Dagur - 22.01.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 22.01.1992, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 22. janúar 1992 - DAGUR - 5 Leiklist Gosi á Blönduósi - uppsetning Leikfelags Blönduóss Föstudaginn 17. janúar frum- sýndi Leikfélag Blönduóss sjón- leikinn Gosa, sem byggður er á samnefndri sögu eftir C. Collodi. Leikgerðin er eftir Brynju Bene- diktsdóttur og er hún leikstjóri uppsetningar Blönduósinga á verkinu. Undirritaður gat ekki komið því við að vera á frumsýn- ingu, heldur sá aðra sýningu verksins, laugardaginn 18. janú- ar. Leikgerð Brynju er lipurlega gerð og fagmannlega unnin. Inn í hana fléttar höfundurinn upprifj- un í gamalli leikhúshefð; lát- bragðsleik um Herlekín, Kol- umbínu, Pantalon og Pérró, þær alþekktu persónur í leikhússög- unni, sem orðið hafa fyrirmyndir margra frægra leikara allt fram á okkar daga. Einnig nýtir leik- stjórinn ýmis brögð leikhússins á skemmtilegan hátt og tekst það vel á hinu víða og háa sviði Fé- lagsheimilisins á Blönduósi, sem einmitt er betra til þessa, en jafn- vel nokkurt annað hús á Norður- landi. Gallalaus er leikgerð Brynju á Gosa ekki. Verulegt spennufall verður í verkinu eftir hlé og í raun nær það ekki raunveruleg- um hápunkti. Margt ungmenna tekur þátt í sýningunni. Eru það nemendur úr Grunnskóla Blönduóss og standa sig með prýði til dæmis í látbragðsleiknum. Par eru Jakob Jóhannesson í hlutverki Harlek- íns, Elísabet Esther Sveinsdóttir í hlutverki Kólumbínu, Þórður Pórðarson í hlutverki Pantalons og Elísabet Helgadóttir í hlut- verki Pérrós. Guðmundur Karl Ellertsson fer með hlutverk Gosa. Hann gerir marga hluti stórvel. Má þar nefna dansatriði hans, sem eru lipurleg og fjölbreytt. Pá tekst honum að gæta hófs í örvæntingu og eymd persónunnar og einnig kemur ráðaleysi hennar og reynsluleysi vel fram. Guðmund- ur mætti vera nokkru spýtukarls- legri fyrst eftir að Gosi vaknar til lífsins en annars er fátt að frammi- stöðu hans að finna. Jón Ingi Einarsson Ieikur Flökkujóa, sem heilladísin gerir að samvisku Gosa. Jón á góðan leik í þessu hlutverki, sem fellur að honum nálega sem hanski að hönd. í hlutverki Láka leikfanga- smiðs er Njáll Pórðarson. Njáll skilar persónunni vel og skemmtilega. Pó eru handahreyf- ingar hans með söng heldur ein- hæfar á stundum. Hulda, heilladísin, er leikin af Svanbjörgu Sverrisdóttur. Petta hlutverk er ekki átakamikið, en Svanbjörgu tekst að gæða það virðuleika, sem hæfir persón- unni. Gönguhreyfingar hennar eru þó nokkuð stirðlegar, sem væntanlega er eðlilegt, þar sem hún gengur á stultum undir síð- um kjólnum. Kisa og Refur eru leikin af Hrafnhildi Jónsdóttur og Sturlu Pórðarsyni. Pau skila bæði vel sínum persónum og ná að túlka undirferli þeirra og smjaður skemmtilega jafnt í fasi sem raddbeitingu. Loga leikhússtjóra leikur Bene- dikt Blöndal Lárusson af þrótti og ákveðni. Kaldlyndi og harð- ýðgi persónunnar kemur vel fram í túlkun Benedikts og skapar ákveðna andstæðu við aðrar persónugerðir leiksins. Ari ökumaður er leikinn af jvari Snorra Hallgrímssyni. Fas ívars í hlutverkinu er gott, en framburður hans mætti vera skýr- ari. Stelpu leikur Kristín Hall- dórsdóttir og skilar hlutverki sínu lipurlega. Mikil tónlist er í Gosa. Hún er eftir Sigurð Rúnar Jónsson. Flutningur tónlistarinnar er í höndum lítillar hljómsveitar, sem komið er fyrir aftast á sviðinu. Hljómsveitin er létt og skemmti- leg í flutningi sínum og gætir vel hófs í styrk jafnt í sönglausum atriðum sem í söng. Hann er almennt vel af hendi leystur og virðast áhugaleikarar Leikfélags Blönduóss ekki hafa talið ástæðu til mögnunar, enda reyndin sú, að raddir þeirra berast ágætlega til áheyrenda án hennar. Hljóm- sveitar- og söngstjórn er í hönd- unt Benedikts Blöndals Lárus- sonar og er vel unnin. Leikmynd er skemmtileg og vel fullnægjandi. Hún er unnin af Manfred Lemke og Hjördísi Bergsdóttur. Búningar eru góðir. Peir eru sumir fengnir að láni frá Þjóðleikhúsinu. Lýsingu annaðist Ingvar Björnsson. Hún er víðast góð og undirstrikar almennt vel framgang verksins. Þó var hún eitthvað á reiki í upphafi þeirrar sýningar, sent undirritaður sá. Það er nokkur skaði, að upp- setning Leikfélags Blönduóss á Gosa er væntanlega ekki hönnuð til ferðalaga. Verkið ætti fullt erindi á svið víðar á Norðurlandi til upplífgunar og skemmtunar fyrir jafnt börn sem fullorðna. Haukur Ágústsson. Umhverfismennt á 10. áratugniim - norrænt samstarfsverkefni Ákveðið hefur verið að umhverfismál og umhverfis- fræðsla verði eitt af forgangs- verkefnum í norrænni sam- vinnu á næstu árum. Verið er að koma af stað nýju sam- starfsverkefni þar sem tak- mörkuðum fjölda leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er boðið til samvinnu og keppni um að móta heppilegar og árangursríkar aðferðir við umhverfismennt. Jafnframt er þeini boðið upp á endurmennt- un og ráðgjöf í því skyni. Kynning á verkefninu var send í alla leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla um miðjan des- ember ásamt sérstöku eyðublaði. Þeir skólar sem vildu vera með skiluðu því útfylltu fyrir 20. janúar. Síðan verða 5-10 skólar valdir til þátttöku á grundvelli þessara eyðublaða. Þeim býðst síðan viss endurmenntun og ráð- gjöf við framkvæmd tilraunarinn- ar og skila inn niðurstöðum fyrir lok þessa árs. Kennsluverkefnin verða þá metin og fá öll viður- kenningu og þau bestu verða verðlaunuð. Norðurlöndin hafa í 15 ár haft með sér samstarf um að efla umhverfisfræðslu, fyrst um náms- efnisgerð en síðan um að halda stórar ráðstefnur og sýningar annað hvert ár í höfuðborgum Norðurlandanna. „Miljö 91“ sem haldin var í Reykjavík í júní sl., var fimmta og síðasta ráðstefnan. Markmið þessa nýja verkefnis er það sama og áður, nefnilega að útbreiða og bæta unthverfis- mennt. Þó er ætlunin að huga nieira að samhengi umhverf- isvandamála og að fegurð og sið- rænum verðmætum. Enn fremur er stefnt að þvf, með hjálp fjöl- miðla, að verkefnið og árangur þess hafi sem mest áhrif á umhverfisvitund almennings. / / Utsala-Utsala Útsala á töhonn og tölvubúnaði verður hjá Tölvuírœðslumii Akureyri finuntudaginn 23. janxiar frá 13.00-18.00 föstudaginn 24. janúar frá 09.00-18.00. Á útsölunni verður meðal aimars: ★ Tölvur AT-vélar ★ Prentarar ★ Stólar ★ Teilíniborð ineð teiknivél ★ Mýs ★ Skjásíur ★ Disldingar ★ Modem ★ Tölvur PC-vélar ★ Skálckort ★ Raflilöðuhleðslutæki ★ Ljósritunarvél ★ Scanner (myndlesari) Komið og gerið _ góð kaup IE ,1 Tölvufræðslan Akureyri hf. Glerárgötu 34, III. hæð, AkureyTi, sími 96-27899. Bændaíundir með Jóni Baldvin Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, boðar til funda með bændum um GATT-samninginn og önnur mál, sem hér segir: Miðvikudaginn 22. janúar, kl. 21.00 í matsal Bændaskólans á Hvanneyri. Fimmtudaginn 23. janúar, kl. 21.00 i Miðgarði, Skagafirði. Föstudaginn 24. janúar, kl. 14.00 í ídölum, Aðaldal, S-Þingeyjarsýslu. Bændur, komið og kynnið ykkurmálin - milliliðalaust.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.