Dagur


Dagur - 15.11.1991, Qupperneq 7

Dagur - 15.11.1991, Qupperneq 7
Föstudagur 15. nóvember 1991 - DAGUR - 7 Hvað á bamið að heita? - kannski Tandri eða Jörmundur eða ef til vill Vagnbjörg? Vilji forcldrar skíra barn sitt nafni sem ekki er á mannanafnaskránni verða prestar að skjóta málinu til mannanafnanefndar. Mynd: Golli Eins og fram hefur komið tóku ný lög um mannanöfn gildi 1. nóvember sl. Með gildistöku laganna féllu úr gildi eldri mannanafnalög sem orðin eru 66 ára gömul. Með þessum nýju lögum verða umtalsverðar breytingar varð- andi mannanöfn. Stærsta breyt- ingin er e.t.v. sú að stofnuð hefur verið svokölluð Mannanafna- nefnd, en verkefni hennar er að semja skrá um heimil manna- nöfn. Skrána skal endurskoða eftir því sem þörf krefur og hún skal gefin út í heild eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti. Við gerð fyrstu mannanafna- skrár hefur Mannanafnanefnd að mestu stuðst við nöfn manna sem nú eru í þjóðskrá og hún tekur fram að skráin sé til viðmiðunar við nafngjafir, en á engan hátt tæmandi. Forsjármönnum barna, prestum og forstöðumönnum skráðra trúfélaga ber samkvæmt lögum að snúa sér til nefndarinn- ar ef fyrirhugað barn er ekki á skrá. Hvað má og hvað ekki? En hverjar eru meginreglurnar um mannanöfn? Hér skal í stuttu máli getið helstu atriðanna: - Hverju barni skal gefa íslenskt eiginnafn. - Hver maður á að kenna sig til föður eða móður, eða má bera ættarnafn ef hann hefur rétt til þess. - Enginn má taka upp nýtt ættar- nafn hér á landi. - Þeim sem hafa forsjá barna (fyrst og fremst foreldrum) ber skylda til að gefa þeim nafn. - Eiginnöfn mega ekki vera fleiri en þrjú. - Eiginnafnið á að vera íslenskt eða hafa unnið sér nokkra hefð í íslensku máli, má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi, má ekki vera þannig að manni geti orðið ami að því að bera það, stúlku má ekki gefa karlmanns- nafn né dreng kvenmannsnafn. - Barn fær eiginnafn við skírn í þjóðkirkjunni eða skráðu trúfé- lagi, með tilkynningu um nafn- gjöf til Þjóðskrár eða með til- kynningu um nafngjöf til prests eða forstöðumanns skráðs trúfé- lags. - Barni á að gefa eiginnafn innan sex mánaða frá fæðingu. - Pau nöfn eru einungis heimil sem eru í Mannanafnaskrá. Vilji foreldrar (forsjármenn) gefa barni sínu nafn sem ekki er á skránni má hvorki prestur, for- stöðumaður skráðs trúfélags né Pjóðskráin samþykkja það. Nafnið verður að bera undir Mannanafnanefnd. Ef skíra á barn er foreldrum (forsjármönn- um) nauðsynlegt að ráðfæra sig við prest tímanlega. - Ef báðir foreldrar eru erlendir ríkisborgarar má gefa barni er- lent nafn. Ef annað foreldri er erlendur ríkisborgari eða hefur verið það, er heimilt að gefa barninu erlent nafn sem annað eða eitt af eiginnöfnum þess. Þetta er háð því skilyrði að útlenda nafnið sé gott og gilt í heimalandi erlenda foreldrisins. - Sé barni ekki gefið nafn innan sex mánuða frá fæðingu, þá ber Þjóðskrá að vekja athygli for- eldra (forsjármanna) barnsins á þessu ákvæði í lögunum og skora á þá að gefa barninu nafn án tafar. Ef þeir sinna þessu ekki áður en mánuður er liðinn og til- greina ekki ástæðuna fyrir því að dregist hefur að gefa nafn, er Hagstofunni heimilt að leggja dagsektir á foreldra (forsjár- menn) og falla þær á þangað til nafn er gefið. Kenninöfn Kenninafn er annars vegar föður- eða móðurnafn og hins vegar ætt- arnafn. Meginreglan e( sú að maður á að kenna sig til föður eða móður þannig að á eftir eig- innafni/eiginnöfnum komi nafn föður eða móður í eignarfalli að viðbættu orðinu son ef karlmaður er, en dóttir ef kvenmaður er. - Þeir sem nú bera ættarnöfn samkvæmt þjóðskrá mega bera þau áfram svo og niðjar þeirra í karllegg og kvenlegg. - Ekki má taka upp nýtt ættar- nafn hér á landi. - Engum er heimilt að bera fleiri en eitt kenninafn. - Barn erlends manns og íslenskrar konu má bera ættar- nafn föður síns, kenna sig til móður sinnar eða bera ættarnafn hennar ef til er. - Mannanafnanefnd getur sam- þykkt að barn erlends manns og íslenskrar konu megi bera íslenskt kenninafn sem lagað er að erlendu eiginnafni föðurins. Leyfilegt að breyta eiginnafni eða kenninafni Ef maður fær íslenskt ríkis- fang, skal hann taka sér íslenskt eiginnafn, til viðbótar nafni/nöfn- um sem hann ber fyrir. Börn hans taka íslenskt eiginnafn sem kenninafn. Hann má þó, ef hann vill heldur, breyta eiginnafni sínu og eða ættarnafni samkvæmt lög- um um mannanöfn. Ennfremur verða börn hans, sem eru fimmtán ára og yngri, að tak upp íslenskt eiginnafn eða taka íslenskt nafn til viðbótar hinu erlenda og kenninafn sem samþykkt er af Mannanafna- nefnd. Ef hann á börn, sem eru sextán ára og eldri, þurfa þau ekki að breyta, en er það heimilt. Þá er þess loks að geta að hægt er að breyta eiginnafni eða kenninafni samkvæmt sérstökum ákvæðum laganna. Þar til gerð eyðublöð liggja frammi, ýmist hjá dómsmálaráðuneyti eða Hag- stofu íslands eftir því sem við á. Gluggað í manna- nafnaskrá Við látum hér til gamans fylgja lista með nöfnum sem blaðamað- ur rakst á í mannanafnaskránni og verða að teljast óalgeng. STÚLKUNÖFN: Auðný, Alfífa, Branddís, Bryn- fríður, Daðey, Ellisif, Elka, Efemía, Einey, Fura, Flóra, Gefn, Gestheiður, Guðlín, Gyðríður, Hildisif, Herþrúður, Hrólfdís, Irpa, Kaðlín, Krist- vina, Mildríður, Mekkín, Marsi- lía, Randíður, Rögn, Silfá, Styr- gerður, Undína, Vagnbjörg, Vígdögg, Ylfur, Þórstína, Öl- veig, Örbrún, DRENGJANÖFN: Arent, Alexíus, Beitir, Boði, Bótólfur, Dósóþeus, Dvalinn, Drengur, Dómaldi, Edílon, Enok, Fjörnir, Guðráður, Hallkell, Harri, Harrý, Hergils, ísar, Játmundur, Jörmundur, Mekkínó, Októ, Rósinkar, Sig- urvaldi, Tandri, Trostan, Vatnar, Vestar, Végeir. TílböÐ Hjónabandssæla... 305, Vínarbiti, brúnn ... 238, Tilboðið stendur frá 13. nóv.-22. nóv. Sunnuhlíö 12 Vörukynning föstudag og laugardag ✓ Egils maltöl %/ Brauðostur ✓ Egils appelsín ✓ Paprikuostur ✓ Piparostur ✓ Rjómaostakaka Kyn n inga rverð Komib, sjdiö og smakkiö úr okkar glæsilega ostaboröi Úr kjötborbinu TILBOÐ Kryddabar lambalærissneibar Var 1278 per. kg Nú 849 per. kg Laugardagur á torginu Sprengitilboö Tískusýning Lifandi tónlist Eyjólfur Kristjdnsson kemur og syngur nokkur af sínum þekktustu lögum Nýtt Visa-tímabil Opið mánudaga til fóstudaga kl. 09.00-20.00 Opið laugardaga kl. 10.00-20.00 Sjáuinst í Sunnuhlíb : I3BS BRAUÐGERÐ

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.