Dagur - 29.01.1992, Side 6

Dagur - 29.01.1992, Side 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 29. janúar 1992 Spurning vikunnar Hvaða þorramatur þykir þér gómsætastur? (Spurt á Sauðárkróki) Þorleifur Óskarsson: Harðfiskurinn, því hitt ét ég ekki. Birgir Hreinsson: Hákarl og hrútspungar. Stefán Álfsson: Mér þykir hákarlinn bestur. Dýrleif Tómasdóttir: Mér þykir hann allur vondur nema hangikjötið. Elsa Sveinsdóttir: Auðvitað pungar. Gaukshreiðrið á Húsavík: „Hugmyndaflugið var beislað“ - segir María Sigurðardóttir, leikstjóri Leikfélag Húsavíkur frum- sýndi Gaukshreiðrið í leik- stjórn Maríu Sigurðardóttir sl. föstudagskvöld, og tóku leik- húsgestir sýningunni með mikilli hrifningu. Höfundur leiksins er Dale Wasserman, en það er byggt á skáldsögu eftir Ken Kesey sem samnefnd kvikmynd er einnig byggð á. Verkið gerist á geðveikrahæli en þar er einn daginn lagður inn nýr sjúklingur, McMurphy, sem fellur ekki alveg átaka- og hljóðalaust inn í skipulag og venjur sem á hælinu ríkja. Leikstjórinn, María Sigurðar- dóttir, á án efa stærstan þáttinn í hve uppsetning verksins er vel hepnuð. Dagur leit inn á æfingu rétt fyrir frumsýninguna, þá voru meðfylgjandi myndir teknar og María spurð um verkið og glfm- una við það. „Mér finnst þetta fyrst og Leikstjórinn María Sigurðardóttir. fremst vera gott og skemmtilegt verk. Að glíma við þetta verk er alveg rosaleg glíma, en hún er skemmtileg því það er alltaf gam- an að fást við eitthvað sem er erfitt. Verkið gerist í umhverfi sem við þekkjum ekki í raun.“ - Um hvað fjallar leikritið? „Uppreisnarmanninn í sam- félaginu og einnig um það hvað McMurphy gerir fyrir karlana, og kannski líka hvað hann fer óvart illa með þá. Hann er lífsgiaður nautnamaður og lít- ur á allt út frá sjálfum sér, á því tapar hann gagnvart hjúkkunni því hann gerir sér ekki grein fyrir hvað hún er sterk.“ Við ræddum við geðlækni - Nú hefur ykkur tekist að gera þetta umhverfi og hegðun persón- anna ákaflega trúverðuga. Ég heyrði læknisfræðilegan ráðgjafa sem viðstaddur var æfinguna segja, að ótrúlegt væri hvernig þið næðuð þessu. Dvölduð þið á geðveikrahæli, eða hvernig fóruð þið að? „Við gerðum það nú ekki, en við Guðný, sem fer með hlutverk hjúkrunarfræðingsins, fórum til Akureyrar og spjölluðum við geðlækni þar sem hafði lesið leikritið fyrir okkur. Við vorum að kynna okkur grundvallaratriði í sambandi við reglur á slíkum sjúkrahúsum og hvernig hið dag- lega líf gengur fyrir sig þar. Við þurftum að reyna að skyggnast aðeins á bak við það sem ekki er beint sagt frá í leikritinu. Ég held að vinna af þessu tagi skili sér. Við höfum ekkert visst fyrir okkur um nokkra karaktera, sjúklinga á hælinu, nema textann í leikritinu. Þeir segja lítið, en Stórir strákar fá raflost - Hörður Harðarson, Jón Fr. Benónýsson og Hrefna Jónsdóttir. Viltu sjúss - Jóhannes Einarsson og Heimir Týr Svavarsson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.