Dagur - 25.02.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 25.02.1992, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 25. febrúar 1992 - DAGUR - 5 Fréttir Egill Olgeirsson, stjórnarformaður KÞ skar afmælisterturnar ofan í afmælis- gestina. Mynd: IM Kaupfélag Þingeyinga 110 ára Kaupfélag Þingeyinga, elsta kaupfélag landsins, varð 110 ára 20. feb. sl. Fánar blöktu við hún á Húsavík í tilefni dagsins og við- skiptavinum í öllum verslunar- deildum var boðið upp á rjóma- tertu og kaffi eða ávaxtasafa. Brauðgerð KÞ bakaði tertur fyrir 2000 manns í veisluna og stjórn- armenn kaupfélagsins stóðu við terturnar í Matbæ og skáru niður fyrir gestina. Afmælisbarninu barst fjöldi af kveðjum og blóm í tilefni dagsins. „Við erum mjög ánægðir og fengum góðar undir- tektir við afmælisveislunni," sagði Ragnar Jóhann Jónsson, fulltrúi kaupfélagsstjóra, í sam- tali við Dag. IM Framhaldsskólinn á Laugum: Laugamenn funda með þing- mönnum um málefhi skólans Allir alþingismenn Norður- landskjördæmis eystra, að Halldóri Blöndal undaskild- um, sátu fund sem forsvars- menn Framhaldsskólans á Laugum boðuðu þá til sl. fimmtudag. „Við vorum að kynna þingmönnum málefni Laugaskóla, en þeim hafði ver- ið skrifað hvassyrt bréf áður, því okkur fannst óskaplega ósanngjarnt að engin króna í viðhald eða stofnkostnað skyldi vera áætluð til skólans. Þingmennirnir tóku okkur ákaflega vel, en Iofuðu engu,“ sagði Sigurður Viðar Sigmunds- son, áfangastjóri Laugaskóla í samtali við Dag, aðspurður um efni fundarins. Fundinn sátu hagsmunaaðilar frá hverfinu við Lauga, sveitar- Fj ármálaráðuneytið: Vextir spariskírteina ríkissjóðs lækkaðir Fjármálaráðuneytið hefur lækkað vexti spariskírteina ríkissjóðs um 0,4%, eða úr 7,9% í 7,4%. Samkvæmt upp- lýsingum fjármálaráðuneytis- ins var þessi ákvörðun tekin með tilliti til markaðsaðstæðna og stöðu Iánsfjármarkaðarins og í trausti þess að henni fylgi lækkun raunvaxta hjá bönkum, verðbréfafyrirtækj- um og öðrum lánastofnunum. Avöxtunarkrafa húsbréfa var fyrir þessa Iækkun orðin sú sama og spariskírteina og sögðu verðbréfasalar þá að forsenda frekari lækkunar ávöxtunarkröfu þeirra sé vaxtalækkun spariskírteina ríkissjóðs. í gögnum fjármálaráðuneytis segir að ríkisstjórnin hafi einsett sér í upphafi starfsferils síns að draga úr fjárþörf hins opinbera og skapa þannig skilyrði til lækk- unar vaxta samhliða stöðugleika í efnahagsmálum. „Til marks um það er talið að hrein lánsfjárþörf opinberra aðila á árinu 1991 hafi alls orðið rúmir 40 milljarðar króna. Þar af var fjárþörf ríkissjóðs 14,7 milljarð- ar, Byggingarsjóðs ríkisins og Byggingarsjóðs verkamanna 7,2 milljarðar, útgáfa húsbréfa varð um 15 milljarðar króna og láns- fjárþörf annarra opinberra aðila nam þannig um 2 milljörðum króna. Nú er hins vegar áætlað að hrein lánsfjárþörf opinberra aðila á þessu ári verði um 20 milljarðar króna sem er helmingi lægri fjár- hæð en á síðasta ári. Lánsfjárþörf ríkissjóðs er áætluð 4,4 milljarð- ar, fjárþörf byggingarsjóðanna tæpir 5 milljarðar og útgáfa nýrra húsbréf um 11 milljarðar. Með auknum stöðugleika og lækkandi verðbólgu hefur tekist að ná fram verulegri lækkun nafnvaxta. Þannig hafa forvextir almennra víxla lækkað úr tæpu 21% í ágúst s.l. í 12,5%-15% nú í byrjun febrúar," segir í tilkynn- ingu fjármálaráðuneytisins. Ráðuneytið telur að þegar hafi dregið úr eftirspurn eftir húsbréf- um, bæði vegna fasteignaviðskipta' og nýbygginga. Fjárfyrirgreiðsla Seðlabanka vegna yfirdráttar ríkissjóðs sé nú um miðjan febrúar 2,8 milljarðar en nam um 8,3 milljörðum á sama tíma síð- asta árs. „Þá hefur lausafjárstaða viðskiptabankanna verið að batna og er lausafjárhlutfall þeirra nú 13,1% samanborið við tæp 10% á sama tíma í fyrra.“ JÓH Frystitogararnir Akureyrin EA og Örvar HU: Hásetahlutur fyrir ársverk rúmar 5 milljónir á síðasta ári Hásetahlutur fyrir ársverk á frystitogararnum Akureyrinni EA var tæpar 5,3 milljónir króna á síðasta ári og rétt um 5 milljónir á Örvari HU. Meðal- hásetahlutur á öllum frysti- togaraflotanum var tæplega 3.8 milljónir króna. Þetta eru útreikningar Fiski- frétta, byggðir á nýútkominni togaraskýrslu LÍÚ. Aflahlutur Enn óbreytt launavísitala Hagstofan hefur reiknað launa- vísitölu fyrir febrúarmánuð 1992 miðað við meðallaun í janúar sl. Er vísitalan enn 127.8 stig eða óbreytt frá fyrra ntánuði. Samsvarandi launavísitala sem gildir við útreikning greiðslu- marks fasteignaveðlána, er einnig óbreytt og er því 2.795 stig í mars 1992. háseta miðast við hásetastöðuna allt árið og ekki er gert ráð fyrir að teknir séu samningsbundnir frítúrar, nema hvað reiknað er með að menn fari í orlof. Staðreyndin er hins vegar sú að afar fátítt er að sjómenn á frysti- togurum fari í alla túrana og al- gengt er að þeir séu í landi þriðju hverja veiðiferð. Þetta eru því laun fyrir ársverk en ekki með- allaun háseta á einstökum skip- um eða flotanum í heild. í ofan- nefndum tölum er ekki reiknað með starfsaldursálagi, fatapen- ingum eða öðrum föstum greiðsl- um. Samkvæmt samskonar útreikn- ingi Fiskifrétta á hásetahlut ísfisktogara, reyndist meðal- hásetahlutur ísfisktogara á land- inu öllu vera 2.297 þús. krónur án orlofs en 2.531 þús. krónur með orlofi. Samkvæmt ofangreindum töl- um er meðalhásetahlutur fyrir ársverk 64% hærri á frystitogur- uin en ísfisktogurum en þá ber að ítreka að hver háseti á frysti- Vinningstölur '22. feb. '92 (Ý)[ ío) f26)fif "129X36) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 C 0 2.946.179,- 2. 4al5Í W 5 102.356,- 3. 4al5 105 8.407,- 4. 3aI5 3.640 565.- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 6.397.294.- BIRGIR upplýsingar:sImsvari91 -681511 lukkulína99100? stjórnarmenn og oddvitar flestra hreppa sem standa að skólanum, skólanefnd, skólaráð, stjórn nemendafélagsins og kennarar. „Þetta var heilmikill og fjöl- mennur fundur. Mikið var rætt um möguleika á samstarfi við Franthaldsskólann á Húsavík, og í rauninni nýja skólastefnu í Þingeyjarsýslu. Þar yrði um að ræða verkaskiptingu milli Fram- haldsskólans á Húsavík og Fram- haldsskólans á Laugum. Forsenda fyrir þessu er að fækkað verði brautum á báðum stöðum, svo ekki sé verið að kenna það sama, og að við fáum líka að útskrifa stúdenta frá Laugaskóla. En það er íþróttabraut og ferðamála- braut sem við erum að hugsa um hér,“ sagði Sigurður Viðar. Safnað hafði verið undirskrift- um rúmlega 600 atkvæðisbærra manna til stuðnings þess að áætl- un verði haldið varðandi vegar- lagningu yfir Fljótsheiði, þar sem raddir hafa heyrst um að fram- kvæmdum við Fljótsheiðarveg verði frestað, að sögn Sigurðar. Undirskriftunum var safnað í nágrannasveitum við Fljótsheiði og í Mývatnssveit. Meiningin var að afhenda samgönguráðherra undirskriftalistana á fundinum, en þar sem hann mætti ekki tók Tómas Ingi Olrich við listunum og lofaði að koma þeim til ráð- herrans. IM togara fer undantekningarlítið ekki í allar veiðiferðirnar en það er algengara á ísfiskskipunum. -KK Akureyringar — Eyfirðingar Alþýðubandalagsdagar Alþýðubandalagsdagar verða á Akureyri og í Eyjafirði dagana 27.-29. febrúar. Þessa daga munu forustumenn Alþýðubandalagsins heim- sækja fyrirtæki og stofnanir, ræða við starfsfólk og hitta sveitastjórnarmenn, forsvarsmenn verkalýðshreyfingar og atvinnulífs að máli. Almennir stjórnmálafundir veröa: Á Akureyri fimmtudagskvöldið 27. febrúar kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu, á Ólafsfirði föstudaginn 28. febrúar kl. 20.30 í Tjarnarborg og á Dalvík laugardaginn 29. febrúar kl. 14.00 í Víkurröst. Laugardagskvöldið 29. febrúar verður árshátíð Alþýðu- bandalagsfélaganna við Eyjafjörð haldin á Akureyri á Fiðl- aranum. Allir stuðningsmenn Alþýðubandalagsins og gestir þeirra eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Þeir sem vilja tryggja sér miða þurfa að láta skrá sig sem fyrst hjá Kára í síma 21783, Gunnari s. 25830, Kristjáni s. 61855 eða Birni Þór s. 62270, sem veita jafnframt allar nánari upplýsingar. Alþýðubandalagið. Hin árlegu sjávarréttakvöld okkar verða haldin laugardagskvöldin 29. febrúar, 7. mars og 14. mars. ☆ 40-50 tegundir sjaldgæfra sjávarrétta, heitra og kaldra á hlaðborði. ☆ Kvöldin hefjast með hanastéli og ljúfri tónlist kl. 20.00. ☆ Eftir matinn verður svo dansað til kl. 03.00. ☆ Vinsamlega pantið tímanlega því þegar er mikið bókað. ☆ Síminn er 61488 og 61405. SÆLUHÚSIÐ DALVÍK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.