Dagur - 16.11.1991, Síða 19

Dagur - 16.11.1991, Síða 19
Laugardagur 16. nóvember 1991 - DAGUR - 19 Popp Magnús Geir Guðmundsson Egill Ólafsson - Tifa, tifa: Vei heppnað verk Egill Ólafsson hefur um langt árabil verið einn besti og vinsæl- asti dægurlagasöngvari þjóðar- innar. í um tvo áratugi hefur hann verið í sviðsljósinu með Stuð- mönnum, Spilverki þjóðanna og Þursaflokknum, sem allar hafa verið framvarðarhljómsveitir í íslensku poppi, hver á sínu sviði og tíma. Nú er Egill hins vegar að hasla sér völl sem einherji, ef svo má að oröi komast, með þessari plötu, Tifa, tifa, og er ekki hægt að segja annað en að hann byrji vel í því hlutverki þegar á heildina er litið. Reyndar hefur poppskrifari Dags hrifist meir af Agli Ölafssyni leikara heldur en Agli Ólafssyni söngvara I seinni tíð og það ekki af ástæðulausu. Hann hefur nefnilega unnið mikla sigra í leik- listinni ekki síður en í tónlistinni og nægir þar að nefna hlutverk hans í Magnúsi, þar sem hann lék titilhlutverkið óaðfinnanlega, og í Ryð, mynd Lárusar Ýmis Óskarssonar eftir leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar, Bílaverk- stæði Badda. Egill Ólafsson „tiplar um troðnar slóðir", en er samt líka ferskur. En burtséð frá leiklistinni og sigrum Egils þar, þá er ekki ólík- legt að hann sé að vinna viðlíka sigur með Tifa, tifa. í það minnsta hafa landsmenn tekið plötunni mjög vel. Er þar líka hægt að vera sammála lands- mönnum, því eins og áður segir þá tekst Agli vel upp. Semur hann öll lögin á plötunni, tíu að tölu, sjálfur auk textanna og spil- ar á hljómborð ásamt söngnum. Eru lagasmíðarnar á vissan hátt samblanda af áhrifum frá Stuð- mönnum og Þursaflokknum samanber lagið Sigling, sem er í hinum brokkandi takti, sem ein- kenndi verk Þursanna mörg hver og lagið Ekkert þras, sem nú nýt- ur mikilla vinsælda, er hæglega myndi sóma sér vel á Stuð- mannaplötu. Virkar þessi blanda bara býsna vel, eins ólík sem efnistökin I henni eru. En það kennir fleiri grasa á plötunni. Til að mynda er eitt besta lag plötunnar, Hertu upp hugann, með sterkum fransk/ latneskum keim, sem minnir menn á listamenn á borö við Edith Piaff. Þá er einnig mjög mögnuö ballaða sem er nokkuð sérstök í tvísöng Egils og Sigrún- ar Hjálmtýsdóttur (Diddú) sem nefnist Það brennur. Tifa, tifa er því sem sagt hinn eigulegasti gripur sem aðdáendur söngvar- ans og aðrir geta verið ánægðir meö. Er þaö næsta víst að Egill sjálfur hefur vart getað óskað sér betri byrjunar á einherjaferlinum. Stórstjarnan Bryan Adams til íslands Árið 1991 ætlar að verða sögu- legt hvað varðar heimsóknir frægra tónlistarmanna hingað til lands. Er nú svo komið að maður hefur vart tölu á öllum þeim við- burðum sem orðið hafa á þessu sviði á árinu og það sem meira er að allt er ekki búið enn. Það er nefnilega von á sjálfum stórrokk- aranum frá Kanada, Bryan Adams, sem er án efa ein skær- asta stjarna í dægurlagaheimin- um í dag. Mun Adams halda eina tón- leika í Laugardalshöllinni í Reykjavík þann 17. desember. Eins og kunnugt er og greint hef- ur verið frá hér á Poppsíðu, hefur lag Adams úr myndinni Robin Hood, (Everything I do) I do i.t for you, notið gríðarlegra vinsælda og sat t.a.m. í 16 vikur á toppi breska vinsældalistans, sem er einsdæmi í sögu þess lista. Miklar vinsældir eru þó engin nýlunda fyrir Bryan Adams, því á þeim rúma áratug sem liðinn er siðan hann kom fram á sjónar- sviðið með sína fyrstu samnefndu Bryan Adams kemur til íslands í desember og heldur tónleika í Laugardalshöll. plötu, hefur frægðarsólin lengst- um leikið við hann. Það var þó ekki sem tónlistarmanns að nafn Adams varð fyrst þekkt, heldur sem lagahöfundar, en lagið Straight from the heart, sem hann samdi með félaga sínum Jim Vallence, (eins og reyndar flest annað) varð vinsælt um all- an heim í flutningi hinnar skosku Bonnie Tyler árið 1983. Ekki löngu seinna náði svo Adams sjálfur að koma laginu inn á topp tíu í Bandaríkjunum, sem endanlega braut ísinn. Seldist platan Cuts like a knive, sem geymir Straight from the heart, mjög vel I kjölfar vinsælda lags- ins og var þar lagður grunnurinn að frekari vinsældum Adams. Reckless, sem kom út 1984, seldist í milljónum eintaka um all- an heim og gerðu lög eins og Run to you, Summer of ’69 og It’s only love, þar sem Tina Turner syngur dúett með Adams, allt vitlaust. Þótt Into the fire, sem fylgdi í kjölfar Recless 1987, næði ekki eins mikilli hylli, þá hélt hún nafni Adams vel á lofti. Nýja platan, Waking up the neighbours, sem út kom fyrir skömmu, er hins vegar líkleg til að gera gott betur en svo, því hún fór hvarvetna á topp vin- sældalista þegar hún kom út og er ekki loku fyrir það skotið að hún slái jafnvel Reckless við hvað vinsældirnar snertir. Það ætti því að vera Ijóst aö koma Bryan Adams hingað til lands er mikill viðburður og ættu þeir norðlensku rokkunnendur sem kost eiga á, ekki að láta sig vanta á tónleikana. Hefur Adams alltaf þótt mjög góður á sviði og er ekki að efa að hann muni „trylla” vel íslenska tónleika- gesti. Það er fyrirtækið Borgar- foss, sem stendur að komu hans hingað til lands. Leiðrétting í grein fyrir hálfum mánuöi um finnskt rokk var sagt að gítar- leikarinn Jorma Kankonen væri látinn. Virðist heimild Poppskrif- ara í þeim efnum nú hins vegar málum blandin, þannig að kápp- inn mun að öllum líkindum vera í fullu fjöri ennþá. Er því hér með tekin aftur þessi ómeðvitaða „aftaka” á Kankonen. Athyglisvert myndband væntanlegt með The Cure Breska popphljómsveitin The Cure á sér stóran og fjölbreyti- legan aðdáendahóp víða um heim, enda hefur hún lagt sig í líma við að vera sem fjölbreyti- legust í tónlistarsköpun sinni. Nú er beðið með nokkuri eftir- væntingu eftir nýrri plötu frá hljómsveitinni, sem er í smíðum og kemur væntanlega út snemma á næsta ári, en rúm tvö ár eru liðin síðan síðasta hljóð- versplatan, Disintegration, kom út. Til að gera biðina styttri og þol- anlegri fyrir æsta aðdáendur sína, sendir Cure frá sér nýtt myndband nú á mánudaginn, sem er hið merkilegasta. Er um að ræða tveggja klukkustunda efni þar sem góð innsýn er gefin í starfsemi hljómsveitarinnar. Kallast myndbandið The Cure play out og inniheldur það meðal annars upptökur með falinni myndavél af hljómsveitinni við ýmis skemmtileg tækifæri, upp- tökur frá tónleikum, þar sem þrjú ný lög, Wendy time, The big hand og Away, heyrast og uppá- komu í sjónvarpi. Þá getur enn- fremur að líta viðtöl við hljóm- sveitina og svipmyndir frá æfing- um hennar. Að síðustu má svo nefna að fjórða nýja lagið verður að finna á þessu myndbandi The Cure, sem nefnist A letter to Elise, sem leikið er án rafmagnshljóðfæra. Á þessari upptalningu má sjá að hér er um hið eigulegasta mynd- band að ræða, sem gleöja mun hvern aðdáanda The Cure. Laus staða Við embætti bæjarfógetans á Akureyri er laus til umsóknar hálfsdagsstaða skrifstofumanns. Vinnutími kl. 13-17. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar undir- rituöum fyrir 30. nóvember nk. Bæjarfógetinn á Akureyri, 14. nóvember 1991. Elías I. Elíasson. Nuddari óskast,aa Nemi af heilsugæslubraut eða með sambærilega menntun kemur til greina. Mjög góð aðstaða. Umsóknir og helstu upplýsingar sendist í pósthólfi 287, 602 Akureyri fyrir 25. nóv. Merkt: „Nudd“. Öllum umsóknum svarad. Læknaritari óskast í fullt starf við Heilsugæslustöðina á Húsavík frá 1. janúar 1992. Upplýsingar gefur læknafulltrúi í síma 41333. Umsóknarfrestur er til 29. nóv. Heilsugæslustöð Húsavíkur. Dalbær heimili aldraðra Sjúkraliðar Dalbær - heimili aldraðra, Dalvík, óskar eftir að ráða sjúkraliða. Vinnuhlutfall eftir samkomulagi. Góður vinnuandi. Nánari upplýsingar veitir Lilja Vilhjálmsdóttir, hjúkrunarfor- stjóri í síma 96-61378. Óskum eftir að ráða kjötiðnaðarmann eða mann vanan úrbeiningum til framtíðarstarfa. Þarf aö geta hafið störf sem fyrst. Óskum einnig eftir starfskrafti til hreingerninga hluta úr degi. Upplýsingar í síma 25832 frá kl. 8-17 alla virka daga. RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Rafmagnstæknifræðingur/ rafmagnsverkfræðingur Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir aö ráöa raf- magnstæknifræðing/rafmagnsverkfræðing meö aösetur á Blönduósi. Nánari upplýsingar um starfiö veitir svæðisrafveitu- stjóri á Blönduósi. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist fyrir 6. desember n.k. Rafmagnsveitur ríkisins Ægisbraut 3 • 540 Blönduósi

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.