Dagur - 22.01.1992, Side 1

Dagur - 22.01.1992, Side 1
75. árgangur Akureyri, miðvikudagur 22. janúar 1992 14. tölublað Vel klæddur í fötum frá enrabudin HAFNARSTRÆTI92 602 AKUREYRI SÍMI96-26708 BOX 397 BERNHARDT Thc Tailor-l.iK)k Óhappið við Laxá í Kjós: Flutninga- bifreið frá Dreka mjög illa farin Vörutlutningabifreið og tengi- vagn frá Dreka hf. Akureyri tók upp í vindhviðu skammt frá brúnni yfir Laxá í Kjós að kvöldi mánudagsins. Bifreiðin er mikið skemmd ef ekki ónýt og bílstjórinn hlaut meiðsl. Dreki hf. á Akureyri gerir út sjö vöruflutningabifreiðar á leið- ina Akureyri-Reykjavík-Akur- eyri. Á mánudagskvöld voru þrír bílar á leið norður, þar af tveir frá Dreka hf. Misvinda var um allt Vesturland en færð var góð. Er aftasti bíllinn nálgaðist Laxá fékk hann á sig öflugan vindhnút sem reif bíl og vagn á loft af veg- inum. Aflið hefur verið mikið því bíll og vagn eru 36 tonn. Bíllinn og vagninn skullu niður á hinn vegarhelminginn með miklum skruðningum. Að sögn Jóhanns Gunnars Jóhannssonar, fram- kvæmdastjóra Dreka hf. var unn- ið að losun bifreiðar og vagns í gær til að hægt yrði að koma bíln- um á hjólin aftur. „Ökumaðurinn sem er þaul- vanur langferðabílstjóri er rif- beinsbrotinn, meiddur á öxl, skrámaður á höfði og illa marinn á fótum og víðar. Slysin gera ekki boð á undan sér og telja má að ökumaðurinn hafi sloppið vel miðað við allar aðstæður. Fyrsti bíllinn var við Laxá fimmtán mínútum áður en slysið varð og þá var ekki hvasst við ána. Þessi vindhnútur reið á sem byssuskot og slíkt er ekki hægt að varast,“ sagði Jóhann Gunnar Jóhanns- son. ój Þökulagt á Sauðárkróki í janúar Sunnanblíðan sem lagt hefur undir sig íslenska grund á þeim tíma árs sem Vetur konungur er vanur að ráða ríkjum, virðist engan endi ætla að taka. Bæjarstarfsmenn á Sauðárkróki nýttu sér blíðuna sl. mánudag til að leggja þökur og sögðust að vísu stundum hafa verið að þökuleggja í desember, en aldrei áður í endaðan mörsug. SBG Bæjarstjórn Akureyrar: Leiktæki amáJið « verði skoðað Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar í gær var samþykkt að vísa bókun bæjarráðs frá 19. desember sl. um að lengja opnun leiktækjasala um þrjár kíukkustundir, til annarar umræðu og frekari umfjöllun- ar bæjarráðs. Fyrir fundinum lá bókun íþrótta- og tómstundaráðs frá 20. janúar sl. þar sem það „lýsir ein- dreginni andstöðu sinni við fyrir- hugaðar breytingar" og harmar að bæjarráð hafi ekki haft sam- ráð við íþrótta- og tómstundaráð áður en þessi ákvörðun var tekin. Bent er á að ef bæjarstjórn stað- festi þessa samþykkt bæjarráðs, væri hún að ganga þvert gegn vilja skólastjórnenda og foreldra- félaga í bænum. Sigrún Sveinbjörnsdóttir, for- maður félagsmálaráðs, vísaði á bæjarstjórnarfundinum í gær til bókunar félagsmálaráðs frá 8. janúar sl. þar sem segir að það telji „ekki ráðlegt að rýmka regl- ur um starfsemi þessa frá því sem nú er.“ óþh Halldór Jónsson, bæjarstjóri, um skattlagningarhugmyndir stjórnvalda: Gæti þýtt að 3-5% af skatttekjum Akreyrarbæjar flytjist til ríkisins Halldór Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, var harðorður í garð stjórnvalda í ræðu á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær þar sem hann fylgdi fjárhags- áætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 1992 úr hlaði. í máli hans kom fram að sú skattlagning sem rætt hefur verið um og birtist m.a. í svokölluðum „bandormi", gæti flutt 3-5% af skatttekjum Akureyrarbæjar til ríkisins. „Á sama tíma og sveitarfélög eru að ljúka gerð sinna fjárhags- áætlana, hangir boðuð skattlagn- ing ríkisins á sveitarfélög yfir okkur óafgreidd enn. Slíkt er auðvitað ekki ásættanlegt. Gildir íslenskir sjávarréttir hf. á Húsavík: Sfldin fer suður í þorratrogin „Við virðumst alveg halda okkar hlut í markaðnum og framleiðum svipað og gert hef- ur verið undanfarin ár,“ sagði Hólmfríður Sigurðardóttir, einn eigenda Islenskra sjávar- rétta hf. á Húsavík. Hákonarson, sem starfa við markaðsmálin í Reykjavík. Hólmfríður segir að breytingar hafi verið gerðar hjá fyrirtækinu eftir að nýju eigendurnir tóku við, meira unnið hráefni sé keypt af verkendum síldarinnar í stað þess að flaka síld sem áður hefur verið fryst. Nú sé síldin flökuð beint í pækil og sé mikið mýkri. „Þetta gengur ágætlega. Við ætl- um okkur stærri hlut þegar fram í sækir, en flýtum okkur samt hægt,“ sagði Hólmfríður. IM þar einu hvort slík skattlagning er vegna þjónustu við fatlaða, svokallaður lögregluskattur eða er kennt við bandorm. Allt hljómar þetta jafn illa og veldur stjórnendum og íbúum sveitar- félaga áhyggjum. Ljóst er að á erfiðleikatímum þurfa allir að leggja eitthvað að mörkum, ef vel á að takast til um lausnir. í því efni skorumst við ekki undan, ef nauðsyn krefur. Spurningin er frekar um leiðir og þær aðferðir, sem viðhafðar eru, við slíkar ákvarðanir. Samráð ríkis og sveitarfélaga hlýtur að teljast æskilegt til þess að ná sameigin- legum árangri, en til þess að það náist eða takist þurfa báðir aðilar að vera aðilar að slíku samkomu- lagi,“ sagði Halldór. Hann sagði að ef þær skatt- lagningarhugmyndir, sem nú væri verið að tala um, næðu fram að ganga, gætu 3-5% af skatttekjum Akureyrarbæjar horfið ofan í ríkiskassann, sem myndi hafa veruleg áhrif á getu bæjarins til rekstrar og framkvæmda. Við þetta má bæta að eftir snarpar deilur í sölum Alþingis í gær var atkvæðagreiðslu um umræddan „bandorm“ frestað og er gert ráð fyrir að atkvæði verði greidd í dag. Halldór sagði í yfirgripsmikilli ræðu sinni að þessi fjárhagsáætl- un væri raunsæ miðað við ástand og horfur í rekstri bæjarins. Kapp væri lagt á að fjármála- stjórn bæjarfélagsins yrði traust. Þess vegna væri aðhalds gætt í til- lögum til rekstrar og fram- kvæmda. Forsendur þriggja ára áætlunar Akureyrarbæjar væri sá heildarrammi, sem stuðst væri við. Stefnt er að síðari umræðu um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 4. febrúar nk. óþh Þorrablótsvertíðin er hafin og þá er háannatíminn hjá þeim sem tilreiða síld fyrir neytendur. „Það er svona rétt að við höfum við,“ sagði Hólmfríður, en mest af Kúttersíldinni frá íslenskum sjáv- arréttum hf. er þessa dagana á leið í þorratrogin hjá Sunnlend- ingum. Fyrirtækið framleiðir marineraða síld, kryddsíld og síld í sex tegundum af sósum. Núverandi eigendur keyptu íslenska sjávarrétti af Fiskiðju- samlagi Húsavíkur og hafa starf- rækt fyrirtækið í sex mánuði, það eru auk Hólmfríðar: Geirfinnur Svavarsson og Margrét Magnús- dóttir, en þau þrjú starfa við framleiðsluna á Húsavík, og Grímur Leifsson og Kristmundur Afli Norðlendinga á síðasta ári: Veruleg aukning á Akureyri - 52.502 tonn á móti 39.756 árið áður Til Akureyrar bárust alls 52.502 tonn af flski á árinu 1991 á móti 39.756 tonnum árið 1990. Til Siglufjarðar komu 27.397 tonn (82.148), Þórshafnar 19.392 (49.437) og til Ólafsfjarðar 14.612 (22.029). Næstu verstöðvar á Norður- landi eru Dalvík með 12.991 tonn (13.481), Raufarhöfn 12.834 (51.422), Skagaströnd 11.420 (11.841), Húsavík 9.544 (9.207) og Sauðárkrókur 9.049 (10.645). Þessar tölur eru teknar úr yfir- liti Fiskifélags íslands og má sjá að samdrátturinn milli ára er mikill á þeim stöðum sem taka á móti loðnu til bræðslu. Akureyri kemur vel út í þess- um tölum svo og flestir staðir við Eyjafjörð. Grímseyingar veiddu 2.553 tonn á móti 2.313 árið áður, Hríseyingar 3.199 á móti 2.287, Grenvíkingar 3.237 á móti 2.656 en til Árskógsstrandar kom minni afli en árið áður, 2.845 á móti 3.065. Rækjuveiðar voru leyfðar að nýju í Öxarfirði og komu 297 tonn af rækju til vinnslu á Kópa- skeri. Heildaraflinn 1991 var 556 tonn á móti 332 árið 1990. SS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.