Dagur - 22.01.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 22.01.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 22. janúar 1992 Spurning vikunnar Ætlar þú að fara á þorrablót eða bara að fá þér þorramat? (Spurt á Húsavík) Eggert Jóhannsson: Ég ætla að borða þorramat en ekki að fara á þorrablót. Mér finnst þorramatur mjög góður, sérstaklega súrmaturinn. Dagbjört Jónsdóttir: Ég ætla ekki á þorrablót, en ég ætla að borða þorramat. Mér finnst þorramatur góður, sér- staklega hákarlinn sem ég borða annars svo sjaldan. Sigmar Kristjánsson: Ég ætla að éta þorramat. Það verður bara þorrablót heima, samkvæmt venju. Mér finnst þorramatur góður. Sara Hólm: Ég ætla á þorrablót og líka ætla ég að borða þorramat heima. Mér finnst þorramatur Ijómandi góður og hákarlinn bestur. Jónasína Pétursdóttir: Auðvitað fór ég á þorrablótið hjá Kvenfélaginu. Mér finnst mjög gaman að fara á þorrablót og þorramatur mjög góður. Ég mundi ekki lifa þorrann af ef ég fengi ekki þorramat. Þó borða ég ekki hákarl. Miðflarðará: „Smálaxaveiðin náði þó meðal- lagi sem ætti að endurspeglast í mun betri veiði fyrri hluta veiðitímans næsta sumar“ - segir í greinargerð Tuma Tómassonar, fiskifræðings í skammdeginu sitja stang- veiðimenn ekki auðum hönd- um. Nei, öðru nær. Vetrartím- inn er notaður af mörgum til að hnýta flugur og ræða liðna tíma við straumvötnin. Árs- hátíðir veiðifélaga fara í hönd með verðlaunaveitingum fyrir unnin afrek og svo þarf að ígrunda hvar á að renna fyrir fossbúann á næsta sumri. Veiðisalar eru farnir að senda frá sér verðskrár stangveiði- daga næsta sumars og blaða- manni Dags barst ein slík fyrir skemmstu fyrir Miðfjarðará í Vestur-Húnavatnssýslu. Laxveiðimenn hafa mikið dálæti á Miðfjarðará. Undirritað- ur fór til stangveiða í Miðfjarðará fyrir mörgum árum og hafði hina mestu skemmtan af. Ekki það eina var áin gjöful heldur er hún fjölbreytt og reynir á veiðimann- inn. í ár annast Böðvar Sigvalda- son að Barði veiðileyfissöluna. Ætlunin er að taka við pöntunum til 31. janúar nk. en eftir þann tíma fer fram úthlutun veiðileyfa. Hámarksveiði á stöng er 15 laxar á dag. Á tíu stangir er veitt í ánni á dag yfir hásumarið, að vori á átta og á haustdögum á 9 stangir. Silungasvæðið fyrir neðan Mið- fjarðarbrú verður í sumar selt sérstaklega og fylgir því ekki aðalveiðisvæðinu. Seldar verða tvær stangir á dag á silungasvæð- ið og kostar hver stöng krónur 4000. Verð á laxveiðisvæðin er nokkuð misjafnt eftir því hvenær sumars er og verðlista er hægt að fá hjá veiðileyfissala. Tumi Tómasson, fiskifræðing- ur hjá Norðurlandsdeild Veiði- málastofnunar að Hólum í Hjalta- dal, hefur ritað um laxarann- sóknir í Miðfjarðará árið 1991. í greinargerð Tuma kemur fram að margvísleg ræktunar- og rann- sóknarstörf hafa farið fram á laxastofnum Miðfjarðaránna. Tumi segir að til að framþróun geti orðið í ræktunarstarfinu sé mikilvægt að geta metið stöðugt árangur þess. Mikilvægasti þáttur þess starfs eru umfangsmiklar seiða- og laxamerkingar sem hafa farið fram í Núpsá frá 1986 og nú er búið að taka saman helstu niðurstöður. Að auki er fylgst með ástandi seiðastofna um allt árkerfið með rafveiðum, og niðurstöður þeirra úttekta lagðar til grundvallar þegar ákvarðanir um aðgerðir eru teknar. Veiðin 1991 Um veiðina 1991 segir Tumi: „Veiðin fór frekar dræmt af stað og var þar um að ræða nokkra samverkandi þætti. Stórlaxinn gengur ávallt fyrr en smálaxinn og eftir slaka smálaxaveiði 1990 var ekki að búast við mikilli stórlaxa- gengd 1991. Það gerði þó illt verra að laxinn var óvenju seint á ferðinni og vatnsleysi orsakaði að hann dreifðist lítið um ána. Þegar leið á sumarið batnaði ástandið verulega. Þegar upp var staðið höfðu veiðst rúmir 1100 laxar. Þótt veiðin hafi orðið nokkuð góð seinnipartinn og mun betri en í nærliggjandi ám, þá varð heildarveiðin langt undir meðallagi. Smálaxaveiðin náði þó meðallagi sem ætti að endur- speglast í mun betri veiði fyrri hluta veiðitímans næsta sumar.“ Ástand seiðastofna Og Tumi Tómasson heldur áfram um ástand seiðastofna: „Al- mennt má segja að seiðabúskap- ur árinnar sé góður um þessar mundir. Einkum er ástandið nú gott í aðalánni, frá Grjóthyl og upp að ármótum Núpsár. í Áust- urárgilinu er heildarþéttleiki seiða lágur, en seiðin sem þar eru dafna mjög vel og útlit fyrir áframhaldandi þokkalega göngu- seiðaframleiðslu. I Núpsá og Vesturá er ástandið gott. Vorið 1991 kom snemma og sumarið var hlýtt. Gönguseiðaframleiðsl- an var mjög góð og því sköpuð- ust góð skilyrði fyrir smærri seið- in sem döfnuðu vel. Það er því allt útlit fyrir áframhaldandi góða gönguseiðaframleiðslu næsta vor. Frá Passíukórnum á Akureyri: Æfingar að hefjast fyrir vortónleika - söngfólk hvatt til að ganga til liðs við kórinn Passíukórinn á Akureyri er nú að hefja æfingar á tveimur verkum sem flutt verða á vortónleikum kórsins. Þar er um að ræða ann- ars vegar hið þekkta og vinsæla „MISA CRIOLLA" eftir argen- tínska tónskáldið Ariel Ramirez og hins vegar „OH SING UNTO THE LORD“ (Syngið Drottni nýjan söng) eftir G. F. Hándel. „Misa Criolla“ er trúarlegt tón- verk sem byggir á argentínskri þjóðlagahefð bæði hvað laglínur og einkum þó hrynjandi varðar. Það er samið fyrir blandaðan kór, 3 einsöngvara, slagverk, gít- ar og sembal eða píanó. „Misa Criolla“ hefur tvisvar verið flutt hér á landi af Kór Langholts- kirkju og fleiri kórar hafa flutt einstaka þætti, t.d. „Gloria“ þáttinn. „Oh, Sing Unto the Lord“ er samið við texta 96. sálms Davíðs og er fyrir blandaðan kór, ein- söngvara og kammersveit. Passíukórinn hefur reyndar tví- vegis flutt þetta verk áður. Yfirstandandi ár er 20. starfsár Passíukórsins. Roar Kvam stofn- aði kórinn haustið 1972 og hefur stjórnað honum alla tíð síðan. Yfirleitt hefur kórinn haldið tvenna tónleika á ári og eru við- fangsefnin því orðin mörg og mjög fjölbreytt. Þar má finna allt frá þjóðlögum til stærstu kór- verka tónbókmennta. Má þar nefna Messías eftir Handel, Requiem Mozarts, Árstíðirnar og Sköpunina eftir Haydn. Kór- inn hefur einnig ráðist í flutning á mjög sérstæðum verkum eins og African Sanctus eftir D. Fanshaw og New Hope Jazz Mass eftir H. Sarmanto. I báðum þeim tilvik- um var um frumflutning að ræða hérlendis. Svo hefur reyndar ver- ið um ýmis fleiri verkefni kórsins. Eins og fyrr segir eru æfingar að hefjast á tveimur mjög áhuga- verðum og skemmtilegum verk- um. Mikill hugur er í kórfélögum og stjórnanda og er áhugasamt söngfólk hvatt til að ganga til liðs við Passíukórinn. Æfingar eru á miðvikudögum kl. 20 og laugar- dögum kl. 15. Nánari upplýsingar um kórstarfið veita Roar Kvam s. 24769, Elínborg s. 22457, Arn- heiður s. 24533 og Svandís s. 22228.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.