Dagur - 31.01.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 31.01.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 31. janúar 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Ákveðnum þætti í samgöngumálum að ljúka í dag er síðasti starfsdagur Skipaútgerðar ríkisins þar sem ákveðið hefur verið að leggja fyrirtækið niður frá og með komandi mánaðamótum. Á fjárlögum þessa árs er heimild til að selja eignir skipafélagsins og hafa Samskip hf. nú tekið rekstur tveggja skipa þess yfir en þriðja skip- ið verið selt til Noregs. Áformað er að legga fram laga- frumvarp á Alþingi innan tíðar þar sem kveðið verður á um að fyrirtækið hætti formlega störfum og tilvera þess renni endanlega inn á spjöld sögunnar. Skipaútgerðin annaðist um áratugi vöruflutninga á hafnir meðfram strjálbýlh strönd landsins. Rekstur fyrir- tækisins miðaðist við að koma vörum til fólks út um land með tilliti til búsetu þess og sinna þeim stöðum sem önn- ur skipafélög, sem starfa á samkeppnisgrundvelli höfðu ef til vill ekki áhuga á. Ætíð má deila um aðferðir við vöru- dreifingu um landið - hvort betur henti að hún fari fram eftir þjóðvegunum eða siglt sé með vörurnar á hafnir. Hermann Guðjónsson, vita- og hafnamálastjóri, hefur sagt að okkur beri að nota hafnamannvirkin á strönd landsins í þeim tilgangi eins og frekast sé kostur. Sparn- aður í því sambandi komi fyrst og fremst fram í minna viðhaldi vegakerfisins vegna þess að þungaflutningar slíti bundnu slitlagi þjóðveganna meira en nokkur önnur umferð. Talsmenn þungaflutninga hafa hins vegar verið á öðru máli. Ljóst er að rekstur Skipaútgerðar ríkisins var ekki orð- inn hagkvæmur eins og að honum var staðið. Ekkert hef- ur komið fram um að ógerlegt hafi verið að hagræða hon- um og ná fram aukinni hagkvæmni og jafnvel hagnaði. Reksturinn var einnig leið til þess að jafna aðstöðu lands- byggðarfólks með tilliti til vöruverðs í okkar strjálbýla landi. Jafnan má deila um niðurgreiðslur af því tagi og núverandi stjórnvöld vilja hafa annan hátt á hvað vöru- flutninga varðar. Nú hefur Samskip hf. tekið við hluta af rekstri Skipaútgerðarinnar og Eimskipafélag íslands hf. hyggur á að fjölga viðkomustöðum sínum á ströndinni. Vonir standa því til að samkeppni þessara skipafélaga muni veita íbúum landsbyggðarinnar hagstæð skilyrði til vöruflutninga í framtíðinni. Með hinu nýja fyrirkomulagi verða ferðir þó ekki eins tíðar og á meðan Skipaútgerðin var og hét þótt áfram verði siglt á allar þær hafnir sem áður var. Þó verður skorið á skipasamgöngur á milh Norð- ur- og Austurlands - að minnsta kosti fyrst um sinn og er það miður. Þessum landshlutum er nauðsynlegt að efla samskipti sín á milli bæði hvað atvinnulíf og þjónustu varðar og þá skipta samgöngurnar miklu máli. Núverandi samgönguráðherra hefur lýst sig þessarar skoðunar og tahð nauðsynlegt að bæta vegakerfið um Hólsfjöll og Möðrudalsöræfi í því sambandi. Því er ekki úr vegi að skora á hann að beita áhrifum sínum til þess að skipa- ferðir verði aftur teknar upp á milli þessara landshluta. Með brotthvarfi Skipaútgerðar ríkisins er ákveðnum þætti í samgöngusögu landsins lokið. Þrátt fyrir að nýir þjónustuaðilar æth nú að taka við hlutverki hennar og annast strandsiglingar í framtíðinni ríkir nokkur óvissa um hvemig til tekst. Spumingarnar sem vakna em ann- arsvegar hvort skipafélögin nái að þjóna íbúum lands- byggðarinnar á þann hátt að vömverð komi ekki til með að hækka en hinsvegar hvort unnt verði að veita jafn dreifða þjónustu og verið hefur. ÞI Umhverfisvænar bleiur framleiddar á Dalvík: Þetta er framtíðin - segir Hugrún Marinósdóttir sem hefur þróað sína eigin útfærslu af umhverfisvænum taubleium Umhverfisvænar bleiur hafa greinilega valið sér Dalvík sem stökkpall inn á íslenskan mark- að. í haust var frá því greint að hafinn væri innflutningur á umhverfisvænum bleium á veg- um dalvískrar konu. Og nú fréttist af annarri dalvískri konu sem farin er að framleiða umhverfisvænar bleiur eftir eigin sniði. Hugrún Marinós- dóttir heitir sú síðarnefnda og þegar Dagur sótti hana heim var fyrsta spurningin hvernig það hefði komið til að hún færi að framleiða bleiur. „Það byrjaði á því að tengda- dóttir mín sendi mér svona bleiur frá Svíþjóð og spurði hvort ég gæti ekki saumað svona. Ég náði mér í fleiri tegundir af bleium og velti málinu fyrir mér. Ég sá ýmsa vankanta á bleiunum og fór að prófa mig áfram með því að nota það besta úr hverri tegund. Þannig hefur þetta þróast hjá mér.“ Verða bréfbleiurnar bannaðar? Hugrún er farin að sauma af full- um krafti og m.a.s. komin með tvær konur í vinnu. Hún sníður, þær sauma og hún sér um loka- frágang. En hver er galdurinn við þessar umhverfisvænu bleiur? „Munurinn á þeim og bréf- bleiunum er sá að þeim síðar- nefndu er hent eftir notkun en þessar notaðar aftur og aftur. Ég hef látið mörg börn prófa þessar bleiur og þær líka vel. Sum börn vilja roðna undan teygjunum á Hér sést bleian í notkun. Hugrún Marinónsdóttir með fram- leiðsluna. Eins og sjá má eru blei- urnar tvískiptar, inn í þær er sett innlegg sem oft nægir að þvo eitt sér. Mynd: -J*H bréfbleiunum en það á ekki við þessar vegna þess að í þeim er ekkert gerfiefni, einungis hreint flónel. Auk þess fylgir þeim minna umstang en taubleiunum, það þarf ekki að brjóta þær sam- an og oft nægir að þvo innleggið. Á milli laga í bleiunum er plast sem veldur því að börnin þurfa ekki að vera í sérstökum buxum utan yfir eins og þau þurfa í venjulegum taubleium. Og svo eru þessar bleiur um- hverfisvænar. Bréfbleiurnar eru 500 ár að eyðast úti í náttúrunni og á sumum stöðum í Bandaríkj- unum hafa þær verið bannaðar. Það var gert eftir að sorphreins- unarmenn veiktust af að með- höndla þær. Það komst upp að úrgangurinn sem í þeim er getur haldið áfram að gerjast og mynd- að eiturefni. Notkun umhverf- isvænu bleianna hefur í för með sér sparnað, bæði í peningum og í umhverfinu. Þær eru því vel samkeppnishæfar. Þetta er fram- tíðin." Stend á krossgötum - Hvernig gengur þér að koma þessu á markað? „Ég hef verið í sambandi við markaðráðgjafa sem hefur leið- beint mér. Það er verið að kynna bleiurnar á sjúkrahúsum, t.d. saumaði ég bleiur á fyrirbura á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri. Ég á eftir að fá viðbrögð við þessu, það er svo stutt síðan ég sendi þær frá mér. Nú er málið að koma mér upp lager, fyrr get ég ekki farið að auglýsa og selja fyr- ir alvöru. Ég hef gefið mörgum sýnishorn og beðið fólk að prófa og segja mér hvernig reynslan er. Það er mjög viljugt að prófa og viðbrögðin hafa verið góð. Ég er að láta gera fyrir mig vörumerki og umbúðir en ætlunin er að markaðssetja framleiðsluna und- ir heitinu Draumableiur. Ég er trúuð á að þetta geti skapað mér atvinnu og jafnvel fleirum. Til skamms tíma hef ég unnið í frystihúsinu en nú er ég hætt þar. Ég stend á krossgötum því nú fer alvaran að koma í ljós.“ - Hvað með peningahliðina? „Hingað til hef ég tekið af mat- arpeningunum til að fjármagna saumana, en róðurinn er orðinn ansi þungur. Ég þarf nauðsynlega að fá mér iðnaðarsaumavél því venjulegar heimilissaumavélar eru ekki gerðar fyrir svo mikið álag sem hér um ræðir. Það er ekki til nein stofnun sem styrkir svona tilraunastarf og allir vita hversu dýrt er að fá fé að láni. Það blasir við mér að þurfa að binda mikið fé í lagernum og það líður töluverður tími áður en þeir peningar fara að skila sér. Ég reyni að fara hægt í sakirn- ar og leggja ekki í of mikinn kostnað. Eins og er vinn ég við þetta hér uppi í íbúðinni, en ef þetta gengur vel get ég bætt við mannskap og flutt starfsemina í kjallarann, þar er ágætis pláss. Ég vona að þetta gangi en veit ekki hvort þetta verður einhver stóriðja eða nýtt Sæplastsævintýri. En þetta er spennandi starf,“ seg- ir Hugrún Marinósdóttir á Dalvík. -ÞH Verðsamanburður á bréfbleium og umhverfisvænum bómullarbieium Bréfblelur Bómullarbleiur 1 stk. bleia kr. 23 1 stk. bleia (3-6 kg) kr. 700 6 stk. á sólarhring kr. 138 1 stk. bleia (6-8 kg) kr. 750 1 stk. bleia (10-15 kg) kr. 800 1 stk. innlegg kr. 250 þvottaútgjöld á mánuöi Bleiukostnaöur á ári miöaö viö kr. 200 40 bleiur í mismunandi stæröum, Bleiukostnaöur á ári kr. 49.860 10 innlegg og þvottaútgjöld kr. 18.650 Bleiukostnaður á mánuöi kr. 4.140 Bleiukostnaöur á mánuöi kr. 1.554 Aths. Verö á bréfbleium er meöalverð þriggja tegunda: Bamba, Pampers og Libero. Þvotta- útgjöld eru miöuö viö þrjár vélar á viku. Því má bæta viö aö yfirleitt nota börn bleiur í amk. tvö ár. Seinna áriö er kostnaöurinn viö bréfbleiurnar jafnmikill og fyrra áriö en viöbótarkostnaöur viö bómullarbleiurnar er einungis þvottaútgjöld. Veröiö á bómullarbleiunum er kynningarverð sem kann aö breytast.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.