Dagur - 16.11.1991, Page 11

Dagur - 16.11.1991, Page 11
10 - DAGUR - Laugardagur 16. nóvember 1991 Pólitíski Þingeyingurinn á Saubúrkróki: „VERKALYÐSHREYHNGIN ER EINHVER S Ú ALLRA ÍHALDS- SAMASTA STOFNUN SEM TIL ER" - Jón Karlsson varaformabur VMSI í helgarvibtali Hann er fæddur á fremsta byggða bóli í Bárðardal vorið 1937. Fór átján ára gamall í Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal og hitti þar stúlku frá Sauðárkróki sem hann síðan giftist og stofnaði heimili með. Fljótlega fór hann að hafa afskipti af verkalýðsmálum og hefur verið formaður Verka- mannafélagsins Fram á Sauðárkróki í tuttugu og fjögur ár. Nýlega var hann svo kjörinn varaformaður VMSÍ, en sinnir auk þess fjölda annarra félagsstarfa bæði innan héraðs sem utan. Þessi félagsglaði maður heitir Jón Karlsson og þrátt fyrir að hafa búið í Skagafirði í 33 ár, segist hann enn vera Þingeyingur. Jón er fæddur að Mýri í Bárðardal í Suður- Þingeyjarsýslu vorið 1937. Faðir hans hét Karl Jónsson og var einn af velþekktum Mýrarsystkinum sem annáluð eru fyrir lífs- gleði og ást á góðri tónlist. Hann lést árið 1979. Móðir Jóns er enn á lífi og býr á Akureyri. Hún heitir Björg Haraldsdóttir og er frá Austurgörðum í Kelduhverfi. „Ég ólst upp á Mýri allt þar til ég var orð- inn átján ára gamall, en þá fór ég ásamt frænda mínum í Bændaskólann á Hólum. í þessa daga var farskóli í Bárðardalnum og tólf ára gamall tók ég svokallað fullnaðar- próf og það ásamt mínum tveimur vetrum á Hólum er öll mín skólaganga." Enginn afdalabragur í Bárðardal Jón vann við bústörfin á Mýri öll þau ár sem hann var þar utan part úr vetri þegar hann fór á vertíð til Vestmannaeyja. Það var því töluverð breyting fyrir átján ára svein að innritast í Hólaskóla. „Vissulega kom ég inn í töluvert annað umhverfi og annan hugsanagang, en ég var vanur. Ég á samt erfitt með að skilgreina í hverju það fólst, en þó má vafalaust tengja það því að skólafélagarnir á Hólum komu úr nánast öllum áttum. Þess vegna skapaðist sérstakt andrúmsloft í skólanum, því sumir voru frá þéttbýliskjörnum, en aðrir frá afskekktari byggðalögum. Þar á meðal var ég, því mannlífið í Bárðardalnum bar þess merki að þar var fáförult, þrátt fyrir að þess væri farið að gæta að umferð yfir Sprengi- sand var að aukast, en vegurinn upp á hann liggur í gegnum hlaðið á Mýri. Þess má þó geta að á bæjum í Bárðardalnum var alls enginn afdalabragur. Fólk var víðsýnt, mannblendið og vel „menntað“ og fylgdist vel með öllu sem var að gerast í þjóðfélag- inu. Ég man að mikið var hlustað á útvarpið og áhugi á tónlist og bókmenntum var mikill. Utvarpið hafði t.d. afgerandi áhrif á minn tónlistarsmekk sem mótaðist strax í æsku, en snemma lærði ég að meta klassíska tónlist.“ Helgistund á Hólum Skólaveturinn á Hólum var frá október og fram í maí og alltaf frí um jólin. Fyrri vetur- inn sem Jón var í Bændaskólanum gat hann aftur á móti ekki farið heim yfir jólin því mænuveikifaraldur var á Norðurlandi vestra. í þá daga var reynt að einangra byggðir þegar farsóttir geysuðu og hafður eins lítill samgangur og hægt var, svo pilt- arnir úr Bárðardalnum dvöldust á Hólum í sínu jólafríi. „Þessi jól eru ekkert sérstök í minningunni nema fyrir það eitt að á aðfangadagskvöld var helgistund í Hólakirkju fyrir heimafólk. Þáverandi prófastur Skagfirðinga, séra Björn Björnsson, var þá prestur á Hólum og þar sem ég var ekki vanur að fara í kirkju á þessum degi festist þessi stund mér í minni.“ Ómetanlegar heimsóknir í Löngumýri Hvort þessi helgistund á aðfangadagskvöld hefur gert það að verkum að Jón varð síðar virkur í safnaðarstarfi skal hér ósagt látið, enda ýmislegt annað sem gerðist í Hjalta- dalnum í þá daga. í Bændaskólanum á Hólum, þá vetur sem Jón var þar, stunduðu um 26 piltar nám. Þá voru einungis til Hólasveinar, en engar Hólameyjar. Til að lífga upp á tilveruna voru þó heimsóknir milli Húsmæðraskólans á Löngumýri og Hólaskóla og að sögn Jóns var oft glatt á hjalla í þeim. „Það var alveg ómetanlegt að fara í heim- sóknir í Löngumýri og eins að fá stúlkurnar þaðan í heimsókn í Hóla. Venjan var að við færum fram eftir fyrir áramót og þær kæmu í Hóla eftir áramót, eða öfugt. í þessum heimsóknum var alltaf slegið upp dansleik þar sem nikkan var þanin og pörin liðu um gólfið. Allt var þetta samt undir „kontról“, en strangt eftirlit var haft með unga fólkinu svo ekkert ósæmilegt gerðist." Hanagrikkur Hólasveina Auk skemmtana með Löngumýrarstúlkum fengu Hóiasveinar að skreppa á Krókinn einn dag í Sæluvikunni. Jón segist ekki minnast þeirra ferða neitt sérstaklega enda hafi lífið á Hólum að mestu snúist um lær- dóminn. Hann segir að ásamt náminu hafi fótbolti þó verið stundaður af miklum þrótti og einhverju sinni hafi Tindastólsmenn komið í Hóla og tapað 4-0 fyrir skólapiltum í miklum geðshræringaleik. Fleira gerðu piltarnir sér þó til gamans og fóru kennar- arnir ekki varhluta af því. „Kennararnir Vigfús Helgason og Árni Pétursson voru hvor með sitt hænsnahúsið, en aðeins annar þeirra með hana. Einhverju sinni tókum við okkur nokkrir til og fórum eina nóttina í kofa kennaranna og settum heivítis hanann yfir í hanalausa hænsnakof- | ann. Morguninn eftir lágum við síðan á hleri og hlustuðum á þá kallast á út af hananum og vitanlega skildu þeir ekkert í því hvernig hann hefði komist á milli kofanna. Það var svo fyrir ekki löngu síðan sem við hittumst nokkrir gamlir félagar af Hólum og einhver okkar hafði þá rekist á Árna fyrir skömmu og hanamálið hafði borið á góma. Þá fyrst upplýstist grikkurinn því Árni og Vigfús höfðu alltaf talið þessa ferð hanans vera af náttúrunnar völdum.“ Lífsförunauturinn fundinn Eftir sína tvo vetur á Hólum, frá 1954 til ’56, var Jón heima í Bárðardalnum í tvö ár. Þá fluttist hann til Sauðárkróks, enda hafði hann fundið lífsförunautinn á seinni vetri sínum í Bændaskólanum. „Ég kynntist stúlku á Hólum sem er búin að vera kona mín allar götur frá '58 og hefur staðið við hlið mér í gegnum súrt og sætt. Hún heitir Hólmfríður Friðriksdóttir og var starfsstúlka við Bændaskólann. Fyrstu árin bjuggum við heima hjá foreldrum hennar á Sauðárkróki, þeim Friðriki Sigurðssyni bif- vélavirkja og Brynhildi Jónasdóttur, eða á meðan við vorum að byggja.“ Formaður 1967 Þau Jón og Hólmfríður fluttu inn í eigið hús árið 1962. Þá vann hann í Mjólkursamlagi Skagfirðinga á Króknum, en annars var litla vinnu að hafa á Sauðárkróki á þessum tíma og margir urðu að leita eitthvað annað. í samlaginu vann Jón í tíu ár, en ’67 var hann kosinn formaður Verkamannafélagsins Fram. Þegar Fram og Lífeyrissjóður Stétta- félaga í Skagafirði opnuðu síðan skrifstofu í félagi árið 1970, þá tók Jón við því starfi sem hann gegnir enn þann dag í dag. Þrátt fyrir að hafa orðið formaður og starfsmaður verkamannafélagsins svona snemma segist hann samt ekki hafa verið einn af þeim sem tóku við forystu í verkalýðsfélagi með ein- hverjum látum heldur hafi málin þróast svona smátt og smátt. „Þetta gerðist ekki þannig að ég tæki þá ákvörðun að stefna á að gerast formaður í þessu félagi. Svoleiðis hafa hlutirnir aldrei gerst hjá mér, heldur alltaf þróast liægt og rólega og eitt leitt af öðru.“ Þróuninni snúiö við Þegar Jón tók við formennsku í Fram voru miklar árstíðasveiflur í atvinnu á Sauðár- króki. Útgerð og fiskvinnsla var í lágmarki, en það breyttist þó þegar Útgerðarfélae Skagfirðinga var stofnað árið 1968 og fyrsti togarinn var keyptur til staðarins. Þau kaup gerðu það að verkum að Sauðárkrókur var betur undir það búinn að taka þátt í togara- byltingunni sem varð upp úr 1970. „Bærinn gekkst fyrir stofnun útgerðarfé- lagsins og kaupum á Drangeynni og ég tel það hafa verið mjög þarft og gott skref sem með því var stigið. Álla vegana var á þess- um tíma þróuninni snúið við og veruleg fólksfjölgun hefur staðið yfir nokkuð jafnt og þétt síðan. Ég gæti trúað að ’67 hafi búið hér um 1200 manns, en nú eru hér orðnir um 2600 íbúar. Aukin útgerð hefur ekki síst átt þátt í að fjölga störfum í þessu bæjarfé- lagi.“ „..mikill vinnuþjarkur og djarfur“ - Eru einhverjir menn þér minnisstæðir varðandi þessa uppbyggingu atvinnulífs á Sauðárkróki? „Þetta er nú svo nálægt í tíma að kannski er óráðlegt að nefna einstaka menn í sam- bandi við þetta. Án þess að á nokkurn sé hallað má þó kannski tengja þetta uppbygg- ingarskeið við einn mann, Martein Ériðriks- son. Hann, öðrum fremur, reif þessi mál ansi mikið áfram, enda var Marteinn mikill vinnuþjarkur og djarfur í sínum gjörðum. Ég held því að ekki sé á neinn hallað með því að nefna hann, þó að sjálfsögðu hafi aðrir staðið með honum í þessu.“ Breytt vinnulag bæjarráðs Auk þess sem Jón hefur komið nálægt atvinnumálum á Sauðárkróki sem forkólfur í Fram hefur hann setið tvo kjörtímabil sem aðalmaður í bæjarstjórn. Fyrra kjörtímabil- ið frá 1974 til ’79 var hann forseti bæjarstjórn- ar og sat þá ásamt Marteini Friðrikssyni og Halldóri Þ. Jónssyni í bæjarráði. „Ég held að mér falli betur þeir starfs- hættir og vinnulag sem þá tíðkaðist en það sem hefur verið innleitt síðan. Þó ekki hvað menn snertir, heldur á ég við þá breytingu sem átt hefur sér stað hvað varðar fundi bæjarráðs. Ef þú átt erindi inn á bæjarráðs- fund í dag lendirðu á sjö til átta manna fundi í stað þess að við vorum alltaf bara þrír. Það finnst mér vera mun raunveru- legra bæjarráð, heldur en þegar meirihluti bæjarfulltrúa situr alla bæjarráðsfundi ann- aðhvort sem áheyrnarfulltrúar eða kjörnir í ráðið. Ég ætla samt ekki að fella neinn dóm um þetta, enda er þetta einungis mín skoðun." Flokkapólitíkin Kjörtímabilið 1974-78 var það síðasta á Sauðárkróki sem sjö manns sátu í bæjar- stjórn. Meirihlutann skipuðu Jón sem full- trúi Alþýðuflokks og þrír fulltrúar Fram- sóknarflokks, en í minnihluta voru þrír full- trúar Sjálfstæðisflokks. Jón segir að þrátt fyrir þessa skiptingu bæjarstjórnarinnar f minni- og meirihluta hafi þess þó ekki gætt í störfum bæjarfulltrúa. „Ég minnist þess ekki að þess hafi gætt í störfum bæjarstjórnar að þar væri einhver minnihluti eða meirihluti. Menn unnu sam- an og töldu sig vera þarna til þess að vinna að framgangi mála í þágu allra bæjarbúa. Þá var t.d. lagður grunnur að stofnun Fjöl- brautaskólans og byggingu Steinullarverk- smiðjunnar, en á þessu tvennu hefur vöxtur og viðgangur Sauðárkróks ekki hvað síst byggst síðustu árin. Flokkapólitík blandaðist sjaldnast inn í málin þetta kjörtímabilið, en það næsta á Laugardagur 16. nóvember 1991 - DAGUR - 11 eftir örlaði aftur á móti á slíku. Þá kom fyrir að menn vildu vera í stórpólitík og eftir á að hyggja tel ég að menn hafi ekki náð eins vel saman með hlutina og á hinu kjörtímabil- inu.“ Hálf broslegir tilburðir Þrátt fyrir að vera á móti flokkapólitík í sveitarstjórnarmálum segist Jón telja nauð- synlegt að tengja stjórnun sveitarfélaga við stjórnmálaflokka. Hinsvegar segir liann það undir einstaklingunum komið hvort unnið sé á einhverju sem kalla má flokkspólitískar nótur í hverju einu sem kosnir stjórnendur framkvæma og segist ekki telja það rétt- lætanlegt í bæjarstjórnum kaupstaða eins og Sauðárkróks. „Mér finnast það alltaf hálf broslegir til- burðir hjá mönnum, þegar þeir eru að reyna að stilla sér upp eftir flokkspólitískum lín- um til að marka einhverjar stefnur í ákveðn- um málum við stjórnun sveita og minni bæja. Aftur á móti eru stjórnmálaflokkarnir sá vettvangur sem er fyrir þetta og menn sækja alltaf styrk til flokkanna þegar á þarf að halda og það er af hinu góða. Svo má heldur ekki gleyma hlutverki flokkanna við að bjóða fram og í kosningavinnunni.“ Pólitískur í eðli sínu Skilgreining Jóns á pólitískum manni er nokkuð athyglisverð. Hann segist sjálfur vera pólitískur í eðli sínu, þar sem pólitísk- ur maður er í hans augum; sá sem hefur áhuga á málefnum samfélagsins og lætur sig varða hvernig þau eru og hvernig þeim reið- ir af. „Mér finnst vera lögð of þröng merking í orðið pólitík þegar bara er talað um hana út frá stjórnmálaflokkum. Verkalýðshreyfing- in er t.d. hápólitísk í eðli sínu samkvæmt mínum skilningi, því hennar hlutverk er að hafa áhrif á gerð samfélagsins og hvernig búið er að þegnum þess.“ Frystihúsapólitík á Króknum í kosningabaráttu Alþýðuflokksins fyrir kosningarnar 1974, þegar Jón skipaði efsta sæti listans, var eitt af kosningamálunum að hlutum væri betur fyrir komið á Sauðár- króki ef starfandi væri einungis eitt fyrirtæki í sjávarútvegi og fiskvinnslu. Jón segist standa með þessari skoðun sinni enn þann dag í dag þó ekki hafi hún fallið í mjúkan jarðveg ’74. „Ég hef aldrei farið af þessari skoðun, en á þessum tíma komst ekkert annað að en Framsókn yrði að hafa sitt frystihús og íhaldið sitt. Þannig hefur frystihúsapólitík alltaf verið hér á Sauðárkróki og ef menn hefðu náð saman þarna, þá tel ég að það hefði verið mikið gæfuspor fyrir bæinn. Árið þarna á eftir var nefnilega farið í mikl- ar fjárfestingar hjá fyrirtækjunum sem skynsamlegast hefði verið að gera saman. Hugsandi til þess að sameining hafi verið nauðsynleg þá, er ég ekki í vafa um að ekki síður er nauðsynlet að sameina þetta allt núna. Það er svolítið dapurt til þess að vita að enn skuli gerðir að aðalatriði ímyndaðir hagsmunir við eignarhald og stjórnun þess- ara þýðingarmiklu fyrirtækja. Hallast þar ekki á afstaðan hjá íhaldinu og Framsókn frekar en fyrri daginn þegar frystihúsin á Króknum eiga í hlut.“ F élagsmálabakterí an Jón hefur setið öll þing Alþýðusambandsins síðan 1968 og hefur verið þingforseti á þeim tveimur síðustu. Þing Verkamannasamband íslands hefur hann einnig setið lengi, eða allt síðan Fram gekk í sambandið í kringum 1970 og stjórnað þeim mörgum. Hann segist hafa lært mikið í fundarsköpum á að vera forseti bæjarstjórnar 1974-78 og búa að þeirri reynslu varðandi fundastjórnun. Þrátt fyrir mikið annríki í kringum verka- lýðsmálin gefur Jón sér þó tíma til að sinna ýmsum öðrum félagsstörfum og hefur m.a. verið formaður sóknarnefndar Sauðár- krókskirkju undanfarin ár. „Þessi félagsmálabaktería sem í mér er, gerir það að verkum að bæði vinnan og tóm- stundirnar snúast í kringum félagsmál. Ein- hvern veginn hefur það orðið svo að ef leit- að er til mín með eitthvað þá á ég erfitt með að segja nei. Hinsvegar er ég kannski í tómri vitleysu að taka eins mikið að mér og ég hef gert, en ég reyni að sinna öllu eftir fremsta megni og aldrei hef ég farið í starf með því að setja undir mig hausinn og brjót- ast til valda. Hinu er aftur á móti ekki að neita að sumu hef ég haft meiri áhuga á en öðru.“ „...íhaldssamasta stofnun sem til er“ Árið 1981 var Jón kjörinn í framkvæmda- stjórn Verkamannasambands íslands. Á þingi sambandsins í haust var hann síðan kosinn varaformaður þess, en að eigin sögn breytir það litlu fyrir hann. Jón hefur tekið þátt í flestu því er snertir störf Verka- mannasambandsins og m.a. verið annar fulltrúi þess á aðalfundum Norræna Verka- mannasambandsins. Merkasta framlag VMSÍ til atvinnumála í þessi tíu ár er, að mati Jóns, þing sambandsins árið 1989 sem var aðdragandi þjóðarsáttarsamninganna. Eftir öll þessi ár hefur Jón líka ákveðnar skoðanir á skipulagsmálum innan verka- lýðshreyfingarinnar enda situr hann í skipu- lagsnefnd Alþýðusambands íslands um þessar mundir. „Hlutverk þessarar nefndar er að gera til- lögur um breytt skipulag, en hingað til hefur ekki gerst nokkur skapaður hlutur í þeim málum. Hvað varðar skipulag er verkalýðs- hreyfingin nefnilega einhver sú allra íhalds- samasta stofnun sem til er og í dag er skipu- lagið aldeilis fáránlegt að mínu mati og sér- staklega vegna þess hversu mörg verkalýðs- félög eru starfrækt. Þróunin hefur gert það að verkum að fólkið í verkalýðsfélögunum á rétt á ákveðinni þjónustu sem hundrað til tvö hundruð manna félag getur ekki staðið undir. íhaldssemin er síðan fólgin í að sameina ekki félögin í stórum stíl, því með nútímasamgöngum er ekki nokkurt einasta mál að miða þau bara við atvinnusvæði. Því tniður fer lítið fyrir þessum breytingum enn sem komið er, en starfandi skipulagsnefnd er þó að reyna að koma mönnum saman. Ekki gengur það samt vel og talað er um smákónga og fleira svo allt situr fast í sama farinu. Þrátt fyrir allt held ég að breyting sé þó framundan í þessum málum.“ Sameining sveitarfélaga Hvað varðar umræðu sem er í dag um sam- einingu sveitarfélaga á íslandi, er Jón með svipaðar skoðanir um þau mál og verkalýðs- málin. Hann vill að menn taki höndum sam- an og geri stórar einingar úr þeim mörgu smáu sem til eru í dag. „Mikið er talað um að landsbyggðin eigi í vök að verjast. Vissulega má það til sanns vegar færa, en ég held að þeir sem raun- verulega ráða málum á landsbyggðinni eigi að beita sér fyrir að stækka heildirnar þann- ig að vald sveitarfélaganna aukist. Með því styrkjum við stöðu okkar og ég hef alla tíð verið þeirrar skoðunar að slíkt sé mun væn- legra og skynsamlegra en hið svokallaða þriðja stjórnstig sem margir eru að tala um. Við íslendingar erum einfaldlega of fámenn þjóð til að takast á við slíkt, en ef af svona sameiningu verður er ég ekki í nokkrum vafa um að Sauðárkrókur verður einn af þeim bæjum sem stækkar og það er ekki síð- ur til góða því fólki sem býr annars staðar í héraðinu, en bæjarbúum." Lionsstörfin Þegar sest er niður með jafn félagslyndum manni og Jóni, er erfitt að hætta og lengi hægt að halda áfram í upptalningu á hinu og þessu. Áður en punkturinn er settur í þessu viðtali er þó rétt að minnast aðeins á störf Jóns innan Lionshreyfingarinnar. „Ég hef starfað lengi með Lions og árið 1984 til '85 var ég umdæmisstjóri B-umdæmis Lions hér á Islandi. Þá þurfti ég að heim- sækja milli þrjátíu og fjörtíu klúbba víðs- vegar um landið og einnig tók ég þátt í alþjóðaþingi Lions sem haldið var í júlí ’84 í San Fransiskó. Allt þetta var ákaflega lær- dómsríkt fyrir mig og margt sem ég á gott í minningunni úr starfi innan Lionshreyfing- arinnar." „Félagsstörfin mitt sálarmeðal“ Vafalaust eiga lesendur eftir að heyra meira af Jóni í framtíðinni enda ekki á honum að heyra að hann ætli sér á næstunni að draga sig í hlé í verkalýðsmálunum, né öðru því sem hann er í. „Meðan mínir félagar treysta mér til þess að gegna formennsku í Fram, sé ég ekki fyr- ir mér að ég sé á förum. Um það má samt deila hvort félagið hefur gott af því að sami maðurinn sé svona lengi formaður, en ég vona auðvitað að ég bregðist ekki þeirri ábyrgð sem lögð er á mínar herðar. Hvað varðar félagsmálastússið í heild þá held ég að það skili mér mörgu þegar upp er staðið. Persónuleg kynni við fólk víða um iand er eitt það mikilvægasta í því sambandi og slík kynni gefa mér mikið. Það má því segja að félagsstörf séu mitt sálarmeðal og þegar svo er ástatt er gott að eiga jafn góða konu og ég á, en Hólmfríður hefur verið mín stoð og stytta í gegnum árin.“ Gæfuríkt fjölskyldulíf Eins og áður er getið lærði Jón að meta klassíska tónlist með útvarpshlustun í æsku. Enn þann dag í dag segist hann sofa betur og öðlast einskonar innri frið með því að hlusta á klassíska plötu fyrir svefninn og það ásamt lestri góðra bóka er hans áhugamál þegar komið er heim í faðm fjölskyldunnar. „Ég reyni alltaf að hlusta á smá klassík á kvöldin og það ásamt góðu fjölskyldulífi gefur lífi mínu gildi þegar ég slepp úr klóm félagsstarfanna. Mikil er sú gæfa að eiga góð börn og tengdabörn, en ég sem afi er búinn að finna að ekki síður er mikil gæfa að eiga góð barnabörn.” Mynd og texti Skúli Björn Gunnarsson

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.