Dagur - 01.02.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 01.02.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 1. febrúar 1992 Brot úr sögu bænda Af dýrasögum Atli Vigfússon bænda Bændabókmenntir geta verið á ýmsa vegu, en í gegnum aldirn- ar hefur öll sagnagerð borið keim af því landbúnaðarþjóðfé- lagi sem þjóðin hefur búið í. A fyrri hluta þessarar aldar voru sögur þær sem kallast dýrasög- ur mikið skrifaðar og hafa þær mikið verið lesnar bæði af ung- um og öldnum til gagns og gam- ans allt fram á þennan dag. Margir lögðu list þessa fyrir sig enda höfðu blöð eins og Dýra- vemdarinn mikil áhrif sem víða var keyptur og þá voru einnig gefnar út heilar bækur með dýra- sögum eingöngu. Mest vom þetta sögur af húsdýmm, baráttu- og til- finningasögur og frásagnir af vits- munum þessara málleysinga. Ásgeir Jónsson frá Gottorp safn- aði sögum af forystufé í heila bók sem kom út 1953 og skrifaði mönnum í flestum sýslum landsins til þess af ná saman efninu. Fékk hann miklar og góðar undirtektir bænda og segir hann í formála bók- arinnar að sér hafi borist svo mikið efni að engin prentsmiðja landsins hafi fengist til þess að prenta það allt, en svo mikil stórbiblía hefði það orðið. Valdi hann því úr sögun- um og stytti sumar til þess að færa í stílinn, en sumar birtust óbreyttar í sagnastíl þeirra bænda sem þær skrifuðu. Ásgeir segir að það muni vera einkum eldra fólkið sem í skamm- degisrökkrinu muni hafa ánægju af að líta yfir þætti þessa, einmitt á sama tíma og gamla, góða for- ystuféð væri að spá fyrir veðri fyr- ir næsta dag, í sínu dimma króar- homi, og það af svo miklum óskeikulleik og nákvæmni að eng- in veðurstofa mannvits og vísinda kæmist nærri því rétta. Hins veg- ar vonar Ásgeir að ungt fólk muni einnig lesa bókina og þá sérstak- lega það fólk sem ekki hefur átt þess kost að kynnast forystufénu og geri sér grein fyrir því hvflíkt lífakkeri fé þetta var sauðfjárbú- um landsins. í lok formála beinir hann orð- um sínum til fjárbænda landsins og hvetur þá til þess að eignast gott forystufé, þar sem það veiti mikla lífsánægju og öryggi við geymslu og hirðingu hjarðarinnar og hjálpi til við að spara marga heytugguna. Fleiri voru þekktir fyrir dýra- sögur og ekki síst Jóhannes Frið- laugsson bóndi og kennari að Haga í Aðaldal. Jóhannes skrifaði og gaf út eigin dýrasögur, einnig safnaði hann saman efni frá öðr- um. I formála sínum að bókinni Dýrasögum (1947) sem er sam- safn sagna af hinum ýmsu dýrum, kveður við nokkuð annan tón en hjá Ásgeiri í Gottorp því Jóhannes leggur höfuðáherslu á gildi dýra- sagnanna fyrir böm og unglinga þar sem mjög nauðsynlegt sér fyr- ir þau að lesa þetta sér til afþrey- ingar og gagns og minnir á upp- eldislegt gildi efnisins. Margar af þessum sögum urðu vinsælar og væri eflaust grund- völlur fyrir því að gefa þær út aft- ur ef teiknað væri við þær, eins og tíðkast í bamabókum í dag. En hvort sem sögur af húsdýr- unum vom ætlaðar fyrir aldraða, böm og unglinga eða einhverja aðra, þá eru þær athyglisverður þáttur í sögu bænda sem lýsir vel samskiptum dýra og manna. lífí... Hestur Davíðs vinnumanns á Fjalli Það var eitt haust kringum 1890 að fjórir menn vom sendir úr sveitunum norður yfir Reykjaheiði í Kelduhverfi. Áttu þeir að sækja fé það sem þar kæmi fyrir. Mennimir voru Davíð Jósefsson, Hemit Friðlaugsson, Vilhjálmur Jónsson og Krist- ján nokkur. Gekk þeim félögum ferðin vel norður og fengu þeir þar um 60 fjár sem átti vestur yfir Reykja- heiði. Leggja þeir upp árla morguns frá Ási í Kelduhverfi og vestur svonefndan Bláskógaveg. Komu þeir um miðjan dag að Undirvegg sem er seinasti bær sem farið er frá þegar þessi vegur er farinn yfir heiðina. Var þá komin norðan bleytu- hríð og útlit ískyggilegt. Er frá Undirvegg talin 8- 10 stunda ferð með fé að efstu bæjum vestan Reykjaheiðar. Lögðu þeir síðan af stað vestur á heiðina en ekki höfðu þeir lengi farið áður en veður tók að versna. Héldu þeir samt áfram, en sóttist seint leiðin, enda jókst hríðin þegar á daginn leið. Hnoðaðist snjórinn neðan í féð og gerði það svo bágrækt að varla var hægt að þoka því áfram. Tóku þeir þá það ráð að þeir tóku hesta sína og ráku þá á undan til að troða slóðina. Sigu þeir svona áfram með féð vestur heiðina að svonefndri Lönguhlíð og var þá farinn þriðjungur leiðarinnar. Var þá orðið dimmt af nóttu, komin mokhríð og ekki viðlit að koma fénu lengra. Vom þá tveir kostir fyrir höndum fyrir þá fé- laga. Annar var sá að standa yfir fénu um nóttina og var það ekki álitlegt því að ekki sýndist annað líklegra en hann myndi ganga í stórhríð um nótt- ina. Hinn var sá að leita til byggða, austur eða vestur. Kusu þeir þann kostinn heldur að halda áfram vestur yfir heiðina, þó að þann veg væri lengra til bæja. Skildu þeir síðan við féð, ráku hestana á undan sér og reyndu að halda við veginn, en gekk það illa vegna hríðar og náttmyrkurs. Var hættulegt að tapa veginum því að víða á leiðinni vom djúpar gjár og ekki hægt að komast yfir þær nema á stöku stað og mátti engu muna að þeir villtust. Tók Davíð þá hest þann sem hann hafði og rak hann á undan. Var það grár hestur sem Valur hét og var eign Þorkels bónda Guðmundssonar á Fjalli, en Davíð var vinnumaður hans. Hesturinn var reyndur að traustleik og vegvísi og vanur gangnahestur og Davíð ráðslyngur og réð hann mestu fyrir þeim félögum. Segir nú ekki af ferð þeirra fyrr en þeir komu vestur að Sæluhús- múla. Var þá langt komið fram á nótt og komin stórhríð með miklu frosti. Vestan við múlann tóku við svokallaðar Hellur. Vom þar víða hraunspmngur og gjár og mjög vandratað. Lá vegurinn í bugðum yfir Hellumar og var leiðin áhættusöm. Leist þeim félögum því ekki á að leggja í þessa leið og tóku á það ráð, sem ekki var fýsilegt, að setjast að á bersvæði, þreyttir, hungraðir og blautir eftir daginn og töldu litla von að þeir myndu halda lífi yfir nóttina í því veðri sem þama var. Tók Davíð þá Val sem fyrr og rak hann einan á undan sér og setti allt traust sitt á ratvísi hans. Skyldu svo hinir félagamir reka hver sinn hest í slóð Vals og Davíðs. Var þar næstur Vilhjálmur með brúna hryssu sem hann hafði. Gekk allt vel í fyrstu og þræddi Valur vestur Hellumar og töldu þeir víst að hann hefði haldið við götumar þótt ekkert sæist fyrir stormi og mikilli fannkomu. En þama vék Brúnka Vilhjálms örlítið út af slóð Vals og festi einn fótinn í spmngu og sat þar föst. Þeir félagar námu staðar og fóru að reyna að losa fótinn úr sprungunni, en það tókst ekki hvem- ig sem þeir reyndu. Stóðu þeir þama lengi yfir henni og reyndu á ýmsa lund að losa skepnuna en fengu engu áorkað. Tók þeim þá að kólna því veðrið harðnaði þeg- ar leið á nóttina. Kom þeim til hugar að reyna að sækja menn og verkfæri niður í byggð en var það þó löng leið. Hurfu þeir frá því ráði því óvíst var að þeir næðu bæjum í veðrinu og annað það að tæplega myndu þeir sem eftir yrðu hjá hryssunni halda lífi á bersvæði í þessari drápshríð. Varð það úr að þeir skám hryssuna með vasa- hníf og mun þeim ekki hafa fallið það létt, en töldu það betra en að skilja þama við hana og láta hana kveljast til dauða. Lögðu þeir síðan af stað aftur og rak Davíð Val á undan og lét hann alveg ráða ferðinni. Gekk þeim seint, en náðu þó bæjum um dagmálaskeið og voru þá orðnir mjög þrekaðir. Fengu þeir hina bestu aðhlynningu og var hestinum þakkað það hversu giftusamlega þeim tókst að komast til byggða. (Jóhannes Friðlaugsson: Dýrasögur útg. 1947 ] Forystusauður Björns bónda á Gili í Svartárdal Árið 1932 eignaðist Björn bóndi á Gili í Svartárdal, sem bjó um skeið á Valabjörgum í Seylu- hreppi í Skagafirði, mógolsóttan forystusauð með hvíta leista á aft- urfótum. Bjöm kvaðst hafa þegið sauðinn að gjöf, þá tveggja vetra, af Jóhannesi Guðmundssyni í Ytra-Vallholti í Hólmi. Sauðurinn var nefndur Fengur. Fengur var meðalsauður á vöxt, rismikill og léttbyggður og fríður sýnum með óvenjufagurt augna- bragð, sem lýsti bæði vitsmunum og miklu tápi. Hann hafði mjög skarpa athyglisgáfu og á sumar- stöðvum sínum, sem voru oftast á Leifsstaðaflám á Svartárdalsfjalli, var hann næmur og á verði fyrir öllum mannaferðum og laginn að skjóta sér undan þegar Svartdæl- ingar smöluðu fjallið. Aldrei lét hann handsama sig í bæjasmala- mennsku eða göngum, en komst þó tvisvar að Stafnsrétt og slapp í bæði skiptin. Um daglega háttsemi Fengs var sagt: Hann hélt sig jafnan í sömu húskró, en fremsta stafgólf að garðaplássi hennar tók hann til eigin afnota og leið þar engri skepnu nærri að koma á meðan féð var að éta. Það var því hent- ugra að hafa gott garðapláss í hús- inu þar sem Fengur einn þurfti 6-7 kinda rúm. Þó að í Feng legðust ill veðra- brigði sýndi hann aldrei tregðu með að fara út úr húsi. En þegar allt féð sem reka átti til beitar var komið út á húsahlaðið, þá hljóp hann fram fyrir það sitt á hvað og reyndi að vama því að renna burtu. Þegar hann hagaði sér þannig brást aldrei að illviðri var í aðsigi. Það var á góu veturinn 1939, snemma dags, að skyndilega brast á stórhríð. Fé Bjöms var komið á beit í vel tveggja kílómetra fjar- lægð frá bænum. Björn var við gegningar heima þegar hríðin skall á. Samstundis fór hann að vitja um féð. Hittir hann það í ein- um hóp og ætlaði að reka af stað. Brá þá svo við að allt sat fast og engin skepna vildi hreyfa sig. Þá uppgötvaði Bjöm að Feng vant- aði. En rétt í því augnabliki kom hann einhversstaðar utan úr sort- anum að fjárhópnum með nokkrar kindur sem frá höfðu slitnað og var hann að smala þeim saman við aðalhjörðina. Kyrrstöðu fjárins var því lokið og tók Fengur djarf- lega forystuna og þræddi hina bestu leið, ýmist skáhallt eða beint í veðrið. Landslagi er þama þannig hátt- að að þar er hólótt með mörgum skomm og þvergiljum. Verst yfir- ferðar er þó svonefnt Bæjargil og upp úr því að norðan snarbratt upp á fjárhúsahlaðið. Snjóhengjur vom komnar í gilið og örðugt yf- irferðar. En ekki bilaði kjarkur Fengs og dugur að brjótast skafl- ana, þótt umbrot væru í þeim mörgum. I Bæjargilinu var komin geysileg snjóhengja í norðurbarm- inn og braust Fengur hana með hvfldum og fylgdu honum örfáar kindur. Helmingur fjárins treysti sér ekki í ófæmna, en hríðarsort- inn var svo mikill í gilinu að varla sá á hendur sér. Vegna þessarar hindmnar varð Bjöm að leggja það á Feng að fara með hann níu ferðir til baka ofan í gilið til þess að reka féð þaðan í smáhópum. Að lokum var þrautin sigmð og hjörðin komst í húsaskjól fyrir frá- bæran dugnað og vitsmuni Fengs. Kvaðst Bjöm í fyrsta sinn hafa séð þama glögg þreytumerki á Feng þegar leiknum var lokið. (Ásgeir Jónsson: Forystufé útg.1953)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.