Dagur - 01.02.1992, Blaðsíða 19

Dagur - 01.02.1992, Blaðsíða 19
Laugardagur 1. febrúar 1992 - DAGUR - 19 Islensk plötusala 1991 - mjög góð þegar á heildina er litið Aö undanförnu hafa íslenskir plötuútgefendur verið að taka saman tölur yfir best seldu afurð- ir sínar frá nýliðnu ári 1991. Er nú niðurstaðan í þessari samantekt orðin að mestu Ijós og er ekki hægt að segja annað en að hún sé mjög góð. Var salan hátt í tvö hundruð þúsund eintök og dreifð- ist hún á marga titla, sem er ánægjulegt og gefur vísbendingu um að gæðin séu meiri og fjöl- breyttari. Þó er það nú eins og endranær, að sumirseljast betur en aðrir og skiptir þá ekki máli hvort viðkomandi hafi einhvern sérstakan gæðastimpil á sér eður ei. Poppskrifari Dags rennir hér á eftir yfir nokkrar af plötunum sem seldust best. Sálin á toppnum Fyrirfram var ekki búist við öðru en að þessi nýja samnefnda plata Sálarinnar Hans Jóns Míns myndi seljast vel. Hljómsveitin hafði átt tvö af vinsælli lögum sumarsins, Ábyggilega og Brost- ið hjarta, og gerði mikla lukku á dansleikjum sínum og tónleikum. Það kom manni hins vegar nokk- uð á óvart að Sálin skyldi þegar upp var staðið verða á toppnum. Seldist platan í rúmlega 10.000 eintökum, sem telja verður fram- ar vonum. Verðskuldaði platan þó fyllilega þessa sölu og vel það. Bubbi og Rúnar með silfrið GCD plata þeirra Bubba og Rún- ars varð önnur söluhæsta platan, en hún fór í um 8.500 eintökum. Að dómi poppskrifara var hún tvímælalaust besta íslenska platan 1991 og jafnframt sú ánægjulegasta. Var löngu kom- inn tími á að fá hreina og beina rokkplötu af íslenskri ætt, þannig að ekkert er skrýtið við að hún skyldi fara vel í landann. Bubbi gerði það reyndar ekki enda- sleppt á árinu, því tónleikaplatan hans, Ég er, seldist í yfir fimm þúsund eintökum, sem sannar ótvírætt að hann er enn vinsæl- asti tónlistarmaður þjóðarinnar. Ný Dönsk númer þrjú Ekki hafði maður beint á tilfinn- ingunni aö þlata Ný dönsk, de luxe, yrði með allra söluhæstu plötunum. Það fór nefnilega ekki svo mikið fyrir henni til að byrja með, en eftir að lagið Alelda fór að heyrast æ oftar á öldum Ijós- vakans og síðan myndbandið við það birtist, fóru hlutirnir að gerast. Jókst salan jafnt og þétt og endaði platan í um 6.500 ein- tökum fyrir áramót, sem þýðir að hún varð þriðja mest selda á árinu. Er Ný Dönsk vel að þess- ari sölu komin. íslandslögin yljuðu (slandslögin „umdeildu" hans Gunnars Þórðarsonar, (þau voru að minnsta kosti umdeild á síð- um Dags) seldust vel eða í um 6.000 eintökum, sem gerir verkið að því fjórða best selda á árinu 1991. Sýnir þessi góða sala að þjóðin kann enn að meta sín öldnu sönglög og það þótt frjáls- lega sé farið með þau. Endur- speglaðist það ekki einungis í ■I % , ■ m,. J. ^ -. í ; ’ Bubbi er ennþá vinsælasti tónlistar- maður þjóðarinnar. Plöturnar hans tvær seldust í ríflega 13.000 eintök- um. Þeir Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hilmarsson, söngvari Sálarinnar, áttu ólíku gengi að fagna með plötur sínar. sölunni, heldur einnig í óskalaga- dagskrám útvarpsstöðvanna, þar sem mörg laganna heyrðust tíðum. í kjölfar íslandslaga kemursvo Stjórnin, sem eins og skýrt hefur verið frá hér á þessari síðu er ný og breytt hljómsveit í dag, með Tvö líf í 5.600 eintökum. Þar á eftir eru m.a. barnaplatan með Rokklingunum, Opera með Todmobile og Bubbi í vel rúmum 5.000 eintökum. Oft fer öðruvísi... Það má segja um þessar þlötur sem best seldust, að þær voru í flestum tilvikum þær sem búist var við að yrðu með þeim mest seldu, nema e.t.v. í tilviki Rokkl- Hertar tónleikareglur [ kjölfar ýmissa slysa og óhaþpa á tónleikum í Bretlandi undanfar- in misseri m.a. dauða tveggja ungra manna á Donington rokk- hátíðinni 1988, eru uppi hug- myndir þar í landi um hertar regl- ur varðandi tónleikahald. Eru þessar hugmyndir víðtækar og ná yfir flesta þætti sem varða tónleikahaldið. Meðal annars er gert ráð fyrir öflugri gæslu á viðkomandi tón- leikastöðum á þann hátt að kom- ið verði í veg fyrir að troðningur myndist við sviðið. Yrði það t.d. inganna. Þó voru þær plöturnar gefnar út sem einnig áttu fyrir- fram séð að verða í hópi þeirra söluhæstu, en urðu það ekki af einni eða annarri ástæðu, sömu- leiðis sem aðrar sem ekki var búist við miklu af, slógu í gegn. Ágæt dæmi um hvorutveggja má sjá á útgáfunni hjá ps músík. Plötunni hans Eyjólfs Kristjáns- sonar, Satt og logið, var spáð mikilli velgengni, ekki síst í Ijósi vinsælda hans og velfarnaðar í Eurovision og Landslags- söngvakeppnunum. Hún seldist dræmt. (Fyrri plata Eyjólfs, Dagar, seldist í um 7.000 eintök- um.) Á hinn bóginn kom safnplata ps músík, Minningar, þægilega á óvart og seldist hún í um 5.000 eintökum. Þá sló Kristján Krist- jánsson eftirminnilega í gegn með sinni plötu, Lucky One, sem fáir áttu von á að gæti gerst. Seldist hún í um 3.500 eintökum og er áreiðanlega enn að seljast. Fleiri dæmi um þetta má nefna eins og að safnplatan, Stóru börnin leika sér, þar sem eldri barnalög eru færð í nútímalegan ’ búning, fór mun betur í lýðinn en kannski hefði mátt ætla og seld- ist í um 5.000 eintökum. Hins vegar seldist Tifa, tifa Egils Ólafssonar heldur minna en ætla hefði mátt eftir allt lofið sem verk- ið fékk, eða í tæpum fjögur þús- und eintökum. Sléttuúlfarnir riðu heldur ekki of feitum hesti hvað varðar söluna á þeirra annarri þlötu, Undirbláum mána. Seldist hún að vísu í rúmum þrjú þúsund eintökum, en var samt ekki hálf- drættingur á við Líf og fjör í Fagradal, sem seldist í um 7.500 eintökum. Enn fleiri dæmi mætti nefna en þetta verður látið nægja. Sannar þessi upptalning bara að ekkert er gefið fyrirfram og að niðurstaðan verður oft öðruvísi en ætlað er. Framtíðin virðist björt En burtséð frá því hverjir seldust best, hverjir seldu minna og hvers vegna, þá er staðreyndin sú eins og áður greinir, að salan hefur sjaldan eða aldrei verið jafn mikil og árið 1991 í heildina. Með átakinu íslenskt tónlistarsumar, virðist hafa tekist að jafna og dreifa plötusölunni yfir árið, jafn- framt því að auka hana. Gefur það fögur fyrirheit um að framtíð- in verði björt í íslensku tónlistar- lífi og að þar fari saman rífleg útgáfa og ríkuleg gæði. framkvæmt með þeim hætti aö aðeins takmörkuðum fjölda gesta væri hleypt næst sviðinu. Þá eru hugmyndir um takmark- aðan hljóðstyrk einnig til umræðu á þá lund að hann megi aldrei verða meiri en sem nemur 104 desibelum og að þar sem gert er ráð fyrir að styrkurinn nái 96 desibelum, skuli miðarnir þrent- aðir með aðvörun um að hætta á heyrnarskemmdum sé möguleg. Hafa þessar hugmyndir fengið misjafnar undirtektir eins og gengur, en búist er við að úr því verði skorið hvort þær ná fram að ganga fyrir lok þessa árs. Hitt og þetta Aðstandenda- námskeið! Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur alkohól- ista hefst fimmtudaginn 6. febrúar nk. Nánari upplýsingar og skráning á skrifstofunni, Gler- árgötu 28 og í síma 27611. S.Á.Á.-N. Bókhaldsþjónusta TOK BÓKHALDSKERFI Tek að mér bókhald fyrir einstaklinga og minni fyrirtæki. Ef óskað er eftir tilboði má ræða málin. Aðstoð við skattframtöl. Birgir Marinósson Norðurgötu 42 • Sími 21774. með rofustöppu! FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Staða yfirsjúkraþjálfara er laus til umsóknar vegna afleysinga til 6 mán- aða. Staðan veitist frá 1. júní nk. Einnig er laus til umsóknar staða SJÚKRAÞJÁLF- ARA. Staðan veitist frá 1. mars nk. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar nk. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. it t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR ÞORBERGSSON, bifreiðastjóri, Seljahlfð 3 h, Akureyri, er lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 28. janúar verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 3. febrúar kl. 13.30. Dýrleif Jónsdóttir Melstað, Ragnheiður Ólafsdóttir, Kristján Pétursson, Pétur Ólafsson, Helga Ingólfsdóttir, Þorbergur Ólafsson, Bylgja Stefánsdóttir, Ágústa Ólafsdóttir, Guðmundur Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.