Dagur - 01.02.1992, Blaðsíða 13

Dagur - 01.02.1992, Blaðsíða 13
Laugardagur 1. febrúar 1992 - DAGUR - 13 í dag eru liðin tvö ár frá því EIR, félag hjúkrunarfræði- nema við Háskólann á Akur- eyri var stofnað. Nú eru í allt 59 nemendur í heilbrigðisdeild en í heild eru nemendur skól- ans um 170. í öllum þremur deildum hans eru starfandi félög nemenda og er EIR elst þeirra. Tvö ár eru vonandi byrjunin á langri sögu þessa félags og skólans en félagið er hluti af því félagslífi sem kom- ið er á legg í hinum unga löguna að þessu nafni en haldin var samkeppni um nafn á félagið. Yirkir félagsmenn Sigrún segir að markmið félags- ins séu að gæta hagsmuna nemenda og vera málsvari þeirra innan skólans og utan en einnig að efla fræðslu og auka kynni meðal nemenda. Þá hafi félagið einnig að markmiði að stuðla að góðri samvinnu nemenda við aðr- ar heilbrigðisstéttir. En hvernig gengur að ná þessum markmið- Sigrún Tryggvadóttir, formaður EIRAR í starfsnámi á fæðingadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Með henni er Guðrún Eggertsdóttir, yfirljósmóðir en Sigrún heldur á ungum syni Ingibjargar Birgisdóttur. EIR, félag hjúkrunarfræðinema í Háskólanum á Akureyri, tveggja ára í dag: Hjúkrunarfræðin er engin hobbýdeild - segir Sigrún Tryggvadóttir, formaður háskóla á Akureyri. Sigrún Tryggvadóttir, sem er á 3. ári í hjúkrunarfræöinámi, er for- maður félags hjúkrunarfræði- nema og í tilefni af þessum tímamótum hittum við hana að máli og spurðum hana um félagið og skólann. Sjálf er hún Reykvíkingur sem fór gagngert til Akureyrar að nema hjúkr- unarfræði og segist ekki sjá eftir þeirri ákvörðun. Nafngift sótt í goðafræðina „Félagið var stofnað 1. febrúar 1990 þegar árgangarnir í hjúkrun voru orðnir þrír. Þennan vetur voru hjúkrunarfræðinemarnir tæplega 40 talsins og þá kom upp að við þyrftum að stofna hags- munafélag þessara nema. Stofn- uð var undirbúningsnefnd sem hélt stofnfund 1. febrúar 1990 og þar með var félaginu hleypt af stokkunum,“ segir Sigrún Tryggvadóttir um aðdragandann að stofnun félagsins. Nafnið EIR var sótt í norræna goðafræði og svo skemmtilega vill til að Sigrún átti einmitt til- um? „Það hefur gengið ágætlega fram að þessu,“ segir Sigrún. „Hvað varðar eflingu fræðslu þá höfum við mikið af slíkum fund- um og byrjuðum að auglýsa þá í haust fyrir almenning en þó þess- ir fræðslufundir væru góðir þá mættu ekki margir. Hins vegar mæta félagsmenn vel á fræðslu- fundina og reyndin er sú að þegar félagið stendur fyrir einhverju þá mæta félagsmenn ótrúlega vel. Með því að vera virkir í félags- starfinu öðlast nemarnir líka þjálfun fyrir framtíðina þegar þeir ganga síðar í fagfélög og fara að stuðla að framgangi hjúkrunar og skapa henni virðingu innan þjóðfélagsins. Það hefur oft verið sagt að hjúkrun fái ekki nógu mikla virðingu innan þjóðfélags- ins en þá verða hjúkrunar- fræðingar líka að bera virðingu fyrir sjálfum sér,“ segir Sigrún og bætir við að andinn í kringum störf hjúkrunarfræðinga sé að breytast, færast frá talinu í kring- um lágu launin að því að á þessa grein sé litið sem virkilega fag- grein. Tengsl við heilbrigðisstofnanir Meðan á námi stendur hafa heil- brigðisdeildarnemarnir ágæt tengsl við ýmsar heilbrigðis- stofnanir. Þannig segir Sigrún að Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri taki inn nema af öllum árum í starfsnám auk þess að á lokaár- inu fari allir nemarnir til að skoða heilbrigðisstofnanir í Reykjavík. Ennfremur fari nemarnir í styttri vísindaferðir um Norðurland. Sambandið við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri er gott og hefur stofnunin nú tekið upp þá nýbreytni að bjóða bæði 3. og 4. ársnemum til upplýsingafunda um stofnunina, kjör hjúkrunar- fræðinga og framtíð sjúkrahúss- ins. Þannig kynnir stofnunin væntanlegum hjúkrunarfræðing- um hvað þeim stendur til boða að námi loknu. Sigrún segir að komið hafi ver- ið á góðu sambandi og samstarfi við nemendur í hjúkrunarfræði í Háskóla íslands. Þannig voru fulltrúar úr Háskóla íslands á kynningu í heilbrigðisdeild HA á dögunum og með vorinu fer full- trúi frá EIR til að kynna hjúkrun- arfræðinámið á Akureyri meðal nema í skólanum fyrir sunnan. Þurfum að sanna okkur og sanna Opinberlega hefur virst nokkur togstreita milli Háskóla íslands og Háskólans á Akureyri og þær raddir uppi að skólinn norðan heiða taki af fjárveitingum sem ella hefðu farið til Háskóla íslands. Sigrún er spurð hvort þetta komi fram í samskiptum hjúkrunarfræðinemanna sunnan heiða og norðan. „Við heyrum raddir en svo virðist að enginn eigi þær þegar á reynir. Það er enginn sem stend- ur undir þeim. Núna er fyrsti útskriftarhópurinn kominn frá skólanum og við sem útskrifumst í fyrstu árgöngunum verðum að standa okkur og sýna og sanna að hjúkrunarfræðin við Háskólann á Akureyri er fyllilega samkeppnis- hæf við hjúkrunardeild Háskóla íslands sem er 15 ára gömul deild. En við finnum að það er mikið fylgst með okkur og fáum góða dóma,“ bætir hún við og brosir. Sigrún segir að þrátt fyrir nei- kvæðar raddir út í uppbyggingu Háskólans á Akureyri hafi sýnt sig að í beinum samskiptum milli nemenda skólanna hverfi slík togstreita. Ekki sé heldur hægt að sýna fram á að Háskólinn á Akureyri sé að taka fjármagn frá Háskóla íslands en þrátt fyrir það megi búast við neikvæðum rödd- um um einhver ár. Nemendasamskiptin mikilvæg Sigrún segir greinilegt að hjúkr- unarfræðinemarnir við HÍ hafi ákveðnar skoðanir á því hjúkrun- arfræðinámi sem er við Háskól- ann á Akureyri en með heim- sókninni á dögunum hafi í fyrsta sinn gefist kostur á að kynna nemendum að sunnan skólann og námið á heimavelli. Auk kynnis- starfa af þessu tagi hafi nemenda- félög hjúkrunardeildanemanna í skólunum samband sín á milli auk þess að vera saman í norrænni samvinnu hjúkrunarfræðinema. Sigrún segir að fyrir Háskólann á Akureyri sé þetta mikilvægt vegna þess að innan þessarar norrænu samvinnu sé EIR minnsta félagið. „Fyrir okkur er mikilvægt að fá að vera með í þessu samstarfi. Við kynnum þarna skólann, upp- byggingu hans og ekki síst Akur- eyrarbæ,“ segir Sigrún. Höfum áhrif á námsefni og kennslu Auk þess að stjórn EIRAR vinni samkvæmt markmiðum félagsins er starfandi skemmtinefnd innan félagsins og á aðalfundi eru kosn- ir fulltrúar nemenda í námsnefnd og deildarráð. Deildarráð fjallar um mál einstakra nemenda, s.s. undanþágubeiðnir, kærur prófa og þess háttar en námsnefnd vinnur m.a. að endurskoðun á námsbókum og tekur fyrir þær athugasemdir sem henni berast varðandi kennslu. Því má segja að í gegnum sína fulltrúa í náms- nefndinni geti nemendur komið á framfæri sínum sjónarmiðum um kennsluna og lagt fram tillögur um breytingar. Sigrún segir að hvað varði námsefni hafi ekki orðið stórar breytingar á þessum fyrstu árum skólans en nú standi yfir endur- skoðun og þegar um slíkt sé að ræða komi fulltrúar nemenda í námsnefnd með hugmyndirnar til atkvæðagreiðslu meðal nemenda áður en hann samþykki þær f námsnefndinni. „Þetta er því allt mjög „diplómatískt" hjá okkur. Við fáum alltaf að vera með,“ segir Sigrún. Meira en hrista púða og brosa Við víkjum f lokin að náminu sem slíku og segir Sigrún að þetta sé stíft nám. „Já, sérstaklega eftir því sem lengra líður á. Þetta er því engin hobbýdeild eins og sumir halda. Þetta er virkilegt fag sem að baki stendur fjögurra ára háskólanám en ekki bara það að hjúkrunar- fræðingar séu einhverjar sætar og málaðar tískudrósir sem ekkert geri annað en hrista púða og brosa. í þessu starfi felst mun meira,“ segir Sigrún Tryggva- dóttir að lokum. JÓH Tengsl Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og heilbrigðisdeildarinnar við HA eru mikil. Hér er Sigrún ásamt félög- um sínum í stjórn EIRAR fyrir framan FSA. Frá vinstri: Rósa Ösp Ásgeirsdóttir gjaldkeri, Sigrún formaður, Þor- steinn B. Bjarnason meðstjórnandi, Arnbjörg Jóhannesdóttir varaformaður og Sigríður Einarsdóttir ritari. Myndir: Golli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.