Dagur - 05.02.1992, Síða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 5. febrúar 1992
Spurning VIKUNNAR
Hvað finnst þér skemmti-
legast í sjónvarpinu?
(Spurt í Síðuskóla á Akureyri)
Torfi Brynjar Sverrisson:
„(þróttahomið. Mér finnst
skemmtilegast að horfa á fót-
bolta.“
Ottó Sverrisson:
„Spennumyndir, t.d Tortímand-
ann. Svo er gaman að horfa á
fótbolta."
Ásgeir Halldórsson:
„Spennumyndir og framhalds-
myndir. Derrick og Matlock eru
bestir. Ég horfi meira á Sjón-
varpið, við höfum ekki mynd-
lykil."
Gunnar Valur Gunnarsson:
„íþróttir og spennumyndir. Fót-
bolti er skemmtilegastur."
Gunnar Sigmundsson:
„Iþróttir, t.d. fótbolta og hand-
bolta. Mér finnst barnaefnið í
sjónvarpinu leiðinlegt."
Starfsfræðslunámskeið fyrir sjómenn ísfisktogara:
„Á að gera sjómemuna
meðvitaðri um til-
ganginn með þeirra starfi“
- segir Jörundur Garðarsson, einn leiðbeinenda
Oft er talað um að sjávarútveg-
urinn sé aðalatvinnuvegur
landsmanna og er það að öllum
líkindum rétt ef litið er á þann
fjölda fólks sem starfar í
tengslum við hann. Sjávar-
útvegsafurðir gáfu á síðasta ári
80% prósent af útflutnings-
tekjum okkar Islendinga svo
hægt er að segja með sanni að
mikilvægt sé að fiskurinn sem
við seljum sé hágæðavara.
Einn þáttur í að tryggja betri
meðferð á flskinum á leið hans
gegnum vinnsluferlið, er að
viðkomandi starfsfólk sé með-
vitað um vinnu sína. Þess
vegna hafa verið lialdin starfs-
fræðslunámskeið fyrir flsk-
vinnslufólk vítt og breitt um
landið og þess vegna er Fisk-
vinnsluskólinn starfræktur.
Nýr þáttur kom inn í þetta
fræðslustarf í lok síðasta árs,
en þá hófust námskeið á Sauð-
árkróki fyrir sjómenn á ísflsk-
togurum.
Fiskiðjan-Skagfirðingur hf.
sem gerir út togarana Hegranes,
Skafta og Skagfirðing átti frum-
kvæðið að þessu námskeiðahaldi
og má segja að hugmyndin hafi
komið frá útgerðarstjóra fyrir-
tækisins, Gísla Svan Einarssyni.
„Hugmyndin er sú að eftir því
sem menn hafa meiri þekkingu
og ná betri tökum á vinnu sinni
þá geti menn náð betri árangri.
Ég hef frá því árið 1986, þegar
„Þurfum að selja fiskinn út á gæðin,“
Jörundur Garðarsson leiddi sjómenn
námskeið fyrir fiskvinnslufólk
byrjuðu, tekið þátt í að leiðbeina
á þeim námskeiðum og oft verðið
spurður af fiskvinnslufólkinu
hvers vegna ekki væri farið með
sjómennina í gegnum þetta líka.
Hugmyndin að þessu námskeiða-
haldi hefur síðan verið að gerjast
og síðasta vor settum við inn í
fiskverðssamninga, ákvæði um að
við ætluðum að halda námskeið
fyrir sjómennina. Með því vild-
um við setja pressu á okkur sjálfa
til að hrinda þessu í framkvæmd
og eins að láta sjómennina vita
um áformin,“ segir Gísli Svan.
Þroskar vitund sjómanna
í desemberbyrjun var búið að
vinna allt undirbúningsstarf
vegna námskeiðanna og fyrsta
skipshöfn Skagfirðings hf. settist
á skólabekk. Það var áhöfn
Hegranessins sem byrjaði, en í
janúar gekk áhöfn Skaftans í
gegnum það sama og síðastir
voru piltarnir á Skagfirðingi í lok
janúar.
Námskeiðið sjálft er þannig
uppbyggt að leiðbeinendur fara
yfir ákveðið námsefni með
áhöfninni á tveimur dögum. Eftir
tvær til þrjár vikur kemur hópur-
inn síðan saman aftur og fer yfir
verkefni sem áhafnarmeðlimum
er gert að vinna í millitíðinni og
málin rædd út frá þeim. En
hvernig skyldi sjómönnunum
sjálfum líka við námskeiðin?
segir Gísli Svan.
í allan sannlcikann um gerla.
„Að mínu mati er þetta af hinu
góða og kemur tii með að þroska
vitund manna um hvað þeir eru
að aðhafast um borð. Með
minnkandi kvóta hljóta menn að
gera sér grein -fyrir því að það
verður að gera sem mest úr því
sem inn kemur. Auðvitað erum
við farnir að hugsa mikið um
þessi mál, en námskeiðið hjálpar
okkur við að útfæra hlutina á
betri veg, eins og t.d. þrifin. Við
erum byrjaðir að nota þá aðferð
við þrif sem bent er á á nám-
skeiðinu, en fáum þar betri
útfærslu á henni. Svo þó að fátt
komi okkur á óvart í því efni sem
farið er yfir þá fáum við betri
vitneskju um hlutina," sagði
Kristján Helgason, skipstjóri á
Skagfirðingi, þegar Dagur ræddi
við hann á öðrum degi nám-
skeiðsins.
Vekur menn til
umhugsunar
Dagur heyrði einnig hljóðið í Páli
Rúnarssyni, öðrum stýrimanni á
Skagfirðingi og Kolbeini Sigur-
jónssyni bátsmanni. Peir tóku í
sama streng og Kristján skipstjóri
og töldu námskeiðið mjög
gagnlegt.
„Maður er eiginlega hálfhissa á
að þetta skuli ekki hafa verið gert
fyrr, að láta okkur á ísfisktogur-
unum fara í gegnum svona nám-
skeið, því þetta hjálpar mikið til
við að vekja menn til umhugsun-
ar um hlutina. Allavegana held
ég að þetta verði til þess að við
förum að ræða meira um þessi
mál og skoðanir verða örugglega
eindregnari en fyrir námskeiðið.
Nú þarf ekkert að vera að deila
um hlutina, því á námskeiðinu
erum við búnir að hlusta á menn
sem vita hvað þeir eru að tala
um,“ sagði Páll Rúnarsson.
Jákvætt frumkvæði
Á námskeiðinu er farið í meðferð
og gæði hráefnis, gerlagróður og
hreinlætismál, mannleg sam-
skipti, vinnslurásir og verkunar-
aðferðir, öryggi á vinnustöðum,
tengsl vinnu og heilsu og líkams-
beitingu. Jörundur Garðarsson,
fisktæknir, er einn þeirra sem
leiðbeina á námskeiðinu, en hvað
skyldi honum finnast um þetta?
„Árið 1986 hófust hin svoköll-
uðu starfsfræðslunámskeið fyrir
fiskvinnslufólk og voru þá tengd
kjarasamningum. Fram að þessu
hafa sjómennirnir hinsvegar
gleymst eða verið út undan og
það er mjög jákvætt að frum-
kvæðið skuli koma frá fiskvinnslu-
fyrirtæki, en Fiskiðjan á Sauðár-
króki átti hugmyndina að þessu.
Hugsunin á bak við þetta er að
fræðslan skili sér í framleiðslunni
og verði með því hluti í gæða-
stjórnun, auk þess sem ætlast er
til að þetta auki vellíðan starfs-
mannsins. Fyrst og fremst á nám-
skeiðið þó að gera sjómennina
meðvitaðri um hver tilgangurinn
með þeirra starfi sé þannig að
þeir séu alltaf vakandi fyrir að
hugsanlega sé hægt að laga og
breyta aðstöðu og aðferðum.
Þeir vita manna best hvar pottur
er brotinn í þeim efnum og eiga
því að geta komið með ábending-
ar um hvað hægt sé að lagfæra
þannig að allt gangi fyrir sig á
sem bestan og skiívirkastan
hátt,“ segir Jörundur Garðars-
son.