er þó líkleg til þess að valda framkomnum átuskorti. Þetta er að vísu ekki sagt beinum orðum í skýrslunni. Hins vegar er ljóst að kísilnám hefur valdið verulegri röskun á tilflutningi botnsets í Mývatni. Botnsetið er mikilvægur fæðugrundvöllur þeirra botndýra, sem skipta mestu fyrir silung og fugla. Mikil fækkun hefur átt sér stað í þess- um stofnum síðastliðin 20 ár. Endurskoðun námuleyfís í núgildandi námuleyfi Kísiliðj- unnar, frá 10. desember 1986, er meðal annars kveðið á um að efnistaka verksmiðjunnar skuli framkvæmd þannig „...að sem minnst röskun verði gerð á hags- munum í grendinni. Einkum ber Kísiliðjunni hf. að gera allar þær varúðar- og öryggisráðstafanir, sem við verður komið, til þess að koma í veg fyrir að dýralíf og gróður í Mývatni og við Mývatn bíð tjón af starfrækslu námunn- ar.“ Samkvæmt námuleyfinu skal iðnaðarráðherra endurskoða leyfið, „...ef ljóst þykir með hlið- sjón af rannsóknum og að mati Náttúruverndarráðs að verulegar breytingar til hins verra verði á dýralífi og gróðri í og við Mývatn, sem rekja megi til námurekstrarins og hafi í för með sér varanleg áhrif til hins verra á dýralíf og gróður í og við Mývatn.“ Skýrsla Sérfræðinganefndar- innar sýnir að breytingar til hins verra hafa orðið á dýralífi og gróðri í Mývatni. Óyggjandi er að sumar þessara breytinga má rekja til námurekstrarins og miklar líkur eru á hinu sama um aðrar breytingar. Enginn vafi leikur á því að röskun á setflutn- ingum í Mývatni hefur í för með sér varanleg áhrif til hins verra á dýralíf og gróður í og við Mývatn. Niðurstöður Það er mat Náttúruverndarráðs að endurskoða beri skilmála gild- andi námuleyfis. Nauðsynlegt er að í endurskoðuninni verði tekið fullt tillit til þess að Mývatns- svæðið er einstök náttúrugersemi sem verndað er samkvæmt lands- lögum og með alþjóðasamþykkt. Náttúruverndarráð ályktar að stöðva beri kísilgúrtöku úr Mývatni hið fyrsta. Ráðið leggur til að gengið verði frá námunni á skipulegan hátt. Endanleg mörk svæðis og tímamörk vinnslunnar verði ákvörðuð út frá vísindaleg- um forsendum. Gerð verði sér- stök áætlun um lok starfseminn- ar. í þeirri áætlun verði meðal annars tekið mið af eftirfarandi atriðum: 1. Tímamörk námuleyfis Kísil- iðjunnar verði þrengd, þannig að þau verði miðuð við það efnis- magn, sem nýtanlegt er innan ramma laga um verndun Mývatns og Laxár, nr. 36/1974, og í sam- ræmi við það markmið núgild- andi námuleyfis að eigi verði verulegar og varanlegar breyting- ar til hins verra á dýralífi og gróðri í og við Mývatn. 2. Námuvinnsla verði að öðru jöfnu takmörkuð við þau svæði í Ytriflóa sem eru innan marka núgildandi námuleyfis frá 10. desember 1986. Engin námu- vinnsla verði heimiluð innan marka sem þegar hafa verið dreg- in í Ytriflóa samkvæmt námu- leyfi. Meðal annars þarf að ganga þannig frá endanlegri afmörkun námusvæðisins að breytingar á jöðrum þess hafi sem minnst áhrif á lífríkið. Undirbúa þarf áætlun um vöktun breytinga og framfylgja henni. Kanna þarf nánar aðgerðir til þess að draga úr skaða sem þegar er orðinn af völdum kísilgúrtöku úr Mývatni. 3. Engin námuvinnsla verði heimiluð sunnan Teigasunds. Náttúruverndarráð telur að nú þegar liggi fyrir nægar upplýsing- ar til þess að hafna algerlega hug- myndum um kísilgúrvinnslu í Mývatni sunnan Teigasunds. Slík vinnsla (jafnvel þótt hún færi aðeins fram í tilraunaskyni) hefur í för með sér verulega röskun á setburði í vatninu og þar með átuskilyrðum, til viðbótar þeirri ntiklu röskun sem þegar er orðin.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.