Dagur - 15.11.1991, Side 10
10 - DAGUR - Föstudagur 15. nóvember 1991
Iþróttir
Jón Haukur Brynjólfsson
Upplausn í úrvalsdeildarliði Þórs í körfuknattleik:
Sturla, Gunnar og Georg hættir
valið stóð á milli þeirra og Brad Casey, þjálfara liðsins
Upplausnarástand hefur ríkt í
herbúðum körfuknattleiks-
deildar Þórs síðustu daga og í
gær leystist liðið upp. Þrír leik-
menn, bræðurnir Sturla og
Gunnar Örlygssynir og Georg
Birgisson, ákváðu þá að hætta
leika með liðinu eftir að
ákvörðun var tekin um að láta
Brad Casey sjá áfram um þjálf-
un liðsins. Stjórn körfuknatt-
leiksdeildarinnar klofnaði í
málinu og hefur formaðurinn
Helgi Sigurðsson ákveðið að
segja af sér.
Síðdegis í gær greip aðalstjórn
félagsins í taumana og fundaði
með stjórnarmönnum í körfukn-
attleiksdeild og Brad Casey fram
á nótt. Á fundinum var m.a.
ræddur sá möguleiki að Casey
tæki við þjálfun yngri flokka en
Joe Harge tæki við þjálfun meist-
araflokks. Samkvæmt heimildum
Dags var Harge ekki tilbúinn að
taka við þjálfun liðsins og stóð
við bakið á þjálfaranum. Stór
hluti annarra leikmanna stóð einn-
ig að baki Casey og hugðist hætta
ef hann yrði látinn fara.
Segja má að upp úr hafi soðið á
mánudagskvöldið þegar Gunnar
Örlygsson lenti í orðasennu við
Casey. Lauk þeim viðskiptum
meó því að Sturla og Gunnar
yfirgáfu húsið og þeir, ásamt
Georg, hótuðu að hætta nema
Casey yrði sagt upp störfum.
„Ég vil ekki segja mikið um
málið en ég held að þessi lausn sé
slæm fyrir körfuboltann í
bænum. Helst hefði maður viljað
hafa alla áfram en það var því
miður ekki hægt,“ sagði Helgi
Sigurðsson, fráfarandi formaður
körfuknattleiksdeildarinnar.
Sturla Örlygsson sagði að þeir
félagar hefðu smátt og smátt
misst alla tiltrú á Brad Casey sem
þjálfara og eins og málum var
háttað hefðu annað hvort þeir
eða hann þurft að fara. „Þetta er
virkilega sorglegt. Ég hafði
áhuga á að standa í eldlínunni
með Þór og gera mitt besta en
það verður ekki úr þessu,“ sagði
Sturla. Aðspurður um framhald-
ið sagðist hann telja líklegast að
hann gengi til liðs við Njarðvík-
inga og að þeir Gunnar og Georg
héldu einnig suður með sjó.
Þessi niðurstaða er reiðarslag
fyrir Þórsliðið sem hefur enn ekki
hlotið stig í deildinni þegar sex
umferðum er lokið. Þeir félagar,
sem nú hætta, hafa verið lykil-
menn í liðinu og Sturla er t.a.m.
stigahæsti leikmaður þess.
Körfuknattleikur:
Pétur til Tinda-
stóls á ný
Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum Dags hefur Pét-
ur Guðmundsson ákveðið
að snúa heim til íslands og
leika með liði Tindastóls í
úrvalsdeildinni í körfubolta
á ný.
Pétur lék með liði Tinda-
stóls sl. vetur en hélt í vor til
Bandaríkjanna. Hann reyndi
að komast á samning í NBA-
deildinni. Þaö gekk ekki upp
og því hefur Pétur ákveðið að
halda aftur til Sauðárkróks
samkvæmt heimildum Dags.
EM 21 árs og yngri í júdó:
Freyr Gauti á mögu-
leika á bronsinu
hesta sína allir bestu júdómenn
Evrópu í þessum aldursflokki.
Freyr Gauti Sigmundsson,
júdómaður úr KA, stóð sig
mjög vel á fyrsta degi Evrópu-
meistaramóts 21 árs og yngri í
Finnlandi í gær. Þegar er orðið
Ijóst að hann verður ekki aftar
en í 7. sæti og hann á enn
möguleika á bronsverðlaun-
um.
Freyr Gauti sigraði andstæðing
sinn í 1. umferð en tapaði í 2.
umferð. Þar sem andstæðingur
hans komst alla leið í úrslit fékk
Freyr Gauti uppreisnarglímu og
vann hana. Mótinu verður fram
haldið á morgun og þá glímir
Freyr Gauti tvær glímur. Vinni
hann aðra hafnar hann í 5. sæti
en í 3. sæti vinni hann báðar.
Árangur Freys Gauta er þegar
orðinn mjög glæsilegur því mótið
er firnasterkt. Þar leiða saman
es sss ’xmo
Brad Casey og Joe Harge verða áfram í baráttunni með Þór.
Mynd: JHB
Blak:
■■
BYGGINGAVORUR
Seljum
ýmsar gerðir
af parketi
á gamla
verðinu
á itteðan birgðir endast
LÓNSBAKKA • 601 AKUREYRI
r 96-30321,96-30326, 96-30323
FAX 96-27813
Slóvensk landsliðskona í KA
Kvennalið KA í blaki hefur
fengið góðan liðsstyrk. Það er
slóvensk landsliðskona, Jasna
Popovic að nafni, og leikur
hún sinn l'yrsta leik með liðinu
í kvöld þegar KA mætir ÍS á
Akureyri.
Jasna er 26 ára gömul og kem-
ur frá Ljubljana, höfuðborg Sló-
veníu. Hún hefur leikið með OK.
Krim sem er í l. deildinni í Sló-
veníu og hefur verið í úrvalsliði
lýðveldisins frá 1989. Hún hefur
háskólamenntun í íþróttafræðum
með blak sem sérgrein. Hún kom
til Akureyrar fyrir milligöngu
Helenu Dejak, hjá ferðaskrif-
stofunni Nonna, og Florian Jaco-
dic, fyrrum þjálfara hjá Skíða-
ráði Akureyrar.
Jasna sagði í samtali við Dag
að hún hefði nánast ekkert vitað
um ísland þegar henni barst til-
boð um að fara þangað en ákveð-
ið að slá til þar sem hana hefði
langað að breyta til og verið
óbundin. Hún sagðist ekkert hafa
vitað um íslenskt blak eða íþrótt-
Jasna Popovic.
Mynd: Golli
ir yfir höfuð annað en að íslenska
landsliðið í handknattleik væri
sterkt þar sem það hefði verið
eina liðið sem sigraði Júgóslava
þegar þeir urðu Ólympíumeistar-
ar.
„Mitt helsta takmark
að losna frá Forest“
segir Þorvaldur Örlygsson
Eins og fram kom í Degi í gær
hafa bresk blöö sagt frá því aö
undanförnu að tyrkneska liðið
Besiktas og skoska liðið
Ilearts hafi áhuga á að kaupa
landsliðsmanninn Þorvald
Örlygsson frá Nottingham
Forest. Þorvaldur segist ekki
hafa heyrt meira um málið en
fram hafi komið í fjölmiðlum
en segir það efst á stefnu-
skránni hjá sér að komast frá
Forest sem allra fyrst, helst
fyrir jól.
„Ég hef verið að spyrja for-
ráðamenn Forest út í þetta en
þeir hafa ekkert viljað segja mér.
Einu svörin voru þau að þetta
væri ekkert spennandi,“ sagði
Þorvaldur.
Hann sagðist ætla að skoða alla
möguleika sem sér byðust áður
en hann gæfi nokkur svör. Tyrk-
land væri kannski ekki efst á
óskalistanum og Skotland í raun-
inni ekki heldur. „Boltinn hérna í
Englandi er nú 99% uppi í loftinu
en þetta er ennþá verra í Skot-
landi. Þar kemur hann bara niður
einu sinni í mánuði þannig að
það er spurning hvernig þetta
myndi henta manni. Ég hlýt hins
vegar að skoða alla möguleika,
mitt helsta takmark í dag er að
losna frá Forest."
Hún fór á æfingu hjá KA strax
sama kvöld og hún kom til Akur-
eyrar og var spurð hvernig henni
hefði litist á.
„Ég sá að það er ekki mjög
sterkt og ég var hissa á hvað það
er lágvaxið þar sem ég veit að lið
frá Skandinavíu eru yfirleitt mjög
hávaxin. Ég held að ég eigi eftir
að styrkja Iiðið þótt ég þurfi ein-
hvern tíma til að aðlagast því og
mér leist vel á kínverska þjálfar-
ann,“ sagði Jasna.
KA leikur gegn ÍS í kvöld í
KA-húsinu. Karlarnir byrja kl.
20 og konurnar strax á eftir eða
um kl. 21.15. Á morgun leika
síðan Völsungur og ÍS á Húsavík
kl. 14.
Knattspyrna:
Guðmundur í
Ásgeir Elíasson, landsliðs-
þjálfari í knattspyrnu, hefur
valið landsliðshópinn sem
mætir Frökkum í Evrópu-
keppninni í París á miðviku-
daginn. Mesta athygli vekur
sennilega að Guðmundur
Torfason er nú kominn inn í
landsliðið á ný.
Eftirtaldir leikmenn skipa
hópinn:
Birkir Kristinsson Fram
Friðrik Friðriksson Þór
Andri Marteinsson FH
Arnór Guðjohnsen Bordeaux
Eyjólfur Sverrisson Stuttgart
Sigurður Jónsson Arsenal
Guðni Bergsson Tottenham
Þorvaldur Orlygss. Nott. Forest
Guðmundur Torfas. St. Mirren
Sigurður Grétarss. Grasshoppers
Kristinn R. Jónsson Fram
Pétur Ormslev Fram
Kristján Jónsson Fram
Sævar Jónsson Val
Baldur Bjarnason Fram
Valur Valsson UBK