Dagur - 23.01.1992, Síða 16

Dagur - 23.01.1992, Síða 16
®M!E Akureyri, fímmtudagur 23. janúar 1992 Hadegistilboð alla daga Súpa og salatbar ásamt okkar nýbökuðu brauðum fylgja öllum aðalréttum og pizzum Frí heimsendingarþjónusta allan daginn Alvöru veitingahús V E I T I : * U S I Ð Glerárgötu 20 • ® 26690 Skagstrendingar kaupa snjóbíl: „Nauðsynlegt öryggistæki“ Skagstrendingar hafa ákveðið að festa kaup á snjóbíl til björgunarstarfa sem og annarra starfa sem slíkt tæki getur sinnt. Að sögn Magnúsar B. Jónssonar, sveitarstjóra, er snjóbíll nauðsynlegt öryggis- tæki fyrir staðinn. Auk Höfðahrepps taka skíða- deild ungmennafélagsins og slysa- varnadeild staðarins þátt í að fjármagna kaupin. Boðið var í níu ára gamlan snjótroðara með Grenivík: Þokkalegur afli línubáta Aflabrögð báta frá Grenivík hafa verið nokkuð góð að undanförnu. Afli Fengs ÞH í síðustu viku var 9 tonn og Kóps ÞH 5,6 tonn, en bátarnir hafa verið með línu í og út af Eyjafírði. Sjöfn ÞH, sem er 200 tonna skip, sækir mun lengra og dýpra og vikuaflinn var um 31 tonn. „Við höfum fengið reiting á línuna. Aflinn frá áramótum er um 75 tonn og í gær fengum við 14 tonn. f dag erum við að draga línuna austan í Sporðagrunninu og hann er tregur það sem af er. Já, þorskurinn er smár og erfitt að hitta í hann. Nokkrir bátar eru í Reykjafjarðarál og þar er ekk- ert að hafa. Þar er þorskurinn fullur af loðnu og því veiðist lítið á línuna," sagði Oddgeir ísaks- son, skipstjóri á Sjöfn ÞH. ój tönn sem Bláfjallanefnd auglýsti til sölu og áttu Skagstrendingar hæsta tilboðið. Að sögn Magnús- ar er verið að ganga frá samning- um um kaupin, en ákveðið var að kaupa snjótroðara vegna góðrar reynslu af slíkum tækjum, m.a. á Seyðisfirði. „Hér eru oft hörð vetrarveður og mikill snjór og því skiptir miklu máli að hafa eitthvert tæki sem ræður við hvaða aðstæður sem er í snjó. T.d. hefðum við komið vatni miklu fyrr á bæinn í óveðrinu í byrjun síðasta árs ef við hefðum haft snjóbíl. Bíllinn er því fyrst og fremst hugsaður sem öryggistæki, en keyptur er troðari þannig að einnig sé hægt að nota hann í skíðabrekkunni,“ segir Magnús. SBG Opinberír starfsmcnn héldu fjölmennan fund í Alþýðuhúsinu á Akureyri í gær. Svanhildur Kaaber formaður HÍK í ræðustól Mynd: Golli „Þeir sem einu sinni voru sundraðir standa nú saman“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, á flölmennum baráttufundi á Akureyri „Opinberir starfsmenn una ekki hótunum ríkisstjórnarinn- ar um skert starfsréttindi og fjöldauppsagnir. Opinberir starfsmenn krefjast þess að ríkisstjórnin virði samningsrétt og sanngjarnar kröfur stéttar- félaganna. Opinberir starfs- menn hvetja alla launamenn til að snúa vörn í sókn og verja velferðarkerfíð á íslandi.“ Þannig hljóðar niðurlag álykt- unar tjölmenns fundar opin- berra starfsmanna, sem hald- inn var í Alþýðuhúsinu á Akureyri síðdegis í gær. Ögmundur Jónasson, formað- ur BSRB, minnti í ræðu sinni meðal annars á það fyrirheit ríkisstjórnarinnar eftir næturfund á síðasta hausti að nú væri hægt að ná árangri. Árangurinn hefði Lamandi áhrif snjóleysis og óumbeðinnar blíðu: ADir sem gera út á frost og snjó horfa til himins Örlítið snjóaði í Hlíðarfjalli aðfaranótt miðvikudags og var dálítil föl í skíðabrekkunum þegar blaðamenn Dags skoð- uðu aðstæður í gær. Ivar Sig- mundsson, forstöðumaður Skíðastaða, var ekki ánægður með stöðu mála og var á hon- um að heyra að veðurguðirnir væru nískir. Og snjóleysið virðist hafa haft Iamandi áhrif víðar en á skíðasvæðunum. ívar var skiljanlega orðinn þreyttur á því að standa í stíma- braki við veðurguðina ár eftir ár, en skíðavertíðin hófst mjög seint í fyrra vegna hlýindakafla sem kom upp úr miðjum janúar og stóð fram í miðjan febrúar. Eftir það tók við stutt en allgóð vertíð. Nú þarf stórhríð í nokkra daga til að brekkurnar í Hlíðarfjalli verði færar skíðafólki en ekki er mikinn snjó að finna á kort- um veðurfræðinganna enn sem komið er. Og ástandið er auðvit- að svipað í öðrum skíðalöndum á Norðurlandi. En Akureyringar horfa líka til þess að færra fólk kemur til bæjarins en eðlilegt er í janúar og þykjast menn merkja það hjá flugfélögum, hótelum og veit- ingastöðum. Snjóleysið veldur tekjutapi þar eins og hjá Skíða- stöðum því skíðaferðir til Akur- eyrar liggja niðri. Þá koma hlýindin illa við kaupmenn sem selja skjólfatnað og vörur til vetraríþrótta. Á móti kemur sparnaður hjá Akureyrarbæ vegna minni snjó- moksturs, sem menn telja þó að sé e.t.v. ekki svo mikill þegar tekið er tillit til þess að nagla- dekkin spæna upp autt malbikið og viðhaldskostnaður við gatna- kerfið verður meiri en ella. Þeir sem Dagur spjallaði við voru því nokkuð sammála um að auð jörð og hlýindi um hávetur væru alls ekki ákjósanlegar ástæður, heldur lamandi fyrir bæjarlífið í heild. SS síðan komið í ljós eftir að stjórn- in hefði hækkað vexti upp í nýtt Islandsmet - árangurinn væri skerðing og aftur skerðing. Hann sagði að þjóðin vildi sjálf ákveða hvar ætti að spara - hún teldi að ekki ætti að skerða möguleika sjúkra, öryrkja og barnafólks. Ógmundur ræddi einnig um að nú væri reynt að koma á kerfi aukinnar miðstýringar í stað skynsamlegrar hagræðingar og ráðist væri að þeirri uppbyggingu sem átt hefði sér stað og hún brotin niður. í lok ræðu sinnar sagði hann að staða launafólks væri nú þessi. „Þeir sem áður voru sundraðir standa nú saman.“ Páll Halldórsson, formaður BHMR, sagði að ríkisvaldinu væri fúlasta alvara með að koma áformum sínum fram og aðeins hatrömm andstaða fólksins gæti hrætt stjórnvöld - þar væri verka- lýðshreyfingin eina aflið er kom- ið gæti við sögu og nú yrði að slá skjaldborg um velferðarkerfið. Svanhildur Kaaber, formaður HÍK, sagði meðal annars að hug- myndir um samhjálp hefðu nú vikið fyrir gróða- og markaðs- hyggju og hugtök sem notuð hefðu verið í framleiðslu og iðn- aði væru nú viðhöfð um launa- fólk. Velferð á varanlegum grunni og sú hagsæld í anda mannúðar, sem ríkisstjórnin boðaði birtist síðan meðal annars í skerðingu á möguleikum fólks til þess að afla sér menntunar. Fundinum bárust margar bar- áttukveðjur víðsvegar að og mikill einhugur ríkti á meðal fundar- manna með að snúa vörn í sókn í kjaramálunum. ÞI Versnandi færd á Lágheiði V'yíý W ívar Sigmundsson sýnir hvað hann þarf að fá mikinn snjó til að skíðabrekk- urnar í Hlíðarfjalli verði nothæfar. Hann stendur nú í svipuðum sporum og á sama tíma í fyrra og bíður eftir snjó, eins og skíðamenn almennt. Mynd: Goiii Fært hefur verið fyrir jeppa og stærri bfla yfír Lágheiði að undanförnu. Snjó tók upp í hlýindunum en vegurinn hefur ekki verið mokaður. í gær var veður farið að versna á heið- inni og búist við að hún lokað- ist ef éljagangur með skafrenn- ingi héldi áfram. Að sögn Gísla Friðrikssonar hjá Vegagerð ríkisins á Sauðár- króki hefur Lágheiði verið fær fyrir jeppa og stóra bíla að undanförnu. Vegurinn hafi þó ekki verið ruddur og ástæða þess einkum sú hvað hann hefur verið blautur og ekki talið óhætt að fara með þung moksturstæki um hann. Síðdegis í gær var veður farið að versna á heiðinni - gekk á með éljum og skafrenningi og kvaðst Gísli búast við að vegur- inn myndi lokast ef ekki birti fljótlega upp. Hann sagði að eng- in ákvörðun hefði verið tekin um hvort hann yrði opnaður að nýju en ætlunin væri að bíða og sjá til hvað yrði úr þessu veðri. Ef veð- ur héldist gott og bleyta minnk- aði yrði athugað hvort unnt verði að opna veginn. ÞI Skagfirðingur seldi í Þýskalandi Skagfíröingur SK-4 seldi í gærmorgun físk á markaði í Þýskalandi fyrir 16,9 milljónir króna. Meirihluti aflans var karfí. Aflinn sem Skagfirðingur seldi var 129 tonn og þar af 32 tonn af ufsa. Meðalverð fyrir aflann í heild sinni var 131 króna fyrir kílóið, sem er í lægri kantinum. Ástæðuna segir Gísli Svan Ein- arsson, útgerðarstjóri hjá Fisk- iðjunni Skagfirðingi hf., vera ufsinn, en meðalverð fyrir kílóið af honum var ekki nema 97 krón- ur sem telst þó gott ufsaverð. SBG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.