Dagur - 16.11.1991, Side 12
12 - DAGUR - Laugardagur 16. nóvember 1991
IJVdÆjW heilsugæslustödin á akureyri_
Mænusóttar-
bólusetning
Almenningi er boöið upp á bólusetningu gegn
mænusótt (lömunarveiki) mánudaginn 18.
nóvember kl. 17-19, í Hafnarstærti 104, 2. hæö
(Ungbarnaeftirlitið).
Nauðsynlegt er að viðhalda ónæminu með bólusetn-
ingu á 4-5 ára fresti.
Hafið meðferðis ónæmisskírteini.
Bólusetningin kostar 200 kr.
Heilsugæslustöðin á Akureyri.
Góðir gestir í Grenivíkurkirkju
Góðir gestir í Grenivíkur-
kirkju. Það er stundum notað
sem rök fyrir því hve vont sé
að búa á „landsbyggðinni“
svokallaðri að þar fari menn á
mis við alla almennilega list-
viðburði. Víst missum við af
ýmsu sem ekki búum á Suð-
vcsturhorninu. En einangrun
okkar þarf ekki að vera algjör.
Jafnvel ekki í fámennum sveit-
um. Það sannast stöku
sinnum.
S.l. laugardag voru haldnir
tónleikar í Grenivíkurkirkju. Par
voru á ferðinni tvö tríó; annars
vegar Margrét Bóasdóttir,
sópran, Þuríður Baldursdóttir,
alt og Michael Jón Clarke, bari-
tón, hins vegar Chamelaux tríóið
sem skipað er klarínettuleikurun-
um Sigurði I. Snorrasyni, Óskari
Ingólfssyni og Kjartani Óskars-
syni. Á efnisskránni var Svíta eft-
ir J. Ch. Graupner, fimm sálm-
forleikir fyrir þrjú klarinett og
sópran eftir J. S. Bach, sex Næt-
urljóð fyrir sópran, alt, baritón,
klarinettur og bassett-horn eftir
W. A. Mozart og Tríó í c-dúr op.
87 eftir L. van Beethoven. Þetta
voru eftirminnilegir tónleikar
þeim sem á hlýddu. Kom þar
einkum tvehnt til, óvenjuleg
hljóðfæraskipan og flutningur
sem er hafinn yfir alla gagnrýni.
Verkin, sem flutt voru, voru
þannig valin að þau létu vel í eyr-
Félagsmanna-
afsláttur
18. nóvember til 7. desember
Kaupfélag Eyfirðinga veitir félagsmönnum sérstakan
afslátt í Vöruhúsi KEA, og sömuleiðis af ýmsum
vörum í Raflagnadeild og Byggingavörudeild.
s
I verslunum KEA utan Akureyrar gilda sömu
kjör á sömu vörum.
Afslátturinn miðast við staðgreiðslu.
Nýir félagsmenn geta einnig notið sömu kjara.
Ef þú vilt gerast félagsmaður fyllir þú út
eyðublað í Vöruhúsi, Raflagnadeild,
Byggingavörudeild, Fjármáladeild KEA
eða í útibúum KEA og þú getur verslað strax.
um áheyrenda, líka þeirra sem
ekki hlusta á klassíska tónlist að
öllum jafnaði. Hápunkturinn
voru Næturljóð Mozarts sem eru
slíkt konfekt að maður brennur í
skinninu að fá að heyra aftur.
Áheyrendur voru því miður allt
of fáir. Þannig þurfti endilega að
hittast á að svo til allt starfslið
frystihúss Kaldbaks hf. og fleira
fólk var á Akureyri að snæða
góðan mat og skemmta sér. En
þeir sem á hlýddu fóru þakklátir
heim. Fyrr um daginn hafði lista-
fólkið haldið tónleika í Þórodds-
staðarkirkju í Kinn. Þar var hús-
fyllir. Þarna var ekki verið að
velja fjölmenna staði þar sem
von væri á mörgum áheyrendum
heldur að koma með listina til
þeirra sem eiga ekki greiðan
aðgang að tónleikasölum. Því
miður harla óvenjulegt sjónar-
mið en því meiri ástæða til að
þakka fyrir þegar listamenn sýna
slíkt framtak. Hafið heila þökk
fyrir komuna. Mættum við fá
meira að heyra.
Björn Ingólfsson.
Höfundur er skólastjóri Grenivíkurskóla.
Lögmannshlíðarsókn:
Jólakortasala
Sóknarnefnd Lögmannshlíðar-
sóknar Glerárprestakalli er um
þessar mundir að hefja sölu á
jólakortum. Jólakortasalan er
liður í fjáröflun vegna byggingar
Glerárkirkju. Unglingar úræsku-
lýðsfélaginu Glerbroti vinna við
pökkun kortanna og munu þeir
ganga í hús í Glerárþorpi og
bjóða kortin til sölu.
Aðaldalur:
íbúðarhús
í smíðum
í frétt í Degi föstudaginn 8.
nóvember er rætt um helstu
framkvæmdir í Aðaldal. Þar
kemur fram að ekkert íbúðarhús
muni vera í smíðum í sveitinni.
Þetta er ekki rétt því syðst í
Aðaldalnum, í Fagraneskoti er
Guðmundur Jónsson, bóndi að
byggja sér íbúðarhús, sem nú
hefur náð fokheldisstigi. Þarna
hefur Dagsmönnum yfirsést og
eru hlutaðeigandi beðnir velvirð-
ingar. IM
Áskorun til
vélsleðamanna
Á almennum fundi félaga
Landssambandi íslenskra vél
sleðamanna í Vín við Hrafna
gil, miðvikudaginn 13. nóv
1991, var samþykkt eftirfar
andi áskorun til vélsleða
manna.
„Félagsmenn skora á alla öku-
menn vélsleða að hafa það í huga
er þeir aka um bæjarlandið og
nágrenni þess, að hlífa viðkvæm-
um svæðum við akstri, velja leið-
ir með tilliti til þess og takmarka
akstur innanbæjar."
STÖÐVUM BÍLINN
ef við þurfum að
tala í farsímann!
I\ mIumferðar n
MÍS J\