Dagur - 15.11.1991, Blaðsíða 5

Dagur - 15.11.1991, Blaðsíða 5
Föstudagur 15. nóvember 1991 - DAGUR - 5 ER Clas’Uf * UTRCUEÐ'N RÍKJRNDI | AKUREYRI ^23599 Leiðbeinandi við félagsstarf aldraðra Laust er til umsóknar 80% starf leiðbeinanda við félagsstarf aidraðra í þjónustumiðstöð- inni Hlíð frá 1. janúar 1992. Starfið felst í því að leiðbeina eldra fólki við handavinnu, föndur, æfingar og annað tóm- stundagaman. Ánægjulegt og lifandi starf fyrir þá, sem hafa gaman af að umgangast fólk. Laun samkvæmt kjarasamningi STAK og Akur- eyrarbæjar. Upplýsingar um starfið gefa forstöðumaður félagsstarfs aldraðra í síma 27930 og starfs- mannastjóri Akureyrarbæjar í síma 21000. Umsóknarfrestur er til 29. nóvember nk. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akur- eyrarbæjar Geislagötu 9. Deildarstjóri Öldrunardeildar. Salur Tónlistarskólans á Akureyri: Sigmundur og Gunnar með tónleika Sigmundur og Gunnar Jónssynir ásamt David Knowles píanóleikara. Árleg þriggja kvölda spilavist ungmennafélaganna Árroðans, Framtíðarinnar og Vorboðans í Eyjafjarðarsveit hefst nk. þriðju- dagskvöld í Sólgarði. Næst verð- ur spilað í Laugarborg sunnu- dagskvöldið 24. nóvember og spilamennskunni lýkur í Frey- vangi þriðjudagskvöldið 29. nóvember. Öll kvöldin verður byrjað að spila kl. 20.30. Að afloknu síð- asta spilakvöldinu í Freyvangi verður þar slegið upp balli undir tónaflóði hljómsveitarinnar NAMM. Verðlaun hækka um þriðjung Bræðurnir Sigmundur og Gunnar Jónssynir halda söngtónleika á sal Tónlistarskólans á Akureyri nk. sunnudag kl. 17 við undirleik David Knowles. Þeir bræðurnir syngja einsöngs- og tvísöngslög, bæði innlend og erlend. Rétt er að geta þess að þeir syngja einnig á Dvalarheimilinu Hlíð kl. 16 milli ára. Fyrstu heildarverðlaun verða 5 daga ferð fyrir tvo til Dyflinar á írlandi. Innifalið er fargjald Akureyri-Reykjavík- Akureyri auk gistingar fyrir tvo á Hótel Loftleiðum. Flugvalla- skattur og ferðarofstrygging er einnig innifalið svo og 25 þúsund krónur í vasapening. sama dag. Sigmundur og Gunnar eru fæddir og uppaldir á bænum Ein- fætingsgili í Bitrufirði í Stranda- sýslu. Þeir eru nú báðir búsettir á suðvesturhorninu. Sigmundur er 34 ára og starfar sem sölumaður. Hann hefur not- ið tilsagnar í söng hjá Snæbjörgu Snæbjarnardóttur og Sigurði Dementz og er félagi í Karlakór Reykjavíkur og fleiri kórum, s.s. Kirkjukór Bústaðakirkju, Kór Átthagafélags Strandamanna og fl. Gunnar Jónsson er 32 ára rennisniiður. Hann hefur notið tilsagnar í söng hjá Snæbjörgu Snæbjarnardóttur og hefur sung- ið í Karlakór Reykjavíkur, en er ekki starfandi þar í vetur, auk þess sungið í fleiri kórum s.s. Kirkjukór Bústaðakirkju, Kór Átthagafélags Strandamanna og fl. Fyrir tveim árum gáfu þeir út hljóðsnældu með 17 einsöngs- og tvísöngslögum. Eviafiarðarsveit: Þriggja kvölda spilavist hefst nk. þriðjudagskvöld Villibráðarkvöld á Hótel KEA Villibráðarkvöld verður á Hótel KEA annað kvöld, laugardags- kvöld, í samvinnu við Skotveiði- félag Eyjafjarðar. Húsið verður opnað kl. 18.30 en borðhald hefst kl. 20. Veislustjóri verður Aðalsteinn Bergdal, leikari, en Sigfús Arn- þórsson, píanó, og Hlynur Guðmundsson, gítar, sjá um tón- listina undir borðhaldi. Fyrir dansi leikur síðan hljómsveitin Herramenn. Húsið verður opnað fyrir aðra en matargesti kl. 23. Kiwanisskákmót í Lundarskóla Hið árlega Kiwanisskákmót sem Skákfélag Akureyrar og Kiwanis- klúbburinn Kaldbakur standa að, fer fram í Lundarskóla á morgun laugardag og hefst keppni kl. 10.00. Þátttakendur eru úr grunnskól- um Akureyrar og þegar síðast fréttist höfðu 160 þátttakendur skráð sig til leiks. Állir þátttak- endur fá viðurkenningu auk þess sem veitt eru verðlaun fyrir sigur. Allir áhugasamir eru vel- komnir í Lundarskóla til að fylgj- ast með spennandi keppni. AKUREYRARB/ÍR KFUM og K: Samkoma í Sunnuhlíð Almenn samkoma verður í Sunnuhlíð á vegum KFUM og KFUK félaganna á sunnudags- kvöld. Samkoma hefst kl. 20.30. Benedikt Arnkelsson, guð- fræðingur, verður gestur félag- anna á samkomunni og mun hann flytja erindi. < ............ < Plannjatíh þakstál með stíl ■** BLIKKRÁS HF. Hjalteyrargötu 6, símar 27770,26524, fax 27737. -

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.