Dagur - 31.01.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 31.01.1992, Blaðsíða 7
Föstudagur 31. janúar 1992 - DAGUR - 7 Hvað ER AÐ GERAST? Akureyri: Zsuzsanna Budaí leikur á sal Tónlistarskólans Laugardaginn 1. febrúar verða píanótónleikar á sal Tónlistar- skólans á Akureyri og hefjast þeir kl. 17. Þar kemur fram ung- verski píanóleikarinn Zsuzsanna Budai, en hún er nú kennari við Tónlistarskólann á ísafirði. Zsuzsanna Budai fæddist í borginni Szegred árið 1964 og hóf píanónám sex ára að aldri. Að grunnskólanámi loknu gekk hún í tónlistarmenntaskóla og var aðalkennari hennar þar Nádor Garai. Árið 1983 vann hún til fyrstu verðlauna í píanókeppni æsku- fólks í Ungverjalandi og stundaði síðan nám við Franz Liszt Tón- listarháskólann í Búdapest á árunum 1983-1988. Aðalkennar- ar hennar þar voru þeir László Baranyi, Kornél Zempléni og Imre Rohmann. Árið 1987 varð Zsuzsanna í öðru sæti í kammertónlistar- keppni, sem kennd er við Leó Weiner. Hún lauk prófi árið 1988 og hefur síðan kennt í Búdapest, m.a. við Franz Liszt Tónlistar- Björn Steinar Sólbergsson heldur orgeltónleika á morgun, laugar- daginn 1. febrúar, kl. 12 í Akur- eyrarkirkju. Þar mun hann leika verk eftir J.S.Bach, auk þess sem lesið verður úr ritningunni. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir sem vilja eiga rólega hádegisstund. Tónleikarnir eru liður í því að auka hlut orgelsins í helgihaldi kirkjunnar og hafa organisti, sóknarnefnd og sóknarprestar ákveðið að slíkir tónleikar verði haldnir fyrsta laugardag í hverj- um mánuði. Á eftir gefst tónleika- gestum kostur á léttum veiting- Skákfélag Akureyrar: Fimmtán mínútna mót í kvöld Skákfélag Akureyrar gengst fyrir Fimmtán mínútna móti í kvöld kl. 20.00 í Skákheimilinu. Þetta er jafnframt fimmta stigamótið í vetur. Skákþing Akureyrar hefst í Skákheimilinu kl. 14.00 á sunnu- daginn kemur. Skákþingið stend- ur út febrúar og verður telft á sunnudögum, miðvikudögum og föstudögum. Namm á Hótel KEA Hljómsveitin Namm frá Akur- eyri skemmtir á Hótel KEA ann- að kvöld, laugardagskvöld. Hótel KEA minnir á leikhús- matseðilinn, sem samanstendur af rjómalagaðri rækjusúpu, hæg- steiktum nautahrygg með madeirasósu og kaffi og konfekti. Þessi matur ásamt dansleik kost- ar 2500 krónur. Zsuzsanna Budai frá Ungverja- landi. Að vanda eru sex myndir sýndar í Borgarbíói á Akureyri um helg- ina. Fyrsta skal fræga telja Ottó 3, sem gefur fyrri Ottó-myndun- um ekkert eftir. í þessari mynd um í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju. Ný og endurbætt Stjórn með þau Siggu Beinteins og Grétar Örvars í broddi fylkingar verður í Sjall- anum á föstudags- og laugardags- kvöld. Miklar mannabreytingar hafa átt sér stað í hljómsveitinni frá því hún kom fram síðast. Friðrik Karlsson gítarleikari og Jóhann Ásmundsson bassaleikari úr Mezzoforte hafa gengið til liðs Stórsveitin Ný dönsk leikur á skemmtistaðnum 1929 á Akur- eyri í kvöld. Hér er á ferðinni ein allra vinsælasta hljómsveit lands- ins og víst er að fjölmargir Norð- lendingar bíða spenntir eftir komu hennar til Akureyrar. Á morgun laugardag hefst dag- skráin í 1929 með sýningu mynd- arinnar; Spurning um svar kl. Haraldur Davíðsson mun skemmta gestum Dropans á föstudags- og laugardagskvöld með söng og gítarundirleik. Halli Davíðs hefur komið víða fram og vakið lukku og hann háskólann, þar til hún kom til íslands nú í haust. Zsuzsanna hefur haldið bæði einleiks- og kammertónleika í Búdapest og fleiri stórborgum í Ungverjalandi. Á efnisskrá tónleikanna á laug- ardaginn eru nokkur fegurstu verk píanóbókmenntanna; verk eftir Haydn, Beethoven (pathet- ique sónatan) og glæsileg píanó- lög eftir Liszt og Chopin. Tónlistarunnendur eru hvattir til að mæta á tónleika þessarar ungu listakonu. Aðgöngumiðar fást við innganginn, en aðgangur fyrir nemendur Tónlistarskólans er ókeypis. helgar Ottó sig umhverfismálum og hverskonar endurvinnslu. Ottó 3 verður sýnd kl. 21.05. Klukkan 21 verður sýnd myndin Freddy er dauður, sem hefur hlotið gífurlega aðsókn í Banda- ríkjunum. Kraftaverk óskast eða „Waiting for the Light“ verður sýnd kl. 23. í aðalhlutverkum eru Shirley Maclaine og Teri Garr. Á sama tíma verður sýnd myndin Ungir harðjaxlar, þar sem hryðju- verkamenn eru í aðalhlutverki. Á barnasýningum kl. 15 á sunnu- dag verða síðan sýndar myndirn- ar Leitin að týnda lampanum og Supermann. við hljómsveitina svo og Halldór Hauksson trommuleikari en hann er þekktastur fyrir leik sinn með hljómsveitinni Loðinni rottu. Þá mun ungur saxofónleik- ari, Jóel Pálsson, spila með hljómsveitinni um helgina. í Kjallaranum leika Rúnar Þór og félagar föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld. 23.30. Auk þess verða ýmsar kynningar, sýningar og diskótek. Allir þeir sem mæta í 1929 í kvöld, fá frítt inn á staðinn annað kvöld. Loks má geta þess að Valgeir Skagfjörð skemmtir á veitinga- staðnum Uppanum annað kvöld, laugardagskvöld. varð t.a.m. í öðru sæti í karaoke- keppninni í Sjallanum á dögun- um. Gestir Dropans fá að heyra hvers vegna hann náði svona langt. Akureyrarkirkja: Orgeltónleikar í hádeginu á laugardag Ottó 3 í Borgarbíói Ný Stjóm í Sja.11a.nnin Ný Dönsk í 1929 - Valgeir Skagijörð á Uppanum Dropinn: Halli Davíðs um helgina Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, Kristín Sjöfn Helgadóttir forseti Soroptimistasambands íslands og Jónína Árnadóttir, ritari stjórnar Soroptimistasambandsins. Soroptimistasamband íslands: Fulltrúaráðsftindur um umhverfismál Norðlenskir Soroptimistar mættu vel á fulltrúaráðsfund Soroptimistasambands íslands sem haldinn var í Reykjavík laugardaginn 25. jan. sl. Aðal- efni fundarins var: Umhverfis- mál, umhverfisvernd og skóg- rækt. Soroptimistar frá klúbb- unum á Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík láta líklega enn frekar til sín taka á þessu sviði á komandi tímum, miðað við hina góðu mætingu á fulltrúa- ráðsfundinn, en vel var vandað til dagskrár hans. Frú Vigdfs Finnbogadóttir, forseti íslands, ávarpaði fulltrúa- ráðsfund Soroptimistasamtak- anna. Sagði hún skemmtilega dæmisögu úr daglega lífinu til að minna á, að sá sem ekkert gerir fær engu áorkað. Forsetinn las einnig bréf frá ungum pilti, sem greinilega treysti forseta sínum vel til að beita sér fyrir umhverf- isvernd. Formaður Skógræktarfélags íslands, Hulda Valtýsdóttir flutti ákaflega fróðlegt erindi um skóg- rækt á fundinum, og sex verk- efnastjórar Soroptimistasam- bandsins fluttu erindi um hvernig öll verkefnasviðin tengjast á ein- hvern hátt umhverfismálum. Ásta María Eggertsdóttir, 1. varaforseti Soroptimistasamtak- anna flutti erindi um uppbygg- ingu þeirra. Fundarstjóri var Salóme Þorkelsdóttir, forseti Alþingis. IM Soroptimistar frá Sauðárkróki, Húsavík og Akureyri mættu vel á fundinn í Reykjavík og þjöppuðu margir Norðlendinganna sér saman við sama borðs- endann, en talsvert á annað hundrað konur sátu fundinn. Porrablót Glœsíbaejarhrepps verður haldið í Illíðarbæ laugardags- kvöldið 8. febrúar og hefst kl. 20.30 stundvíslega. ITreppsbúar fyrr og nú fjölmennið. Miðapantanir í símum 23516 (Anna) 27924 (Didda) miðvikud. 5. feb. og fimmtud. 6. feb. frá M. 20-22. Nefhdin. SKATTFRAMTÖL fyrir einstaklinga og minni fyrirtæki Rolf Hannén, Norðurbyggð 15. Sími 27721.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.