Dagur


Dagur - 29.01.1992, Qupperneq 3

Dagur - 29.01.1992, Qupperneq 3
Miðvikudagur 29. janúar 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Áhugamannahópur um alþýðulist: Framundan fjöldi námskeiða „Við erum búin að vera að tækjavæða okkur svolítið upp á síðkastið og eigum orðið bala, þeytivindu, tvo rokka, kembivél og fleira til ullar- vinnslu. Auk þess hefur okkur verið gefln ull og Seyluhreppur ánafnaði okkur sjóði sem stóð til að leggja niður,“ segir Anna Sigríður Hróðmarsdóttir. Áhugamannahópur um alþýðu- list í samvinnu við Framtak, átaksverkefni sem starfar í Aust- ur-Húnavatnssýslu og innsveitum Skagafjarðar, er að sögn Önnu mjög virkur. Hópurinn er með aðstöðu í stóru húsi í Steinsstaða- hverfi í Lýtingsstaðahreppi og framur.dan eru námskeið í flóka- gerð, skógerð og útskurði í tré. Anna segir áhuga fyrir starfsem- inni alltaf vera að aukast hjá fólki, góð aðsókn á námskeiðin sýni það. „Þetta er bara byrjun á stóru verkefni og okkur sem í þessu erum þykir mjög gaman að þessu. Þrátt fyrir að þetta sé tímafrekur iðnaður gæti þetta orðið atvinnuskapandi í framtíð- inni, sérstaklega ef fólk getur selt sína framleiðslu sjálft milliliða- laust,“ segir Anna. SBG Akureyri: Verslanir skipta um eigendur Nýir eigendur hafa tekið við rekstri verslanana Topp menn og Allir sem 1 á Akureyri. Verlanirnar hafa verið reknar í sama húsnæði við Ráðhústorg á Akureyri en á mánudag tók nýtt hlutafélag við rekstri þeirra beggja. Hlutafélagið er í eigu fimm aðila, þ.e. fjögurra einstaklinga og fyrirtækisins Tactic hf. á Akureyri. Allir sem 1 er íþrótta- vöruverslun en Topp menn er herrafataverslun. Ekki mun endanlega ákveðið með nöfn á verslanirnar en að líkindum munu nöfnin Topp menn og Topp sport verða notuð. JÓH Þingmenn Framsóknarflokksins: Halda fundi í öllum kjördæmum landsins - fundir á Akureyri og Blönduósi í kvöld Þingmenn Framsóknarflokks- ins eru þessa dagana á funda- ferð í öllum kjördæmum Iands- ins. Á Norðurlandi hafa þeir boðað til alls átta funda í þess- ari viku. Síðastliðinn sunnudag var haldinn fundur á Siglufirði. Þar voru frummælendur þeir Páll Pét- ursson og Guðmundur Bjarnason. í gær voru Valgerður Sverrisdótt- ir og Guðni Ágústsson frummæl- endur á fundi í Bergþórshvoli á Dalvík og þeir Stefán Guð- mundsson, Páll Pétursson og Finn- ur Ingólfsson í Framsóknarhús- inu á Sauðárkróki. í kvöld verða haldnir fundir á Akureyri og Blönduósi. Fundur- inn á Akureyri hefst kl. 20.30 á Hótel KEA. Frummælendur eru Guðmundur Bjarnason, Val- gerður Sverrisdóttir og Guðni Ágústsson. Fundurinn á Blöndu- ósi hefst kl. 21.00 í í Hótel Blönduósi. Frummælendur eru Páll Pétursson, Stefán Guð- mundsson og Finnur Ingólfsson. Annað kvöld halda þingmenn Framsóknarflokksins tvo fundi á Norðurlandi. í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn hefst fundur kl. 21.00. Þar eru frummælendur Jóhannes Geir Sigurgeirsson og Jón Kristjánsson. Á sama tíma verður haldinn fundur í Verts- húsinu á Hvammstanga. Þar eru frummælendur Stefán Guð- mundsson, Páll Pétursson og Ólafur Þ. Þórðarson. Síðasti fundurinn á Norðurlandi í þessari fundaröð verður haldinn á Hótel Húsavík föstudaginn 31. janúar kl. 20.30. Frummælendur þar eru Jóhannes Geir Sigurgeirsson og Jón Kristjánsson. Hestamiðstöðin Þingeyrum: Reiðskemma risin Átta hundruð fermetra reið- skemma er risin að Þingeyrum í Austur-Húnavatnssýslu og hófst starfsemi í henni með reiðnámskeiði um síðustu helgi. Tilkoma þessarar skemmu er bylting í aðstöðu hestamanna í Húnavatnssýsl- um að sögn Hermanns Inga- sonar. Skemman er finnskt stálgrinda- hús með 800 fermetra gólffleti. Þingeyrabúið er eigandi skemm- unnar, en ábúendur þar um þess- ar mundir eru Hermann Ingason og Hrafnhildur Jónsdóttir. Þau sjá um rekstur á Hestamiðstöð- inni Þingeyrum, en reiðskemman er hluti af þeirri starfsemi. Reiðnámskeið það er hófst á Þingeyrum um síðustu helgi er nýstárlegt að ýmsu leyti. Leið- beinandi á því er Eyjólfur ísólfs- son og eru þátttakendur nítján talsins. Kennt er eina helgi í senn einu sinni í mánuði og verða helgarnar samtals fjórar. Aðferð- ir Eyjólfs eru að sögn Hermanns töluvert öðruvísi en tíðkast hafa varðandi reiðkennslu og byggjast meira á sjálfstæðum vinnubrögð- um nemenda með sínum hestum, en eftiröpun. „Við erum með ýmsar hug- myndir að nýjum námskeiðum fyrir jafnt byrjendur sem lengra komna og erum opin fyrir öllu sniðugu sem hægt er að gera með svona húsnæði,“ segir Hermann. SBG Tölvufræðslan á Akureyri: Tölvutæki-Bókval keypti meirihluta í fyrirtækinu Tölvutæki-Bókval hf. keypti um áramót meirihlutann í Tölvufræðslunni á Akureyri. Áður voru sex eigendur að Tölvufræðslunni en nú á Tölvutæki-Bókval 70% í fyrir- tækinu en Helgi Kristinsson, framkvæmdastjóri Tölvu- fræðslunnar 30%. Þessa dag- ana er verið að endurnýja tækjakost fyrirtækisins og seg- ir Helgi Kristinsson að að því loknu verði Tölvufræðslan öflug að búnaði. Helgi segir að reksturinn hafi gengið vel á síðasta ári en þar sem tölvubúnaður úreldist mjög hratt í hinni öru þróun sem er á þessu sviði hafi verið nauðsynlegt að hafa samstarf við aðila sem selji tölvubúnað og þetta fyrir- tæki sé öflugast á Akureyri hvað það varðar. „Þetta fyrirtæki sýndi áhuga á þessu samstarfi og því varð þetta úr,“ segir Helgi. Hann segir að ekki verði veru- leg breyting á starfsemi Tölvu- fræðslunnar við þessa breytingu. Nú verði tækjabúnaður endur- nýjaður þannig að hvað þann þátt varði gefi Tölvufræðslan ekki eftir þeim bestu á þessu sviði. „Við erum að fylgja eftir þróuninni á hugbúnaði og fá stærri og öflugri vélar,“ sagði Helgi. Fyrst um sinn verður starfsemi Tölvufræðslunnar á sama stað en Helgi segir fyrirhugað að flytja hana síðar að Furuvöllum 5 en þangað mun Tölvutæki-Bókval flytja tölvusölu og þjónustu sína með vorinu. JÓH Norðlenskir hestadagar í Reiðhöllinni í Reykjavík Félag hrossabænda á Noröur- landi og Hólaskóli verða með stórsýningu í Reiðhöllinni helgina 20.-22. mars. Sýnd verða kynbótahross, gæðingar og ýmis sérafbrigði og kynnt verður norðlensk menning í tónum og tali. Norðlensk fyrirtæki munu kynna vörur sínar í Reiðhöllinni. Þeim hestaeigendum sem hafa áhuga á að taka þátt í kynbóta- sýningunni er bent á að hafa sam- band við eftirtalda: Víking Gunnarsson, í síma 95-35962, Indriða Karlsson, í síma 95- 12923 og Ármann Ólafsson, í síma 96-31290.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.