Dagur - 15.11.1991, Page 6
6 - DAGUR - Föstudagur 15. nóvember 1991
Mannlif
Glaðir gestir í bás Miðbæjar.
Myndir: IM
Frá tískusýnmgunni.
Brauðgcrðabásinn naut mikilla vinsælda.
Félag aldraðra:
Köku- og munasala á morgun
Félag aldraðra á Akureyri efnir
til köku- og munasölu í Húsi
aldraðra á morgun, laugardaginn
16. nóvember kl. 14. Félagið
mun taka við munum frá stuðn-
ingsaðilum í dag kl. 15 en á
morgun fyrir hádegi verður tekið
á móti kökum. Kaffisala verður á
staðnum meðan á köku- og muna-
sölunni stendur.
Spoolies
Hlynur Guðmundsson hárgreiðslumaður kynnir bylting-
arkennda nýjung frá Philips kl. 12-14 laugard.
Komið og kynnið ykkur jólagjöfina í ár
Hluti sýningargesta.
Frostrásin FM 98,7
Útvarp á Norðurlandi með aðsetur á Akureyri.
★ Hefjum útsendingar
föstudaginn 15. nóvember
Góð tónlist allan sólarhringinn ★ Getraunir ★ Auglýs-
ingar ★ Fréttapunktar ★ og ótalmargt skemmtilegt.
Frostrásin FM 98,7
Sími 11657 * Útvarp með sál.
10%
kynningar-
afsláttur
KÞ-dagar ’91:
Glæsileg matvælasýning
- og Miðbæjarfatnaður á manneskjum
„Þetta voru ánægjulegar
undirtektir. Starfsmenn KÞ
unnu vel og örugglega. Við
erum í alla staði mjög ánægðir
og vonum að sýningargestir
séu það líka,“ sagði Ragnar
Jóhann Jónsson, fulltrúi kanp-
félagsstjóra, aðspurður um
hvernig til hefði tekist með
KÞ-daga ’91.
Um 1200 manns komu á neyt-
endadagana sem Kaupfélag Þing-
eyinga hélt í sal Barnaskóla
Húsavíkur um helgina. Skiptist
aðsóknin nokkuð jafnt á laugar-
dag og sunnudag.
Fjórar tískusýningar voru
haldnar, og varð að fjölga þeim
vegna fjölda áskorana. Mjög
góður rómur var gerður að sýn-
ingunum. Nokkrir valinkunnir
húsvískir borgarar hoppuðu upp
á dregil og sýndu fatnað sem KÞ
Miðbær hefur til sölu, rétt eins og
tískusýningar væru þeirra aðal-
atvinna. Sigríður M. Arnórsdótt-
ir lýsti fatnaðinum af miklu
öryggi.
Kaupfélagið sýndi framleiðslu-
vörur sínar í básum. Vörur voru
kynntar og einnig seldar á til-
boðsverði. Matvælasýningin var í
einu orði sagt; glæsileg.
Lifandi tónlist var flutt á sýn-
ingunni og þar var einnig bás frá
Smiðjunni og Miðbæ. Og voru
heimilistæki fáanleg á tilboðs-
verði og með afslætti.
„Upphaflega hugmyndin var
að kynna framleiðsluvörur kaup-
félagsins, og sína heimafólki hve
fjölbreytt framleiðsla er á vegum
KÞ. Sýningin beindist að neyt-
andanum, að bjóða honum að sjá
[ hvað við höfum á boðstólnum.
Síðar var ákveðið að verslanirnar
yrðu með bás, kynntu vörur og
væru með tilboð. Við erum mjög
ánægðir með fjöldann sem kom
og undirtektir við sýningunni.
Starfsmennirnir voru svo sam-
stilltir að þeir unnu eins og vel
smurð vél. Á það jafnt við um
uppsetningu, sýninguna sjálfa og
frágang á eftir,“ sagði Ragnar
Jóhann. IM
Auður Gunnarsdóttir smakkar á
vörunum.