Dagur - 29.01.1992, Síða 5

Dagur - 29.01.1992, Síða 5
Miðvikudagur 29. janúar 1992 - DAGUR - 5 Dalvík: Skíðaskálinn tekiim í notkun - þar verður greiðasala, setustofa og gistiaðstaða fyrir 30-40 manns Á morgun, fimmtudag, verður neðri hæðin í nýjum skíðaskála Skíðafélags Dalvíkur afhent leigutaka, Hauki Snorrasyni, en hann hyggst reka þar greiða- sölu og síðar meir gistingu á efri hæðinni. Hún á að verða tilbúin til notkunar í lok febrúar. Og þá vantar ekkert nema snjóinn. Jóhann Bjarnason formaður Skíðafélagsins hefur ásamt fjölda sjálfboðaliða úr félaginu unnið hörðum höndum að því að koma Nýi skálinn er óncitanlcga glæsilegur í samanburði við skúrinn lengst til vinstri á myndinni sem hefur hýst miða- söluna fram til þessa. Skúrarnir bíða þess að snjói svo hægt verði að draga þá burt á sleðum. Jóhann Bjarnason formaður Skíðafélags Dalvíkur í salnum þar sem greiða- salan fer fram um lúguna að baki honum. Myndir: -i>h skíðaskálanum í stand áður en vertíð skíðafólks hefst. Pressan á þeim hefur kannski verið minni en skyldi vegna snjóleysis en ljóst er að skálinn mun nýtast vel í skíðalandsmótinu sem haldið verður á Dalvík og í Ólafsfirði í þyrjun apríl. Framkvæmdir við skálann hafa gengið vel. I sumar var byrjað á grunninum og starfsmenn SG einingahúsa á Selfossi komu norður í nóvember og reistu húsið. Þá var húsið frágengið að utan, glerjað og búið að reisa milliveggi og setja upp hurðir. Síðan hefur verið unnið að inn- réttingu og frágangi. Grunnflötur hússins er um 180 fermetrar og á neðri hæðinni er salur þar sem ætlunin er að vera með greiðasölu og setustofu fyrir skíðafólk sem getur snætt nesti sitt þar. Einnig er ætlunin að leigja salinn út til mannfagnaða en hann tekur 50-60 manns í sæti. Er þegar farið að panta hann. Á neðri hæðinni er einnig eldhús, snyrting og miðasala fyrir lyft- una. Uppi verða tvö gistiherbergi með rúmum fyrir 5 manns en auk þess svefnpokapláss fyrir um 30 manns í tveimur sölum, baðher- bergi og gufubað. Loks verður þar skrifstofa Skfðafélagsins sem búin verður tölvubúnaði fyrir tímatöku. Skíðaskálinn kostaði 11 millj- ónir króna upp kominn en síðan er búið að setja í hann rúmar þrjár milljónir til viðbótar. Pá er meðtalinn vegarspotti sem leggja þurfti frá bílastæðinu en ekki vinnuframlag félagsmanna. Jóhann kvaðst vera bjartsýnn á veturinn þrátt fyrir snjóleysið og ekki kvíddi hann því að lands- mótið færi úrskeiðis af þeim sökum. Hann vitnaði í kunnáttu- menn á sviði skíðaíþróttarinnar sem segðu að skíðalandið í Böggvisstaðafjalli væri líklega það besta á landinu. 1 fjallinu eru þrjár alþjóðlega viðurkenndar brautir, tvær fyrir stórsvig og ein fyrir svig, og einnig 3,5 km gönguhringur. Auk þess væru í fjallinu fjölbreyttar brautir sem hentuðu jafnt byrjendum sem atvinnumönnum. -ÞH Kvikmyndarýni Jón Hjaltason „Spurning um svar“ „Spurning um svar“, sýnd á veitingastaönum 1929. Leikstjóri: Sævar Guömundsson. Höfundar handrits: Sævar Guðmundsson og Kristján Krístjánsson en hann fer jafnframt meö aðalhlutverkið í myndinni. Kvikmyndaklúbburinn Filman 1992. „Spurning um svar“ er stuttmynd, um það bil 20 mín- útna löng. En þessar 20 mínútur eru hlaðnar fjöri og sprelli. Það er greinilegt á öllu að Sævar og Kristján eru ekki reiðir ungir menn, hvað þá pólitískir eða þrúgaðir af lífsháska skáldanna. Takmark þeirra er að skemmta og það var auðheyrt á sýningar- gestum að því markmiði hafa þeir náð mætavel Stuttmyndin er spennumynd; í henni segir af dularfullum glæp- onum er verðir laganna (geri ég ráð fyrir) elta um einkennilega refilstigu, ímyndaða og kannski stundum raunvérulega. Raunar má segja að eltingarleikurinn sé sagan í sögunni - við fylgjumst með rithöfundi að störfum en erum þó að mestum hluta til stödd í hugverki hans. Einstaka sinnum virðist þó skáldskapurinn renna saman við raunveruleika rithöfundarins og sagan í sögunni verða ein allsherjarsaga. Þið megið þó ekki misskilja þessa torræðu lýsingu og yfirfæra á myndina því að í meðförum Sævars leikstjóra verður fléttan aldrei neinn flóki í líkingu við frásögn mína. Enda þótt þeir félagamir Sævar og Kristján, hafi ekki sett sig í alvarlegar stellingar stórskálds- ins, sem upp fullt af þjóðfélags- legum boðskap gerir meiri gælur við grátur en hlátur, eru þeir á engan hátt lausir við hugkvæmni og svolitla snilld. Það er á köflum bráðsniðugt að sjá hvernig þeir leika sér með sambandið á milli rithöfundarins og söguhetja hans. Tengingarnar eru bráð- snjallar, stundum ekki annað en bréfkúla er rúllar á milli sviða, stundum vatn eða sölumaður. Ekki er það lakari hugmynd að láta rithöfundinn endursemja kafla og kafla; keimlíkum mynd- skeiðum bregður fyrir á hvíta „Spurning um svar“ er góð skemmtun, ekki bara VMA nemendum heldur hinum almenna bófara. Mynd: Golli. tjaldinu en áherslur eru breyti- legar eftir því hvað hleypur í höfundinn hverju sinni. Eftirtektarvert er hversu Sævari tekst vel að mynda ýmiskonar áhættuatriði og slags- málin á bílþakinu eru vel útfærð og saman klippt. Þrátt fyrir ung- an aldur hefur hann náð tökum á tækni sem margir honum eldri og reyndari leikstjórar íslenskir virðast eiga erfitt með að ná. „Spurning um svar“ er góð skemmtun, ekki aðeins Verk- menntaskólanemendum sem sjá eflaust í henni margan skóla- félaga sinn í nýju ljósi, heldur einnig hinum almenna bíófara. Mimi Rogers; á sundi með ógnvckjundi hálsbandið í Wedlock. Wedlock Borgarbíó sýnir: Wedlock. Leikstjóri: Lewis Teaque. Aöalhlutverk: Rutger Hauer, Mimi Rogers og Foan Chen. Spectator Films 1991. Það er kannski einkennilegt en þó satt að Hollywood-stjörnur lúta sömu náttúrulögmálum og við óbreyttur almúginn; þær eld- ast og fitna og um leið verður brautin önnur er þær ganga. Wedlock er um margt, jafnvel flest, dæmigerð Rutger Hauer- mynd. Hún er spennandi, dauð- inn er aldrei fjarri, kaldrifjaðir morðingjar ganga lausir og lög- reglan er einkennilega fjarri. I einu er hún þó frábrugðin; Rutger Hauer er ekki sama ofur- mennið í Wedlock og fyrri mynd- um sínum. Hann hefur fitnað verulega, er orðinn hægfara og greinilega ekki sami manna- skelfirinn og áður. Það er þó ekki búið að draga úr honum allar vígtennurnar; þrjóskur sem fyrr býður hann dauðanum byrginn og hræðist fátt. Wedlock er gott dæmi urn það hvernig stela má hugmynd úr eldri kvikmyndum og útfæra þannig að upprunalega hugdett- an öðlist nýtt og sjálfstætt gildi. Við munum eftir atriðinu úr einni mynda Schwarzeneggers þar sem fangarnir eru látnir bera háls- bönd er eiga til að springa með hinum verstu afleiðingum fyrir berandann. Þessi hugmynd er notuð í Wedlock, þó miklu betur útfærð og með meiri tilþrifum. Þannig má segja að hálsbandið sé hinn undirliggjandi þáttur er skapi mönnum örlög kvikmynd- ina á enda. Wedlock er um þrjá glæpa- félaga er stela umtalsverðu magni af demöntum, tveir svíkja þann þriðja sem fyrir vikið lendir í fangelsi. Áður hefur honum þó tekist að fela fenginn og þá getið þið nærri um innihald sögunnar sem á eftir fer. Mikið er brallað á bak við tjöldin og enginn er ann- ars vinur. Myndin á að gerast í ókominni framtíð en ber þess þó lítil merki nema hvað í fangelsinu hefur verið tekið upp það snjalla fyrirkomulag að hengja sprengju um hálsinn á föngunum. Sprengj- urnar eru paraðar tvær og tvær þannig að verði of langt á milli þeirra springa báðar. Fangarnir vita hins vegar ekki hvaða sprengjur eiga saman; hver dauðafélagi þeirra er. Þetta samspil dauða og lífs heldur Wedlock á fullum dampi allt til þess að tjaldið fellur.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.