Dagur - 08.10.1991, Blaðsíða 13

Dagur - 08.10.1991, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 8. október 1991 - DAGUR - 13 Ný myndasaga á síðum Dags: Birtist í yfir tvö hundruð dagblöðum daglega í dag hefst ný myndasaga á síð- um Dags en um er að ræða marg verðlaunaða myndasögu ER ÁFENGI VANDAMÁL í ÞINNI FJÖLSKYLDU? AL-ANON fyrir ættingja og vini alkóhólista. FBA - Fullorðin börn alkóhólista. I þessum samtökum getur þú: * Bæ„ ástandið innan fjöl- * Hitt aðra sem glima við skyldunnar. sams konar vandamál. * Byggt upp sjállstraust þitt. * Oðlast von I stað örvænt- ingar. Fundarstaður: AA húsið, Strandgötu 21, Akureyri, síml 22373. Al-Anon deildir halda fundi á mánudögum kl, 21.00, miðvikudögum kl. 21.00 og laugardögum kl. 14.00. FBA, Fullorðin börn alkóhólista, halda fundi á þriðjudagskvöldum kl. 21.00. Nýtt fólk boðlð velkomið. Kvenfélagið Hlíð. Fundur verður haldinn í Dvalar- heimilinu Fllíð þriðjud. 8. október kl. 20.00. Rætt um vetrarstarfið og breytta til- högun á fjáröflunardögum félagsins. Mætið vel og takið með ykkur nýja félaga. eftir fyrrverandi kjarnorku- eðlisfræðing sem varð leiður á vinnunni sinni og ákvað að fara að teikna myndasögur. Hann segir frá Eggert og vin- um hans en saga þessi fer nú sigurför um hinn vestræna heirn. Eins og dyggir lesendur hafa vafalítið tekið eftir, hvarf Árland af sjónarsviðinu fyrir skömmu en hann höfum við nú kvatt fyrir fullt og allt eftir ágætis skemmtun. Af nýju hetjunni okkar, hon- unt Eggert er það að segja að hann er líklega ósköp venjulegur maður sem lendir í ósköp kunnug- legum aðstæðum en þar eru oft spaugilegustu atvikin að finna eins og við könnumst öll við. Eggert hefur unnið til fjölda verðlauna, hann er daglegur kunningi lesenda yfir tvö hundr- uð dagblaða og sagan um hann kosin besta teiknimyndasyrpan af lesendum sex stærstu dagblaða vestanhafs. Þá er verið að vinna að gerð teiknimyndasyrpu um Eggert. VG Iggesund AB gefur fé til landgræðsluskóga Fimmtudaginn 26. september síðastliðinn færði sænski papp- írsframleiðandinn Iggesund AB, sem er hluti fyrirtækja- samsteypunnar MoDo, forseta íslands, Vigdísi Finnbogadótt- ur, gjöf til styrktar átaki um ræktun landgræðsluskóga. Gjöfin er tvíþætt: Annars veg- ar er um að ræða peningagjöf að andvirði 50 þúsund sænskar krónur, um 500 þúsund íslensk- ar. Hins vegar heitir Iggesund AB sérfræðilegri aðstoð við rækt- un landgræðsluskóga á íslandi. Gjöfina afhenti einn af fram- kvæmdastjórum Iggesund, Björn Niklasson. MoDo er mjög umsvifamikið fyrirtæki í skógrækt, timbur- vinnslu og pappírsiðnaði og selur afurðir sínar um allan heint. Pappír frá fyrirtækinu hefur ntik- ið verið notaður hér á landi í umbúðir fyrir frystar sjávarafurð- ir. Velta MoDo á síðasta ári var u.þ.b. 190 ntilljarðar íslenskra króna á síðastliðnu ári og starfs- menn eru um 15 þúsund. Þeir hafa mjög látið til sín taka varð- andi umhverfismál og skynsam- lega nýtingu skóga. Hópur manna frá Iggesund/MoDo hélt fund sinn um umhverfismál og umbúðir í Reykjavík, en fundin- um lauk sama dag og gjöfin var Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir tekur við gjöfínni úr hendi Björns Niklasson, framkvæmdastjóra Iggesund AB. Með þeim á myndinni (t.v.) er Björn Z. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri Umbúðainiðstöðvarinnar hf. afhent. Björn Z. Ásgrímsson hjá Umbúðamiðstöðinni hf. hefur haft milligöngu um gjöfina, en Umbúðamiðstöðin hefur um áralugaskeið verið einn stærsti viðskipavinur Iggesund/MoDo hér á landi. Fermingarbörn í Akureyrarkirkju. Þau börn sem fermast eiga í Akureyrarkirkju vorið 1992 (börn fædd 1978) eru beðin að mæta til skrán- ingar og viðtals í Kapellu Akureyr- arkirkju fimmtudaginn 10. október nk. kl. 3 e.h. - eða kl. 4 e.h. (fyrir þau sem sá tími hentar betur). Þá verður börnunum kynnt tilhögun og námsefni fermingarfræðslunnar og biðjum við þau að taka með sér skriffæri. Síðar f mánuðinum mun- um við boða til fundar með foreldr- um fermingarbarnanna og verður sá fundur auglýstur með dreifibréfi sem börnin verða beðin fyrir. Gefst þá tækifæri til að ræða við okkur prestana um ferminguna og annað sem viðkemur fermingjarstarfinu. Þá foreldra sem eiga börn, sem dvelja fjarri, eða vilja leita nánari upplýsinga um ferminguna biðjum við að hafa samband við annan hvorn okkar. Með bestu kveðjum, Birgir Snæbjörnsson - Þórhallur Höskuldsson. „Mömmuniorgnar“ - Opið hús í safnaðar- heimili Akureyrarkirkju. Miðvikudaginn 9. októ- ber frá kl. 10-12. Karólína Stefánsdóttir, fjallar um tengslamyndun; samskipti foreldra og barna. Allir foreldrar velkomnir með börn „Fjölskyldumorgnar“ - Opið hús í Glerárkirkju alla þriðjudaga frá kl. 10-12. Tilgangurinn er að rækta mannlega þáttinn og miðla þekkingu og reynslu til annarra. Þriðjudaginn 8. október kemur Már Magnússon sálfræðingur f spjall og svarar fyrirspurnum. Allir velkomnir. Póstur og sími: Sundurliðuð yfirlit yfir síma- notkun í boði síðar í vetur - taka þó einungis til rétthafa síma sem tengjast stafræna kerfinu ekki meira en innanbæjarsímtal. Rétthafi atvinnusíma getur einnig óskað eftir sundurliðuðu yfirliti um símanotkun ef hann skuldbindur sig til að sjá til þess að öllum þeim sem nota viðkom- andi síma verði tilkynnt um skráninguna. Póstur og sími mun hraða frantkvæmd þessa máls eins oj unnt er og stefnt er að því ai byrja að bjóða þessa nýju þjón ustu snemma á næsta ári. Kostn aður við hana verður greiddur a þeim sem hennar njóta og nt; búast við því að gjaldtaka verð svipuð því sem nú tíðkast fyri sams konar þjónustu í farsíma kerfinu. Vetrarstarf í Sauðárkrókskirkju Vidskiptavinum Pósts og síma sem tengdir eru við stafræna kerfið mun síðar í vetur verða boðið upp á að fá send sund- urliðuð yfirlit yfir símanotkun sína. Tilgangurinn með þessari nýju þjónustu er að geta gefið þeim sem þess óska upplýsing- ar um notkun á eigin síma og útskýringar á símareikningum. Tölvunefnd hefur nýverið heimilað Pósti og síma að gefa rétthöfum sundurliðuð yfirlit yfir símanotkun. Þeir sem óska eftir slíku verða að vera rétthafar símans. Umsókn þeirra skal vera skrifleg og henni á að fylgja skrif- leg yfirlýsing um að maka/sam- býlismanni og skráðum notend- um símans hafi verið tilkynnt um að óskað verði eftir sundurliðun á símanotkun. Á yfirliti því sem rétthafi sím- ans fær sent má sjá hvert hringt er, hvenær, hve lengi símtalið stóð og hvað það kostaði. Til þess að vernda hagsmuni þess sem hringt er í verða tveir síðustu stafirnir í því símanúmeri þó ekki skráðir. Ekki verða skráð innanbæjar- símtöl heldur einungis þau sem eru seld á dýrari taxta, eins og langlínusímtöl, símtöl til útlanda og við farsíma svo og þegar hringt er í sérstaka upplýsinga- síma þar sem gjaldtaka er hærri. Sérstök athygli er vakin á því að ekkert er skráð þegar hringt er í græn símanúmer enda kostar það Vetrarstarf Sauðárkrókskirkju hófst sunnudaginn 6. október sl. en þá var fyrsta barnamessa vetrarins auk kvöldmessu. Barnamessur verða alla sunnu- dagsmorgna fram að jólum og þar sem lítið barnastarf var í kirkjunni sl. vetur er stefnt að þeim mun meira starfi í vetur. Athygli skal vakin á þeirri nýbreytni að hafa kvöldmessur, en svo virðist sem kvöldtíminn henti mörgum betur til kirkju- ferðar en hinn hefðbundni. Barnamessur hefjast klukkan 11.00 á sunnudagsmorgnum, en aðrar guðsþjónustur fram að jól- um verða sem hér segir: 20. okt.: messa kl. 14.00. 3. nóv.: messa kl. 14.00 (kaffi í Safnaðarheimili). 17. nóv.: kvöldmessa kl. 20.30. 1. des.: hátíðarmessa kl. 14.00 (kaffi í Safnaðarheimili). 8. des.: aðventukvöld kl. 20.00. 15. des.: messa kl. 14.00. Samkvæmt venju hefst ferm- ingarfræðslan um miðjan október með a.m.k. vikulegum fræðslu- stundum, auk þátttöku ferming- arbarnanna í guðsþjónustum. Fermingarnámskeið verður svo á Löngumýri í nóvember. Félagsstarf á vegum kirkjunnar fyrir þá sem eldri eru, verður fjölbreytt í vetur. Á miðvikudög- um frá kl. 13.00-16.00 verður handavinna í Safnaðarheimilinu og spilað á fimmtudögum og þriðjudögum á sama tíma. Opið hús og aðrar samkomur verða si'ðan um aðra hverja helgi og einnig er fyrirhugað að fara í dagsferðir um fjörðinn og til nálægðra byggðariaga um helgar. Fólk er hvatt til að taka virkan þátt í starfi kirkju sinnar á kom- andi vetri. Með bæn um guðs blessun. (Frú Sauðarkrókskirkju) Vinningstölur 5. okt. ’91 | (16K 30) (27) VINNINGAR fjöldi VINNINGSHAFA UPPHÆÐ A HVERN VINNINGSHAFA 1, 5af5 0 2.744.445,- í 2. 4af5? ffio 47.715,- I 3. 4af5 110 7.482,- ■ 4. 3af5 4.139 464,- > Heildarvinningsupphæðþessaviku: 5.965.111.- 8 M 1 ■ upplýsingar:símsvari91 -681511 lukkulína991002 Hús fyrir ferða- þjöniistu Verð aðeinskr. 1.350.000 sé pöntun staðfest fyrir 20. okt. nk. Hafið samband. .TRÉSMIÐJAN A\ MOGIL SF.yy Svalbarðsströnd, sími 96-21570.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.