Dagur - 29.01.1992, Side 12

Dagur - 29.01.1992, Side 12
mme Akureyri, miðvikudagur 29. janúar 1992 heimsendingarþj ónusta JC JLJL alla daga Sunnudaga til fimxn.tixd.aga kl. 12.00-22.30 Föstudaga og laugardaga kl. 12.00-04.30 Hádegistilboð alla daga Glerárgötu 20 • ® 26690 Sumarvinna á þorranum. Mynd: Gom Hafnarframkvæmdir á Húsavík: Unnið fyrir 130 miíljónir - ef vonir rætast um ijárframlög Fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs var tekin til síðari umræðu í Bæjarstjórn Húsavíkur í gær. Hafnarstjóm gerði þær breyt- Ríkissjóður hefur Ieitað eftir kaupum á íbúðarhúsnæði á Raufarhöfn og Þórshöfn. Ósk- að er eftir 150-200 fermetra einbýlishúsi, parhúsi eða rað- húsi með bflgeymslu. Við- brögð heimamanna við þessum auglýsingum hafa verið góð. Þær upplýsingar fengust hjá eignadeild fjármálaráðuneytisins Skipaútgerð ríkisins: Starfsemin hættir 1. febrúar Ákveðið hefur verið að hætta reglulegri starfsemi Skipaútgerðar ríkisins um næstu mánaðamót og iagt verður fram frumvarp á Alþingi um að Skipaútgerð- in verði formlega lögð niður. Samið hefur verið við Sam- skip hf. um kaup á Esju og Heklu, skipum Skipaútgerðar- innar, en þriðja skipið, Askja, hefur verið selt til Noregs. Áformað er að leggja niður allar stöður á skrifstofu þann 1. febrúar að undanskildum 6 til 7 stöðum sem eftir verða vegna frágangs á bókhaldi. Öllum starfsmönnum í vöru- skemmu verður einnig sagt upp auk 4 skipverja á Heklu en áhöfn Esju hefur þegar ver- ið boðin staða hjá Samskipum auk 10 annarra starfsmanna. ÞI ingar á áætluninni milli umræðna að samþykkja að auka lántökur, væntanlega um 10 milljónir, vegna fyrirhug- að íbúðarhúsin á Raufarhöfn og Þórshöfn væru hugsuð sem læknis- bústaðir fyrir héraðslækni. Frestur til að skila inn tilboð- um um hús á Raufarhöfn rann út 25. janúar sl. og að sögn starfs- manns eignadeildar höfðu all- mörg tilboð borist fjármálaráðu- neytinu, en hann hafði ekki ná- kvæma tölu á takteinum. í byrjun næsta mánaðar verður farið að skoða hvernig hús þetta eru sem bjóðast til kaups. Ekki hafa enn komið tilboð frá Þórshöfn, a.m.k. ekki í gegnum allt „kerfið“ í ráðuneytinu, enda stutt síðan auglýsingar þar að lút- andi birtust. Frestur til að skila inn tilboði um hús á Þórshöfn rennur út 3. febrúar næstkom- andi. SS Engin íbúð er á lausu á Kópa- skeri og segir Ingunn St. Svav- arsdóttir, sveitarstjóri Öxar- fjarðarhrepps, að það sé brýnt verkefni að leysa húsnæðis- vandræðin. Öxarfjarðarhreppur hefur sótt um framkvæmdalán til að byggja tvær félagslegar leiguíbúðir á Kópaskeri, en Ingunn segist hafa orðið vör við vaxandi áhuga hjá fólki að flytja í sveitarfélagið. „Þetta er orðið mjög aðkall- aðra framkvæmda við höfnina og jafnframt að breyta fyrir- huguðu framlagi til mengunar- varna í framlag til sérstakrar dýpkunar í Smábátahöfninni. Á fundi nefndarinnar gerði hafnarstjóri, Einar Njálsson, grein fyrir viðræðum sínum við samgöngumálaráðherra, þing- menn kjördæmisins og starfs- menn Hafnamálastofnunar, um fyrirhugaðar framkvæmdir við Norðurgarðinn og dýpkun hafn- arinnar á þessu og næsta ári. Heildarkostnaður við verkið er áætlaður um 160,6 milljónir króna og er stefnt að því að bjóða allt verkið út eftir rúman mánuð. Áætlunin gerir ráð fyrir að unnið verði fyrir 130 milljónir króna á þessu ári, en um 30 millj- ónir árið 1993, það yrði frágang- ur á stálþili, slitlag á garðinn og gámasvæðið, raflögn, lýsing og lagnir. Dýpkun hafnarinnar, sem er ákaflega brýn, yrði fram- kvæmd á þessu ári. Vonir standa til að framlag ríkisins á þessu ári geti orðið 90 milljónir króna, þ.e.a.s 60 millj- ónir á fjárlögum og 30 milljónir sem lánsfé. Hafnarstjórn sam- þykkti á fundi sínum að ráðist andi. Ungt fólk er að hugsa um að koma hingað en það fær ekki húsnæði. Hér er hins vegar næg atvinna,“ sagði Ingunn. Eins og fram hefur komið í frétt Dags um íbúasamsetningu á Norðurlandi eru hlutfallslega flestir íbúar á aldrinum 65 ára og eldri í Öxarfjarðarhreppi, en eins og Ingunn bendir á vill ungt fólk gjarnan flytja til Kópaskers. Þau áform stranda á því að húsnæði er ekki til staðar. SS Raufarhöfn og Þórshöfn: Ríkið vill kaupa hús Kópasker: Fólk vill koma fái það húsnæði Skelfiskur í Skagafirði: Tilraunaveiðum lokið Tilraunaveiðum á skclfiski í Skagafirði er lokið í bili. Að sögn Steingríms Garðarssonar, skipstjóra á Jökli SK sem stundaði veiðarnar, var ástand miðanna mun betra en þegar veiðum var hætt fyrir sex árum. Tilraunaveiðarnar voru leyfðar fram til 20. janúar, en að sögn Steingríms náðist ekki að kanna öll veiðisvæði fjarðarins fyrir þann tíma. Hann segir að sum þau svæði sem könnuð voru sýni mikla framför frá því sem áður var, en hinsvegar hafi önnur svæði verið steindauð líkt og þeg- ar veiðum var hætt árið 1986. Jökull er nú kominn á rækju- veiðar og búið er að senda gögn varðandi tiiraunaveiðarnar suður á árinu yrði í þetta verkefni, ef framlag ríkisins verður eins og vonir standa til, en vegna þessa þurfa lántökur hafnarsjóðs væntanlega að hækka um 10 milljónir. IM í Hafrannsóknastofnun. Þar verður unnið úr þeim og í kjölfar þess mun væntanlega Hafrann- sóknastofnun í samráði við sjáv- arútvegsráðuneytið ákveða hvort leyfi til skelfiskveiða í Skagafirði verður gefið út að nýju. SBG Lögreglan: Harður árekstur á Glerárgötu í fyrrakvöld Harður árekstur varð á Gler- árgötu við Torfunefsbryggju skömmu fyrir miðnætti í fyrra- kvöld. Bflarnir skemmdust mikið og er annar þeirra talinn ónýtur. Ökumenn beggja bílanna komu norðan Glerárgötu og lenti sá sem var á fremri akreininni á hinum með þeim afleiðingum að sá bíll lenti á nærliggjandi ljósa- staur. Báðir bílarnir skemmdust mikið og sá sem lenti á staurnum er að sögn lögreglu talinn ónýtur. Ekki er talið að um eltingaleik eða kappakstur hafi verið að ræða en bílarnir voru á nokkuð mikilli ferð og dimmt var og slæmt skyggni. ÞI Engin sala á skíðaútbúnaði á Akureyri í janúarhitunum: Sel hjólaskauta og geri við reiðhjól - segir Viðar Garðarsson hjá Skíðaþjónustunni „Minnstu ekki á það ógrát- andi,“ var svarið sem Viðar Garðarsson hjá Skíðaþjón- ustunni á Akureyri gaf, þegar blaðmaður spurði hann í gær um gang viðskiptanna. í venjulegu árferði er mest sala í skíðabúnaði, en nú bregður svo við að mest er að gera í reiðhjólaviðgerðum, nokkuð sem er aðalviðfangsefni Skíðaþjónustumanna á vor- og sumardögum. Viðar sagði að mikil og góð sala hefði verið í skíðabúnaði í nóvember, enda hafi skíða- svæðið í Hlíðarfjalli þá verið opnað. Síðan hafi jólavertíðin skilað sér þokkalega. Janúar hafi hins vegar verið steindauð- ur, enda skíðaíþróttin ekki ofarlega í huga fólks í 10-15 stiga hita dag eftir dag. í staðinn fyrir viðskipti með skíði og tilheyrandi búnað koma „pollarnir“ með reiðhjól sín til viðgerðar, enda aðstæður hinar ákjósanlegustu til að brúka þau. „Ég var reyndar að selja hjólaskauta í dag,“ sagði Viðar og sagði þá sölu kannski lýsa ástandinu best. óþh „Það hefur verið mest að gera í reiðhjólaviðgcrðum“. Mynd: Golli

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.