Dagur - 05.02.1992, Page 12
Akureyri, miðvikudagur 5. febrúar 1992
heimsendingarþjónusta
alla daga
Sun.xxud.aga til fimmtudaga kl. 1S.00-S2.30
Föstudaga og laugardaga kl. 1S.00-04.30
Hádegistilboð alla daga
VEITINGAI
Glerárgötu 30 • ‘e* 36690
Skiptar skoðanir
um Skemmuna
Á fundi bæjarstjórnar Akur-
eyrar í gær vöruðu þeir Hólm-
steinn Hólmssteinsson (D) og
Þórarinn E. Sveinsson (B)
mjög við því að íþróttaskemm-
an á Akureyri verði Iögð niður
sem íþróttamannvirki, en
bæjarráð hefur óskað eftir til-
Iögum frá bæjarverkfræðingi
og skólafulltrúa sem miði að
því að hún verði tekin úr
notkun sem íþróttamannvirki á
næsta hausti.
Þórarinn sagði m.a. að ef
bæjaryfirvöld vildu ýta undir
almenningsíþróttir í bænum væri
ekki leiðin að taka Skemmuna úr
notkun og Hólmsteinn tók fram
að finna yrði annað húsnæði fyrir
það fólk, sem nýtti sér Skemm-
una, ef hún yrði lögð niður sem
íþróttamannvirki.
Sigurður J. Sigurðsson (D)
sagðist hafa samþykkt samning
bæjarins og KA um byggingu
KA-íþróttahússins og látið þess
þá getið að í framhaldinu teldi
hann rétt að endurskoða nýtingu
íþróttamannvirkja í bænum,
þ.m.t. Skemmunnar. óþh
Loðnumiðin:
Getur ekki
verið betra“
99
Súlan EA-300
loðnumiðin
var komin á
um miðjan dag í
gær eftir viðgerð á aðalvél en
sprenging varð í henni aðfara-
nótt föstudags. Fá skip voru á
miðunum eftir hádegi í gær
enda mörg á leið til lands með
fullfermi eftir nóttina. Óhætt
er að segja að mokveiði sé á
miðunum.
Bjarni Bjarnason, skipstjóri á
Súlunni, sagði viðgerð á aðalvél
skipsins hafa tekist vel. Hann
hafði tekið upp þráðinn þar sem
frá var horfið enda með um 250
tonn í nótinni eftir fyrsta kast.
Meðal þeirra skipa sem voru á
landleið í gær var Guðmundur
Ólafur ÓF. Að sögn stýrimanns
um borð var veiðin í fyrrinótt
eins og hún gerist best. Skipið var
komið í miðin um kl. 03 í fyrri-
nótt eftir síðustu löndun og var
aftur komið með fullfermi um kl.
07 í gærmorgun. „Við fengum
500 tonn í fyrsta kasti og fylltum
því skipið í tveimur köstum.
Þetta getur ekki verið betra,“
sagði hann. JÓH
Akureyri:
Ók á iimferðarljós
Það óhapp varð í umferðinni á
Akureyri í gær að bílstjóri
missti stjórn á bifreið sinni og
lenti á umferðarljósum á horni
Glerárgötu og Kaupvangs-
strætis. Farið var með bílstjór-
ann á slysavarðstofu en hann
reyndist ekki alvarlega meidd-
ur. -ÞH
Akureyri:
Atvmnuleysi
jókst í janúar
flestir atvinnulausra eru verkafólk
Atvinnuleysi fór heldur vax-
andi á Akureyri í janúar. AIIs
voru 304 án atvinnu í bænum
síðasta dag mánaðarins, 186
karlar og 118 konur. í lok des-
ember voru 266 atvinnulausir á
Akureyri og höfðu bæst við 10
karlar og 28 konur á atvinnu-
leysisskrá í síðasta mánuði.
Flestir hinna atvinnulausu eru
verkafólk.
Samkvæmt upplýsingum
vinnumiðlunarskrifstofunnar á
Akureyri voru atvinnuleysisdag-
ar í janúar alls 6714 á móti 5294
atvinnuleysisdögum í desember.
Alls voru 413 einstaklingar á
atvinnuleysisskrá í janúar, 265
karlar og 148 konur, sem er
nokkur fjölgun frá fyrra mánuði.
Ef litið er á atvinnuleysistölur frá
janúar 1991 kemur í ljós að þá
voru 6344 atvinnuleysisdagar á
Akureyri og í lok mánaðarins
voru 276 einstaklingar án
atvinnu, 171 karl og 105 konur.
Atvinnuleysi er því heldur meira
á Akureyri en á sama tíma í
fyrra. Hjá vinnumiðlunarskrif-
stofunni á Akureyri fengust þær
upplýsingar að flestir hinna
atvinnulausu séu verkafólk en
mjög lítið væri um atvinnuleysi
hjá iðnaðarmönnum. Einnig bæri
lítið á atvinnuleysi hjá verslunar-
Heilsugæslustöðin á Akureyri:
Minni heimahjúkrun vegna
spamaðarráðstafana
Vegna skertra framlaga frá rík-
inu til Heilsugæslustöðvarinn-
ar á Akureyri er Ijóst að draga
verður úr yfirvinnu starfs-
manna hennar sem aftur þýðir
að heimahjúkrun um helgar
skerðist verulega. Konny K.
Kristjánsdóttir, hjúkrunarfor-
stjóri Heilsugæslustöðvarinn-
ar, segir mjög slæmt að grípa
þurfi til þessa úrræðis, en ekki
sé um annað að ræða eigi að
vera unnt að ná fram fyrir-
Bæjarstjórn Sauðárkróks:
Rætt um félagsráðgjöf
A bæjarstjórnarfundi á Sauð-
árkróki í gær varð allnokkur
umræða um tillögu þess efnis
að bærinn skyldi auglýsa eftir
félagsráðgjafa. Andstæðar
skoðanir komu fram í máli
bæjarfulitrúa og var tillögunni
vísað frá, en jafnframt sam-
þykkt á fundinum að leita
skyldi eftir samvinnu á kjör-
dæmisgrundvelli um sálfræði-
þjónustu og félagsráðgjöf.
Upphaf umræðunnar var það
að Anna Kristín Gunnarsdóttir
(G), hafði lagt fram tillögu í
bæjarráði um að auglýsa skyldi
eftir félagsráðgjafa. Meirihluti
bæjarráðs lagði hins vegar til að
þeirri tillögu yrði vísað frá og eft-
ir heitar umræður varð það
niðurstaðan.
Á fundi félagsmálaráðs bæjar-
ins sem einnig var tekinn fyrir,
hafði hinsvegar verið samþykkt
tillaga þess efnis að bæjarstjórnin
skyldi beita sér fyrir að Héraðs-
nefnd Skagfirðinga réði mann til
félagslegrar ráðgjafar. Knútur
Aadnegard (D), lagði til að þess-
ari tillögu yrði vísað til bæjar-
ráðs, auk þess sem hann lagði
fram tillögu um að leitað skyldi
eftir samvinnu við önnur sveitar-
félög og stofnanir um málið og
var það samþykkt. SBG
skipuöum sparnaði.
Heilsugæslustöðinni er eins og
öðrum ríkisstofnunum gert að
spara sem nemur 6,7% af launa-
kostnaði og 1,3% af rekstrar-
kostnaði. Launaliðurinn nemur
um 3 milljónum króna. Konny
segir að til þess að ná þessum
sparnaði hafi menn fyrst stað-
næmst við yfirvinnuna, en á síð-
asta ári voru greiddar 7 milljónir
króna fyrir yfirvinnu. „Heima-
hjúkrunin um helgar hefur öll
verið unnin í yfirvinnu vegna
þess að löng barátta okkar fyrir
því að fá nýtt stöðugildi fyrir
þessa vinnu hefur enn ekki borið
árangur. Síðastliðin tvö ár höfum
við verið með þessa þjónustu um
helgar og núna njóta 18 einstakl-
ingar hennar. Þarna er um að
ræða einstaklinga sem þurfa á
þessari þjónustu að halda jafnt
virka daga sem um helgar. Þetta
er m.a. fatlaðir, fólk með slæm
fótasár, sykursýkisjúklingar og
fleiri. Auðvitað kemur þetta illa
við ættingja þessa fólks,“ sagði
Konny.
Auk þess að skera niður yfir-
vinnu verður opnunartími
Heilsugæslustöðvarinnar á Akur-
eyri styttur um 15 mínútur á dag
og eftirleiðis verður henni lokað
kl. 16.45. Eftir sem áður verður
þó svarað í síma til 17. Konny
segir að skýringin á þessari ráð-
stöfun sé sú að vegna gjaldtök-
unnar, sem tók gildi fyrir nokkru,
þurfi afgreiðslufólk tíma til þess
að ganga frá uppgjöri fyrir hvern
dag. Ætlast sé til að það sé unnið
frá 16.45 til 17 þannig að komist
verði hjá yfirvinnu. óþh
og skrifstofufólki. Nokkuð hefði
borið á að skólafólk hafi skráð sig
á atvinnuleysiskrá að haustönn
lokinni og virtist ekki ætla að
halda áfram námi - að minnsta
kosti ekki á vorönninni. Hvað
horfur í febrúar varðar virð-
ist vera aukið atvinnuleysi á
meðal verkakvenna, sem trúlega
má rekja til minnkandi hráefnis
til rækjuvinnslu hjá K. Jónssyni &
Co. hf. en þar mun þó aðeins
vera um tímabundna fækkun
starfsfólks að ræða. ÞI
Fjöregg:
Búíð enn í eigu
íslandsbanka
íslandsbanki er enn eigandi aö
alifuglabúinu Fjöreggi á Sval-
barðsströnd. Bankinn keypti
fasteignirnar á nauðungarupp-
boði sl. haust og bústofninn
skömmu seinna af þrotabúi
alifuglabúsins. Síðan þá hefur
bankinn reynt að selja búið án
árangurs en lögfræðingur
bankans segir líkur á að af sölu
verði innan tíðar.
Árni Pálsson, lögfræðingur
íslandsbanka, segir það ekki
stefnu bankans að eiga þessar
eignir og reka búið. Alltaf hafi
verið ætlunin að selja það hið
fyrsta. Þegar bankinn tók við
rekstri búsins hafði útungun ver-
ið hætt og því í raun byrjað að
skera stofninn niður. Utungun
var hafin strax aftur og hefur
búið því verið í fullum rekstri.
Nokkrir aðilar sýndu búinu
áhuga, bæði úr héraðinu og
lengra að. Á seinni stigum hefur
þessum aðilum fækkað og stað-
festi Árni að sem stendur er aðal-
lega rætt um stofnun hlutafélags
um kaup og rekstur búsins og þá
hlutafélags þar sem fyrrum eig-
endur Fjöreggs yrðu meðal eig-
enda. JÖH
Kristnesspítali:
Ekki inni í myndinni
að loka einstaka deildum
- segir Bjarni Arthursson,
framkvæmdastj óri
„Við erum á fullu í að hagræða
og reyna að ná fram sparnaði á
öllum sviðum,“ segir Bjarni
Arthursson, framkvæmda-
stjóri Kristnesspítala.
Bjarni segir ekki endanlega
ljóst hver hlutur Kristnesspítala
verði í fyrirskipuðum sparnaði á
Ríkisspítölunum, en unnið sé af
fullum krafti á spítalanum við að
leita leiða til að hagræða og
spara.
„Sumt af þessu eru klassískir
sparnaðarliðir sem snúa að
laununum, t.d. aðhald í yfir-
vinnu, og farið verður varlega í
nýráðningar. Svo er spurning um
hagræðingu í rekstri þvottahúss,
barnaheimilis og eldhúss, endur-
skoðun á ræstingum og að spara í
innkaupum, viðhaldi og akstri.
Maður getur ekki svo auðveld-
lega gert sér grein fyrir hversu
mikið hægt sé að spara á þessum
liðum,“ sagði Bjarni.
Á Kristnesspítala eru 14 deild-
ir, en að sögn Bjarna er ekki inni
í myndinni að loka einstaka
deildum. í þessari viku verða
fundir með deildarstjórum allra
deilda spítalans þar sem farið
verður yfir hvernig unnt sé að ná
fram boðuðum sparnaði. óþh